Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2003, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2003, Síða 11
11 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 py_______________________________________ Útlönd - hafa ákveðið að segja upp aðild að NPT-samkomulaginu gegn útbreiðslu kjarnorku Stjómvöld í Norður-Kóreu til- kynntu í morgun að þau hefðu ákveð- ið að segja upp aðild að alþjóðlega NPT-samkomulaginu um takmark- anir á útbreiðslu kjamavopna en segj- ast þó engar ráðagerðir hafa uppi um framleiðslu kjamavopna. „Kjarorkuframleiðsla okkar á þessu stigi mun aðeins takmörkuð við friðsamlegan tilgang eins og til fram- leiðslu á raforku," segir í yfirlýsingu stjómvalda. Yfirlýsingin hefur þegar valdið miklu fjaðrafoki og aukið á spennuna á svæðinu og hafa suður-kóresk stjórnvöld þegar boðað til skyndifund- ar í öryggisráði þjóðarinnar í dag til þess að ræða málið. Að sögn talsmanns ráðuneytisins, sem fer með sameiningarmál Kóreu- ríkjanna, mun Jeong Se-hyun, ráð- herra sameiningarmála, stjóma fund- inum, en í yfirlýsingu Lýðræðislega árþúsundaflokksins, sem heldur um stjómartaumana í Suður-Kóreu, segir Aukin spenna milli Kóreuríkjanna Subur-Kóreumenn hafa boöað fund í öryggisráði þjóðarinnar til aö ræða ákvörðun noröanmanna um að segja upp aöild aö NPT-samkomulaginu. að suður-kóresk stjómvöld þurfi strax að fá vitneskju um það hvað norðan- menn vilji í raun til þess að hægt verði að leita lausna í nánari viðræð- um við fulltrúa Bandaríkjamanna, Japans, Kína, Rússlands og Evrópu- sambandslandanna. Yfirlýsing Norður-Kóreumanna kemur beint ofan í fund Bills Richard- sons, ríkisstjóra í Nýju-Mexíkó, með tveimur sendifulltrúum Norður- Kóreumanna, en áðurnefndur Ric- hardson er fyrrum sendiherra Banda- ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum og var meðal annars í tveimur sendi- nefndum sem sóttu Norður-Kóreu- menn heim árið 1990 þegar hann var enn þingmaður. Háttsettur bandarískur embættis- maður sagði í gær að bandarísk stjómvöld hefðu þegar fallist á það að Richardson fundaði með Han Song Ryol, aðstoðarsendiherra Norður- Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum, sem þykir sýna samningsvilja þeirra. Norður-Kóreumenn ögra enn umheiminum Látnir syrgöir Fjöldi fólks beið milli vonar og ótta í flughöfninni í Diyarbakir eftir fréttum afættingjum og ástvinum. Tvær herþotur rákust saman yfir Tyrklandi Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að farþegaþota með áttatíu manns innanborð brotlenti við flug- völlinn i borginni Diyarbakir í suð- austurhluta Tyrklands síðdegis í fyrradag með þeim afleiðingum að 75 manns fórust, rákust tvær herþotur í eigu tyrkneska hersins saman í lofti yfir Malatya-héraði aðeins nokkra tugi kílómetra ffá Diyarbakir. Þotumar munu hafa verið á æf- ingaflugi en í óstaðfestum fréttum frá Tyrklandi segir að tveir flugmenn hafi verið í hvorri vél, sem vora af gerðinni F-4 og hafi þeir allir farist. Ekki er vitað um orsök áreksturs- ins en talið líklegt að slæmum flug- skilyrðum í þykkri þoku sé um að kenna eins og í slysinu í Diyarbakir. Verkfalli afstýrt í Þýskalandi Opinberam launaþegum og at- vinnurekendum í Þýskalandi tókst í morgun að komast aö samkomulagi um launakjör eftir nokkurt þref. Þar með var yfirvofandi verkfalli um 3 milljóna manna afstýrt en það hefði lamað stærsta efnahagssvæði Evrópu. Samningurinn er þó ekki ódýr og lítur út fyrir að hann muni ekki koma sér vel fyrir illa staddan fjár- hag ríkisstjómarinnar. Kostnaður hans mun nema um 1,9 milljörðum evra. Það á nú eftir að leggja sáttina fyrir launadeild Verdi, verkalýðsfé- lags opinberra starfsmánna, en bú- ist er við að þeir muni samþykkja hann. '•liaÉríVí j|| V'.Zj |J ; _ i1™! b i 'ph£Íj yj 0 iatd REUTERSMYND Kristnihátíö í Manilla Þúsundir kristinna Filippseyinga tóku í gær þátt í árlegri kristnihátíð í Quiapo-hverfi í höfuöborginni Maniila til þess að fagna komu kristninnar til eyjanna á sextándu öld. Þátttakendur safnast saman á aðaitorgi hverfisins umhverfis timburstyttu af Kristi á krossinum, en fólkið trúir því að snerting við styttuna geti boðaö gæfu ogjafnvel framkallað kraftaverk. Fyrstu merkin um ósætti milli tyrkneska hersins og stjórnvalda Hilmi Ozkok, hershöfðingi og yf- irmaður tyrkneska hersins, gagn- rýndi í gær ríkisstjóm landsins og sakaði hana um að vinna að eflingu múslímskra áhrifa í landinu. Þetta eru fyrstu merkin sem koma fram í dagsljósið um ósætti milli hersins og nýrrar ríkisstjóm- ar hins íslamska Þróunarflokks Receps Erdogans, sem vann glæsi- legan sigur í þingkosningunum í nóvember sl. þar sem hann náði hreinum meirihluta á þingi. Þessi ummæli Ozkoks koma í kjölfar þess að Abdullah Gul forsæt- isráðherra hafnaði beiðni hersins um að settar yrðu reglur sem heim- iluðu herstjóminni að reka menn úr hemum yrðu þeir uppvísir að því að stunda íslamskan trúaráróð- ur. Ozkok sagði að með því aö hafna beiði hersins um leyfilegan brott- rekstur hefði Gul hvatt þá sem berj- ast gegn veraldlegum gildum innan Hilml Ozkok. hersins til dáða, en herinn hefur í áratugi staðið vörð um að veraldleg gildi séu í heiðri höfö meðal stjóm- valda og þrisvar sinnum staðið fyr- ir valdaráni þess vegna síðan árið 1960. Síðast gerðist það árið 1997 en þá var fyrsta íslamska ríkisstjóm landsins, undir forystu Virtue- flokksins, sem Þóðarflokkurinn var stofnaður upp úr, hrakin frá völd- um fyrri þrýsting hersins. Fyrir síðustu kosningar tilkynnti Ozkok svo að herinn myndi áfram standa vörð um veraldleg gildi og verja þjóöina gegn hættunni sem stafaði af íslamskri harðlínustefnu. í gær ítrekaði hann þessa afstöðu hersins og sagði að öllum tilraunum stjómvalda til þess að afnema lög, sem útiloka múslimska bókstafstrú- armenn frá öllum áhrifa- og stjóm- unarstörfum á vegum ríkisins, verði mætt af fullri hörku, en sam- kvæmt tyrkneskum lögum geta bók- stafstrúarmenn ekki farið með stjómun neinna ríkisstofnana og þar með talið í skólakerfinu. Fyrir kosningamar var það yfir- lýst stefna Þjóðarflokksins að af- nema þessi lög þar sem þau brytu í bága við almenn mannréttindi en síðan hefur Gul forsætisráðherra dregið í land og sagt að það væri ekki lengur forgangsmál. Lögreglan ræöst tii atlögu Umsátriö átti sér stað í Hackney- hverfí í austurhluta London. Lengsta umsátri Bretlands lokið Svo virðist sem lengsta umsátri lög- reglu i Bretlandi hafi lokið í morgun þegar lögreglan sagði að líklega væri byssumaðurinn dáinn í ibúöinni sem hann hafði haldið til í 15 daga. Umsátrið hófst annan í jólum er lög- reglan ætlaði að fjarlæga bíl fyrir utan íbúðina til að afla sönnunargagna í rEumsókn. Maðurinn, Eli Hall, skaut þá á lögreglu og læsti sig inni og ann- an karlmann sem hann tók í gíslingu. Honum tókst þó að koma sér undan á 11. degi, á sunnudag. Lögreglan hafði hætt að færa Hall mat fyrir viku og lokað hafði verið fyrir allt rafmagn, hita og vatn. Talið er aö hann hafi brennt húsgögn til að halda á sér hita. Hall lést líklega af skotsárum lögreglu eða reykeitrun. Afbrýðisöm meri fótbraut brúðina Afbrýðisöm meri i eigu brasilíska knattspymukappans Antunes braust fyrr í vikunni inn í íbúð eig- anda síns, þar sem hann eyddi brúð- kaupsnóttinni með sinni heittelsk- uðu. Merin réðst umsvifalaust að brúðinni með þeim afleiðingum að hún fótbrotnaði, auk þess sem hún hlaut aðra smærri áverka eftir bit og spörk merarinnar, sem kölluð er Juju. Þegar brúðurin kom heim af spít- alanum í fyrradag eftir aðhlynningu fór hún strax fram á það við eigin- manninn, sem spilar með liði San Jose í bænum Roraima, að Juju yrði tafarlaust aflífuð, en því neitaði Antunes og sendi merina þess i stað til bróður síns sem býr á nálægu sveitabýli. Kannabis tengt heilunarkrafti Jesú Krists Rannsókn þess efnis að Jesús Kristur og lærisveinar hans hafi not- að olíu sem byggir á kannabisgranni í heilunarskyni birtist í grein í bandaríska timaritinu High Times. í olíunni mun hafa veriö þykkni gert úr kannabis er nefnist kaneh-bosem. Höfundur greinarinnar, sem segir rannsóknina byggða á ritningum frá þessum tíma, efast ekki um gildi þeirra kraftaverka sem Jesú framdi, heldur hvort kristin kirkja hafi á árdögum sínum notast við efni sem hafa samstundis áhrif á sjúklinginn. „Ef kannabis hefur verið eitt af aðalhráefmmum í kristinni smum- ingarolíu," segir höfundurinn, Chris Bennet, „eins og sagan virðist gefa til kynna og að fá smumingu er það sem gerði Jesú Krist og fylgismenn aö kristnum mönnum, þá hlýtur það að þýða að ofsóknir á þeim sem nota kannabis séu ókristilegar." Þessu hefur vitanlega verið alfariö hafnaö af kristilegum hópum í Bandaríkjunum og lítið gefið fyrir rannsókn Bennets. John Cunyus, höf- undur bókar um kristilega heilun, segir að þó svo að það sé talað um það í biblíunni að menn hafi verið „grýtt- ir“ (stoned), sem má einnig nota sem lýsingarorð fyrir þá sem era í hassvímu, hafi það vafalaust ekki verið í svo tvíræðinni merkingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.