Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2003, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2003, Side 7
FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 DV 7 Fréttir Upplýsingar og tímapantanir alla daga í síma 561 8585 Vitnaleiðslur í Hafnarstrætismálinu fóru fram í gær: „Slepptu mér eöa ég höfuðkúpubrýt þig“ - sagði annar ákærðu við hinn látna að sögn vitnis Minna verðmæti loðnu Flest bendir til þess að verðmæti á hveija þyngdareiningu loðnumjöls og lýsis verði 9% laegra í ár en í fyrra. Verð á loðnumjöli og lýsi var nokkuð stöðugt á síðasta ári miðað við undangengin ár og er ekki gert ráð fyrir miklum sveifl- um. Sé því miðað við óbreytt verð á loðnumjöli og lýsi frá sama tímabili í fyrra og að gengi krónunnar muni hald- ast í kringum 125 á næstu mánuðum mun 9% styrking krónunnar frá sama tíma í fyrra skýra alla verðmætabreyt- inguna milli þessara tímabila. Guðmundur Ragnarsson hjá grein- ingardeild Búnaðarbankans sagðist telja að verð á loðnumjöli og lýsi til ís- lenskra fiskimjölsframieiðenda verði svipað og það var í fyrra. „Ég hugsa að jafhvel geti það hækkað eitthvað miðað við verðið í fyrra. Það hefur verið nokk- ur jafli vöxtur í fiskeldi í heiminum en fiskeldisfyrirtæki eru stórir kaupendur á mjöli. Þá hefur framboð frá Suður-Am- eríku verið að dragast saman en frá Perú og Chile kemur mest fiskimjöl og lýsi og verðið fylgir mjög framboði það- an. Það sem gæti einnig komið íslensk- um sjávarútvegsfyrirtækjum (fiski- mjölsframleiðendum) til góða er að loðnukvótinn í Noregi verður skorinn niður um 50% á þessu ári en Norðmenn eru okkar helsta samkeppnisþjóð í sölu á fiskimjöli og lýsi til fiskeldisbænda í Evrópu,“ sagði Guðmundur. www.gauilitli.is Þátttakendur mæta 3-5 sinnum í viku og allir fá kennslugögn, eftirlit með matarræði, vatnsbrúsa ásamt frjálsum aðgangi að líkamsræktarstöðvum World Class í Fellsmúla og Spöng. Aðalmeðferð Hafharstrætismálsins hélt áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og komu þá m.a. fram hrottalegar lýsingar fjölmargra vitna að líkams- árásinni sem gerð var á 22 ára gömlum karlmanni, Magnúsi Frey Gíslasyni, þann 25. maí á síðasta ári. Hnéspörk, hnefahögg, skallar og fótspörk voru meðal þeirra barsmíða sem áttu sér stað í árásinni að sögn vitna. Magnús Freyr hlaut í kjölfarið höfuðáverka sem drógu hann til dauða viku seinna. Hinir ákærðu eru tveir, 21 og 23 ára gamlir. Er sá eldri ákærður fyrir að hafa ráðist á manninn og veitt honum fjölmörg höfuðhögg, m.a. á meðan hann lá í götunni. Eftir þá atlögu tókst honum að standa upp á ný en þá spark- aði yngri sakbomingurinn í hann með þeim afleiðingum að maðurinn féll í götuna á ný og lá óvígur eftir. Hinir ákærðu mættu fyrir dóm í fyrradag og bar talsvert á miili frá- sagna sakbominganna á því sem gerst hafði. Viðurkenndi sá yngri að hafa sparkað í manninn eftir að sá eldri hafði slegið og sparkað í höfuð hans 10-15 sinnum. Hinn eldri sagði hins vegar sjálfur að höggin hefðu verið mun færri. Eftir þetta misræmi í fram- burði sakbominga var ljóst að vitnis- burður sjónarvotta mun vega þungt í málinu. Misræmi í frásögnum vitna Nokkuð ber á milli frásagna þeirra sem vitni urðu að árásinni. Flestum bar þeim þó saman um að þeir hefðu slegið hvor annan i upphafi en fljótlega hefði hinn ákærði náð undirtökunum og látið bæði hefðbundin spörk og hné- spörk, sem og hnefahögg, dynja á hin- um látna. Mikið misræmi var þó í lýsingum á því vignir Guðjónsson blaðamaður mörg sig“. Því næst hefðu slagsmál hafist þar sem Magnús hefði fljótlega lent undir og hafnað í jörðinni þar sem sakbom- ingur sló hann oftar en einu sinni. Síð- an hafi vegfarandi rifið hann af Magn- úsi sem stóð þá upp. Þá hafi yngri sak- bomingurinn hlaupið að honum og högg vinstra megin og var brotið dæmigert fyrir högg á hnakka. Ein af meginspumingunum í réttarhaldinu er hvort heilablæðing Magnúsar hafi myndast vegna högganna frá þeim eldri eða eftir að hafa skollið í götuna eftir sparkið frá þeim yngri. Kvaðst Kenna hvor öðrum um Stóra spurnlngin í Hafnarstrætismállnu er hvor hlnna ákeröu hafl valdlö hellablæöingunnl sem síöan lelddl Magnús tll dauöa viku selnna. DV-MYNDIR HARI Herferð gegn ofbeldi Eins og DVgreindi frá í gær sendi eldri sakborningurinn, sem sést á myndinni, forseta íslands bréfþar sem hann hvatti til herferðar gegn ofbeldi. Forsetinn vitnaöi í bréfið í áramótaávarpi sínu. meinafræðingurinn ekki geta sagt með fúllri vissu hvemig höggið kom en lík- legast er talið að hinn látni hafi fallið með höfuðið á sléttan flöt. Hann sagði að ekki væri líklegt að sá er verður fyr- ir svo miklum skaða á heila haldi með- vitund og því ólíklegt að Magnús hefði getað staðið upp. Hann útilokaði þó ekki að þung högg, t.d. hnéspörk, gætu myndað heilablæðingu. Meinaffæðingurinn átti erfitt með að svara spumingum lögmanna og vís- aði þá til þess að krufhing hefði farið fram átta dögum eftir slysið. Magnús hefði farið í aðgerð strax eftir árásina og væri læknirinn sem framkvæmdi þá aðgerð hæfari til aö svara spumingum sem varða ástand Magnúsar strax eftir árásina. Guðjón St. Marteinsson úrskurðaði að í ljósi vitnisburðar meinafræðings- ins væri ekki hægt að halda málsmeð- ferð áfram fyrr en læknirinn sem ffarn- kvæmdi aðgerðina á Magnúsi hefði borið vitni. Það sé nauðsynlegt að hægt sé að meta ástandið á heila Magnúsar strax eftir höggið. Málinu var því frestað til 14. janúar og mun aðalmeð- ferð þá ljúka. hversu högg hinn látni hlaut og eins hvar á líkamann þau komu. Eins kváðust nokkur vitni ekki muna greinilega eft- ir árásinni. Þau vitni sem sáu Magnús falla eftir síðasta sparkið, sem yngri sakboming- urinn hefur tekið ábyrgð á, vom þó flest sammála um að hann hefði fallið beint aftur og hátt hljóð hefði heyrst þegar höfuðið skall á gangstéttinni. „Hann féll beinn eins og þegar verið er að höggva tré,“ sagði eitt vitnið. Nokkur vimi kváðust hafa heyrt eldri sakbominginn kalla eitthvað í lík- ingu við: „Beijið hann!“ í átt til fjög- urra félaga sinna sem vom með hon- um. Einn af þeim, yngri sakbomingur- inn, hafi þá sparkað í Magnús með • fyrrgreindum afleiðingum. Það er því spuming hvort sá eldri hafi hvatt til aukinna líkamsmeiöinga með hrópum sínum. „Ég höfuðkúpubrýt þig“ Næst vora þrír félagar sakboming- anna, sem allir vom á vettvangi kvöld- ið afdrifaríka, kallaðir til vitnis. Þeir sögðu allir að Magnús Freyr hefði átt frumkvæðið að átökunum - hann hefði klætt sig úr jakkanum sínum og beðið eldri sakbominginn um að „koma í sparkað í hann svo hann féll. Eftir það hafði sá eldri farið að Magnúsi þar sem hann lá og slegið hann með opnum lófa. Sagði sakbomingur sjálfur að það hefði verið til þess að reyna að vekja Magnús sem lá meðvitundarlaus. Einn félaginn kvaðst hafa heyrt eldri sakbominginn segja: „Slepptu mér eða ég höfúðkúpubrýt þig,“ við Magnús ’ þegar þeir tókust á. Þá hafi Magnús haldið í yfirhöfli hans og neitað að sleppa. Jón Egilsson, veijandi yngri sakbomingsins, spurði þá vitnið hvort sá eldri hefði veitt Magnúsi höfuðhögg eftir þessar yfirlýsingar. Vitnið játti því. Annar félagi sagði að engin sam- skipti hefðu átt sér stað á milli Magn- úsar og þess sem ákærður er fýrir að sparka í hann og ekkert hefði gerst áður sem hefði gefið tilefrii til sparks- ins. Eins höfðu sjónarvottar sem sáu sparkið sagt að Magnús hefði verið vankaður og ekki í neinu ástandi til aö veita viðnám né ógnun sem er þvert á þá fullyrðingu sem yngri sakboming- urinn hélt fram fyrir réttinum í fyrra- dag, þar sem hann sagði að Magnús hefði horft „illum augum á sig“ og þess vegna hefði hann sparkað i hann. Málinu frestaö Að sögn meinaffæðings sem kallað- ur var til vitnis var það heilablæðing og bjúgur i heila sem var banamein Magnúsar. Áverkar á höfuðkúpu benda til þess aö hinn látni hafi hlotið þungt Lifum ■ vetur 6 ára afmælistilbod öll námskeið á 14.500 kr. í janúar. 6 ára gamalt verð! Yogaspuni Gauja litla Aðhaldsnámskeið með hjólatímum, sérstökum æfingum byggðum á hathajóga, öndun og teygjum. í boði eru morgun- og kvöldtímar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.