Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2003, Síða 10
10
Útlönd
FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003
DV
Ariel Sharon.
Slökkt á Sharon í
beinni útsendingu
Mishael Cheshin, formaður ísra-
elsku yfirkjörstjórnarinnar, skipaði
í gær ísraelskum útvarps- og sjón-
varpsstöðvum að rjúfa útsendingu í
miðri flmmtíu mínútna ræöu Ariels
Sharons, forsætisráðherra ísraels,
þar sem málflutningur hans þótti
brjóta í bága við ísraelsk kosninga-
lög sem banna einhliða kosninga-
áróður síðasta mánuðinn fyrir
kosningar.
í ræðu sinni neitaði Sharon ákaft
ásökunum ísraelska dagblaðsins
Haaretz um meinta fjármálaspill-
ingu sína og sona sinna fyrir leið-
togakjörið í Likud-bandalaginu árið
1999. „Ég hef ekkert að fela,“ sagði
Sharon og bætti við að staðiö hefði
verið að öllum málum á löglegan
hátt.
Hann notaði einnig tækifærið til
að veitast harkalega að Verka-
mannaflokknum og sagði liðsmenn
hans beita öllum brögðum til þess
að koma höggi á Likud-bandalagið
og sverta mannorð fjölskyldu sinn-
ar með því að sá lygum og slúðri.
Hegðan þeirra væri glæpsamleg og
óábyrg.
„Ég kom hingað til að svara
þessum svívirðilega rógi liðsmanna
Verkamannaflokksins gegn mér og
fjölskyldu minni í þeim eina til-
gangi að komast tO valda með lyg-
um,“ sagði Sharon sem þar með
mátti þola þá niðurlægingu að
slökkt var á útsendingunni.
Time Magazine greinir frá áætlun vopnaeftirlitsmanna í írak:
Vísindamenn íraks
yfirheyrðir á Kýpur
Hans Blix, formaður vopnaeftir-
litsnefndar SÞ, sagði fréttamönnum í
höfuðstöðvum Öryggisráðs SÞ að sín-
ir menn myndu innan næstu viku
ræða við íraska vísindamenn um
hugsanlega ólöglega vopnaeign íraks.
Hann sagði ekkert um hvort þeir
yrðu teknir úr landi, eins og segir frá
í frétt á heimasíðu Time Magazine.
Þar er því haldið fram að stjórnvöld
á Kýpur hafi þegar samþykkt aö vera
vettvangur viðtalanna, en þar er að
finna eina af stöðvum vopnaeftirlits-
mannanna í Irak.
Irösk yflrvöld í Bagdad voru innt
eftir viðbrögðum við frétt Time í gær
og sagði Hussam Mohammed Amin
að ekkert formlegt hafl átt sér stað
tO að af því verði, þó svo að sú hug-
mynd hafi verið borin upp. „Þetta
var einungis munnleg beiöni vopna-
eftirlitsmannanna," sagði hann.
„Það eru ýmsir möguleikar að
haga viðtölunum sem hafa verið
kynntir okkur af Öryggisráðinu og
við munum nota þann möguleika
sem er við hæfl í hvert skipti,"
sagði Hans Blix í gær. Það er í sjálfu
sér undir vísindamanninum sjálf-
um komið hvort hann verður við
beiðni um að fara úr landi tO að
svara spurningum vopnaeftirlits-
mannanna sé hann beöinn um það.
Það er hins vegar ekkert i álykt-
un Öryggisráðsins um vopnaeftirlit-
ið í írak sem stríðir gegn því að vís-
indamennimir verði teknir tO við-
tals utan íraks.
Blix og E1 Baradei gagnrýndu
hins vegar skýrslu íraks um vopna-
eign þeirra harkalega og sögðu þeir
að „írakar svöruðu ekki fjölda
spuminga" í þessari 12 þúsund
blaðsíöna skýrslu. Þrátt fyrir það
sögðu þeir að vopnaeftirlitsmenn
hafa enn ekki fundið neitt grunsam-
legt í leit sinni í landinu. Það kem-
ur væntanlega áætlunum ríkis-
stjómar Bush í Bandaríkjunum um
innrás í írak mjög Ola að Blix og E1
Baradei skuli hafa boðað þolinmæði
á meðan eftirlitsmennirnir sinna
sínu starfi. Þeir sögðu að það gætu
liðið nokkrir mánuðir þar tO niður-
staða er komin í málið.
Bandaríkjamenn segja hins vegar
að ekkert hafi breyst í afstöðu
þeirra. „Vandamálið er að sönnun-
argögnin eru falin,“ sagði Ari
Fleischer, talsmaður Hvíta hússins,
í gær. „Við vitum fyrir vist að ger-
eyðingarvopn er að fmna í írak.“
Sendiherra Þýskalands hjá Samein-
uðu þjóðunum sagði að engin ástæða
væri fyrir stríði í írak, þar sem engin
sönnunargögn væru því tO stuðnings.
Mohamed El Baradei og Hans Blix
Forstjóri Alþjóða kjarnorkumálastofnunarínnar og formaöur vopnaeftirlitsnefndar SÞ svara nokkrum spurningum frétta-
manna eftir að hafa flutt Öryggisráði SÞ bráðabirgðaskýrslu um starf eftiríitsmannanna í írak.
UPPBOÐ
Uppboð munu byrja á skrifstofu
embættisins að Skógarhlíð 6,
Reykjavík, sem hér segir á eftir-
________farandi eignum:__________
Álftamýri 58, 0001, 2ja herb. íbúð á
jarðhæð t.v., Reykjavík, þingl. eig.
Braut ehf., gerðarbeiðendur íbúða-
lánasjóður og Tollstjóraembættið,
þriðjudaginn 14. janúar 2003, kl.
10.00.
Bakkastaðir 167, 0202, 99,8 fm íbúð á
2. hæð m.m., Reykjavík, þingl. eig.
Haraldur Eiríksson, gerðarbeiðandi
Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 14.
janúar 2003, kl. 10.00.
Dalaland 11, 0201, 2. hæð t.v., Reykja-
vík, þingl. eig. Aldís G. Einarsdóttir og
Birgir Örn Birgisson, gerðarbeiðandi
Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 14.
janúar 2003, kl. 10.00.
Faxafen 12, 0103, 298,8 fm f SA-hluta
kjallara, Reykjavík, þingl. eig. Nicolai
ehf., gerðarbeiðendur Reykjavíkur-
borg, Tollstjóraembættið og Vátrygg-
ingafélag íslands hf., þriðjudaginn 14.
janúar 2003, kl. 10.00.
Fífurimi 1,0101, Reykjavík, þingl. eig.
María Hrönn Magnúsdóttir, gerðar-
beiðandi Tollstjóraembættið, þriðju-
daginn 14. janúar 2003, kl. 10.00.
Flétturimi 23,0202,107,1 fm íbúð á 2.
hæð og bílstæði, merkt 0004, í bílskýli,
Reykjavík, þingl. eig. Elín Guðfríður
Kristjánsdóttir, gerðarbeiðandi Toll-
stjóraembættið, þriðjudaginn 14. jan-
úar 2003, kl. 10.00._____________
Fluggarðar 31D, 0103, flugskýli nr.
31D, Reykjavík, þingl. eig. Jórvík hf.,
gerðarbeiðendur Árvirkinn ehf. og
Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 14.
janúar 2003, kl. 10.00.
Flugvélin TF-TAL, sem er Cessna 206,
þingl. eig. Sverrir Þóroddsson, gerðar-
beiðandi Tollstjóraembættið, þriðju-
daginn 14. janúar 2003, kl. 10.00.
Fossagata 13, 50% ehl., Reykjavík,
þingl. eig. Gunnhildur Björg Emils-
dóttir, gerðarbeiðandi Tollstjóraemb-
ættið, þriðjudaginn 14. janúar 2003,
kl. 10.00.
Grýtubakki 8, 0301, 76,9 fm 3ja herb.
íbúð á 3. hæð m.m. ásamt geymslu í
kjallara, merkt 00-04, Reykjavík,
þingl. eig. Ásdís Ásmundsdóttir, gerð-
arbeiðendur fbúðalánasjóður og Toll-
stjóraembættið, þriðjudaginn 14. jan-
úar 2003, kl. 10.00,________________
Hraunbær 60, 130302, 54,8 fm íbúð á
3. hæð f.m m.m. ásamt geymslu, merkt
0014, Reykjavík, þingl. eig. Örlygur
Vigfús Árnason, gerðarbeiðendur
íbúðalánasjóður og Tollstjóraembætt-
ið, þriðjudaginn 14. janúar 2003, kl.
10.00.______________________________
Hringbraut 46, 0101, 4ra herb. fbúð á
1. hæð, Reykjavík, þingl. eig. Herdís L.
Storgaard, gerðarbeiðandi Tollstjóra-
embættið, þriðjudaginn 14. janúar
2003, kl. 10.00.
Hverfisgata 74, 0001, vinnustofa á
baklóð í matshluta 02, Reykjavík,
þingl. eig. Gerpla ehf., gerðarbeiðandi
Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 14.
janúar 2003, kl. 10.00.
Hörðaland 16, 0302, 81,6 fm íbúð á 3.
hæð m.m., Reykjavík, þingl. eig. Helga
Þórey Jónasdóttir, gerðarbeiðandi
Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 14.
janúar 2003, kl. 10.00.
Klapparstígur 13, 0101, 50% ehl. í 2ja
herb. íbúð á 1. hæð t.v. í steinhúsi,
Reykjavík, þingl. eig. Hafsteinn S.
Grétarsson, gerðarbeiðandi Tollstjóra-
embættið, þriðjudaginn 14. janúar
2003, kl. 10.00.
Laufengi 112, 0201, 4ra herb. íbúð,
101,89 fm m.m., Reykjavík, þingl. eig.
Bryndís Gertrud Hauksdóttir og Ólaf-
ur Gunnar Gunnarsson, gerðarbeið-
endur Greiðslumiðlun hf., íbúðalána-
sjóður, Sparisjóður Rvíkur og nágr.,
útib., og Tollstjóraembættið, þriðju-
daginn 14. janúar 2003, kl. 10.00.
Laufengi 160, 0101, 5 herb. íbúð á
tveimur hæðum, 115,7 fm m.m.,
Reykjavík, þingl. eig. Úlfhildur Elís-
dóttir og Snæbjörn Tryggvi Guðnason,
gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið,
þriðjudaginn 14. janúar 2003, kl.
10.00.
Lyngrimi 9, Reykjavík, þingl. eig. Jón
Guðlaugsson, gerðarbeiðendur íbúða-
lánasjóður, Lífeyrissjóðurinn Fram-
sýn, Sparisjóður vélstjóra og Toll-
stjóraembættið, þriðjudaginn 14. jan-
úar 2003, kl. 10.00,________________
Maríubakki 4,0302,3ja herb. íbúð á 3.
hæð t.h., Reykjavík, þingl. eig. Leifur
Guðmundsson og Jóhanna Birna Ein-
arsdóttir, gerðarbeiðendur Kreditkort
hf., Sparisjóður Kópavogs og Toll-
stjóraembættið, þriðjudaginn 14. jan-
úar 2003, kl. 10.00,________________
Mjölnisholt 12, Reykjavík, þingl. eig.
Svanhvít Friðriksdóttir, gerðarbeið-
andi Tollstjóraembættið, þriðjudaginn
14. janúar 2003, kl. 10.00.
Nýlendugata 18, Reykjavík, þingl. eig.
Angelica Cantu Davila, gerðarbeið-
endur íbúðalánasjóður og Tollstjóra-
embættið, þriðjudaginn 14. janúar
2003, kl. 10.00.
Rauðalækur 31, 0001, 50% ehl. í 3ja
herb. kjallaraíbúð, Reykjavík, þingl.
eig. Gunnhildur Birgit Wessman, gerð-
arbeiðendur Sparisjóður Reykjavíkur
og nágrennis og Tryggingamiðstöðin
hf., þriðjudaginn 14. janúar 2003, kl.
10.00.
Reynimelur 84, 0101, 50% ehl. í 4ra
herb. íbúð á 1. hæð t.v., Reykjavík,
þingl. eig. Hrafnhildur Óskarsdóttir,
gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið,
þriðjudaginn 14. janúar 2003, kl.
10.00.
Síðumúli 33, 0302, Reykjavík, þingl.
eig. ísbyggð ehf., gerðarbeiðendur Líf-
eyrissjóður verslunarmanna, Mynd-
höfundasjóður íslands og Tollstjóra-
embættið, þriðjudaginn 14. janúar
2003, kl. 10.00.
Sólvallagata 41, 0301, 3ja herb. risí-
búð, Reykjavík, þingl. eig. Páll Skúla-
son, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður,
þriðjudaginn 14. janúar 2003, kl.
10.00.
Starengi 78, raðhús, Reykjavík, þingl.
eig. Margrét Rögnvaldsdóttir, gerðar-
beiðendur Frjálsi fjárfestingarbank-
inn hf., íbúðalánasjóður, Lífeyrissjóð-
ur verslunarmanna, Sparisjóður
Reykjavíkur og nágrennis, útibú, og
Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 14.
janúar 2003, kl. 10.00.
Suðurlandsbraut 20, 0201, 201,3 fm
skrifstofurými á 2. hæð m.m., Reykja-
vík, þingl. eig. íslenska útgáfufélagið
ehf., gerðarbeiðendur Prentsmiðjan
Oddi hf., Tollstjóraembættið og Trygg-
ingamiðstöðin hf., þriðjudaginn 14.
janúar 2003 kl. 10.00.
Tryggvagata 4, 0305, Hamarshúsið,
íbúð á 3. hæð, Reykjavík, þingl. eig.
Vatnsiðjan Lón ehf., gerðarbeiðandi
Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 14.
janúar 2003, kl. 10.00.
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK
Þingmenn styðja Chavez
19 bandarískir
þingmenn komu í
gær þeim skilaboð-
um til Hugo
Chavez, forseta
Venesúela, að þeir
styðji hann í starfi
og að hann eigi
ekki að svara kalli
andstæðinga sinna og víkja úr
starfi. I gær fóru bankar landsins í
tveggja daga verkfall og matvöru-
verslanir voru einnig lokaðar í gær.
Alls hafa verkfallsaðgerðir í land-
inu staðið yfir í 5 vikur.
Bílasprengja drepur 4
4 fórust og 15 slösuðust í austur-
hluta Kólumbíu í gær þegar bíla-
sprengja sprakk í bæ nálægt her-
búðum þar sem bandariskir sér-
sveitarmenn munu koma til með að
þjálfa liðsmenn kólumbíska hersins.
Það er talið að vinstrisinnaðir upp-
reisnarmenn hafi staðið fyrir
sprengjutilræðinu.
Upplýsingum safnað
Flugriti og hljóðupptökutæki hafa
fundist í braki flugvélarinnar sem
fórst í Norður-Karólínuríki í gær. 21
lést. Samkvæmt upplýsingunum lýsti
flugmaðurinn yfir neyðarástandi
fljótlega eftir flugtak en eitthvað varð
til þess að flugvélin reis um of upp á
við áður en hún missti kraft.
Flugvélar saknað í Perú
Flugvél með 42 farþega innan-
borðs hvarf í Amasonregnskóginum
í gær og leituðu björgunarsveitir að
henni. 4 voru í áhöfn vélarinnar
sem er af gerðinni Fokker F-28.
Hermanninum skilað
Sýrlenska hermanninum sem
ísraelskir hermenn fonguðu í fyrra-
dag eftir að hafa skotið félaga hans
til bana á Gólanhæðum var í gær
skilað aftur til sýrlenskra yfirvalda
ásamt líki hins hermannsins.
Tilraunir gagnrýndar
Richard Boucher,
talsmaður banda-
riska utanríkisráðu-
neytisins, kom í
gær til skila gagn-
rýni bandarískra
stjómvalda á Agni-1
eldflaugatilraunir
Indverja. Eldflaug-
amar geta borði kjamorkuvopn og
era fremur skammdrægar, um 800
km. Þær era sagðar hafa gengið vel.
Konum hleypt á pallana
Fótboltafélag í Iran hefur ákveðið
að hleypa konum aftur á áhorfenda-
palla sína, eftir margra ára hlé. Litl-
um hópi kvenna var hleypt á leik i
höfuðborginni Teheran í gær þar
sem liðið Paykan lék á heimavelli.
Ein þeirra sagði við fréttamann að
draumur sinn hafi með því ræst.
12 létust í Ekvador
Minnst 12 fórust og 27 slösuðust í
rútuslysi í Ekvador í gær. Rútan
keyrði út af veginum til að forðast
árekstur en féll þá í djúpt gil.
Sameiginlegt boð?
Ríkisstjóri Quebéc í Kanada
greindi frá því í gær að uppi væru
hugmyndir um að fylkið byðist til
að halda Vetrarólympíuleikana árið
2014 eða 2018 ásamt New York-ríki.
Yrði af því væri það í fyrsta sinn
sem tvö lönd byðu sig í hlutverk
sameiginlegs gestgjafa.