Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2003, Page 14
14
________________FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003
Menning_________________________________________________________________________________________________________________________DV
Umsjón: Silja Adalsteinsdóttir silja@dv.is
Þuríöur Siguröardóttir
myndlistarmaöur og þjóö-
þekkt söngkona býöur öll-
um, boönum sem óboön-
um, á málverkasýningu
sína, „Óboðnir gestir“,
sem verður opnuð í kvöld í
Gallerí Hlemmi í Þverholt-
inu fyrir ofan Hlemm og
stendur til 2. febrúar. Á
sýningunni eru ótrúlega
litríkar blómamyndir sem
svipta í einu vetfangi burt
vetrarþunglyndinu og
ættu aö fara beint á lyfja-
skrá. Þar blómstra þrílit-
ar fjólur, sólgular sóleyjar
og fiflar, Ijósfjólubláar
hrafnaklukkur, hvítar
baldursbrár, smárablóm,
maríustakkur og gleym-
mér-ei. Þarna er meira aö
segja biðukolla, Ijóslifandi
í yfirstœrö.
„Þau eiga það öll sameiginlegt
þessi blóm að þau eru íslensk og
við elskum þau þegar við erum
J v
, Á.
DV-MYND HARI
Þuríður Slgurðardóttir í „garðinum" sínum
Blómin voru enn á sinni rót í vinnustofu Þuríöar þegar myndin var tekin er veita nú yndi gestum oggangandi á Hlemmi.
Þú leggst í grasið
- og sérð ekkert nema litrík blóm og grös í yfirstærð á sýningu Þuríðar Sigurðardóttur
böm og fögnum þeim úti í náttúrunni sem full-
orðið fólk en sláum þau miskunnarlaust, eitrum
fyrir þau og rífum þau upp með rótum ef við
finnum þau í garðinum okkar. Þar eru þau
óboðnir gestir,“ segir Þuríður. „Við útrýmum
þeim jafnvel af umferðareyjum og plöntum svo
gulum túlípönum í staðinn! Það hef ég aldrei
skilið.“
Sumar um vetur
„Ég er ekki bara að hugsa um blómin með
þessum verkum heldur mannlífið líka,“ segir
hún þar sem hún stendur í „garðinum" sínum
miðjum, „þvi við viljum staðsetja bæði blóm og
fólk á ákveðnum stöðum. En við eitrum yfirleitt
ekki fyrir fólk - nema þá óbeint!“ bætir hún við
með sínum smitandi hlátri.
„Ég hugsaði mér alltaf að halda þessa sýningu
á þessum tíma árs,“ heldur hún áfram. „Hún á
ekki við yfir sumartímann þvi ég kæri mig ekk-
ert um að keppa við náttúruna, og ég vildi held-
ur ekki keppa við jólaljósin.“
Þuríður sýnir þessar myndir í Gallerí Hlemmi
vegna þess að það er gluggagallerí og auðvelt að
skoða sýninguna að utan. Þarna býður hún fólki
stefnumótsstað í blómagarði um hávetur.
„Margir þora ekki inn á söfn eða sýningar,"
segir hún, „finnst þeir ekki eiga erindi eða halda
að það kosti inn. En á Hlemmi þarf fólk ekkert að
koma inn. Fólk leitar líka félagsskapar á Hlemmi
og ég vonast til að það hittist fyrir utan galleríið.
Ég ætla að lýsa salinn vel þannig að gróðurinn
njóti sín - þama verður sumar um vetur.“
Þuríður útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands
vorið 2001 og hefur síðan sýnt verk sín viða um
land, meðal annars á Borgarfirði eystra við opn-
un Kjarvalsstofu, í Slúnkaríki á ísafirði og Menn-
ingarmiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði. Margir
minnast ævintýralegrar sýningar hennar á
kjólklæddum raflínumöstrum í Tjarnarsal Ráð-
hússins í Reykjavík á Vetrarhátíð í fyrra, og nú
síðast sýndi hún sjálfsmynd í Gallerí i8 - undir
stiganum þar sem hún sást klöngrast upp úr gólf-
inu. Hún tekur virkan þátt 1 Opna galleríinu,
sem stendur fyrir eins dags sýningum í til-
fallandi auðu rými i miðborg Reykjavíkur, enda
er hún ein af stofnendum þess.
Málverkið skilar tímanum
- Þetta eru ekki „venjulegar" blómamyndir ef
maður miðar við blómavasamyndir fyrri alda, og
þær eru líka gerólíkar örsmáu blómjurtunum
hans Eggerts Péturssonar því þó að þær séu ná-
kvæmar eru þær svo rosalega stórar. Þó hafa
þær allt önnur áhrif en stækkaðar ljósmyndir.
Hveiju viltu ná fram?
„Þegar maður liggur úti í grasi í návígi við
þessi blóm þá sér maður þau svona stór - maður
sér ekkert annað,“ segir Þuríður. „Það er sú til-
fínning sem ég er að reyna að ná, og ég held að
allir þekki hana sem þekkja náttúruna á annað
borð. Maður leggst í grasið og andar að sér jörð-
inni og blómailminum og skoðar alltaf neðar og
neðar. Þegar ég mála þessar myndir þá finnst
mér vera eitthvað þarna undir - þetta eru ekki
bara blóm og það sem birtist við fyrstu sýn. Ég
er að eiga við dýpt líka og vona að fólk gleymi sér
við að skoða myndirnar og fái sína eigin tilfinn-
ingu fyrir þeim. Myndmáliö er auðskilið og það
er það sem ég stefndi líka að, ég vil að allir skilji
myndirnar mínar en þó hver á sinn hátt. Það sér
hver með sínum augum og sumarið sem rifjast
upp er ólíkt eftir einstaklingum. Ljósmyndin
skilar augnablikinu en ég vonast til að málverk-
ið skili tímanum."
- Málverkið getur líka valið hvað kemur með
á myndinni og hvað ekki. Til dænjis eru engar
pöddur á myndunum þínum ...
„Nei, þær skildi ég eftir fyrir áhorfandann, all-
ir verða að hafa möguleika á að bæta við!“ segir
Þuríður með klingjandi hátri. „Svo má líka bæta
litlum blómálfum við í huganum, þeir eru svo
fallegir. Mig langar til að fóik hugsi um eitthvað
fallegt!"
Sýningunni lýkur sem sagt sunnudaginn 2.
febrúar og Gallerí Hlemmur verður opinn mið-
vikudaga tO sunnudaga frá kl. 14-18.
Sköpun með nýjum miðlum
- Prix Möbius Nordica gerir norrænar þjóðir sýnilegri á alþjóðlegum vettvangi nýrrar hönnunar
Á þessu ári skráðu 44 þátttakendur sig í sam-
keppnina Prix Möbius Nordica, þar af voru 3 frá
Danmörku, 31 frá Finnlandi, 2 frá íslandi, 4 frá
Noregi og 3 frá Svíþjóð. Möbius-keppnin er
frönsk að uppruna og var einn íslendingur, sem
þá var við nám í Frakklandi, á meðal þátttak-
enda í fyrsta sinn sem hún var haldin árið 1992.
Þetta er í fyrsta sinn sem Prix Möbius Nordica
nær til allra Norðurlanda en henni er ætlað að
vera lyftistöng fyrir sköpun með nýjum miðlum
á Norðurlöndum og gera norrænar þjóðir sýni-
legar á alþjóðlegum vettvangi.
Tíu þátttakendur hafa verið valdir til að taka
þátt í úrslitakeppninni og munu þeir kynna verk
sín á Zapping-viðburðinum sem hefst kl. 12 laug-
ardaginn 25. janúar 2003 í Media Center Lume í
Lista- og hönnunarháskólanum í Helsinki. Nor-
ræna dómnefndin tilkynnir sigurvegara sama
kvöld. Sýning á verkum þátttakenda í úrslita-
keppninni verður opnuð í Lume Gallery fimmtu-
daginn 16. janúar. Margrét Elísabet Ólafsdóttir
fagurfræðingur situr í dómnefnd úrslitakeppn-
innar.
Verðlaunahafar Prix Möbius Nordica munu
síðan taka þátt í alþjóðlegu keppninni Prix Möbi-
us Intemational i Aþenu í september.
Val á þátttakendum í úrslitakeppnina miðast
við að kynna sköpunargleði og nýjungar sérstak-
lega á sviði gagnvirkni þar sem saman fara hár
Margrét Elísabet Ólafsdóttir
íslenski dómnefndarmaöurinn.
gæðastaðall á sviði fagurfræði og tæknilegrar út-
færslu sem og vísindalegt gildi og möguleikar til
fræðslu. Samband tjáningaraðferðar við innihald
og markhóp var mikilvægt viðmið við valið og
líka staða verksins í samhengi við áður útgefið
efni á sama sviði.
Meðal verkefna sem valið stendur um í úrslita-
keppninni má nefna Futuro-húsið sem hannað er
af Matti Suuronen, finnskt sýnishom af geimald-
ar-byggingarlist ásamt DVD-diski með heimildar-
myndinni Futuro - A new Stance for Tomorrow
eftir Mika Taanila, www.chiIdbooks.dk sem er
vefsíða um danskar barnabókmenntir á 6 tungu-
málum, Rölli ja metsánhenki frá Finnlandi sem
er ólínulegur, persónuknúinn ævintýraleikur á
margmiðlunardiski fyrir aldurshópinn 7 til 10
ára. Leikurinn er laus við ofbeldi, menntar og
skemmtir og segir að þótt við séum ólík ættum
við að geta búið saman. Fleiri netleikir eru til-
nefndir, einnig spjallþjónusta fyrir unglinga.
Flestir hinna tilnefndu eru finnskir en með þeim
er einn danskur hópur og einn norskur.
Veitt verða verðlaun í flokkunum vísindi og
boðskipti, fræðslu- og barnaefni, menning og list-
ir og sköpun og skáldskapur. Að auki hefur dóm-
nefndin rétt á að veita aðalverðlaun (Le Grand
Prix) og sérstök dómnefndarverðlaun.
Síöustu forvöð
Á miðvikudaginn kemur, 15. jan-
úar, lýkur í Listasafni íslands sýn-
ingunni „Islensk myndlist
1980-2000“, stærstu sýningu á is-
lenskri samtímalist sem efnt hefur
verið til. Flest listafólkið er fætt eft-
ir 1950. Sýnd eru tæplega 100 verk
eftir 53 listamenn i sölunum en 317
verk eftir 97 listamenn í gagna-
grunni safnsins i tölvum. Verkin
eru öll í eigu safnsins en fæst þeirra
hafa verið sýnd þar áður. Sýningar-
stjóri er dr. Ólafur Kvaran safn-
stjóri.
Viðamikil fræðsludagskrá hefur
verið í tengslum við sýninguna en
síðasta leiðsögnin verður á sunnu-
daginn kl. 15-16. Um hana sér Rakel
Pétursdóttir, deildarstjóri fræðslu-
deildar safnsins.
Tvö píanó
og Benda
Á sunnudagskvöldið kl. 20 verða
Tíbrártónleikar í Salnum í Kópa-
vogi undir fyrirsögninni Tvö píanó
og slagverkshópurinn Benda. Pí-
anóleikararnir eru þau Hrefna Egg-
ertsdóttir og Jóhannes Andreassen
frá Færeyjum og slagverkshópinn
Bendu skipa þeir Steef van Ooster-
hout, Eggert Pálsson og Frank
Aarnink.
Verkin sem leikin verða eru In-
troduction og Rondo alla Burlesca
og Marzuka Elegiaca eftir Benjamin
Britten, Tríó fyrir þrjá slagverks-
leikara og Forever and sunsmell
fyrir söngrödd og slagverk eftir
John Cage og Sónata fyrir tvö píanó
og slagverk eftir Béla Bartok.
Þórarinn í Þjóð-
menningarhúsi
Þórarinn Eldjám
er „skáld mánaðar-
ins“ í Þjóðmenning-
arhúsinu við Hverf-
isgötu og verður
sýning á ljóðum
hans opnuð í dag.
Hún stendur út
febrúar og fyrirhug-
að er að halda málþing í tengslum
við hana og upplestur.
Húsið er opið daglega kl. 11-17 og
er frítt inn á sunnudögum, annars
er aðgangur kr. 300 fyrir fólk 16 ára
og eldra á allar sýningarnar í hús-
inu.
Söngfólk, athugið
Nýliðið ár var viðburðaríkt hjá
Söngsveitinni Fílharmóníu. Meðal
annars flutti hún í mars sl. Messu
heilagrar Sesselju eftir Joseph
Haydn sem sjaldan hefur verið flutt
hér á landi áður og í september fór
kórinn með liðsauka frá Selkómmn
til Pétursborgar í Rússlandi og
flutti íslenska kórtónlist frá 20. öld
og Sálumessu Mozarts undir stjórn
Bernharðar Wilkinsonar, stjórn-
anda Söngsveitarinnar. Sálumessan
var síðan á dagskrá á tónleikum
Sinfóniuhljómsveitar íslands 10. og
11. október og var húsfyllir báða
dagana.
Áfram verður haldið í stórverk-
efni því fram undan er flutningur á
Messíasi, hinu ástsæla verki Georgs
Friedrichs Handels. Hándel fæddist
í Þýskalandi árið 1685 og var því
samtímamaður J.S. Bachs - þeir
voru raunar fæddir sama ár en
Handel lifði níu áram lengur. Eftir
hann liggur fjöldi verka af ýmsu
tagi en Messías samdi hann á
nokkrum dögum árið 1741. Textinn
er byggður á ritningagreinum úr
Biblíunni og fjallar um ævi Krists.
Æfingar á Messíasi hefiast á
mánudaginn kemur í Melaskóla.
Enn þá eru nokkur laus pláss í öll-
um röddum og er áhugasömum
bent á að hafa samband í síma 898
5290. Tónleikarnir verða í Lang-
holtskirkju 6. og 8. apríl nk.