Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2003, Page 18
18
___________________________________FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003
Tilvera I>'V'
Tré og Hafsýn
Tvær sýningar verða opnaðar í
Hafnarborg í Hafnarfirði kl. 15 á
morgun. Bandaríska myndlistar-
konan Joan Backes opnar sýning-
> una Tré og beitir þar ýmsum miðl-
um til að koma til skila vangavelt-
um sínum um tré og skóga og á
sunnudaginn, 12. janúar kl. 15.00
verður hún með fyrirlestur og leið-
sögn um sýninguna. Hin sýningin
nefnist Hafsýn og er af verkum átta
færeyskra listamanna. Annlis
Bjarkhamar, menntamálaráðherra
Færeyja, mun opna sýninguna og
Jens Frederiksen, forstjóri Lista-
safns Færeyja, flytur ávarp.
Allar listir sam-
einaðar
í menningarmið-
stöðinni Gerðu-
bergi verður á
morgun kl. 15 opn-
uð ljósmyndasýn-
ing frá Bauhaus-
skólanum í Weimar
í Þýskalandi. Þar eru 124 ljósmynd-
ir frá árunum 1921-1981 og eru ljós-
myndararnir 41 talsins. Allt eru það
myndir byggðar á stefnu Bauhaus
en hún var að sameina iðnhönnun,
byggingarlist og myndlist, þ.e. að
byggingarlist sameinaði allar listir.
Handan góðs og ills
Myndlistarmaðurinn Amar Her-
bertsson opnar málverkasýningu í
Galleríi Sævars Karls á morgun, 11.
janúar. Hún er nokkurs konar hug-
leiðing um ævisögu heimspekings-
ins Friedrich Nietzsche, „Handan
góðs og ills“ þar sem Amar leitast
við að myndgera texta bókarinnar
með 32 olíumyndum máluðum á tré.
^ Hér og hér
Þrjár einkasýningar verða opnað-
ar í Listasafni Kópavogs, Gerðar-
safni, á morgun kl. 15. í austursal
sýnir Hallgrímur Helgason málverk
af GRIM en frá árinu 1995 hefur
hann unnið með þann tannhvassa
gosa. I vestursal opnar Bjargey
Ólafsdóttir sýningu sem hún nefnir
FLYING/DYING. Verkin fjalla ann-
ars vegar um bílslys sem listakonan
lenti í og komst næst því að drepast.
HÉR OG HÉR nefnir Húbert Nói
einkasýningu sína í salnum á neðri
hæð safnsins. Sýningin er sérstak-
lega unnin fyrir salinn og áhorfand-
inn upplifir mótífið um leið og mál-
verkið.
*"
■ ? #
Olíulakk og gólfbón
Tvær sýningar verða opnaðar í Gall-
erí Skugga, Hverfísgötu, á morgun kl.
17. Á jarðhæð verður opnuð málverka-
sýning Ásgeirs Jóns Ásgeirssonar sem
ber yfirskriftina „neo-naive“ og það er
hans fyrsta einkasýning en Ásgeir hef-
ur unnið að myndlist og hönnun.
í kjallara gallerísins opnar Hans
Alan Tómasson sýninguna „Undir-
myndir". Um er að ræða lágmyndir
sem unnar eru með blandaðri tækni,
s.s. bíla spartli, olíulakki, gólfbóni og
^ öðrum tilfallandi efhum.
Umræðufundur í Nýlistasafninu:
Straumar og stefnur
í myndlist
í tilefhi af síðasta degi á sýningum
JBK Ransu og Giovannis Garcia-
Fenech, Ex-Geo og Sbc Heads, Indoors í
Nýlistasafninu verður efht á sunnudag-
inn kl. 15 til umræðufúndar á 2. hæð
safnsins um strauma og stefhur í mál-
aralist/myndlist samtímans.
Á fundinum flytur Halldór Bjöm
Runólfsson, listfræðingur og lektor við
LHÍ, stutta framsögu og mun svo,
ásamt JBK Ransu, Bjama Sigurbjöms-
syni og Einari Garibalda Eiríkssyni,
velta upp nokkrum spumingum um
málverkið fýrir frjálsar samræður.
Myndlistarumræða samtímans
snýst ekki lengur um hreintrúarstefn-
ur eða skóla innan málaralistar. Hún
snýst heldur ekki um það hvort mál-
verk eigi meiri rétt á sér en aðrir tján-
ingarmiðlar, sbr. málverk gegn öðrum
miðlum. Þó eimir ef til vill enn eftir af
því viðhorfi að málverkið sé sérstakt
og frábragðið annarri myndlist. Þeir
sem því trúa geta m.a. vísað til listasög-
unnar. Og listasagan, sá baggi, það
góss, vekur upp ýmsar spumingar: Er
eitthvað nýtt að gerast í málverkinu, er
málverkið að steöia eitthvað annað eða
er ekki hægt að komast undan skugga
listasögunnar? Og er það æskilegt? Er
listasagan, og vísun til hennar, for-
senda listsköpunar í málaralist?
Þessar og margar aðrar spumingar
verða til umræðu á fundinum í Nýlista-
safninu, ekki síst spumingin um það
hvort hægt sé að efha til umræðu um
málverkið í dag án þess að verða tugg-
unum að bráð. -HK
Fiskimjöl og lýsi fagnar tímamótum og býöur til veislu:
Biður nágranna að
fyrirgefa fnykinn
DV-MYND ÞORSTEINN G. KRISTJÁNSSON
Góðir grannar
Fiskimjöl og lýsi eiga góða granna sem mættu til teitis um áramótin. Þá var
minnst á bræðslufnykinn sem hefur angrað ýmsa og orðið tilefni kærumáia.
Hér eru menn að gæða sér á veitingum í verksmiðjusalnum.
Starfsfólk Samherjafyrirtækis-
ins Fiskimjöls og lýsis í Grindavík
bauð bæjarbúum um áramótin að
fagna með sér þeim áfanga að í
fyrsta skipti í sögu fyrirtækisins
hefur verið tekið á móti yfir 100
þúsund tonnum af hráefni, eða alls
111 þúsund tonnum. Er það mesta
magn hráefnis sem tekið hefur
verið á móti í sögu fyrirtækisins
og eru bætt hafnarmannvirki ein
aðalástæða þess. í hópi gesta voru
ýmsir bæjarbúar sem kvartað hafa
undan ólykt frá starfseminni, pen-
ingalyktinni sem kölluð hefur ver-
ið svo, en fyrirtækið harmar
ónæðið og vinnur markvisst að
því að útrýma lyktinni, til dæmis
með byggingu „Eiffel-turnsins“
svokallaða.
Starfsemi fyrirtækisins spilar
geysistórt hlutverk í tilveru
Grindavíkur og færir höfninni
miklar tekjur. Má segja að það sé
grundvöllur þeirra hafnarfram-
kvæmda sem átt hafa sér stað und-
anfarin ár og fram undan eru.
Enda þótt verksmiðjan sé umdeild,
þar sem henni fylgir misgóð lykt,
þá gera flestir bæjarbúar sér grein
fyrir mikilvægi starfseminnar fyr-
ir viðgang atvinnulífs bæjarins.
Skiljanlega kemur fyrir að fólk
hringir og kvartar undan bræðslu-
fýlu og hefur það gerst að verk-
smiðjan hefur misst starfsleyfið
tímabundið og hafa framkvæmdir
við verksmiðjuna miðast við að
draga sem mest úr lykt og endar
vonandi með viðunandi ástandi.
Meðal þess sem gert hefur verið er
reykháfurinn hái sem daglega er
kallaður „Eiffel-tuminn“. Þá hafa
verið reistir lokaðir hráefnisgeym-
ar og nú síðast var steypt yfir gólf-
in i verksmiðjuhúsinu. Grindvík-
ingar mættu vel á þennan fagnað
og nutu góðra veitinga og þeir sem
vildu fengu leiðsögn hjá Óskari
Ævarssyni verksmiðjustjóra um
verksmiðjuna og vinnsluferlinu
var lýst í þaula. -ÞGK
Fiim-Undur/Háskólabíói - Disco Pigs: ★
Of náin kynni
&
Hilmar
Karisson
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.
Disco Pigs fjallar um tvö ungmenni,
stelpu og strák, Runt og Pig, sem fæð-
ast sama dag og haldast í hendur upp
frá því. Þau eiga heima í samfóstum
húsum og eru í herbergi sitt hvorum
megin við útvegg, bijóta gat á húsvegg-
inn svo þau geti haldist í hendur áður
en þau fara að sofa. Þau leika sér sam-
an, fara saman í skólann og vilja ekki
umgangast aðra nemendur, nema til að
stríða þeim og sýna fram á að þau hafi
yfirburði yfir aðra, enda ætla þau að
verða kóngúr og drottning þegar þau
verða stór.
Þetta er hugljúft á pappímum,
óraunverulegt um leið og það gæti ver-
ið uppbygging á fallegu ástarævintýri.
Það er þó alls ekki ætlun leikskáldsins
og handritshöfúndarins, Enda Walsh,
heldur tekur hún af fullri hörku á þeim
vandamálum sem hljóta að koma upp á
yfirborðið þegar Runt og Pig nálgast
sautján ára afmælið. Ljóst er að þetta
nána samband hefur ekki haft góð
áhrif á þau, sérstaklega Pig, sem finnur
fyrir kynþörf gagnvart Runt, sem vill
að samband þeirra haldist platónskt.
Hún gefúr öðrum strákum hýrt auga.
Þetta þolir Pig ekki og þar sem segja
má að uppeldi þeirra hafi ekki verið
Tvö á sömu línu
Eiaine Cassidy og Cillian Murphy í
hlutverkum Runt og Pig.
eðlilegt þá er stutt í öfgafullar aðgerðir
af hans hálfu. Fallegt upphaf endar sem
hryllingur.
Þetta er vandasamt viðfangseftii sem
leikstjórinn Kirsten Sheridan ræður
ekki við. Leikritið sem myndin er gerð
eftir á víst að hafa farið sigurfór um
heiminn. I leikritinu hlýtur að fást
meiri samkennd með táningunum
heldur en fæst í myndinni. Hér em Pig
og Runt fráhrindandi og leiðinleg. Það
er ekkert í fari þeirra sem kallar á sam-
kennd með þeim. Reynt er að fara
ótroðnar slóðir og tekst það ágætlega,
en skapar um leið óraunsæi. Það er til
dæmis með ólíkindum hvað Pig kemst
upp með án þess að til þess sé tekið af
utanaðkomandi aðilum. Allar persónur
fyrir utan Pig og Runt (undanskilin er
Gerry sem Pig fær að slátra óhindrað á
miðju dansgólfi með hundrað manns í
kringum sig) era aðeins bakgrunnur
og þjóna þeim eina tilgangi að auka
áhrif af nánu sambandi Pigs og Runt.
Það er aðeins í atriðum sem sýna þau
mjög ung að einhver hlýja kemur fram
í sambandi sem á að ná út yfir gröf og
dauða.
Það er ekki oft sem kvikmynd þar
sem reynt er að fara metnaðarfulla leið
í skýringu á sambandi karls og konu
skilur mig eftir fúlan, en það gerði
Disco Pigs, þrátt fýrir að hinir ungu
leikarar, Elaine Cassidy og Cillian
Murphy, sýni ágætan leik í erfiðum
hlutverkum.
Kirsten Sherridan. Handrlt: Enda Walsh.
Kvikmyndataka: Igor-Jado-Lillo. Tónlist:
Gavin Friday og Maurice Seezer. Aðallelk-
arar: Elaine Cassidy, Cillian Murphy og
Bryan F. O'Byrne.
Grafík í Scala
Anna Guðrún Torfadóttir mynd-
listarmaður, sýnir verk unnin með
blandaðri tækni, í Scala, Lágmúla 5
í Reykjavík. Anna starfraékir grafik-
vinnustofuna „Áfram veginn",
Laugavegi 1, bakhúsi, ásamt öðrum
myndlistarmönnum.
í útnordri
Sýningin „Veiðimenning í útnorðri“
verður opnuð í Ketilhúsinu á morgun.
Hún sýnir hvemig Islendingum, Græn-
lendingum og Færeyingum tókst að
viðhalda menningu og lífsháttum sem
einkum tengjast hafmu og matarkist-
unni þar, ekki síst sjávarspendýrum og
fuglum. Sýningin var fyrst opnuð í júní
sl. í Norðurlandahúsinu í Færeyjum.
Þaðan fór hún til Shetlandseyja og síð-
an Dublin. Hún var síðast í Norræna
húsinu í Reykjavík. Frá Akureyri fer
hún til Grænlands og að því loknu
verður hún sett upp á íslandsbryggju í
Kaupmannahöfh.
Á réttri hillu
Freygerður Dana er
með sína fyrstu sýningu
í Mojo á Vegamótastíg 4.
Þar sýnir hún tvö verk.
Annað er ádeila á orðu-
veitingar og hitt verkið heitir „Á
réttri hillu f lífinu? „ Þar eru ís-
lenskar rollur I hlutverkum manna
á hinum ýmsu hillum. Það er verk
sem áhorfandinn tekur þátt í því
hann getur fært rollurnar á þá hill-
ur sem honum finnst passa
Af samfélags-
legum toga
Þóroddur Bjarnason opnar sýningu
í Listasafni ASÍ við Freyjugötu í
Reykjavík laugardaginn 11. janúar nk.
kl. 14. Þóroddur hefur boðið Ivari Val-
garðssyni myndlistarmanni að sýna
með sér í safninu. Umfiöllunarefni
ívars á þessari sýningu er þurrktími
málningar og verk Þórodds eru af
samfélagslegum toga.
Óboönir gestir
Þuríður Sig-
urðardóttir opn-
ar sýninguna
„Óboðnir gestir"
í Gallerí Hlemmi
í kvöld klukkan
20.00. Verk henn-
ar birta gaumgæfilega skoðun og
túlkun á hinu agnarsmáa og við-
kvæma. Þau munu blasa við út um
glugga Gallerí Hlemms og ef til vill
koma flatt upp á vegfarendur. Þau
eru nefnilega „óboðnir gestir" í
ýmsu tilliti.
Af samfélags-
legum toga
Þóroddur Bjarnason opnar sýningu
í Listasafni ASÍ við Freyjugötu í
Reykjavík laugardaginn 11. janúar nk.
kl. 14. Þóroddur hefur boðið ívari Val-
garðssyni myndlistarmanni að sýna
með sér í safninu. Umfiöllunarefhi
Ivars á þessari sýningu er þurrktími
málningar og verk Þórodds em af
samfélagslegum toga.