Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2003, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2003, Page 26
1 DAGAR HL HM í HANDBOLTA ___________( ANDEBOL, PORTÚGAL 20 0 3 10 Eigum lið í heimsklassa Torben Winther, þjálfara danska landsliðsins í handknattleik, er lýst sem hógværum manni í danska blaðinu BT. í sama blaði er þó viðtal við hann þar sem hann fer lofsamlegum orðum um sitt eig- ið lið og telur það vera eitt besta landslið heims. „Við erum með heimsklassa lið, frábært lið. Ég er ekki hræddur við að segja það,“ segir Winther í viðtali við BT í gær og hrósar sér- staklega líkamlegu ástandi leik- manna liðsins sem hann segir að sé framúrskarandi. „Ég er ótrúlega hrifinn af því hvað stóru mennimir, sem vega á annað hundrað kiló, eru snöggir. Við gerðum áætlun fyrir þremur árum um að líkamlegt ástand leik- manna yrði orðið frábært árið 2003 og við það hafa leikmennimir stað- ið. Við getum samt alltaf bætt okk- ur og það ætti að hræða hin liðin,“ sagði Winther. Hann segir að danska liðið geti enn bætt sig í vamarleiknum. „Við eigum í vandræðum þegar sú staða kemur upp að varnar- menn okkar þurfa að spila maður á mann á stóran línumann. Við þurfum að vera betri í að koma fram fyrir leikmenn í stað þess að standa fyrir aftan þá. Við eram heldur ekki nógu fljótir að skipta þegar sóknarmaður andstæðing- anna dregur varnarmann með sér. Þetta munum við æfa á mótinu um helgina," sagði Winther. Hann sagði jafnframt að liðið myndi fylgja sömu uppskrift í Portúgal og það gerði í Svíþjóð. „Við tökum einn leik fyrir í einu, jafnvel þó að hljómi asnalega. Leikmennirnir vita að í svona móti þýðir ekkert að fara að dreyma um komandi leiki en gleyma því sem er að gerast fyr- ir framan þá. Við setjum okkur háleit markmið og munum gera allt til að uppfylla þau.“ -ósk GÓ6 laun fyrir gullið Danska landsliðið í handknatt- leik fær ágætis bónus ef því tekst að hampa heimsmeistaratitlinum i Portúgal. Hver leikmaður fær þá rétt rúmar 500 þúsund íslenskar. Ef liðið hafnar í öðru sæti þá fær hver maður um 350 þúsund ís- lenskar krónur. Þetta eru ná- kvæmlega sömu upphæðir og danska kvennalandsliðið fékk þeg- ar það varð heimsmeistari í síð- asta mánuði. -ósk Sterkt mót í Danmörku Fjögurra landa mótið sem ís- lendingar taka þátt í um helgina í Danmörku er mjög sterkt. Auk Is- lendinga taka Danir, Pólveijar og Egyptar þátt í mótinu. íslendingar mæta Pólverjum í fyrsta leik í kvöld, Dönum á morgun og loks Egyptum á sunnudaginn. Frá Dan- mörku heldur liðið til Svíþjóðar þar sem það leikur æfmgaleik við Evrópumeistara Svía á fimmtu- dag. -ósk Þjóðverjar mörðu Túnis Þjóðverjar halda áfram undir- búningi sínum fyrir heimsmeist- arakeppnina í handknattleik í Portúgal þar sem þeir eru meöal annars í riðli með íslendingum. Þeir eru staddir í Frakklandi þar sem þeir spila á fjögurra landa móti ásamt heimamönnum, heims- meisturam Frakka, Asíumeistur- um Japans og Afríkumeisturum Túnis. I gær mættu Þjóðverjar Túnisum og lentu í miklu basli. Það fór svo að þeir mörðu sigur, 27-26, eftir að hafa verið undir í hálfleik, 13-12. Samkvæmt þýska netmiölinum sportl.de þá var markvörðurinn Christian Ramota besti maður liðsins og varði þrett- án skot, þar af þrjú víti. Jan-Olaf Immel, Markus Baur og Christian Schwarzer voru markahæstir í þýska liðinu með fjögur mörk. Eitthvað hefur mótspyma Túnisa farið í taugarnar á Þjóðverjum því Stefan Kretzschmar, félagi Ólafs Stefánssonar og Sigfúsar Sigurðs- sonar hjá Magdeburg, fékk að líta rauða spjaldið eftir fimmtán mín- úma leik fyrir sérlega óíþrótta- mannslega framkomu. -ósk Stórsigur Frakka Frakkar léku gegn Japönum á sama móti í gær og hreinlegu rúll- uöu yfir gestina frá Asíu, 29-14. Staðan í hálfleik var 15-10, Frökk- um i vil, en i seinni hálfleik tóku þeir leikinn gjörsamlega í sínar hendur og unnu að lokum fimmt- án marka sigur. Frakkar mæta Túnisum í kvöld og Þjóðverjar spila gegn Japönum en á morgun mætast síðan Þjóðverjar og Frakk- ar og Túnisar og Japanar. -ósk Blóðtaka Þjóðverja Þjóðverjar urðu fyrir mikilli blóðtöku í gær þegar þaö varð end- anlega ljóst að hinn frábæri Dani- el Stephan verður ekki með liðinu á HM. Stephan er meiddur á hásin og getur ekki spilað fyrr en í mars. Þetta era góðar fréttir fyrir okkur Islendinga en að auki er Frank von Behren meiddur og fjarri góðu gamni á HM. Nokkuð hefur verið deilt á Heine Brand, landsliðsþjálf- ara Þýskalands, fyrir að velja ekki skyttuna Nenad Peranicic sem fékk nýverið þýskan ríkisborgara- rétt en Brand hefur látiö þá gagn- rýni eins og vind um eyru þjóta og sagt að Perunicic vilji ekki taka sæti frá yngri mönnum. -ósk Treystir Guðmundur of mikið á Einar Orn? - fáir valkostir til að leysa hann af ef eitthvað fer úrskeiðis Spumingin sem margir spyrja sig, eftir að Guðmundur Guðmunds- son, landsliðsþjálfari í handknatt- leik, valdi 18 manna hóp fyrir fjög- urra þjóða mótið í Danmörku sem hefst í dag, er sú hvort hann hafi valið rétt með því að velja aðeins þrjá vinstri handar leikmenn í hóp- inn. Tveir þessara leikmanna, Ólafur Stefánsson og Heiðmar Felixson, eru hreinræktaðar skyttur og það skilur aðeins eftir Einar Örn Jóns- son sem eina hægri homamann landsliðsins. Guðmundur ákvað aö velja ekki Valsmanninn Bjarka Sigurðsson í hópinn en hann hefði getað leyst Einar Örn af úti í Portúgal. I Svíþjóð í fyrra var Guðmundur með fjóra vinstri handar leikmenn, áðumefnda þrjá og Halldór Ingólfs- son. Halldórs nýtur ekki við núna og því má ekki mikið út af bregða til að upp komi vandamál hjá liðinu í hægra hominu. Að vísu geta Heið- mar og Ólafur báðir spilað þessa stöðu en Ólafur er alltof mikilvægur fyrir liðið til að kúldrast úti í homi og Heiðmar hefur ekkert sýnt í þau fáu skipti sem hann hefur spreytt sig í hominu. Þá getur Gústaf Bjarnason einnig spilað þessa stöðu en hann er rétt- hendur og því varla kostur í langan tíma. Einar Þorvarðarson, aðstoðar- maðxu- Guðmundar Guðmundsson- Mörk úr hornum HM i Frakklandi 2001 (6 leikir) Vinstra hom . 16 skot/7 mörk (44%) Hægra horn .. 21 skot/8 mörk (38%) EM í Sviþjóð 2002 (8 leikir) Vinstra hom 25 skot/11 mörk (44%) Hægra hom . 15 skot/9 mörk (60%) Leikir við Slóvena 2003 (3 leikir) Vinstra hom 15 skot/10 mörk (67%) Hægra hom .. 8 skot/4 mörk (50%) ar, sagði í samtali við DV-Sport að þetta fyrirkomulag hefði reynst vel á EMí Svíþjóð og því hefði verið ákveðið að reyna þetta aftur. „Það fylgir þessu ákveðin áhætta og við erum meðvitaðir um hana. Einar Öm hefur hins vegar verið að spila mjög vel með landsliðinu og við treystum honum fyllilega til að standa undir þeirri ábyrgð sem er lögð á hans herðar. Við höfum ákveðnar lausnir ef eitthvað kemur upp en vissulega er það rétt að við emm þunnskipaðir hvað varðar örvhenta leikmenn," sagði Einar Þorvarðarson í samtali við DV- Sport í gær. -ósk keppni i hverju oröi FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 Rafpostur: dvsport@dv.is Strachan stjóri mánaðarins Gordon Strachan, knattspyrnustjóri Southampton, var í gær valinn knatt- spyrnustjóri desembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Gengi Southampton hefur verið frá- bært að undanförnu og er liðið í sjötta sæti deildarinnar, flestum spekingum að óvöram. Dómnefndin sagði vera góða tíma hjá Southampton og það væri ekki síst að þakka hinum magnaða knattspyrnu- stjóra liðsins, Gordon Strachan. -ósk ^ íslenska landsliðið tekur þátt í móti í Danmörku um helgina: Ahersla á vörn - stysta leiðin að bættum leik, sagði Einar Þorvarðarson íslenska landsliðið í handknattleik leikur í kvöld sinn fyrsta leik á fjög- urra þjóða móti i Danmörku þegar lið- ið mætir Pólverjum í Farum. Þetta mót er liður í lokaundirbún- ingi landsliðsins fyrir heimsmeistara- mótið í Portúgal sem hefst eftir tíu daga og DV-Sport ræddi við Einar Þorvarðarson, aðstoðarmann Guð- mundar Guðmundssonar, um mótið. Á hvað verður aóaláherslan lógð í Danmörku? „Aðaláherslan hjá okkur í þessu móti er fyrst og fremst að reyna að ná vamarleik okkar almennilegum. Það er algjört grundvallaratriði hjá okkur i dag. Um leið og varnarleikurinn er í lagi þá koma hraðaupphlaupin og þessir tveir hlutir eru okkar sterk- ustu atriði eins og sást í Svíþjóð. Það er vopn sem viö verðum að hafa inni í leik liðsins ef við ætlum að ná góð- um árangri. Þessi vöm virkaði vel í Svíþjóð og ég held að stysta leiðin til að bæta leik liðsins sé að bæta vam- arleikinn," sagöi Einar Þorvarðarson í samtali við DV-Sport í gær. Eru allir leikmenn liðsins heilir? „Allir leikmenn liðsins eru heilir nema að þeir hafi meiðst á leiðinni út en auðvitað era ekki allir leikmenn liðsins i sínu besta formi. Við þurfum að fá Patrek, Sigfús og Dag í topp- formi í keppninni og þeir þurfa helst að spila sem mest á mótinu í Danmörku til að komast i gírinn," sagði Einar og bætti við að þetta mót væri mjög mikilvægt fyrir ísland því að þama væri tækifæri til að ná stjóm á leik liðsins sem var ekki til staðar gegn Slóvenum og því yrði að nýta það vel. -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.