Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2003, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2003, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 DV Fréttir Fylgi stjórnmálaflokkanna misjafnt eftir kyni og búsetu: Sjálfstæðisflokkur stærstur á höfuðborgarsvæðinu - Samfylkingin með yfirburði meðal kvenkyns kjósenda Fylgi stjórnmálaflokkanna er misjafnt eftir basði kyni og búsetu. Þannig er Sjálfstæðisflokkurinn stærstur sé einungis litið til íbúa höfuðborgarsvæðisins en Samfylk- ingin er hins vegar með yfirburði ef einungis er tekið tillit til afstöðu kvenkyns kjósenda. Þetta kemur fram þegar niðurstöður skoðana- könnunar DV, sem gerð var á þriðjudagskvöld, eru greindar eftir kyni og búsetu, þ.e. hvort sá er svar- ar býr á höfuðborgarsvæðinu eða úti á landi. Niðurstöðurnar má sjá í meðfylgjandi gröfum en úrtakið í könnun DV var 1200 manns. Spurt var: Hvaða lista mundir þú kjósa ef þingkosningar færu fram núna? Það sem strax vekur athygli þeg- ar niðurstöðurnar eru skoðaðar nánar er hve Samfylkingin er sterk meðal kvenkyns kjósenda. Ef aðeins er litið til þeirra kvenna sem af- stöðu tóku sögðust 45,5 prósent mundu kjósa Samfylkinguna ef kos- ið yrði nú en 35,2 prósent Sjálfstæð- isflokkinn. Framsókn fengi 8,7 pró- senta fylgi meðal kvenna, Vinstri grænir 7,9 prósenta og Frjálslyndir 2,1 prósents fylgi. Hjá körlunum kveður við annan tón. Sjálfstæöisflokkurinn er þar stærstur með 38,7 prósenta fylgi en Samfylkingin fengi þar 34,3 prósent. Framsókn er einnig mun sterkari meðal karla, fær 15,3 prósenta fylgi. Ekki er marktækur munur á af- stöðu kynjanna til Frjálslyndra eða Vinstri grænna. Karlar voru mun ákveðnari í könn- un DV en konur. 75,3 prósent karla tóku afstöðu en aðeins 63 prósent kvenna. Fylgi flokkanna eftir afstööu kynjanna ■ skv. skoðanakónnun DV 7. januar 2003 50% 40% 30% 20% 10% ** - • "* " * Fylgi flokkanna eftir búsetu - skv. skoðanakonnun DV 7. januar 2003 Höfuðborgarsvæölð Landsbyggðin Frá Alþingi Karlar voru mun ákveönari í könnun DV en konur. 75,3 prósent karla tóku af- stööu en aöeins 63 prósent kvenna. Framsóknarfylgi úti á landi Þegar aðeins er litið til afstöðu kjósenda á höfuðborgarsvæðinu er Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur en fylgi hans mælist 45,6 prósent. Sé hins vegar horft til kjósenda á landsbyggðinni er fylgi Sjálfstæðis- flokksins aðeins 25,8 prósent. Þessu er þveröfugt farið með Framsóknar- flokkinn. Á höfuðborgarsvæðinu er hann með 6,8 prósenta fylgi en fylg- ið rýkur upp í 19,7 prósent ef horft er til kjósenda á landsbyggðinni. Vinstri grænir eiga meira fylgi á landsbyggðinni þar sem það mælist 10,1 prósent en ekki nema 6,5 pró- sent á höfuðborgarsvæðinu. Frjáls- lyndir sækja að sama skapi meira fylgi út á land en á höfuðborgar- svæðið. Ekki er marktækur munur á fylgi Samfylkingar á höfuðborgarsvæð- inu annars vegar og á landsbyggð- inni hins vegar. Kjósendur á landsbyggöinni voru áræðnari í svörum en 74,2 prósent þeirra tóku afstöðu á móti 65,8 pró- sentum á höfuðborgarsvæðinu. -hlh DV-MYND HARI Viðrar vel til útiveru Veöriö leikur viö landann þessa daga, á sama tíma og frost og fimbulkuldi ríkir víöast í Skandinavíu. Víöa má sjá fólk í gönguferöum, grasiö ergrænna en menn eiga aö vernjast á þessum árstíma og eitthvaö mun vera um aö ýmsar plöntur hafí látiö á sér kræla. Þrjár villtar kvígur fundust á afrétti - búnar að vera týndar frá því í haust er þær ruddust yfir girðingar Þrjár kvígur frá Berghyl í Hnmamannahreppi fundust inni á Flóaafrétti eftir að hafa sloppið úr greipum bónda í haust. Þær eru mjög aflagðar en hafa enn ekki náðst þar sem þær eru ljónstyggar. Fyrirhugaö er aö reyna aö hand- sama þær um helgina og koma þeim i hús. Jón G. Eiriksson, bóndi á Berg- hyl, kvaðst hafa verið að taka tiu kvígur í hús i haust. Þær hefðu ver- ið í girðingu í sumar þar sem lítið var um mannaferðir og því orðnar styggar. Þegar verið var að reka hópinn að stukku þrjár kvígur út úr honum, ruddust yfir landamerkja- giröingu og hurfu út í buskann. Svipast var um eftir þeim en svo virtist sem jörðin hefði gleypt þær. Talið er að þær hafi farið yflr Stóru- Laxá hjá Hrunakróki og komist þannig inn á afréttinn. Fyrir þrem dögum fundu svo menn, sem voru á ferð um Flóaafrétt á bil, kvígumar þar sem þær höfðu hafst við. Þeim var stuggað í átt til byggða og er nú vitað hvar þær halda sig þótt ekki hafl þær komið að bæjum enn. Jón sagðist ætla að freista þess að ná þeim með því að setja niður heyrúllu til að spekja þær. Möguleiki væri að gefa þeim í gjafagrind sem lokaðist þegar þær færu inn í hana til að éta. Þannig væri hægt að ná þeim. „Þaö er ansi mikið mál að ná nautgripum þegar þeir eru orðnir svona rosalega villtir," sagði hann. „Ég hefði getað verið að eltast við þær í viku inni á afrétti með fjöld- ann allan af mönnum án þess að ná þeim. Ég ætlaði að leita þeirra á snjósleða en það hefur bara vantað snjóinn.“ Jón saknar einnig tveggja hrossa sem hurfu á gamlárskvöld. Um er að ræöa trippi og fullorðinn hest sem voru í sjö hesta hópi heima við bæinn. Þessi tvö virðast hafa hræðst flugeldaskothríð meira held- ur en hin, því þau voru horfm úr hópnum á nýju ári. -JSS Smíði aö Ijúka Hér er Norröna hin færeyska í skipa- smíöastööinni í Lubeck í Þýskalandi. Eftir nokkrar vikur siglir skipiö burt frá stööinni og heldur í noröur. Ný Norræna kem- ur í heimsókn til Reykjavíkur Smíði færeysku ferjunnar Nor- rænu gengur vel. Stefnt er að þvi að hún komi til íslands í jómfrúferðina seinni partinn í mars frá skipa- smíðastöðinni Flender Werft í Lúbeck. Ekki er búið að ákveða end- anlega ferðir hennar en hugmyndin er að Norræna sigli til Reykjavíkur og ef til vill fleiri hafna og kynni sig íbúum höfuðborgarsvæðisins. Við- komustaður hér á landi verður sem fyrr Seyðisfjörður og aka höfuð- borgarbúar um fallegar lendur ís- lands, 700 kílómetra leið, til að kom- ast um borð. Það er hluti af ferða- laginu og að margra mati ekki slæmur hluti þess. Jónas Hallgrímsson í Austfari á Seyðisflrði sagði að mikill hugur væri í mönnum á þessum tímamót- um. Hér væri að koma glæsiskip, þrefalt stærra en gamla Norræna sem hætti siglingum hingað á síð- astliðnu hausti. Um borð í nýju Nor- rænu er rými fyrir 1.482 farþega í klefum af ýmsu tagi, allt upp í lúxusíbúðir. Gamla Norræna tók 1.050 farþega. Mest munar þó um að flutningsgeta á ökutækjum er mun meiri en á gamla skipinu því bíla- þilfór eru vegleg og taka 800 bila. Um borð eru verslanir, barir, veit- ingahús og dansstaðir; líka sund- laug, líkamsrækt og bamapössun svo nokkuð sé nefnt. -KÞ Raufarhöfn: Tónlistarnám í uppnámi Tónlistarskólinn á Raufarhöfh er í tölverðu klemmu þar sem skólastjór- inn hefur látið af störfum og haldið til annarra starfa. 25 nemendur stunda nám við skólann. Sveitarstjóri Raufar- hafnarhrepps, Guðný Hrund Karls- dóttir, segir að kennslan liggi niðri meðan leitað er nýs tónlistarskóla- stjóra. Rætt mun hafa verið við aðila á Þórshöfn. „Það er gert ráð fyrir starfsemi tón- listarskóla á fjárhagsáætlun Raufar- hafiiarhrepps en því miður fékk tón- listarskólastjórinn starf annars staðar þar sem boðin voru betri kjör. Ég trúi ekki öðru en það flnnist einhver til starfans. Við skólann starfar auk þess stundakennari." Tónlistarskólastjór- inn, Stefania Sigurgeirsdóttir, heldur til Hólmavíkur. -GG Lögreglan fór réttað Lögreglan í Reykjavík vill koma því á framfæri að þann 30. desember síðastliðinn leitaði lögreglan í Reykjavík aðstoð- ar lögreglunnar á Keflavíkurflug- velli vegna hvarfs Guðrúnar Bjargar Svanbjömsdóttur og óskaði hún eft- ir því að athugað yrði hvort Guð- rún hefði farið úr landi fyrir þann tíma en síðar kom í ljós að hún hafði farið úr landi þann 29. desember síðastliðinn. Til að forð- ast allan misskilning vill Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn aö það komi fram að skjót úrlausn lögregl- unnar á Keflavíkurflugvelli var að öllu leyti í samræmi við verkbeiðni lögreglunnar í Reykjavik. -ss Geir Jón Þórisson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.