Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2003, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 Fréttir I>V Atvinnuleysi eykst hratt Atvinnuleysi mældist 3,8% í janúar síðastliðnum sem jafngild- ir að um 5.208 manns hafí að með- altali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Atvinnuleysi eykst mikið milli desember og janúar og hækkar um ein 0,8 prósentustig. Þessa miklu breytingu í atvinnu- leysi má rekja annars vegar til al- menns samdráttar á vinnumark- aði og hins vegar þess að yfírleitt eykst atvinnuleysi um 13% milli desember og janúar. Líkur eru á að atvinnuleysi eigi enn eftir að aukast i þessum mánuði og spáir Vinnumálastofnun því að atvinnu- leysi verði um 4% í febrúar. Fjöldi atvinnulausra var 788 fleiri í lok janúar en í desember. Mikil aukn- ing atvinnuleysis og fyrirséð aukn- ing á atvinnuleysi nú í febrúar eyk- ur líkurnar á vaxtalækkun en at- vinnuástandið hefur versnað hratt að undanfómu. -VB Fáskrúösfjaröargöng: Öll tilboð yfir kostnaðaráætlun Ekkert tilboð var undir kostnaðar- áætlun Vegagerðarinnar í gerð Fá- skrúðsfjarðarganga, miili Reyðarfjarð- ar og Fáskrúðsfjarðar, en tilboð voru opnuð í gær. Lægst var tilboð ístaks hf. ásamt E. Phil & Sön AS en það var 2,8% yfir kostnaðaráætlun og hljóðaði upp á 3.248.761.319 krónur. Þrjú önnur tilboð bárust í verkið, en næstlægst var tilboð frá Balfour Beaty Major Projects upp á tæpa 3,9 milljarða eða 22,4% yfir kostnaðará- ætlun. Þá kom tilboð NCC AS og ís- lenskra aðalverktaka hf. upp á rétt rúma 3,9 milljarða króna eða 23,7% yfir kostnaðaráætlun. Hæsta tilboðið kom frá Scandinavian Rock Group AS og Amarfelli ehf. sem hljóðaði upp á ríflega 4,7 milljarða króna eða 49,1% yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinn- ar sem var 3.160.000.000 króna. Vegagerðin ætlar sér skamman tíma til að fara yfir tilboðin og velja þann verktaka sem samið verður við svo hefja megi framkvæmdir sem fyrst. Búist er við að vinna við göngin hefjist í aprfl. -HKr. Framsalskrafa væntanleg frá Bretlandi: Breti tekinn grunaður um vopnað rán ytra Fertugur Breti hefur verið úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 10. mars þar sem bresk yfirvöld kröfð- ust þess að hann yrði handtekinn hér á landi. Rökstuddur grunur ligg- ur fyrir um að maðurinn hafi framið vopnað rán á aðfangadag í Bretlandi. Hann er grunaður um að hafa komist yfir fjármuni sem nema um 400 þúsund krónum. Að sögn Jóns H. Snorrasonar hjá ríkislögreglustjóra var ís- lenska lögreglan beðin um að handtaka Bretann og tryggja að hann kæmi sér ekki undan breskri réttvísi þar sem upplýs- ingar voru um að hann væri kom- inn hingað til lands. Eftir að hér- aðsdómur samþykkti að svipta hann frelsi næstu þrjár vikurnar mun ákveðin pappírsvinna fara í gang þar sem formsatriðum verð- ur fullnægt. Ekki liggur fyrir hvort Bretinn kærir úrskurð hér- aðsdóms. Dómsmálaráðuneytið mun taka afstöðu til væntanlegrar framsalskröfu Breta. Eftir það verð- ur hann væntanlega sóttur verði á hana fallist og lögregla ytra mun rannsaka mál hans. -Ótt Gamlir andstæöingar hittast Victor Kortsnoj sést hér meö Einari S. Einarssyni sem var í eldlínu íslenskra skákmanna á árum áöur. Ljósmyndari DV freistaði þess aö ná mynd af Kortsnoj og Jóhanni Hjartarsyni á Kjarvalsstööum í gær en Jóhann færöist undan þeirri myndatöku. Kapparnir áttust viö í eftirminnilegu einvígi í Kanada áriö 1988 - sem iauk meö sigri Kortsnojs - um rétt til aö tefla viö heimsmeistarann. Stórmót Hróksins hefst á Kjarvalsstöðum í dag: Btt sterkasta skákmót í heimi á pessu ári Stórmót Hróksins, sem jafhframt verður eitt sterkasta skákmót heims á þessu ári, hefst á Kjarvalsstöðum í dag. Mótið er tileinkaö íslenskum börnum. Meðal þátttakenda eru fjöl- margir þekktir skákmenn. Sá sem flestir kannast við er Victor Kortsnoj, sem er enn meðal bestu skákmanna heims þótt orðinn sé 72 ára. Hann hef- ur tvívegis teflt um heimsmeistaratit- flinn. Victor Kortsnoj skákmaður var allavega um tíma á svörtum lista hjá íslensku þjóðinni. Frægt varð þegar hann blés reyk framan í Jóhann Hjartarson stórmeistara í einvígi í Kanada 1988. Þá fokreiddist þjóðin og hefur haft hom í síðu Kortsnojs síðan. Jóhann mun verða með skákskýring- Stuttar fréttir Álversfrumvarp að lögum Samstaða mun milli stjómarflokk- anna og þingflokks Samfylkingar um að mæla með samþykkt frumvarps iðnaðar- ráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur, um heimild tfl að semja við bandaríska fyrirtækið Alcoa og tengd fyrirtæki til að reisa 322 tonna álverksmiðju í Reyðarfirði. Þetta er haft eftir Hjálmari Ámasyni, formanni iðnaðamefndar, í Morgunblaðinu. Sautján sektaðir Tæplega tveir tugir manna eiga von á sektarmiða frá lögreglunni í Hafnar- firði - en þeir reyndust allir hafa lagt ar á mótinu á Kjarvalsstöðum þótt hann tefli þar ekki sjálfur. Hann segir að þeir Kortsnoj hafi heilmikið teflt saman eftir einvígið í Kanada, en Jó- hann hætti atvinnumennsku fyrir um 5 ámm. Hann segist aðeins hafa heils- að upp á kappanna í gærkvöld þegar dregið var um töfluröð. Stigahæstur keppenda á mótinu er Englendingurinn Michael Adams, fremsti skákmaður Vestur-Evrópu síðasta áratuginn. Adams er í 6. sæti á heimslistanum með 2.734 Elo-stig. Þá teflir einnig á mótinu Lettinn Alexei Shirov sem m.a. hefur teflt um heims- meistaratitilinn. Bosníumaðurinn Ivan Sokolov teflir nú fyrir hönd Hollands, en hann hefúr margoft áður teflt á íslandi. Fleiri fræga má nefna, bilum sínum ólöglega þegar lögreglu- menn unnu að eftirliti í nótt. Áhugi á heilsugæslustöð Fimm tilboð hafa borist Ríkiskaup- um í útboð á rekstri heflsugæslustöðv- ar í Salahverfi í Kópavogi. Heilsu- gæslurekstur hefúr ekki áður verið boðinn út hérlendis. Stefnt er að opn- un stöðvarinnar um mitt sumar. Stungu af ffá slysi Tveir menn stungu af frá slysstað efitir árekstur tveggja bfla á mótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar um ellefuleytið í gærkvöld. Lögreglan hafði hendur í hári þeirra en vitni höfðu greint ffá því að mennimir hefðu tekið eitthvað úr farangursrými bílsins áður en þeir hlupu á brott. eins og pólska Evrópumeistarann Bar- tek Macieja, Frakkana Etienne Bacrot og Luke McShane. Vösk sveit þriggja íslendinga tekur þátt í mótinu; tveir stórmeistarar, Hannes H. Stefánsson, núverandi ís- landsmeistari, og Helgi Áss Grétars- son, og þriðji íslenski keppandinn er efnilegasti skákmaður okkar, Stefán Kristjánsson. Hann er langstiga- lægstur og er þetta mót eldskírn hans á meðal þeirra bestu. Umgjörð mótsins verður einstök, en Snorri Freyr Hilmarsson hannaði sviösmyndina. Umgjörðin er eins og best gerist í heiminum. Friðrik Ólafs- son stórmeistari er meðal þeirra sem annast munu skákskýringar fyrir áhorfendur á Kjarvalsstöðum. -HKr. Ofurhetjur til ísafjarðar Fjölmennur hópur tökuliðs og þátt- takenda í bandaríska þættinum, Global Extremes, er væntanlegur til ísafjarðar í dag. Hópurinn mun gera víðreist og taka upp margvíslegt efhi fyrir þáttinn sem sýndur verður á Out- door Life Network sjónvarpsstöðinni. Níu ofurhugar munu leysa ýmsar erf- iðar þrautir í vestfirskri náttúru. Mótmæla málamiðlun Fulltrúar íslands ætla að andæfa Akureyri: Vantar snjó í Hlíðarfjall Hlíðarfjall er búið aö vera lokað undanfarna þrjá daga sökum hvass- viðris og einungis hefur náðst að opna skíðasvæðið tíu sinnum frá því fyrstu skíðamenn byrjuðu að renna sér þar 22. janúar síðastlið- inn. Það er átta dögum sjaldnar en á i sama tíma í fyrra. Á meðan hinn venjulegi bæjarbúi spókar sig í mið- bænum í regngallanum með regn- hlíf í hönd, hæstánægður með að þurfa ekki að vaða snjó upp að hné, eru forráðamenn skíðamála og skíðaiðkendur á Akureyri ekki eins ánægðir með tíðina. Lítil snjókoma í vetur og suðvestan hvassviðri und- anfarna daga, með þeim hlýindum sem því fylgir, gerir það að verkum að æ erfiðara verður að halda skíða- svæðinu opnu. „Ef þetta heldur svona áfram verður ekki hátt á okk- ur risið eftir næstu helgi. Maður hefur aldrei séð svona lagað,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðu- maður Skiðastaða. Enn er ástandið ágætt í efsta hluta skíðasvæðisins, þ.e.a.s. í Strýt- unni, og búið er að moka til eina braut sunnan megin við stólalyftuna þannig að ef veður gengur niður næstu daga er ekkert því til fyrir- stöðu að skella sér á skíði. -ÆD Árborg: VonbPigði með menningarhús Vonbrigði vekur að ekki hefur verið varið fjármunum til að ljúka framkvæmdum við menningarsal á Selfossi úr þeim 6,5 milljarða króna potti sem ríkisstjómin úthlutaði úr í sl. viku til að örva atvinnulífið í landinu. í bókun frá bæjarráði Ár- borgar vegna þessa mál segir að ein- ungis vanti 120 milljónir kr. til að koma menningarsal við Hótel Sel- foss í gagnið en hann hefur staðið fokheldur í um aldarfjórðung. Segir bæjarráðið að salurinn myndi komast tfl með að nýtast íbú- um alls héraðsins - og að fram- kvæmdir við ekkert annað menn- ingarhús á landsbyggðinni séu eins langt komnar. Á hinn bóginn er fagnað að verja eigi auknu fé til vegaframkvæmda við Suðurstrand- arveg og Hellisheiði. -sbs málamiðlun Alþjóðaviðskiptastofnun- arinnar um landbúnaðarmál á íúndi sem haldinn verður í Genf í mánaðar- lok. Fulltrúarnir telja málamiðlunina einkum þjóna hagsmunum útflutn- ingsríkja. RÚV greindi frá. Átak í þjóðgarðsmálum Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra segir mörg verkefni bíða í þjóðgarðsmál- um en stórátak hafi staðið yfir í uppbygg- ingu þjóðgarða sið- astliðinn áratug. Til að mynda segir ráð- herra að mikil uppbygging sé fyrir höndum á Snæfellsnesi þar sem búið sé að stofna þjóðgarð. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.