Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2003, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2003, Síða 13
13 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 Fréttir Undirbúningsframkvæmdir við Kárahnjúka: Allt klárt „Þetta veltur auðvitað á já eða nei: Annaðhvort verður haldið áfram eða hreinlega hætt við,“ segir Pétur Ing- ólfsson, verkfræðingur og verkefnis- stjóri Landsvirkjunar við Kárahnjúka- virkjun. Eins og fleiri taldi hann í gær að Alcoa mundi ákveða að reisa álver í Reyðarfirði og enn fremur að Reykja- víkurborg, sem stór eigandi Lands- virkjunar, mundi samþykkja fram- kvæmdina fyrir sitt leyti. Áralöngu þófi um stóriðju og tiiheyrandi fram- kvæmdir á Austurlandi er að ljúka. DV var í gær við Kárahnjúka. Þar er ótrúlega mikil vinna í gangi í sannkölluðu sumarveðri um miðjan vetur enda þótt ekkert hafi í raun verið samþykkt endanlega i stóriðju- eða virkjunarframkvæmdum. Við Axará eru Arnarfellsmenn að undir- búa aðkomugöng að aðalaðrennslis- göngunum. „Þeir eru að gera geil inn í fjallið þannig að þegar Impregilo kemur, sem við trúum að verði, þá geta þeir byrjað strax á verkefninu," sagði Pét- ur Ingólfsson í gær. „Þarna verður mikil stöð hjá Impregilo því þarna grafa þeir afrennslisgöng virkjunar- innar í báðar áttir frá þessum af- rennslisgöngum. Þá er líka verið að gera plön handa þeim þannig að þeir geti sett niður vinnubúðir. Búið er að finna vatn og rotþrær eru komnar á staðinn," sagði Pétur. Vega- og brúa- vinnu lauk fyrir nokkru. Verið er að gera aðkomugöng að hjáveitugöngunum fyrir Kárahnjúka- stíflu, göng inn í gljúfrið til þess að geta grafið göng sem veita vatninu fram hjá stíflustæðinu, eins konar hjáveitu gegnum jarðgöng sem verða DVA1VNOIR HAFDÍS ERLA BOGADÖTTIR Gera klárt fyrir ítalina Þetta eru þrír Arnarfellsmanna, þeir Rafn Vilhjálmsson, Guömundur Axel Grétarsson og Sigurbergur Konráös- son, sem er einn af eigendum Arn- arfells. Þarna er sköpuö aðstaöa fyr- ir aðalverktakann, Impregilo S.p.a., við Axará. Svipuö framkvæmd var gerö viö Teigsbjarg um áramót. 720 metra löng. Búið er að sprengja 85 metra göng. Landsvirkjun bíður eftir að bind- andi samningar verði í höfn. Þá taka við samningar um ýmsa verkþætti og þá má búast við vissri stígandi í verk- efninu. „Þetta verður eins og þegar losað er um tappa,“ sagði Pétur Ing- ólfsson. -HEB/JBP Byrjun framkvæmda Júní 2003: Framkvæmdir við Kárahnjúkastíflu og aðrennslisgöng Ágúst 2003: Útboð á Hálslóni September 2003: Framkvæmdir við aflstöð, smíði véla og rafbúnaðar hefst Nóvember 2003: Útboð Jökulsárveitu Apríl 2004: Framkvæmdir við Hálslón Júní 2004: Framkvæmðir viö Ufsarveitu Desember 2004: Uppsetning véla og rafbúnaðar Desember 2005: Útboð Hraunaveitu Júní 2006: Framkvæmdir við Hraunaveitu Ágúst 2006: Fylling lóns við Kárahnjúkastíflu Lok framkvæmda Febrúar 2006: Smfði véla og búnaðar September 2006: Framkvæmdir við Hálslón Nóvember 2006: Fylling lóns viö Kárahnjúkastfflu, framkvæmdir viö aðrennslisgöng Mars 2007: Jökulsárlón tekiö í notkun Apríl 2007: Afhending orku hefst Ágúst 2007: Framkvæmdir við Ufsarveitu Október 2007: Uppsetning véla og rafbúnaðar Desember 2007: Framkvæmdir viö aflstöð Júní 2008: Keldárgöng tekin f notkun Apríl 2009: Framkvæmdir viö Hraunaveitu Framhjáhlaupsgöng Á fyrirhuguöu virkjunarsvæöi viö Kárahnjúka er sköpuö aöstaöa vegna geröar framhjáhlaupsganga og miöar þeirri vinnu ágætlega og verkiok veröa í apríl. Stóra verkið á aö geta hafist á fullu. íslenskir aöalverktakar vinna aö þessu verki. Á myndinni eru þeir Rúnar Ág. Jónsson frá íslenskum aöalverktökum og Sverre Moáge frá NCC. Framkvæmdaáætlun Kárahnjúkavirkjunar: Virkjunin komin í fullan rekstur í september 2007 Framkvæmdir við Kárahnjúkavirkj- un hófust haustið 2002 með gerð Kára- hnjúkavegar, sem er 24 km langur veg- ur frá Fljótsdalshlíðarvegi að Kára- hnjúkastíflu, og nokkurra vegslóða og með lagningu rafstrengja til undirbún- ings því að meginverkþættir gætu haf- ist á útmánuðum 2003, bygging Kára- hnjúkastíflu og gröftur aðrennslis- ganga. Byggð verður brú á Jökulsá á Brú innan við stæði Kárahnjúkastíflu. Bygging Kárahnjúkastíflu tekur þrjú og hálft ár og mun ljúka undir lok árs 2006. Framkvæmdir við Desjarárstíflu og Sauðárdalsstiflu rúmast vel innan þess tima. Söfnun vatns í Hálslón hefst nokkru áður en stíflubyggingunum lýkur. Gröftur aðrennslisganganna frá Hálslóni að Teigsbjargi tekur álíka langan tíma og bygging Kárahnjúka- stíflu. Jökulsárveita verður gerð sam- hliða þó að nokkru síðar verði byijað á henni. Sömu sögu er að segja um fall- göngin að stöðvarhúsinu. Fram- kvæmdir við stöðvarhúsið, að meðtöld- um aðkomugöngum og frárennsli, hefj- ast haustið 2003 og er þá miðað við að byrjað verði að setja upp vélar og raf- búnað í lok árs 2004. Vatni verður hleypt á til prófunar á fyrstu vélasam- stæðum í ársbyrjun 2007 en gert er ráð fyrir að byrjað verði að afhenda raf- magn frá fyrstu vélasamstæðu virkjun- arinnar í apríl 2007. Virkjunin verði síðan komin i fullan rekstur í septem- ber 2007. Framkvæmdir við Kárahnjúka- stíflu og aðrennslisgöng úr Hálslóni eiga að hefjast í júníbyijun 2003, svo framarlega sem ákveðið verði af Al- þingi að reisa álver í Reyðarfirði og virkja norðan Vatnajökuls. í fram- kvæmdaáætlun virkjunarinnar er gert ráð fyrir að byija að safna vatni i Hálslón í september 2006. Gangi það eftir verður hægt að afhenda orku- kaupanda rafmagn til álversins í byij- un apríl 2007 og Kárahnjúkavirkjun yrði tekin formlega í notkun í byijun júní 2007. Jökulsá á Dal verður stífluð við Fremri-Kárahnjúk og myndað miðlun- arlón, Hálslón. í Jökulsá í Fljótsdal verður myndað lítið lón meö stíflu, Ufsarlón. Jarðgöng verða boruð úr Hálslóni út á Teigsbjarg, ofan Fljóts- dals. Á leiðinni tengjast þau öðrum göngum úr Ufsarlóni. Vatnið fer um tvenn fallgöng að stöðvarhúsinu inni í fjallinu, rennur í gegnum sex aflvélar og áfram um göng og skurð út i farveg Jökulsár i Fljótsdal austur undan Val- þjófsstað. Stöðvarhúsið neðanjarðar í Teigs- bjargi verður um 115 metra langt, 14 metra breitt og mesta hæð um 34 metr- ar. í stöðinni verða sex vélasamstæður með tilheyrandi búnaði og uppsett afl 630 MW. Hverflar verða af Francis- gerð. Fyllingarefni í Kárahnjúkastíflu verður alls 8.400 rúmmetrar. Hæð Desj- arárstíflu verður allt að 60 metrar. Ýmsar stærðir Flatarmál Hálslóns verður 57 ferkm og lengd 27 km en flatarmál Ufsarlóns 1 ferkm. Hæð Kárahnjúkastíflu verður 190 metrar, Desjarárstíflu 60 metrar, Sauðárdalsstíflu 25 metrar og Ufs- arstíflu 32 metrar. Aðrennslisgöng frá Hálslóni verða 39,8 km, frá Ufsarlóni 13,3 km, aðgöng í Teigarbjargi 1,4 km, við Axará 2,7 km og frá Glúmstaðadal 2,8 km. Stálfóðruð fallgöng verða 2x410 metrar. Aðgöng að stöðvarhúsi og kapalgöng frá spennasal verða 800 metrar og frá- rennslisgöng 1.100 metrar en frárennsl- isskurður alls 2.100 metrar. Síðast en ekki síst: Orkuvinnslugeta verður 4.450 GW-stundir (GWh) á ári. Til sam- anburðar er orkuvinnslugeta Búrfells- virkjunar 2.093 GWh, Sigöldu 650 GWh, Sultartanga 880 GWh og Blöndu- virkjunar 720 GWh. -GG . DV-MYND JJAFDÍS ERLA BOGADÓTTIR Aorennslísgong Gröftur aörennslisganga vegna Kára- hnjúkavirkjunar gengur vel og einnig er veriö aö byggja brú á Jökulsá á Brú (Jöklu) innan viö stæöi Kárahnjúkastíflu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.