Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2003, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2003, Page 15
MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003 29 Brian McBride, Everton OKKAR MENN Eidur Smári Guöjohnsen var í byrjunarliði Chelsea gegn Manchester United á Old Trafford á laugardaginn. Eiður Smári skoraði eina mark Chelsea á glæsilegan hátt og skoraði þar með aðra helgina í röð. Honum var skipt út af 84. mínútu eftir góða frammistöðu. ur á 77. mínútu. Guóni Bergsson, fyrirliði Bolton, spil- aöi allan leikinn í vöm liðsins þegar það gerði jafntefli, 1-1, gegn Charlton á laug- ardaginn. Hermann Hreióars- son lék allan leikinn fyrir Ipswich sem vann öruggan sigur á Preston, 3-0, í ensku 1. deildinni á laugar- daginn. Lárus Orri Sigurósson sat á varamannabekk West Bromwich Albion sem gerði markalaust jafntefli gegn Leeds á útivelli á laugar- daginn. Hann kom inn á sem varamað- Eiöur Smári Guöjohnsen. Heióar Helguson lék allan leikinn fyrir Watford sem vann mikilvægan sigur á Norwich, 2-1, í gær. Heiðar var hetja liðsins en hann skoraði sigurmarkið í leiknum þegar komið var fram yfir Heiöar Helguson. venjulegan leiktima. Brynjar Gunnarsson lék allan leikinn á miðjunni hjá Stoke sem tapaði illa fyr- ir Derby á heimavelli, 3-1, í ensku 1. deildinni á laugardaginn. Bjarni Guöjónsson var einnig í byrjun- arliði Stoke í leikn- um en honum var skipt út af á 80. mín- útu. Pétur Marteinsson sat sem fastast á varamannabekk Stoke í sama leik. Amar Grétarsson. laugardaginn. Helgi Valur Danielsson var ekki 1 byrj- unarliði Peterborough sem tapaði fyrir Port Vale, 2-1, í ensku 2. deildinni á laugardaginn. Helgi Valur kom inn á sem varamaður á 88. mínútu. Arnar Grétarsson lék allan leikinn með Lokeren í gær sem vann Genk, 4-1, i belgísku 1. deildinni. Arnar skoraði þriöja mark liðsins. Arnar Þór Viöarsson lék einnig allan leikinn fyrir Lokeren. ívar Ingimarsson var ekki í leik- mannahópi Wolves sem gerði jafntefli gegn Wimbiedon í ensku 1. deildinni á Rúnar Kristinsson lék allan leikinn fyrir Lokeren og fékk að líta gula spjald- ið á 44. mínútu. Rúnar skoraði fjórða mark liðsins á síðustu mínútunni. -ósk Brian McBride Fæddur: 19. júní 1972 Heimaland: Bandarikin Hæð/þyngd: 183 cm/75 kg Leikstaða: Framheiji Fyrri lið: Columbus Crew, Preston North End, Wolfsburg Deildarleikir/mörk: 2/3 Landsleikir/mörk: 65/20 Hrós: „Hann átti frábæran leik. Hann er ótrú- lega duglegur og samviskusamur og hefði átt skiliö að skora þrennu. Það eru svona leikmenn sem vinna leiki fyrir lið.“ David Moyes, knattspymustjóri Ev- erton, um Brian McBride. -ósk Sport Miövikudagur 22. janúar Charlton-West Ham Newcastle-Bolton Þriðjudagur 28. janúar Middlesbrough-Aston Villa Bolton-Everton Chelsea-Leeds Sunderland-Southampton Miövikudagur 29. janúar Manchester City-Fulham Tottenham-Newcastle West Ham-Blackbum Liverpool-Arsenal Laugardagur 1. febrúar Arsenal-Fulham Bolton-Birmingham Chelsea-Tottenham Everton-Leeds Manchester City-West Brom M iddlesbrough-Newcastle Southampton-Manchester United Sunderland-Charlton fór ekki fram hjá neinum að hann er gífurlega öflugur skaUamaöur, mikill vinnuþjarkur og góður að halda boltanum. McBride var lánaður til Preston tímabilið 2001-2001 og lék ellefu leiki með liðinu og skoraði eitt mark. Hann átti hins vegar við slæm meiðsli að stríða í ökkla bæði árin 2000 og 2001 og það var ekki fyrr en rétt fyrir HMsem hann komst í almennilegt form. Ekki þykir ólíklegt að David Moyes, knattspymustjóri Everton, reyni að kaupa kappann frá Col- umbus Crew ef fram heldur sem horfir. -ósk ( Diego Forlan (Dennis Bergkamp Bandaríski framherjinn Brian McBride hefur heldur betur siegið í gegn með Everton síðan hann gekk til liðs við félagið fyrir skömmu á lánssamningi frá banda- ríska liðinu Columbus Cew. McBride skoraði gegn Tottenham í sínum fyrsta leik um þarsíðustu helgi og nú um helgina skoraði hann bæði mörk Everton í 2-1 sigri á Sunderland á laugardaginn. McBride vakti mikla athygli í heimsmeistarakeppninni í Kóreu og Japan í sumar en þar var hann einn af bestu mönnum bandaríska liðsins sem kom mjög á óvart með frábærri frammistöðu. Hann skor- aði tvö mörk í fimm leikjum og það Arsenal er enn með fimm stiga forystu á Manchester United á toppi ensku úrvalsdeildarinnar: Þrenna frá Henry - geröi út af viö tíu leikmenn West Ham sem áttu sér ekki viðreisnar von Dennis Bergkamp er skúrkur helgarinnar. Enn einu sinn sýndi þessi frábæri knattspyrnumaður hina ofbeldisfullu hlið á sér þegar hann barði Lee Bowyer, leikmann West Ham, í andlitið, áður en hann gaf frábæra sendingu fyrir markið á Thierry Henry sem skor- aði með skalla og kom Arsenal í 2-1. Bergkamp hefur oft gert sig sekan um ruddaleg brot á borð við olnbogaskot í andlit og að traðka á leikmönnum og er það svo sann- arlega ljóður á annars glæsilegum knattspyrnumanni. Hann mun væntanlega fara fyrir aganefnd enska knattspyrnusambandsins þegar hún hefur horft á atvikið á myndbandsupptöku og svo gæti farið að Arsenal verði án hans í mikilvægum leikjum á næstunni verði hann dæmdur í bann fyrir háttalag sitt. -ósk Hlutimir ganga sinn vanagang hjá tveimur Lundúnaliðum sem eiga ólíku gengi að fagna þessa dag- ana. Arsenal og West Ham mættust á Highbury í gær og kom fátt á óvart í þeirri viðureign. Arsenal vann ör- uggan sigur, 3-1, og er enn með fimm stiga forystu á Manchester United á toppi ensku úrvalsdeildar- innar. Thierry Henry skoraði öll mörk Arsenal og er orðinn marka- hæsti maður deildarinnar með 17 mörk. West Ham er hins vegar í bullandi botnbaráttu, er í næstneðsta sæti með jafnmörg stig og neðsta lið deildarinnar, West Bromwich Albion. Hafi möguleikar West Ham verið litlir fyrir leikinn þá minnkuðu þeir til mikiila muna strax á 13. mínútu þegar Steve Lomas var rekinn af velli fyrir að brjóta á Frakkanum Robert Pires innan vítateigs. Thi- erry Henry skoraði úr vítaspym- unni og einum færri áttu leikmenn West Ham aldrei möguleika. Jerma- in Defoe jafnaði reyndar metin und- ir lok fyrri háifleiks en í síðari hálf- leik var bara eitt lið á veilinum og aðeins tímaspursmál hvenær Arsenal myndi skora. Það setti samt ljótan svip á leikinn þegar Dennis Bergkamp gaf Lee Bowyer olnboga- skot áður en hann lagði upp annað mark Arsenal en hann slapp fyrir hom og var ekki einu sinni áminnt- ur. Sá besti í heimi Arsene Wenger hrósaði Henry eftir leikinn en venju samkvæmt sagðist hann ekki hafa séð atvikiö þegar Bergkamp gaf Bowyer oln- bogaskot. „Ég segi það enn og aftur. Henry er besti framherji í heimi. Hann er i frábæru formi og það skiptir engu máii þótt andstæðingamir geri allt til að stoppa hann. Hann skoraði meira að segja með höfðinu í dag og ég á von á því aö hann geri það oft- ar hér eftir,“ sagði Wenger en Henry er ekki beint þekktur fyrir að vera mikill skallamaður. Ósáttur viö dómarann Glenn Roeder, knattspymustjóri West Ham, horfði upp á lið sitt tapa enn einum leiknum en honum fannst Mike Dean, dómari leiksins, ekki vera að standa sig í stykkinu. „Mér fannst þeir fá ódýra víta- spymu og ég er viss um að Robert Pires hefði getað staðið á fótunum ef hann hefði viljað. Ég ætla nú ekki einu sinni að tala um rauða spjald- ið í ‘kjölfarið. Ég skil síðan ekki hvemig í ósköpunum honum tókst að missa af olnbogaskotinu hjá Dennis Bergkamp. Ég er samt ánægður með mína menn, þeir börðust eins og ljón en uppskáru því miður ekkert,“ sagði Glenn Roeder eftir leikinn. Fjær fallsvæðinu Fulham færðist f]ær fallsvæöinu þegar liðinu tókst að bera sigurorð af Middlesbrough, 1-0, á heimavelli í gær. Fuiham er nú átta stigum frá fallsvæðinu en Steve McClaren, knattspymustjóri Middlesbrough, hlýtur að spyrja sjálfan sig af hverju framherjar hans geti ekki skorað á útivelli en rúmir fjórir mánuðir hafa liðið án þess sá atburður hafi átt sér stað. Það var miðjumaðurinn Sean Davis sem skoraði sigurmark Fuiham í leiknum en hann var að öörum ólöstuðum besti maður vallarins. Fulham er nú í fimmtánda sæti deildarinnar meö 26 stig en Middlesbrough er í því tólfta með 30 stig. -ósk Lee Bowyer mótmælir hér rauöa spjaldinu sem Steve Lomas, félagi hans hjá West Ham, fékk á 13. mínútu gegn Arsenal í gær. Reuters Diego Forlan var hetja Manchester United á laugardaginn þegar hann skoraði sigurmark liðsins þegar komið var fram yfir venjulegan leiktima gegn Chelsea á Old Trafford. Úrúgvæinn kom inn á á 71. mínútu og var mjög ógnandi allan þann tíma sem hann lék. Markið var glæsilegt, fullkom- in afgreiðsla og hann sýndi og sannaði aö hann á eftir að reynast félaginu mikilvægur í baráttu komandi mánaða. Forlan hefur nú skorað fjöldann allan af mikilvæg- um mörkum fyrir Manchester United eftir að hann komst á bragðið en byrjunin á ferli hans hjá liðinu lofaði ekki góðu. -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.