Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2003, Qupperneq 16
+
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson
Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aóstoöarrltstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiðsla, áskrift:
Skaftahlíö 24,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerð og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds.
DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Ranglœtinu
Óréttlátt þungaskattskerfi
hér á landi kemur i veg fyrir
aukna notkun dísilbíla. Þróun-
in hér er öfug miðað við það
sem er að gerast i löndunum i
kringum okkur. Stórstigar
framfarir í gerð disilvéla hafa
leitt til mjög aukinna vinsælda disilbíla í nálægum lönd-
um en samdráttur hefur orðið í sölu slíkra bíla hér, meiri
samdráttur en nemur heildarsamdrætti i bílasölu.
Á áttunda ár hefur verið reynt að koma í gegn frum-
varpi á Alþingi er kæmi í veg fyrir óréttlætið með því að
fella þungaskattskerfið niður og taka upp olíugjald í stað-
inn, likt og tiðkast í bensínsölu. Hvorki gengur né rekur i
þeim efnum. Olíugjaldsfrumvarp var tilbúið síðastliðið
vor en dagaði uppi. Ekkert bólar á endurflutningi þess.
Fjármálaráðuneytið ber við önnum og stuttu þinghaldi
vegna þingkosninganna í vor.
Málið velkist árum saman í kerfinu þótt hagsmunaaðil-
ar séu nánast á einu máli um hagkvæmni breytingarinn-
ar. Ný könrnm FÍB sýnir að 95 prósent aðspurðra vilja af-
nema þungaskattskerfið. Árið 1995 voru samþykkt lög um
oliugjald en gildistöku var frestað í tvígang og þau síðan
felld úr gildi 1998. Meðal annars var því borið við að nauð-
synleg litun á olíu, til aðgreiningar olíu á bila frá skipaol-
íu, væri of dýr. Olíufélögin stæðu því gegn breytingu á
þungaskattskerfmu. Þessa fullyrðingu afsannaði sérfræð-
ingur sem FÍB fékk til landsins í fyrra. Hann taldi kostn-
að vegna litunar olíu til þeirra sem undanþegnir yrðu ol-
íugjaldi mun minni en olíufélögin vildu vera láta.
, í frumvarpi fjármálaráðherra síðastliðið vor var gert
ráð fyrir að olíugjald yrði 36,50 á hvem lítra og kæmi í
stað núverandi innheimtukerfis þungaskatts. Samkvæmt
fmmvarpinu átti að lita olíu til gjaldfrirra nota og greiða
kilómetragjald af bifreiðum og tengivögnum sem eru að
heildarþyngd 10 tonn eða meira. Undanþegin gjaldskyldu
átti að vera lituð olía til nota á skip og báta, húshitunar,
notkunar í iðnaði og á vinnuvélar, dráttarvélar í landbún-
aði, raforkuframleiðslu og á ökutæki, ætluð til sérstakra
nota. Óheimilt átti að vera að nota litaða oliu á almenn
skráningarskyld ökutæki.
Hið úrelta þungaskattskerfi gengur á skjön við jafnræð-
issjónarmið enda felur það í sér mismunun. Það er önd-
vert umhverfisvemdarsjónarmiðum enda menga bensín-
vélar meira en dísilvélar. Dísilvélarnar eyða færri lítrum
en bensínvélar og eru því augljóslega hagkvæmari kostur.
Úrelt og óréttlát skattlagning kemur þó enn í veg fyrir
að landsmenn njóti þessarar hagkvæmni. Litlir, spar-
neytnir dísilbílar þekkjast vart hér á landi þótt algengir
séu i öðrum löndum. Hinar óréttlátu reglur dæma meðal-
stóra disilbíla einnig úr leik. Engu virðast breyta þær
stórstígu framfarir sem orðið hafa í þróun dísilvélanna.
Eyðsla vélanna hefur minnkað um þriðjung um leið og afl
þeirra hefur aukist um allt að þriðjung. Þá hefur þessi
nýja gerð dísilvéla orðið þýðgengari, auk þess sem hún
mengar minna en bensínvélin.
Þingheimur virðist samstiga um gildi breytingarinnar.
í könnun FíB-blaðsins svöruðu 23 alþingismenn þeirri
spurningu hvort taka ætti upp olíugjald í stað þunga-
skattskerfisins og allir játandi. Sú samstaða skiptir þó
litlu í reynd þótt um sé að ræða hvort tveggja i senn, þjóð-
hagslegan sparnað og hreinna andrúmsloft. Málið sefur
áfram. Ekkert gerist. Óréttláta kerfið blífur.
Sé spurt um afdrif olíugjaldsfrumvarpsins eða hugsan-
legan framgang þess er aðeins fundin ný afsökun fyrir að-
gerðaleysinu.
Jónas Haraldsson
viðhaldið
________________________________________FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003
DV
Það er varasamt að láta
hafa eftir sér orð opinber-
lega og alveg sérstaklega
ef þau eru loforð og marg-
ir hlusta á.
Sumir hafa af því áhyggjur að
sannleikur og raunveruleiki séu hug-
tök sem farin séu að týna merkingu
sinni og að stöðugt rjátlist af henni; í
staðinn eru komin önnur viðmið
sem eru svífandi einhvers staðar
inni á milli þils og veggjar, einhvers
konar reköld í millivíddum og ekki
bara í þeim þremur, sem nemendur
læra um í rúmfræði; með þeim er
unnt að tilgreina staðsetningar með
ómisskiljanlegum hætti eins og í
rúmfræðinni. Það er engin algild
mæliaðferð til lengur fyrir sann-
leika, orsakasambönd og ábyrgð;
erfðasyndin á sér enga samsvörun
lengur.
Atburðir verða ekki staðsettir á
mælikvarða sem sannir eða falskir.
Þegar gefin er yfirlýsing um eitthvað
verður hún sennilega svo lengi sem
hún er ekki borin til baka; jafnvel
þótt hún sé röng verður hún trúverð-
ug áfram vegna þess að hún var tal-
in rétt um sinn. Trúverðugleiki hef-
ur engin endimörk, andstætt sann-
leikanum; hann ber sjálfan sig ekki
til baka því hann er sýndareigin-
leiki. Bölvun okkar felst í því að geta
ekki greint á milli sannleika og fóls-
unar eða lygi.
Tölfræði ósannsöglinnar
í skák ríkir oft hálfgert pattástand
eða óhreyfanleiki; allir menn á borð-
inu eru þá fastir í tilteknum hlut-
verkum í margslunginni stöðu, peð
„Erfitt er að ímynda sér Össur formann sem prinsinn,
sem frelsar Öskubusku úr álögum skítverkanna. “
valda riddara og biskup hrók; staðan
er flókin og óviss. Ef einn maður er
hreyfður fer hröð atburðarás af stað;
borgarstjóri er eins og biskup, sem
fer af völduðum reit og segir skák,
beint ofan í vald hróks. Eftir augna-
blik verða uppskipti manna og bisk-
upinn liggur á hliðinni við skákborð-
ið; hann hélt sig vera drottningu með
tvær valdalínur, en lét hrók ryðja sér
af borðinu; meta verður stöðuna upp
á nýtt. í fyrstu var biskupinn kenni-
maður og eftirlæti skoðanakannana,
sem munu væntanlega gefa til kynna
að leikurinn hafi verið 30% réttur en
40% rangur; aðrir eru óvissir og telja
hann smekkleysu, svik við kjósendur
munu fáir muna.
Sífelldar skoðanakannanir hafa
valdið öfughneigingum og skapað
efahyggjufólk um allt og sem telur
kosningar bara vera enn eina skoð-
anakönnunina. Hinir nýju fagmenn
eru einhverjir fræðingar sem túlka
niðurstöður og lesa í tilfærslur; sjálf-
ir hafa þeir sumir hverjir ákveðnar
í gíslingu eigin
Jónas
Bjarnason
efnaverkfræöingur
Sandkom
sandkorn@dv.is
Tekist á um Tilhugalíf
Á vef bókaútgáfunnar Eddu-miðlun-
ar er brostin á skemmtileg umræða
um „Tilhugalíf ‘ Jóns Baldvins Hanni-
balssonar. Þrir valinkunnir menn
gefa þar álit sitt á bókinni; þeir Sverr-
ir Hermannsson, Eiríkur Bergmann
Einarsson og Óskar Guðmundsson.
Sverrir segir meðal annars að „upp-
gjör Jóns Baldvins við bamatrú sína á
byltingu öreiganna á sovéska vísu [sé]
eitt það harkalegasta sem um getur.“
Óskar skrifar lærða ritgerð og telur
Jón ganga of harkalega fram í palla-
dómum - og veltir því upp hvort
kannski sér fyrirgefningin væntanleg
i næsta bindi. Meðal þess sem Óskar
gagnrýnir eru ásakanir Jóns Baldvins
á hendur Halldóri Laxness, um að
hann hafi brugðist Benjamin Eiríks-
syni eftir að hafa orðið vitni að hand-
töku unnustu hans, Veru Hertz, og
dóttur þeirra i Sovétríkjunum. Óskar
vitnar í Benjamtn sjálfan sem segir í
bók sinni, „Ég er“, að skömmu eftir
að hann fór frá Sovétríkjunum hafl
þeim Veru fæðst dóttir „sem örugg-
lega er á lífi“. Óskar segir því augljóst
að Jón Baldvin sé viðs fjarri sannleik-
anum þegar hann fullyrðir að Halldór
hafi hvorki hreyft legg né lið til að
bjarga konu og dóttur kunningja síns
„frá yfirvofandi örkumlun og dauða“
heldur horft á eftir þeim út í „opinn
dauðann" ...
Ummæli
(Hr)einræktaö rugl!
„Furðulegur er fréttaflutningur
hefðbundinna fjölmiðla af meintri
einræktun barns á vegum sértrúar-
flokks. Enginn hefur séð nein sönn-
unargögn um þetta, hvorki ritstjór-
arnir né fréttamennirnir. Enginn hef-
ur séð einræktaða barnið, hvorki rit-
stjóramir né fréttamennimir. Enginn
vísindamaður, sem spurður hefur
verið álits, trúir orði um einræktun-
ina. Samt halda fjölmiðlar áfram að tyggja ruglið rétt
eins og nú sé fyrsti apríl og hafi staðið vikum saman.“
Jónas Kristjánsson á vef sínum.
Hlutleysi fréttamanna
„Fjölmiðlamenn eru ekki hlutlausir og sjálfsagt því
hlutdrægari sem þeir tala meira um hlutleysi sitt. Eig-
inlega væri eðlilegast að fréttamaður upplýsti um þær
skoðanir sínar sem eru honum mest hjartans mál og
þá vita áhorfendur af því. [...] Ef fréttakona er djúpur
og einlægur aðdáandi tiltekins stjórnmálamanns þá er
álitamál hversu vel fer á þvi að hún sjái um fréttir af
þeim atburðum sem mest segja um trúverðugleika
stjómmálamannsins. Og svo framvegis. Hér verða
fréttamenn og yflrmenn þeirra að spyrja dómgreind
sína ráða enda er henni ekki ætlað að liggja í dvala
milli þess sem Ron Jeremy kemur til landsins."
Vefþjóðviljinn á Andríki.is.
Beggja vegna borðsins
„Fyrir hádegi tók ég viðtöl. Eftir
hádegi hitti ég fólk úr kjördæminu
og undirbjó mig fyrir Morgun-
blaðsviðtal og Kastljósviðtal."
Siv Friðleifsdóttir í netdagbók sinni, miöviku-
daginn 8. janúar.
Óbreytt landslag?
„Þeir sem kusu Framsóknarflokkinn sjá valkosti, séu
þeir ekki sáttir við frammistöðu ríkisstjómarinnar,
það gera kjósendur Sjálfstæðisflokksins ekki. Á meðan
þeir kjósendur sjá ekki að þeir hafl valmöguleika í
stöðunni munu þeir halda áfram að kjósa Sjálfstæðis-
flokkinn, hversu óánægðir sem þeir kunna að vera. Á
meðan þessir kjósendur hafa ekki valkosti hefur póli-
tískt landslag ekki breyst."
Svanborg Sigmarsdóttir á Kreml.is.
FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003
Skoðun
orða
skoðanir í pólitik en hafa nú fengið í
hendur tölvur með tölfræðiforritum
og leiðbeiningum um notkun. Niður-
stöður byggjast á slembivali og orða-
lagi í spumingum sem stundum eru
saumaðar fyrir hagsmunaaðila; nið-
urstööur eru sagðar marktækar.
Tölvutæknin hefur búið til fagmenn
sem tala viturlega um tölfræði en ríf-
ast um orðalag spuminga, en í regl-
um HÍ stendur að kennarar eigi að
verja helmingi tíma síns í rannsókn-
ir sem engir peningar eru til fyrir.
Dansi, dansi, dúkkan mín
Efahyggjúmenn sáu einungis jafn-
tefli í stöðunni, en hún er rifin upp
með afleik. Borgarstjóri stóð skyndi-
lega augliti til auglitis við sjálfan
Mefistófeles og horfði í nakið vald
stjórnmálanna sem sniðu henni of
þröngan stakk; þess vígvallar sem
virtist áður hafa verið henni eins og
dansgólf á meðan allt lék í lyndi, en
eftir að það var brostið stóð Ingibjörg
Sólrún uppi eins og Öskubuska
klukkan tólf á miðnætti. í ævintýr-
inu varð hún prinsessa síðar meir
eins og böm vissu áður fyrr; þá voru
tölvurnar ekki famar að veita þeim
aðgang að þeim sýndarheimi þar
sem þau sífellt drepa hvert annað í
leikjum, sem líkjast æ meir raun-
veruleikanum. Erfitt er að ímynda
sér Össur formann sem prinsinn,
sem frelsar Öskubusku úr álögum
skítverkanna.
Þar sem óvissan felst í kapphlaupi
staðfestingar og folsunar verður nið-
urstaðan eins og í kauphöllum þar
sem allt er breytingum háð; gengi
hlutabréfa sveiflast stöðugt og eng-
inn getur spáö fyrir um þróun mála
og sífellt fleiri breytur koma fram;
allir þeir sem fást við hlutabréf eru
einhverjir fagmenn í bransanum;
tæpast er nokkuð að marka það sem
þeir segja því þeir hafa allir hag af
líflegum viðskiptum. Eins er það í
pólitíkinni; lítið sem ekkert er að
marka það sem þeir segja. Svo prísar
fyrrverandi leikhússtjóri framgöngu
kynsystur sinnar, borgarstjórans,
sem glæsilega framgöngu í glímu við
ljóta karlfauska.
Gott
Það virðist vera enda-
laust hægt að gera sér
mat úr þeirri staðreynd
að tekjur manna eru mis-
jafnar. Mjög reglulega
birtast niðurstöður kann-
ana sem sýna að svo er.
Nánast jafnreglulega eru
svo settar fram skoðanir
manna og fréttaskýringar
um að munur á launum
þeirra á vinnumarkaði sé
launamunur kynjanna en
ekki launamunur af
annarri ástæðu en líf-
fræðilegri.
Fjölmiðlar þreytast ekki á því að
birta fréttatilkynningar frá hinum
og þessum sem á kostnað skattgreið-
enda finna út, með því sem þeir
kalla rannsóknir, að konur séu með
lægri laun en karlar og að það þurfi
að breytast. Undanfarin misseri
hafa fjölmiðlar fjallaö um þessar
17
Vottar fyrir nýrri öld í
stjómmálum á íslandi
Kjallari________________J
Allan lýðveldistímann höf-
um við búið við það að
aðeins einn stjórnmála-
flokkur, Sjálfstæðisflokk-
urinn, hefur getað stjórn-
að íslandi. Allar svokall-
aðar vinstristjórnir, án
þátttöku hans, hafa lið-
ast í sundur eftir þriggja
ára setu í mesta lagi, og
oft hefur brotthvarf
þeirra vitað á kosninga-
sigur sjálfstæðismanna.
Margir ágætir menn hafa átt þátt
í landstjóminni á vegum Sjálfstæð-
isflokksins, og stundum hafa ríkis-
stjómir hans ekki stýrt umtalsvert
ólíkt kratastjómum í Evrópu, þeim
tegundum ríkisstjóma sem hafa
reynst einna skást í kapítalískum
samfélögum.
Engu að síður er sex áratuga
valdatíð sjálfstæðismanna vanda-
mál. Þrátt fyrir allt er Sjálfstæðis-
flokkurinn í grunninn ójafnaðar-
flokkur; hugmyndafræði hans bygg-
ist á því að rækta mismun fólks.
Honum hlýtur að vera fyrirmunað
að skapa þegnum sínum í heildina
eins gott líf og þeim sem hafa jöfnuð
að æðsta markmiði. Og eins þótt það
væri ekki skapar langvarandi eins
flokks ríkisvald óhjákvæmilega for-
réttindaklíku sem æ fleiri beygja sig
undir og reyna að vingast við í stað
þess að vinna sig upp á eigin verð-
leikum.
Tilgangur Samfylkingar
Þegar hugmyndin um samfylk-
ingu jafnaðarmanna kom upp gekk
ég í lið með henni í von um að með
henni mætti skapa raunverulegan
valkost við Sjálfstæðisflokkinn og
breyta þannig sjálfu stjómmálakerf-
inu í landinu. Ég vissi vel að þar
mundi bera mikið á fólki sem ég
ætti takmarkaða pólitíska samleið
með, en fannst samt ómaksins vert
að prófa. Aðeins um helmingur
flokksfélaga minna í Alþýðubanda-
laginu reyndist á sömu skoðun, svo
að tilraunin virtist mistakast í
fyrstu umferð. En einmitt nú sjást
teikn um að kannski sé eftir allt
saman að skipta um í íslenskum
stjómmálum.
Eitt merki þess er auðvitað mikið
fylgi Samfylkingarinnar í skoðana-
könnunum, bæði í könnun Frétta-
blaðsins sem sýndi hana með yfir
39% fylgi meðan Sjálfstæðisflokkur-
inn losaði aðeins 37%, og könnun
DV um fylgi flokkanna í Reykjavík
(meira hefur ekki birst þegar þetta
er skrifað), þar sem Samfylkingin
„Kannski er það besti vitn-
isburður sem Ingibjörg Sól-
rún hefur fengið, ef það
reynist svo, að samstarfið
sem hún byggði upp í
Reykjavík þurfi hennar
ekki lengur með. “
fékk tæplega 36% fylgi en Sjálfstæð-
isflokkurinn tæp 47%. Þar er vissu-
lega nokkur munur en þó ekki ýkja-
mikill þar sem áður var eitthvert
sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins.
Ég legg þó ekki afar mikið upp úr
þessu, því reynslan sýnir að mikill
öldugangur er oft á fylgi stjómmála-
flokka samkvæmt skoðanakönnun-
um, án þess að hann berist inn í
sjálfar kosningamar. Hitt finnst
mér miklu athyglisverðara sem DV
sagði frá á mánudaginn var undir
fyrirsögninni R-LISTINN FELLDUR,
að R-listinn reynist halda 46,4%
fylgi í Reykjavík, rétt eftir að stjóm-
arsamstarfið þar hafði gengið í
gegnum lífshættulega kreppu,
ákveðið hafði verið að Ingibjörg Sól-
rún hyrfi úr borgarstjórastóli, og
forystumenn Sjálfstæðisflokksins
höfðu étið það hver eftir öðrum í öll-
um fjölmiðlum að R-listasamstarfið
væri rjúkandi rúst.
Þetta kom út úr skoðanakönnun
með góðri þátttöku (82,6%), fylgi
Frjálslyndra reynist hafa dalað síð-
an í kosningum, og innan við 1% að-
spurðra sögðust ætla að kjósa aðra
en þá þrjá lista sem voru í framboði
í síðustu borgarstjómarkosningum.
Sjálfstæðisflokkurinn náði ekki
hreinum meirihluta.
Besti vitnisburöurinn
í mínum augum em þessi úrslit
skýrasta traustsyfirlýsing sem ég
hef heyrt á vinstrasamstarfið í
Reykjavík. Þau sýna mikinn vilja til
að halda Sjálfstæðisflokknum frá
völdum þar og væri undarlegt ef
ekki mætti túlka þaö jafnframt sem
vilja til að hrinda flokknum úr rik-
isvaldastólnum og skapa nýtt stjóm-
málakerfi á landsvisu.
Þau sanna að R-listasamstarfið
byggist engan veginn á svo ótraust-
um grunni sem einni persónu.
Kannski er það besti vitnisburður
sem Ingibjörg Sólrún hefur fengið,
ef það reynist svo, að samstarfið
sem hún byggði upp í Reykjavík
þurfi hennar ekki lengur með.
að láta mata sig
Hvemig er hægt að fullyrða nokkuð um launamun
ef ekkert er vitað um t.d. vinnutíma launþeganna,
starfsaldur þeirra og menntun?
rannsóknir og skýrslur um launa-
mun kynjanna nánast gagnrýnis-
laust og fáir verið til aö andmæla
þeim skoðunum og aðferöum sem
rannsóknirnar byggja á. Kannski
ekki nema von að menn hafi gefist
upp á að leiðrétta vafasama útreikn-
inga á þessu sviði eftir áratuga nöld-
ur sem þar að auki telst ekki í dag i
takt við pólitíska rétthugsun.
Allt gleypt
En við og við gerast þó undur og
stórmerki og stundum blöskrar
mönnum það sem fyrir þá er borið í
umræðu um launamun kynjanna.
Oft er það þó ekki nóg til að umræð-
an skáni eitthvað örlítið, nú eða
bara leggist af eins og helst þyrfti
að gerast.
í desember voru til að mynda
kynntar niðurstöður úr enn einni
rannsókn á tekjum kynjanna, eða á
launamisréttinu eins og það heitir
víst. Enginn fjölmiðill lét sitt eftir
liggja í fréttaflutningi af þessari
nýjustu launakönnun, enda var hún
gerð af háskólamönnum í samstarfi
við útlendinga í nokkrum ESB-ríkj-
um. Það voru þó ekki þessir sömu
fjölmiðlar sem höfðu sitthvað að at-
huga við umrædda könnun og nið-
urstöður hennar, en þeir mega eiga
það að þeir birtu leiðréttingu sem
loks barst frá rannsakendum. Mað-
ur skyldi þá ætla að fjölmiðlar, sem
sumir höfðu náð að líta afar kjána-
lega út með fréttaflutningi sínum,
drægju nú andann djúpt og hugs-
uðu sig tvisvar um áður en nokkuð
væri fullyrt um launamun, óréttlát-
an eða ekki.
Því er þó auðvitað ekki að heilsa.
Morgunblaðinu finnst auðvitað upp-
lagt að halda áfram á þeirri heima-
tilbúnu jafnréttisbraut sem blaðið
telur heppilegt að fylgja. Heil síða í
blaöinu var í lok síðustu viku
helguð nýjustu rannsókninni á
þessu sviði, en þungamiðjan í henni
eru póstnúmerin í Reykjavík.
Er hverfi 105 gott eða vont?
Sérfræðingur hjá ráöi sem kennir
sig við jafnrétti hefur fundið það út,
með rannsóknum sínum, að tekju-
munur milli kynja sé minnstur í
hverfi 105 en mestur í hverfi 112. Sér-
fræðingurinn útskýrir í viðtalinu að
í heildartölum yfir launamun karla
og kvenna sé ekki litið til mismun-
andi vinnutíma, en þar með er það
líka upptalið sem hann kýs að út-
skýra í heilsíðuviðtali. Sjálfsagt hef-
ur það heldur ekki hvarflað að blaða-
manninum að fá fleiri útskýringar.
Það hefði náttúrlega verið dónaskap-
ur að spyrja hverju þaö sæti að ekki
sé litið tO vinnutíma í launakönnun-
um. Það hefði líka kannski verið
óþægilegt að spyrja að því af hverju
i ósköpunum verið væri að kanna
launamun kynja eftir póstnúmerum.
Það hefði svo verið fráleitt af blaða-
manninum að sinna þeirri skyldu
sinni sem blaðamenn tala eilíflega
um að á þeim hvíli, að draga fram í
dagsljósið það sem er rétt en ekki
það sem er rangt.
Þeirri skyldu hefði mátt fullnægja
með spurningu eins og; hvernig er
hægt að fullyrða, að tekjumunur sé
til staðar ef ekkert er vitað um a.m.k.
vinnutíma manna? En nei, auðvitaö
nægir að hafa eftir sérfræðingnum,
að hann hafi hug á að vinna frekar
úr þessum niðurstöðum sínum, til
dæmis að kanna samspil tekna,
vinnutíma og menntunar. Já, til
dæmis. Svo er bara spurning hvort
leiðrétting á þessari könnun Jafn-
réttisráðs berst íbúum Grafarvogs
áður en kvenfólkið þar flytur í Hlíð-
arnar. - Það góða við svona fréttir er
að þær upplýsa okkur um hvernig
farið er meö fé almennings.
+