Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2003, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2003, Síða 8
22 MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003 Heíner Brand, þjáifarj þýska liös- ins, gat ekki annað en veriö sáttur viö sína menn eftir leikinn gegn Rússum. Hér sést hann krjupa fyr- ir framan bekk sinna manna í leik gegn íslendingum í Laugardals- höll fyrir rúmu ári. DV-mynd PÖK Helstu andstæðingar Islendinga í B-riðli HM í Portúgal í miklum ham: Rulluðu yfir Russa - Þjóðverjar spiluðu frábærlega í síðasta leik sínum fyrir HM Þjóðverjar munu mæta til leiks á HM í Portúgal með sjálfstraustið í lagi eftir sigur á Rússum, 34-27, í síðasta leik þjóðanna fyrir heims- meistaramótið á fóstudagskvöldið. Þeir gátu ekki kvartað undan litlum stuðningi áhorfenda því að alls lögðu rúmlega ellefu þúsund áhorf- endur leið sína í höllina i Dort- mund. Þjóverjar voru í miklum ham í leiknum, léku geysilega hraðan handknattleik og létu Rússa sitja eftir með sárt ennið. Þeir kláruðu leikinn i fyrri háifleik og fóru með sjö marka forystu, 19-12, til bún- ingsherbergja í leikhléi. Zerbe með á ný Þeir fögnuðu endurkomu hinnar hávöxnu skyttu, Volker Zerbe sem mun styrkja liðið gífurlega á HM. Zerbe hafði reyndar hægt um sig gegn Rússum og skoraði aðeins tvö mörk. Þjóðverjar keyrðu á sínu besta liði í fyrri hálfleik en Heiner Brand, þjálfari liðsins, gat leyft sér þann munað að skipta mikið inn á í síð- ari hálfleik án þess að Rússar kæmust eitthvað nær. Christian Schwarzer var marka- hæstur hjá Þjóðverjum með sex mörk. Stefan Kretzschmar, Christi- an Zeitz og Florian Kehrmann skor- uðu fimm mörk hver og Heiko Grimm skoraði fjögur mörk. Línumaðurinn Dimitri Torgowa- now var markahæstur hjá Rússum með sex mörk og gamla brýnið Al- exander Tutschkin skoraði fimm mörk. Viljum spila hraðan bolta Heiner Brand, þjálfari þýska liðs- ins, var sáttur eftir leikinn og hafði þetta um hann að segja í viðtali við þýska netmiðilinn sportl.de. „Byrjunin var okkur erfið en það lagaðist þegar við náðum að keyra upp hraðann í leiknum. Leikurinn var mjög hraður og skemmtilegur og þannig handbolta viljum við spila. Ég held að leikirnir gegn Frökkum og Rússum hafi sýnt það að við getum unnið hvaða lið sem er ef við spilum okkar leik,“ sagði Brand. Sigur þýska liðsins var kærkom- inn þvi að nokkur hræðsla greip um sig í herbúðum liðsins í síðustu viku þegar í ljós kom að þeirra besti maður, Daniel Stephan hjá Lemgo, myndi missa af heimsmeistaramót- inu vegna meiðsla. Það var ekki að sjá í leiknum gegn Rússum að Stephans væri sárt saknað en vitan- lega væri liðið enn sterkara með hann innanborðs. Gífurleg bjartsýni ríkir meðal þýskra handknattleiksáhugamanna um gengi sinna manna á heims- meistaramótinu og telja flestir að liðið komi heim með gullið í fartesk- inu. Þýskir veðbankar keppast við að spá liðinu sigri og er svo komið að leikmönnum liðsins frnnst nóg um. Eitt af átta fyrstu markmiðiö Línumaðurinn Klaus Dieter Pet- ersen, sem leikur með Kiel, segir að markmið liðsins eigi að vera 5.-8. sæti. Hann segir að fjarvera Daniels Stephan muni hafa mikil áhrif á lið- ið þar sem staðgengill hans, hinn ungi Pascal Hens, hafi ekki þá reynslu eða stöðugleika til að fylla skarð hans í heilu móti. Petersen, sem leikur sinn 300. landsleik gegn Ástralíu á þriðjudag- inn, segist þrátt fyrir þetta hafa mikla trú á liðinu en varar við því að fólk hafi miklar væntingar. Dreymir um titil Hornamanninn litríka, Stefan Kretzschmar, sem er félagi Ólafs Stefánssonar og Sigfúsar Sigurðs- sonar hjá Magdeburg, dreymir um heimsmeistaratitil en segir jafn- framt að það sé ekkert lið sem eigi eftir að vera með yfirburði. „Mig dreymir um að vinna heimsmeistaratitil með Þjóðverjum. Ég hugsa um það reglulega og ég hef trú á því að við getum unnið þetta mót. Þetta verður síðasta heims- meistaramótið mitt og því ekki seinna vænna fyrir mig að vinna eitthvað. Það eru hins vegar mörg lið sem koma til greina sem sigur- vegarar. Rússar og Frakkar eru með mjög sterk lið eins og reyndar Svíar líka. Danir gætu orðið það lið sem kemur mest á óvart á mótinu og sið- an má ekki vanmeta Spánverja," sagði homamaðurinn snjalli, Stefan Kretzschmar, í viðtali við þýska netmiðilinn sportl.de. -ósk Þrjú lið í Asíu keyptu sæti á HM: Komust inn með mútum - olíufurstarnir borguðu bestu liðunum Svíinn Olle Olsson, sem hætti sem landsliðsþjálfari hjá handknattleiks- landsliði Sádi-Arabíu eftir HMárið 2001, segir að Sádar, Kúveitar og Kat- arar hafi keypt sér sæti á HM í hand- knattleik sem hefst i dag. Olsson segir að þessi lið hafi borg- að bestu liðum Asíu, Japans og Suð- ur-Kóreu fyrir að stilla ekki upp sínu besta liði í undankeppninni í Asíu síðasta sumar. Óhreint mjöl „Það sér það hver heilvita maður að það er einhver með óhreint mjöl í pokahorninu þegar Katarar, sem eru byrjendur í handknattleik, vinna Suður-Kóreu, 38-23, í undankeppn- inni. Ég get staöfest að þeir em ekki svo góðir," segir Olsson í viðtali við sænska blaðið Aftonbladet. Olsson sagði að fyrir heimsmeist- arakeppnina I Frakklandi hefði allt verið heiðarlegt og þá hefði Sádi-Ar- abía verið með næstbesta lið Ásíu á eftir Suður-Kóreu. Sjálfhætt „Ég sá það hins begar fljótlega eft- ir HMaö forráðamenn handknatt- leiksmála þar á bæ hafa engan metn- að nema til þess að borga öðrum fyr- ir sæti á HM. Það segir sig sjálft að þá er sjálfhætt enda ekki vinnandi í slíku umhverfi." -ósk Mikill munur á fjárhagsstyrk sambanda: Borga með sér á HM - grænlensku leikmennirnir leggja mikið á sig Leikmenn grænlenska handknatt- leikslandsliðsins hafa þurft að leggja mikið á sig til að gera draum- inn um þátttöku á HM í Portúgal að veruleika. Aðeins þrir leikmanna liðsins eru atvinnumenn en aðrir vinna venju- lega vinnu í Grænlandi. Kostar 170 þúsund á mann Á milli æfingabúða í Álaborg í Danmörku og ferðarinnar til Frakk- lands á dögunum þar sem lokaund- irbúningurinn fór fram þurftu margir leikmanna grænlenska liðs- ins að snúa heim og vinna í nokkra daga. Þeim þótti það ekkert tiltöku- mál og kippa sér heldur ekki upp við það að sennilega mun þátttaka þeirra í HMkoma til með kosta hvern einasta leikmann um 170 þús- und íslenskar krónur. Það er því engan bilbug að finna á grænlenska liðinu og þeirra besti maður, Jacob Larsen, segir að stuðningur grænlensku þjóðarinnar hafi mikið að segja. „Við vitum að rúmlega hundrað Grænlendingar ætla að koma og styðja okkur á HM í Portúgal. Við erum hrærðir yfir þeim stuðningi sem fólkið sýnir okkur og höfum reiknað að 0,1% af öllum Grænlend- ingum muni vera i Portúgal á með- an á mótinu stendur. Það er stór- kostlegt," sagði Larsen. Ætlum okkur fjórða sætið Larsen er sannfærður um að grænlenska liðið geti náð fjórða sætinu í B-riðli en þar leika einnig Þýskaland, Island, Portúgal, Katar og Ástralía. „Katarar hafa ekki mikla reynslu af alþjóðlegum handknattleik en við vitum að lið frá þessum heimshluta eru óútreiknanleg. Við höfum reynd- ar ekki mikla reynslu heldur en við ættum samt að vinna Katar og Ástr- alíu,“ sagði Larsen og bætti við að það yrði sérstakt að mæta gestgjöf- unum, Portúgölum, í fyrsta leiknum þar sem möguleiki væri fyrir Græn- land að koma á óvart. -ósk HANDBOLTI J DGCZl 0 % Grœnlenska landsliðið í handknatt- leik, sem leikur með íslendingum í B- riðli á HM í Portúgal, lék síðasta leik sinn fyrir keppnina á fimmtudags- kvöldiö. Þá mætti liðið franska liðinu Marseiile og fóru Grænlendingar meö sigur af hólmi, 23-18, eftir að hafa verið yfir í hálfleik, 11-9. Jakob Larsen, sem leikur með danska liðinu GOG, var markahæstur í grænlenska liðinu með níu mörk og Hans Peter Motzfeld og Niels Poulsen skoruðu fjögur mörk hvor. Það munu faraframfjórar opnun- arhátiöir á heimsmeistaramótinu í Portúgal, ein í hverjum riðli. Mest munu lætin verða í Madeira þar sem heimsmeistarar Frakka munu spila fyrsta leikinn en þar verður mótiö formlega opnað. Skipuleggjendur mótsins hafa ekkert gefið upp hvern- ig lokahátíðin verður. Mióaverð á leikina áHM 1 Portúgal þykir vera nokkuð sanngjarnt. Ódýr- ustu miðamir eru á leiki í riðla- keppninni en þeir kosta rúmlega 600 krónur íslenskar. Dýrustu miöamir em á úrslitaleikinn en þeir kosta á bilinu 1250 tU 3800 krónur. Alls hefur 421 blaðamaður sótt um blaðamannapassa fyrir heimsmeist- aramótið, 88 þeirra frá sjónvarpi, 217 frá dagblöðum, 54 frá útvarpi og 62 ljósmyndarar. Heimsmeistaramótió i handknatt- leik mun verða sýnt í 44 löndum. All- ar 24 þátttökuþjóðimar sýna beint frá mótinú en að auki munu Rúmenía, Sviss, Noregur, Búlgaría og Taívan sýna frá mótinu ásamt 15 löndum í Ásíu. Tveir kinverskir sérfrœðingar, Li Zhiwen og Lui Jianming, munu sjá tii þess að tölvumál mótsins séu í lagi. Þeir sjá um að koma tölvuforritinu, sem notað var á Ólympíuleikunum í Sydney, upp fyrir Alþjóða handknatt- leikssambandið í Portúgal en það á að gera skipuleggjendum mótsins kleift að koma tölfræðiupplýsingum hratt og öragglega strax eftir leik til fjölmiðla og þjálfara liðanna. Lyfjanefnd Alþjóða handknatt- leikssambandsins mun framkvæma að minnsta kosti 88 lyfjapróf á meðan á keppninni stendur. Einn leikmað- ur úr hverju liði verður tekinn í lyfia- próf í riðlakeppninni og milliriðlun- mn og síðan tveir úr hverju liði síð- ustu tvo keppnisdagana þegar leikið verður um sæti. Það verða því fjórir leikmenn sem fara í lyfjapróf úr þeim liöum sem komast áfram úr milliriðli. Sviar og Rúmenar hafa oftast orðið heimsmeistarar, fjórum sinnum. Sví- ar unnu síðast í Egyptalandi áriö 1999 en Rúmenar hafa ekki unnið síð- an 1974 en þá unnu þeir fjórar af fimm keppnum á árabilinu 1961-1974. Rússar hafa þrívegis borið sigur úr býtum og Frakkar tvívegis en þeir era núverandi handhafar titilsins. Sœnsku markverðirnir Peter Gentzel og Thomas Svensson, sem báðir teljast með betri markvöröum heims í dag, hræðast frönsku stór- skyttuna Jerome Fernandez mest af öllum leikmönnum heimsmeistara- keppninnar í Portúgal. „Hann er ótrúlega skotfastur. Það er kannski ekki erfitt að reikna hann út en það er mjög erfitt að komast fyr- ir skot hjá honum," sagði Thomas Svensson um Fernandez. Fyrir utan Fernandez hræðast þeir mest Rússann Alexander Tutchkin sem þeir segja að viti upp á hár hvenær og hvar eigi að skjóta. Einnig telja þeir til Ungverjann Laszlo Nagy, leikmann Barcelona, sem þeir eru sammála um að geti orðið besti handboltamaður heims. Sœnska blaðið Aftonbladet gefur öllum liðum heimsmeistaramótsins í Portúgal einkunn. Fimm lið, Sviþjóð, Danmörk, Frakkland, Rússland og Spánn, fá hæstu einkunn eða fimm. Þjóðverjar fá fjóra ásamt Júgóslövum en Islendingar fá þrjá en þá einkunn fá einnig Túnis, Króatía, Ungverja- land, Egyptaland og Alsir. í blaðinu kemur fram að íslenska liöið eigi nokkuð í land með að ná þeim bestu en aö liðið leiki mjög ag- aðan handknattleik og hafi einn besta handkanttleiksmann heims innan sinna raöa, Ólaf Stefánsson. íslenska landsliðinu gekk erfiðlega að fá að æfa við komuna til Portúgals á laugardaginn. Ekkert íþróttahús stóð þeim til boða og það var ekki fyrr en barið var í borðið í gær sem hlutimir fóra að ganga og íslenska liðið fékk æfingahúsnæði. -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.