Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2003, Page 28
28
FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003
Sport
~
Austurriski skiöakappinn Her-
mann Maier, sera hefur ekki keppt
síðan hann lenti í mótorhjólaslysi ár-
ið 2001, æfði í gær í fyrsta sinn með
austurríska skíðalandsliðinu frá því í
ágúst á síðasta ári en þá bundu önn-
ur meiösli enda á endurkomu hans.
Að sögn aðalþjálfara austurríska liðs-
ins þá er Maier verkjalaus og hann
vildi ekki útiloka það að Maier, sem
var algjör yfirburðamaöur í heims-
bikamum áður en hann meiddist,
myndi keppa á heimsbikarmóti áður
en timabilinu lýkur.
Þýska knattspyrnuliðiö Kaisers-
lautern á við mikinn fjárhagsvanda
i að striða og íhuga forráðamenn liðs-
ins nú að selja leikvang félagsins,
Fritz Walter-leikvanginn, til aö koma
í veg fyrir gjaldþrot. Kaiserslautem,
sem er i næstneðsta sæti þýsku 1.
deildarinnar, skuldar rúmlega 2,5
miiljarða íslenskra króna og eru for-
ráðamenn liðsins að reyna að vinna
að samningum við lánardrottna fé-
lagsins.
Franski miöjumaöurinn Oliver
Dacourt, sem leikiö hefur með Leeds,
hefur verið lánaöur til ítaiska iiösins
Roma til loka þessa tímabils og geta
Rómverjar keypt Dacourt að lánstím-
anum loknum. Frakkinn hefur ekki
verið í náðinni hjá Terry Venables,
knattspymustjóra Leeds, sem lýsti
þvi yfir um daginn aö hann væri orð-
inn svo þreyttur á Dacourt aö hann
myndi persónulega keyra hann til
, » Italíu ef hann fyndi sér lið þar.
Hollenski ökuþórinn Jos Ver-
stappen mun aka fyrir Minardi-liðið
í Formúlu 1 kappakstrinum á næsta
tímabili eftir aö hafa ekki keppt á síö-
asta keppnistímabili. Verstappen,
sem 31 árs, mun verða samherji
breska nýliðans Justin Wilson.
Sam Allardyce, knattspymustjóri
enska úrvalsdeildarliðsins Bolton,
hefur neitað Tottenham um að fá
sóknarmanninn Michael Ricketts lán-
aðan til vorsins. Tottenham vildi láta
einn af sínum leikmönnum fara til
-y Bolton í staðinn en Allardyce sagði
sama og þegið.
„Þeir hafa reynt að fá hann lengi en
hann er ekki leikmaður sem við vilj-
um selja. Ég skil þá vel að gimast
hann en hann er ekki til sölu, svo ein-
falt er það,“ sagði Allardyce.
Suöur-afriski kylfingurinn Jean
Hugo hefur eins höggs forystu á
landa sína Tim Clark og James
Kingston eftir fyrsta hring á Opna
suður-afríska meistaramótinu í golfi
sem hófst í Jóhannesarborg í gær.
Hugo lék hringinn á 66 höggum eöa
sex höggum undir pari en Clark og
Kingston léku á fimm höggum undir
pari. Bretamir Ian Pyman, Andrew
Coltart og David Drysdale, írinn Pet-
er Lawrie og HoUendingurinn Rolf
Muntz koma næstir á 68 höggum eða
fjóram höggum undir pari.
Danski þjúlfarinn Richard Möller
Nielsen, sem stýrði danska landslið-
inu í knattspymu tU sigurs á EM
1992, hefur verið ráðinn sem þjálfari
hjá danska 2. deildar liðinu Kolding.
Hann tekur við liöinu i byijun næsta
mánaðar og mun stýra því til 30. nóv-
ember. Nielsen þjálfaði áður ísra-
elska landsliðiö en vildi ekki fram-
lengja samning sinn þegar hann rann
út inn mitt síöasta ár. -ósk
Stúdínur á sigurbraut
Stúdínur tryggðu sér sæti í undan-
úrslitum bikarkeppni kvenna í körfu-
bolta með 51 stigs sigri, 30-81, á Laug-
dælum á Laugarvatni í gær.
Laugdælir eru í toppbaráttu 2.
deildar en Stúdínur sitja á botni 1.
deildar en þrátt fyrir það var munur-
inn mikill á þessum tveimur liðum i
gær. Stúdínur unnu þama sinn annan
leik í röð en liöið tapaði átta fyrstu
leikjum sínum í vetur en nú horfír til
bjartari tíma hjá liðinu.
Laugdælir héldu aðeins í við Stúd-
ínur í upphafi og það munaði átta
stigum eftir fyrsta leikhluta. ÍS leiddi
síðan 40-16 í hálfleik og var komið
með 37 stiga forustu fyrir siðasta leik-
hlutann.
Lára Rúnarsdóttir og Steinunn Dúa
Jónsdóttir áttu báðar góðan leik í liði
ÍS og þær Jófríður Halldórsdóttir og
Kristín Óladóttir skiluðu sínu. Alda
Leif Jónsdóttir lék sinn annan leik eft-
ir endurkomu sína úr krossbandaslit-
um og lét sér nægja að spila í 14 mín-
útur en gerði engu aö síður 17 stig.
Eins spilaði Meadow Overstreet að-
eins í 16 mínútur enda leyfði ívar Ás-
grimsson þjálfari öllum sínum stúlk-
um að spila í leiknum í gær.
ÍS lék án Hafdísar Helgadóttur í
gær sem glímir enn við bakmeiðsli
sem ekki sér fyrir endann á.
Hjá Laugdælum var Sigríður Guð-
jónsdóttir sterkust en allar geta þær
betur og þaö var ljóst á öllu að þær
sýndu ekki sitt rétta andlit í þessum
leik í gær.
Stig Laugdœla: Sigríður Guðjónsdótt-
ir 8 (11 fráköst, 3 stolnir), Anna Sigur-
laugsdóttir 8, Guöbjörg Hákonardóttir 6,
Áslaug Guðmundsdóttir 6 (6 fráköst),
Helga Vala Ingvarsdóttir 2.
Stig ÍS: Alda Leif Jónsdóttir 17 (3
stolnir á 14 min.), Lára Rúnarsdóttir 14 (6
stoðsendingar, 5 sóknarfráköst, 3 stolnir),
Steinunn Dúa Jónsdóttir 12 (5 fráköst, 4
stolnir, hitti úr 5 af 8 skotum), Meadow
Overstreet 11 (16 mín.), Jófríður Hall-
dórsdóttir 9 (11 fráköst, 6 í sókn, 4 stoln-
ir, 3 stoðs.), Kristín Óladóttir 9 (7 fráköst,
4 stoðs. á 20 mín.), Cecilia Larsson 4,
Stella Rún Kristjánsdóttir 4, Svandís
Anna Sigurðardóttir 1 (10 fráköst, 5 í
sókn, 3 stoðs., 3 stolnir). -ÓÓJ
Alkeflvískur leikur
Haukar og ÍS tryggðu sér í gær
sæti í undanúrslitum bikarkeppni
kvenna í körfubolta og Grindavík
tryggði sér sætið með sigri á
Sauðárkróki í fyrrakvöld.
Þrátt fyrir að einum leik sé
ólokið í átta liða úrslitunum er
samt orðið ljóst hvaða fjögur félög
eiga lið í undanúrslitunum.
Síðasti leikurinn er nefniiega
viðureign A- og B-liðs Keflavíkur
sem fer fram í Keflavík á morgun,
laugardag, og hefst hann klukkan
17.00.
Til stóö að tveir keflvískir dóm-
arar myndu dæma leikinn og gera
hann eflaust að fyrsta alkeflvíska
leiknum í sögunni en svo fór að
annar dómara leiksins kemur úr
Njarðvík. -ÓÓJ
Átta liöa úrslit bikarkeppni kvenna:
Sanngjarnt
hjá Haukum
- Haukastúlkur komnar í undan-
úrslit eftir sigur á KR á Ásvöllum
Kvennalið Hauka sigraði KR,
61-56, á heimavelli í gærkvöld í átta
liða úrslitum bikarkeppni KKÍ.
Sigur þeirra var verðskuldaður
þvi þær leiddu nær allan leikinn og
uppskáru eins og til var sáð. Gríðar-
leg barátta og liðssamvinna skilaði
þeim sigrinum.
Leikur liðanna hófst á því að
Haukar tóku forystuna. Mikil bar-
átta í vöm og beinskeyttari sóknar-
leikur skilaði þeim fimm stiga for-
ystu eftir fyrsta fjórðung.
Hanna kom sterk inn
Þær virtust síðan vera að skilja
KR-stúlkur eftir í öðrum fjórðungi
en þá kom Hanna Kjartansdóttir
inn á í fyrsta skipti í leiknum og
það ásamt sterkri vöm kom þeim
aftur inn í leikinn. Þrjú stig skildu
liðin í hálfleik.
Baráttan var í hávegum höfð í
þriðja fjórðungi og eftir hann var
munurinn tvö stig.
í fjórða leikhluta náðu gestirnir
að komast yfir einu sinni er um
þrjár mínútur vom eftir en þá tóku
Stefanía Jónsdóttir og Helena Sverr-
isdóttir til sinna ráða og tryggðu
Haukum sigurinn og áframhaldandi
vera í bikarkeppninni.
Lifandi varnarleikur
Helena og Stefanía ásamt Katrinu
Kershaw og Egidiju Raubaite báru
uppi sóknarleik Hauka í leiknum.
Vamarleikur liðsins var einnig
lifandi í leiknum og var Pálína Mar-
ía Gunnlaugsdóttir sérlega áberandi
þar.
Hjá KR vora það Helga Þorvalds-
dóttir og Jessie Stomski sem vora
fyrirferðarmestar í sókninni.
Töluverð barátta fylgdi Hönnu
Kjartansdóttur en hennar naut bara
ekki nógu lengi við því hún fékk
sína fimmtu villu um miðjan fjórða
fjórðung.
Stig Hauka: Helena Sverrisdóttir 17,
Katrina Crenshaw 13, Stefanía Jónsdóttir
12, Egidija Raubaité 10, Pálína María
Gunnlaugsdóttir 6, Hafdís Hafberg 2, Ösp
Jóhannsdóttir 1.
Stig KR: Helga Þorvaldsdóttir 20, Jessie
Stomski 20, Hildur Sigurðardóttir 8,
Hanna Kjartansdóttir 4, María Káradótt-
ir 4. -MOS
Haukastúikan Egidija Raubaité skorar hér tvö af tíu stig-
um sínum í leiknum gegn KR f gærkvöld án þess aö hin
bandaríska Jessie Stomski komi nokkrum vörnum viö.
Haukar unnu leikinn, 61-56, og er liöiö komiö í undanúr-
slit bikarkeppninnar. DV-mynd E.ÓI.
*•
Leikmannahópurinn nánast klár hjá íslandsmeisturum KR:
Arnar Jón og Valþór
Leiðrétting vegna fréttar
af Litlá í Kelduhverfi
- skrifuðu undir nýja samninga við félagið í vikunni
Tveir leikmenn íslandsmeistara
KR endurnýjuðu í vikunni samn-
inga sína við félagið.
Þetta voru kantmaður-
inn Amar Jón Sigurgeirs-
son og markvörðurinn
Valþór Halldórsson.
Amar Jón, sem lék alla
18 leiki KR í Símadeildinni
síðastliðið sumar og skor-
aði eitt mark, skrifaði und-
ir tveggja ára samning en
Valþór, sem leysti Kristján Arnar Jón
Finnbogason af í marki geirsson.
KR í þrem leikjum síðastliðið sum-
ar, skrifaði undir eins árs samning.
Þar með hafa ailir þeir leikmenn
KRsem voru með lausa samningu
eftir nýliðið keppnistímabil skrifað
undir nýja samninga við íslands-
meistarana aö undanskildum Guð-
mundi Benediktssyni, sem var
reyndar með samning, en félagið
sagði upp launalið
samnings hans 1.
desember siðastlið-
inn.
Kristinn
Kjæmested, stjóm-
armaður í KR-
Sport, sagði í sam-
tali við DV-Sport
að það væri ekkert
að þokast í sam-
komulagsátt miili
KR og Guðmundar og lítil sam-
skipti væru miili aðila en hann von-
aðist eftir að menn næðu saman á
endanum.
Kristinn sagði jafnframt að
Bjarki Gunnlaugsson myndi mæta á
æfingar á næstunni en það var óvíst
Sigur-
Valþór
son.
hvort hann væri í nægilega góöu
líkamlegu ásigkomulagi til að spiia
í Símadeildinni næsta sum-
Ekki fleiri leikmenn
„Það er ekki á stefnu-
skránni að fá fleiri leik-
menn til félagsins. Við telj-
um að við höfum nægilega
sterkan hóp núna eftir að
allir leikmenn okkar end-
Halldórs- umýjuðu samninga sina.
Við erum einnig búnir að
fá til okkar fjóra mjög öfluga leik-
menn, Hilmar Bjömsson, Scott Mc-
Kenna Ramsey, Kristján Öm Sig-
urðsson og Garðar Jóhannsson, sem
styrkja liðið mikið,“ sagði Kristinn
Kjæmested í samtali við DV-Sport í
gær. -ósk
Þann 3. janúar 2003 birtist frétt
Gunnars Benders í DV með yfirtitlin-
um Sjóbirtingsparadísin Laxá í
Kelduhverfi og undirtitlinum hverjir
selja veiðileyfi í hana?
Undirrituðum finnst ástæða til að
leiðrétta nokkur atriði i fféttinni og
þar ber fyrst að nefna misritun á
nafni árinnar sem er að sjálfsögðu
Litlá í Kelduhverfi en ekki Laxá.
Annað atriði sem undirritaður viii
leiðrétta eru upplýsingar um verð og
veiðifyrirkomuiag. Því miður afiaði
GB sér ekki upplýsinga hjá undirrit-
uðum um verð og veiðifyrirkomulag í
Litlá, heldur virðist hann hafa unnið
fréttina upp úr póstiistabréfi Lax-a
sem selur helming veiðileyfanna í
Litlá í umboðssölu fyrir Erling Ingva-
son.
Þannig er málum háttað að undir-
ritaður og Erling Ingvason eru með
Litlá á leigu til ársins 2010 og skiptast
veiðileyfi í ánni til helminga milli
hvors aðila um sig. Um sölu á hluta
undirritaðs sér íslenska fluguveiði-
þjónustan, tiffs.is. Því vill undirritað-
ur koma því á framfæri að upplýsing-
ar GB um verð og veiðifyrirkomulag
eiga ekki við um sölu íslensku flugu-
veiðiþjónustunnar, tiffs.is á veiðileyf-
um í Litlá. íslenska fluguveiðiþjón-
ustan hefur ffá því hún hóf að selja
veiðileyfi í Litlá boðið viðskiptavin-
um sinum upp á ýmsa fleiri mögu-
leika í verðum, þjónustu og daga-
fjölda heldur en þá sem nefndir voru
í frétt Gunnars Benders og mun halda
því áfram. Aö lokum er ástæða til að
leiðrétta aflatölur sem gefnar eru upp
í frétt GB. Hið rétta er að áriö 2002
eru færðir til bókar 1000 urriðar, 225
bleikjur og 9 laxar.
Viröingarfyllst, Pálmi Gunnarsson