Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2003, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2003, Qupperneq 13
MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003 27 DV ÚrsUt: Man. Utd-Chelsea ...........2-1 0-1 Eiður Smári Guðjohnsen (30.), 1-1 Paul Scholes (39.), 2-1 Diego Forlan (90.). Aston Villa-Tottenham ......0-1 0-1 Teddy Sheringham (69.). Blackbum-Birmingham........1-1 1-0 Damien DufT (19.), 1-1 Stem John (83.). Charlton-Bolton.............1-1 1-0 Mark Fish (47.), 1-1 Youri Djorkaeff (85.). Everton-Sunderland .........2-1 0-1 Kevin Kilbane (34.), 1-1 Brian McBride (51.), 2-1 Brian McBride (57.). Leeds-West Brom..............0-0 Newcastle-Man. City..........2-0 1-0 Aian Shearer (1.), 2-0 Craig Bellamy (64.). Southampton-Liverpool . . . .'. 0-1 0-1 Emile Heskey (14.). Arsenal-West Ham.............3-1 1-0 Thierry Henry, víti (13.), 1-1 Jermain Defoe (40.), 2-1 Thierry Henry (71.), 3-1 Thierry Henry (86.). Fulham-Middlesbrough........1-0 1-0 Sean Davis (39.). Staðan: Arsenal 24 16 4 4 52-25 52 Man. Utd 24 14 5 5 4(Á24 47 Newcastle 23 13 3 7 39-31 42 Chelsea 24 11 8 5 41-23 41 Everton 24 11 6 7 30-29 39 Liverpool 24 10 8 6 32-23 38 Tottenham 24 11 5 8 35-34 38 Southampt. 24 9 9 6 27-23 36 Blackbum 24 8 10 6 30-26 34 Man. City 24 10 4 10 32-34 34 Leeds 24 9 4 11 31-29 31 Middlesbr. 24 8 6 10 27-24 30 Charlton 23 8 6 9 26-30 30 Aston Villa 24 8 5 11 22-25 29 Fulham 23 7 6 10 24-27 27 Birmingh. 24 6 8 10 20-32 26 Bolton 23 4 9 10 24-38 21 Sunderland 24 4 7 13 16-34 19 West Ham 23 3 8 12 24-43 17 West Brom 23 4 5 14 17-35 17 m ff IT "5“ 7“ 3» | BKKS CLZ^CÍICÐ 391 B Úrslit Sheff. Utd-Sheff. Wed.........3-1 Brighton-Portsmouth...........1-1 Crystal Palace-Bumley ........1-1 Gillingham-Leicester..........3-2 Grimsby-MUlwaU ...............0-2 Ipswich-Preston...............3-0 Nottm. Forest-Coventry........1-1 Reading-WalsaU................0-0 Rotherham-Bradford............3-2 Stoke-Derby...................1-3 Wolves-Wimbledon .............1-1 Watford-Norwich...............2-1 Staðan: Portsmouth 29 17 9 3 56-29 60 Leicester 28 16 7 5 43-27 55 Sheff. Utd 27 15 7 5 42-26 52 Nott. Forest 28 12 8 8 43-28 44 Norwich 28 12 8 8 39-26 44 Coventry 29 11 10 8 36-32 43 Reading 27 13 4 10 28-24 43 Wolves 28 11 9 8 45-30 42 C. Palace 28 10 12 6 42-30 42 Watford 29 12 6 11 35—45 42 Ipswich ,28 11 8 9 44-34 41 Rotherham 29 11 8 10 48-39 41 Millwall 29 11 7 11 37-43 40 Gillingham 27 10 9 8 36-36 39 Derby 29 11 5 13 35-39 38 Burnley 28 10 8 10 41-50 38 Wimbledon 27 9 8 10 43-43 35 Preston 28 7 10 11 41-48 31 Walsall 29 8 6 15 40-46 30 Bradford 27 7 7 13 31-48 28 Grimsby 28 6 7 15 33-54 25 Stoke 29 5 9 15 32-52 24 Sheff. Wed 29 5 8 16 27-48 23 Brighton 28 4 8 16 26-46 20 Stoke er enn í faUsæti eftir slæmt tap gegn Derby á heimaveUi á laugardag- inn í ensku 1. deUdinni. Sport Gerard Houllier. knattspyrnusljori Liverpool, hefur leitaö mikíö til æöri máttarvalda aö undanförnu. Um helg- ina var hann bænheyröur þegar Liver- pool vann Southampton á útivelli og þar meö sinn fyrsta sigur siðan 2. nóvember. Á innfelldu myndinni sést hetja Liverpool í leiknum, framherjinn Emile Heskey. Reuters Martröð Liverpool endaði um helgina með sigri á Southampton: Höfuð Heskeys - kom heilsu Houlliers og stuöningsmanna Liverpool til bjargar á laugardaginn Liverpool komst aftur á braut þá er kenncf er viö sigur með því að leggja Southampton að velli, 1-0, á útivelli. Sigurinn var sá fyrsti i rúma tvo mán- uði en liðið hafði gengið í gegnum versta tímabil Liverpool í fimmtíu ár. Jafnframt var þetta fyrsta tap Sout- hampton á heimavelli i vetur. Emile Heskey skoraöi sigurmarkið með skalla en þetta var fyrsta mark hans síðan í september. Gerard Houllier, knattspymustjóri Liverpool, var sáttur eftir leikinn. „Við kunnum að meta þessi úrslit sérstaklega eftir gengi undanfarinna tveggja mánaða. Við höfum verið óheppnir á þeim tíma og oft fengið óréttmæta gagnrýni. Mér fannst við ekki eiga skilið að leika ellefu leiki í deildinni í röð án þess að sigra en það er ekki spurt að því. Við spiluðum vel í dag og það var gott jafnvægi á milli sterkrar vamar og góðrar sóknarknatt- spyrnu." Houllier hrósaði einnig Emile Heskey fyrir góða frammistöðu en hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í vetur. „Ég hef alltaf sagt að Emile myndi spila vel eftir jól. Hann hefur verið óheppinn með meiðsli í vetur en í dag sáum við hinn rétta Emile Heskey," sagði Houliier. Gordon Strachan, knattspymustjóri Southampton, sagði að betra liðið heíði unnið. „Þeir voru betri en við, svo einfalt er það. Þetta var besta frammistaða þeirra í langan tíma og það sýnir styrk minna manna að það þurfti frábæra frammistöðu hjá Liverpool til að leggja þá að velli. Strákamir mínir hafa stað- ið sig stórkostlega undanfarið og ég get ekki farið aö fetta fingur út í þennan eina leik. Þetta eru strákar sem hafa komið úr neðri deildunum og varalið- um frá útlöndum og þeir hafa gefið fé- laginu allt sem þeir eiga,“ sagði Strach- an eftir leikinn. Mark eftir tíu sekúndur Alan Shearer, framherji Newcastle, skráði nafn sitt í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann skoraði mark eftir aðeins tíu sekúndna leik gegn Manchester City á laugardaginn. Shearer getur þó þakkað Carlo Nash, markverði Manchester City, fyrir góða hjálp því að hann var ótrúlega lengi aö koma boltanum burtu frá marki sínu sem gerði það að verkum að Shearer gat pressað hann, unnið af honum boltann og rennt knettinum í autt markið. Bobby Robson, knattspymustjóri Newcastle, hrósaði Shearer fyrir dugnað og sagði að það hefðu fáir aörir leikmenn skorað þetta mark. „Auðvitað var þetta heppnismark en það er ekki hægt annað en að hrósa Alan (Shearer). Hann elti boltann til baka þegar hann hefði getað sleppt því og uppskar í stað- inn mark með vinstri fæti sem ger- ist nú ekki oft,“ sagði Robson eftir leikinn. Hann sagði einnig að leikurinn hefði verið mjög skemmtilegur á að horfa því aö bæði lið hefðu spilað sóknarleik. „Leikurinn var jafn og spennandi en ég held að við höfum átt sigurinn skilið,“ sagði Robson. Kevin Keegan, knattspymustjóri Manchester City, hrósaði einnig Al- an Shearer en Keegan keypti hann til Newcastle frá Blackburn árið 1996. „Hann er sá besti. Það er ekki af þvi að hann er með mikla tækni eða gífurlega fljótur heldur af því að hver einasti leikmaður sem þarf að mæta honum um hverja helgi veit að hann á von á erfiðum níutíu mín- útum,“ sagði Keegan og bætti við að hann væri vonsvikinn með frammi- stöðu sinna manna. „Við náðum okkur ekki á strik og Newcastle átti sigurinn fyllilega skilið." Bandarískur bjargvættur David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, getur þakkað Bandaríkja- manninum Brian McBride, sem er hjá liðinu í láni frá Columbus Crew, fyrir stigin þrjú gegn Sudnerland um helgina. McBride skoraði bæði mörk liðs- ins eftir að Sunderland hafði komist yfir og Moyes jós lofsyrðunum yfir McBride að leik loknum. „Frammistaða hans var frábær. Hann er ótrúlega duglegur og sam- viskusamur. Það eru leikmenn eins og hann sem gefa af sér tO liðsins og vinna leiki fyrir þig. Viö spiluðum mjög vel á köflum og heíðum átt að vera búnir að skora mikið fyrr. Við hleyptum þeim síðan inn í leikinn þegar við komumst yflr en sem betur fer tókst okkur að halda og vinna leikinn," sagði Moyes eftir leikinn. Howard Wilkinson, knattspyrnu- stjóri Sunderland, var ósáttur við úr- slitin og grét glötuð tækifæri sem hefðu getað gert út um leikinn. „Við fengum tækifæri til að gera út um leikinn en nýttum þau ekki. Við þurfum hins vegar að reyna að halda boltanum betur innan liðsins ef gengið á að batna,“ sagði Wilkinson en Sunderland er í fallsæti þessa stund- ina. -ósk Alan Shearer skoraöi mark eftir aöeins tíu sekúndur gegn Manchester City sem er met í ensku úrvalsdeildinni. Reuters

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.