Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2003, Síða 9
9
FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003
I>V Fréttir
Metár hjá íbúðalánasjóði:
Greiðsluerfiðleikamál
tvöfölduðust milli ára
Árið 2002 var metár hjá íbúða-
lánasjóði hvað varðar húsbréfaút-
gáfu, sölu húsnæðisbréfa, útlán við-
bótarlána og leiguíbúðalána. Alls
nam útgáfa íbúðalánasjóðs á hús-
bréfum og húsnæðisbréfum 50,6
milljörðum króna á reiknuðu verði
húsbréfa og söluverði húsnæðis-
bréfa. Sjóðurinn greiddi hins vegar
35,5 milijarða króna í afborganir,
vexti og verðbætur af skuldum sín-
um.
Þrátt fyrir metútgáfu voru affoll
húsbréfa á síðustu mánuöum ársins
2002 lægri en verið hafði frá því í
byrjun árs 2000. Ástæður þess eru
betra upplýsingaflæði íbúðalána-
sjóðs og stóraukin kaup erlendra
fjárfesta á íslenskum húsbréfum og
húsnæðisbréfum. Vanskil við sjóð-
inn voru i sögulegu lágmarki á ár-
inu 2002. Greiðsluerfiðleikamál hins
vegar tvöfölduðust á milli ára þótt
enn sé nokkuö í það að fjöldi slíkra
mála nái því sem var á árunum 1995
og 1997. Hagræðing og aukin fram-
leiðni sem stefnt var að við stofnun
sjóðsins náðist á árinu sem meðal
annars sést á styttri afgreiöslutíma
lánsumsókna.
íbúðalánasjóði bárust í lok árs
2002 kvartanir frá fólki í Reykjavík
sem fallið hefur undir skilyrði um
viðbótarlán en fengið timabimdna
synjun frá Félagsþjónustunni í
Reykjavík. Ástæða synjunarinnar
er sú að Reykjavík hefur fullnýtt
lánsheimildir sínar til viðbótarlána
og íbúðalánasjóður hefur ekki feng-
ið svigrúm frá Alþingi til að auka
enn við viðbótarlánsheimildir
Reykjavíkur á þessu ári. Reykjavík-
urborg sótti um lánsheimildir að
fjárhæð 1,5 milljarðar króna vegna
ársins 2002 en fyrri hluta árs kom í
ljós að það myndi ekki duga og sótti
borgin því um 700 milljónir króna
aukalega. íbúðalánasjóður veitti
Reykjavíkurborg 600 milljónir til
viöbótar og var sú fjárhæð upp urin
fyrir áramót. Bið þeirra sem ekki
fengu viðbótarlán í lok árs 2002 ætti
hins vegar að vera á enda innan tíð-
ar þar sem nýtt fjárhagsár er hafið
en hins vegar er slík tímabundin
synjun mikið óhagræði fyrir það
fólk sem gert hef-
ur tilboð í eignir
með fyrirvara
um samþykki
húsnæðisnefndar
um viðbótarlán.
Vandamál þessa
fólks er sú stað-
reynd að það fór
Guömundur ekki eftir eðli-
Bjarnason. legu umsóknar-
ferli um lán
íbúðalánasjóðs. íbúðalánasjóður
segir fasteignasala bera hér einnig
nokkra ábyrgð því þeir eigi að vita
hvemig umsóknarferillinn á að
vera.
6 milljarðar til viðbótarlána í ár
Guðmundur Bjamason, forstjóri
íbúðalánasjóðs, segir að Reykjavík-
urborg hafi hætt að gefa út ný við-
bótarlánsloforð um miðjan nóvem-
ber en nú hafi öll sveitarfélög veriö
beðin um skýrslu um stöðu loforða
vegna viðbótarlána um áramótin. Á
síðasta ári hafði íbúðalánasjóður
heimild til að veita 5 milljónir
króna til viðbótarlána sem verða þó
aldrei hærri en 90% af kaupverði
fasteignar og koma til viðbótar 65 til
70% láni. Reykjavíkurborg hafi ver-
ið eina sveitarfélagið sem hafi farið
fram yfir heimildir á sl. ári en ein-
hver nýttu ekki að fullu sínar heim-
ildir.
Heimildir fyrir árið 2003 eru 6
milljarðar króna og er þegar búið að
lofa 5,5 milljörðum króna af þeirri
upphæð, þar af fékk Reykjavíkur-
borg 2,5 milljarða króna. Guðmund-
ur segir að félagsmálaráðherra gefi
aðeins út reglur um eigna- og tekju-
mörk en það er á valdi hvers sveit-
arfélags að ákveða lágmarksaldur
þess sem fær viðbótarlán en undan-
þágur má veita ef t.d. er um heilsu-
spillandi húsnæði að ræða eða fjöl-
skyldustærð.
Björk Vilhelmsdóttir, borgarfull-
trúi og formaður félagsmálaráðs
Reykjavíkurborgar, segir að fyrir-
huguð sé samræming milli sveitar-
félaga á höfuðborgarsvæðinu hvað
varðar lágmarksaldur þeirra sem fá
viðbótarlán íbúðalánasjóðs. Næstu
3 mánuði verði reglur Reykjavíkur-
borgar óbreyttar, þ.e. lágmarksald-
ur verði 23 ára sem hafl verið sett
til þess að takmarka fjölda viðbótar-
lána. Þau hafi upphaflega verið sett
til þess aö mæta félagslegri þörf en
séu nú komin langt umfram þau
markmið sem sett voru um þau lán.
Björk segir að mörg sveitarfélög
setji ekki neinar hömlur á viðbótar-
lán, þ.e. þau séu aðeins bundin við
fjárráð einstaklinga sem eru 18 ára
en önnur hafi gengið mun lengra
um tíma, t.d. Mosfellsbær sem setti
takmörk við 28 ár. -GG
Um sex hundruð manns eru í Ásatrúarfélaginu:
Trúboð með öllu óþarft
- segir Kjalnesingagoði - margt frægra í félaginu
Ásatrúarfélagið hefur verið mikið í
umræðunni að undanförnu en eins og
flestir vita er Hilmar Öm Hilmarsson
tónlistarmaður nýr allsherjargoði í
Félagi ásatrúarmanna. Félagið var
stofnað árið 1972 en Hilmar öm gekk
í það tveimur árum eftir stofnun þess,
árið 1974, þá aðeins 16 ára og hefur
verið í þvi síðan eða í 28 ár. í félaginu
eru nú um 600 manns en það er aðeins
skráð sem löggilt trúfélag hér á landi
þó þaö sé starfrækt víða um heim,
eins og í Bretlandi, á Norðurlöndum
og í Þýskalandi.
„Félagið hefur verið hálflamað að
undanförnu en nú eru breyttir tímar
og munum viö hefja hinn foma sið til
vegs og virðingar á ný,“ segir Hilmar.
Trúarlíf ásatrúarmanna snýst um
rétta breytni og að hefja gamla siði til
vegs og virðingar. Virðing fyrir nátt-
úrunni og öllu sem lifir er eitt af því
sem ásatrúarmönnum finnst sjálfsagt
og eðlilegt að rækta, sem og góða
hugsun og rétta framkomu.
„í dag er verið að setja upp feiki-
lega dagskrá fyrir árið sem er rétt haf-
ið, þ. á m. fræðslu og skemmtun fyrir
heiðið fólk á öllum aldri. Við erum
náttúrutrúar og höfum einsett okkur
að einbeita okkur að hinu jákvæða í
lífrnu og byggja upp styrk og gleði í
kringum okkur eins og trú okkar ger-
ir ráð fyrir. Við viljum líka leggja
áherslu á okkar fomu menningu,"
Hilmar Örn Jóhanna Erpur Þórunn
Hilmarsson. Harðardóttir. Eyvindarson. Valdimarsdóttir.
----— seg'r Jóhanna
Harðardóttir,
jgSBKmb, stjóri og nýkjör-
inn Kjalnesinga-
goði Ásatrúarfé-
I lagsins. Þá segir
Mk Jóhanna að mikill
I mannauður sé í fé-
» 'H laginu og að mikið
Biörk vor so 1 ásatrúar-
J ‘ félaginu núna.
„Krafturinn og vinnugleðin eru feiki-
mikil og þetta ár verður ár landvinn-
inga hjá okkur,“ segir Jóhanna. Með-
limir i ásatrúarfélaginu eru um 600
eins og fyrr segir og koma þeir úr öll-
um hópum þjóöfélagsins.
í stjóm félagsins sitja þau: Lára
Jóna Þorsteinsdóttir, sérkennari og
kennari nýbúa, Sigurjón Þórðarson,
framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits
í Skagafirði, Ólafur Sigurðsson mat-
vælafræðingur, Katla Sigurðardóttir,
háskólanemi og leiðsögumaður á
Þingvöllum í sumar, og Júlíus Samú-
elsson, myndlistarmaður úr Keflavík.
„Þetta er ungt og kröftugt fólk með
báða fætur á jörðinni," segir Jóhanna.
Meðal nýju goðanna eru: Hilmar Örn
allsherjargoði og Jóhanna Harðardótt-
ir, blaðamaður, ritstjóri og dagskrár-
gerðarmaður hjá útvarpi og sjónvarpi.
Meðal þekktari manna í félaginu má
nefna þau Hauk Halldórsson myndlist-
armann, Erp Eyvindarson rappara,
Steindór Andersen kvæðamann, Am-
þrúði Karlsdóttur dagskrárgerðar-
mann, Þórunni Valdimarsdóttur sagn-
fræðing, Þorstein Þorsteinsson eðlis-
fræðing og Daníel Engilbertsson, vél-
stjóra á Hólmavík. Auk þess sem Björk
Guðmundsdóttir hefur verið viðloð-
andi félagið en hún er heiðin.
Ólíkt öðrum trúfélögum fmnst ása-
trúarmönnum að trúboð sé með öllu
óþarft og reyndar sé það meginregla að
fólk komi til þeirra en þeir ekki til
fólks. -ss
Lágmarkskauptaxti launa:
Hefur hækkað um
58% á átta árum
Frá því í janúar 1995 hefúr lágmarks-
kauptaxti hækkað um 106%, úr 43.116
krónum í 88.794 krónur. Á sama tíma
hækkaði visitala neysluverðs um 31%
og því hefur kaupmáttur lágmarks-
kauptaxta hækkað um 58% á þessu 8
ára tímabili. Á sama tíma hækkaði lág-
markstekjutrygging úr 43.116 krónum í
93.000 krónur, eða um 116%, og því hef-
ur kaupmáttur lágmarkstekjutrygging-
ar hækkað um 65% á þessu tímabili.
Um siðustu áramót tóku gildi ný lög
um atvinnuréttindi útlendinga. Lögin
taka til útlendinga sem eru ríkisborg-
arar í ríkjum utan Evrópska efnahags-
svæðisins. Þó eru vísindamenn, lista-
menn, íþróttaþjálfarar og ýmsir sér-
hæfðir starfsmenn undanþegnir kröfu
um atvinnuleyfi, vegna vinnu í allt að
fjórar vikur á ári. I nágrannalöndunum
heyrir veiting dvalar- og atvinnuleyfa
undir sömu sto&iun en á íslandi undir
tvær stofiianir, Útlendingastofnun og
Vinnumálastofnun. Útlendingastofiiun
gefur út dvalarleyfi en Vinnumála-
stofnun atvinnuleyfi.
Vinnumálastofhun er óheimilt að
veita útlendingi atvinnuleyfi sem
dvelst hér á landi án dvalarleyfis. Út-
lendingur getur því ekki komið til
landsins sem ferðamaður og ráðið sig
síðan í vinnu. Ákvörðun um veitingu
atvinnuleyfis ræðst fyrst og fremst af
þörfum atvinnulífsins og að því til-
skyldu að ekki sé hægt að útvega inn-
anlands þá starfsmenn sem þörf er á.
Atvinnurekanda er skylt að sjúkra-
tryggja erlendan starfsmann sinn
þannig að hann njóti vemdar til jafiis
við ákvæði almannatryggingalaga. Fé-
lagsmálaráðherra skal skipa samstarfs-
nefnd sem kalla skal saman vegna al-
mennra álitamála varðandi útgáfu at-
vinnuleyfa og þegar beiðnir berast til
Vinnumálastofnunar um atvinnuleyfi
fyrir hópa útlendinga. -GG
UTSALA - UTSALA
Ekki missa af þessu. Útsalan hefst í dag!
10»70% afsláttur!
á hestavörum, reið- og útivistarfatnaði.
Dæmi: ^
Ástundarreiöbuxur, verð frá kr. 12.599.
Úlpur, ótrúlegt úrval, verö frá kr. 5.999.
Sælu-skaflaskeifur, verð kr. 899. | fi^TLJfifi
Ath.: Opið sunnudaginn 12. jan. ,
frákl. 13.00 tilkl. 17.00. _
Póstsendum. Háaleitisbraut 68 (Austurver) Sími 568 4240