Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2003, Síða 3
I>V
HANDBOLTI J \j(
GEl 0 P®tIMllQÆíLj/' ;
Tíu efstu
fara á HM í
Túnis 2005
Tíu efstu sætin á HM í Portú-
gal gefa sjálfkrafa þátttökurétt á
heimsmeistaramótinu í Túnis
2005. Gestgjafarnir öðlast sjálf-
krafa keppnisrétt en að auki
munu þrjú lið frá Asíu, Evrópu
og Ameríku og eitt frá Eyjaálfu
taka þátt í mótinu sem fram fer í
annað sinn í sögunni í Afríku en
Egyptar héldu mótið árið 1999.
Eins og áður hefur komið
fram komast sjö efstu liðin sjálf-
krafa á Ólympíuleikana í Aþenu
2004 en að auki verða þar gest-
gjafar Grikkja og eitt frá Evrópu,
Asíu og Ameríku. -ósk
8 milljónir
til skiptanna
Alþjóða handknattleikssamband-
ið mun í fyrsta sinn veita verð-
launafé fyrir þrjú efstu sætin á HM
í Portúgal.
Alls er verölaunaféð um átta
milljónir íslenskra króna og skiptist
þannig að liðið sem verður í fyrsta
sæti fær fjórar milljónir í sinn hlut,
liðið sem verður í öðru sæti fær 2,4
milljónir í sinn hlut og liðið sem
krækir í bronsverðlaun fær 1,6
milijónir í sinn hlut.
Þar með fetar Alþjóða handknatt-
leikssambandið í fótspor evrópskra
kollega sinna en Handknattleiks-
samband Evrópu veitti peninga-
verðlaun í fyrsta sinn á Evrópu-
meistaramótinu í Svíþjóð í fyrra og
mæltist það vel fyrir. -ósk
segir Guðmundur Guðmundsson um
M
an
heimsmeistarakeppnina sem hefst í dag
Heimsmeistaramótið í handbolta
hefst i dag. Guðmundur Guðmunds-
son landsliðsþjálfari segir að í und-
irbúningnum hafi komið upp að-
stæður sem hann hafi ekki ráðið
við. DV-Sport talaði við Guðmund
að loknum síðasta undirbúnings-
leiknum gegn Svium.
Guðmundur segir að honum hafi
verið skammtaður ákveðinn tími
með liðið og hann hafi enn fremur
haft færri leikmenn til ráðstöfunar
nú en á sama tíma í fyrra. Það komi
til vegna þess að fleiri leikmenn
leika erlendis og skiluðu sér seinna
til landsins á æfingar. Ég hafði Rún-
ar Sigtryggsson og Einar Örn Jóns-
son með í öllum undirbúningnum í
fyrra en þá léku þeir báðir hér landi.
Við byrjuðum í desember 2001
með stærri hóp fyrir EM en því var
ekki við komið núna. Það er mjög
mismunandi hvernig þessu er
háttað hjá öðrum en það fer að sjálf-
sögðu eftir því hve margir leikmenn
eru að leika erlendis. Slóvenar hófu
sinn undirbúning mun fyrr en við,
enda leika flestir leikmenn þeirra í
Slóveníu. Frakkar gerðu það sömu-
leiðis. Eins er hægt að benda á
Portúgala, Egypta og Túnismenn í
þessu sambandi.
Ég stend ekki ósvipað og margir
kollega minna, eins og t.d sænsku og
dönsku þjálfaramir, þar sem stór
hluti leikmanna er á mála hjá þýsk-
um liðum. Það sem gerði líka und-
irbúninginn erfiðari en ella og er
ekki í rauninni búið að bíta úr nál-
inni með eru meiðsl lykilmanna frá
því að við byrjuðum í upphafi þessa
árs. Við höfum aldrei spilað með
sterkasta lið okkar nema að hluta í
nokkrum leikjum.
Áttum misjafna leiki
„Við áttum misjafna leiki fyrir
Evrópumótið í fyrra. Leikimir við
Þjóðverja og Frakka skáru sig nokk-
uð úr en við lékum illa gegn Króöt-
um og Dönum nokkrum dögum fyr-
ir það mót. Munurinn núna og þá er
sá að við lékum yfirleitt með
sterkasta lið okkar fyrir EM og allir
leikmenn liðsins sluppu við alvarleg
meiðsl. í þessu liggur munurinn og
eins að við fengum skemmri tíma
til undirbúnings."
- Finnst þér einbeiting leikmanna
vera með öðm hætti nú en í fyrra?
„Umfjöllunin er mun meiri fyrir
þetta mót en fyrir Evrópumótið í
fyrra og áreitið hvað leikmenn varð-
ar og þá sem koma að liðinu er
miklu meira núna. Það hefur alltaf
áhrif á einbeitingu en þetta er samt
ekki hlutur sem ég ætla að kvarta
yfir. Það fylgir þessu meira áreiti
þegar liðið stendur sig vel og menn
em með væntingar til þess.
Þetta fmnst mér bara af hinu
góða en leikmenn og allir
aðstandendur liðsins þurfa líka að
læra að axla það og umgangast
slíkt. Ég ætla alls ekki að fara að
kvarta yfir þessu en menn mega
bara ekki missa sjónar af því sem er
aðalatriði, sem er að halda einbeit-
ingunni og síðan einnig þegar út í
keppnina er komið.“
- Er liöið tilbúinn í slaginn?
„Eins og það getur orðið tilbúið.
Ég er ekki enn kominn með
sterkasta liðið í hendumar og liðið
verður ekki tilbúnara eins og stað-
an er í dag. Við emm búnir að renna
í gegnum alla þætti og meiri tíma
höfum við ekki til undirbúnings.
Allir þjálfarar hefðu viljað fá meiri
tíma. Það er verið að gera mikið á
stuttum tíma en það þýðir ekkert að
vera hugsa um það núna. Ég er ekk-
ert að velta mér upp úr því og við
höfum einfaldlega þurft að nýta
þann tíma sem við fengum.“
Þurfum aö vera klárir
- Er ekki kostur aö fá leikina
við Ástrala og Grœnlendinga
heldur en sterkari andstœðinga á
borð við Þjóðverja og Portúgala?
„Það má kannski segja það að
mörgu leyti en ég segi líka að við
þurfum að koma með ákveðnu hug-
arfari í þá leiki. Það er auðvelt að
falla í þá gryfju að vanmeta þessi lið.
Þessa leiki þarf að klára af krafti en
mér er enn í fersku minni þegar við
mættum Bandaríkjamönnum á
Ólympíuleikunum 1988. Þá hlógu all-
ir að þeim en við vorum í strögli
með þá framan af og vorum við þó
með frábært lið. Það getur enginn
leyft sér að mæta til leiks gegn þess-
um andstæðingum með hálfum
huga. Við þurfum að vera klárir og
skiptir þá engu hvort andstæðing-
urinn er Ástralía eða Grænland. Við
verðum að vinna okkur inn í leik-
inn og koma okkur í þá stöðu að
geta hvílt leikmenn. Það er hættu-
leg umræða að keyra á einhverju
varaliði og svo á liðið að verða tilbú-
ið í þriðja leik sem er einn af mik-
ilvægustu leikjum okkar í keppn-
inni.“
14 frábærar þjóöir
- Er styrkur liðsins sá að það
eigi að geta farið langt í keppn-
inni?
„Það eru 14 frábærar handbolta-
þjóðir í þessari keppni og sam-
keppnin er gríðarlega hörð. Við eig-
um möguleika á því, ef við stöndum
okkur í þessum riðli, að skila okkur
inn í einn af þessum fjórum milli-
riðlum. Það er okkar fyrsta mark-
mið áður en lengra er haldið þótt ég
ætli ekki að vera með neinar yfir-
lýsingar í því sambandi.
Við tökum einn leik fyrir einu og
bíðum með hástemmdar yílrlýsing-
ar. Tilflnning mín fyrir keppninni
er góð í sjálfu sér og það á einnig við
um leikmennina. Það er tilhlökkun
og ég er fullur eftirvæntingar. Þetta
er spennandi verkefni og það er
alltaf ákveðin spenna sem fylgir
þessu og það tel ég nauðsynlegt.
Maður er einbeittari og vinnur sína
vinnu enn betur fyrir bragðið."
Guðmundur segist þess fullviss að
nokkur lið eigi eftir að koma á
óvart. Hann spáir Júgólövum betra
gengi en áður og að Túnis eigi eftir
að setja mark sitt á þetta mót og
jafnvel Slóvenar. Danir og Svíar eigi
eftir að gera góða hluti og góðum
liðum fjölgi þannig að samkeppnin
sé alltaf að verða meiri og meiri.
Liðin mega núna nota 14 leik-
menn sem gefur stórum þjóðunum
og þeim sem búa yflr mestu breidd-
inni vissulega meira rými. Hand-
boltinn er að taka breytingum. Liðin
hafa fá tækifæri til að halda boltan-
um vegna þess að ella er dæmd leik-
töf. Þetta er tvímælalaust til hags-
bóta fyrir þá bestu.
- Sérðu fram á skemmtilega
daga á HM í Portúgal?
„Já, ég sé fram á spennandi daga
og ég er fullur eftirvæntingar eins
og ég sagði áðan,“ sagði Guðmundur
Guðmundsson landsliðsþjálfari að
lokum. -JKS