Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2003, Side 14
/>u ré-hha
af *iau<t$t/ru*\ ?
Þrír af hverjum fjórum
nauðgurum eru vinir eða
kunningjar...
Pr* *■ -' '
Ertþú
vinuríraun?
VDAGUR
OFBELDIÐ BURT
15
ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003
DV
Andri Snær Magnason.
Einar Már Guðmundsson.
Guðrún Eva Mínervudóttir.
Steinar Bragi.
Tilnefningar til Menningarverölauna DV í bókmenntum:
Ungir höfundar áberandi
Friðrik Rafnsson. Michel Houellebecq.
“Mér finnst þetta býsna góöur
og þéttur listi hjá okkur, “ segir
Jón Yngvi Jóhannsson, formaður
dómnefndar menningarverölauna
DV í bókmenntum. „Þarna eru
þrír ungir höfundar sem endur-
spegla aö mínu mati vel hversu
áberandi þeir voru á síðasta ári. “
Þótt þetta séu allt skáldsögur telur
Jón Yngvi aö það sé nokkuð góð
breidd í þessu vali. „Þetta eru mjög
ólíkar sögur og koma úr ólíkum átt-
um. Þá er ánægjulegt að hafa þýð-
ingu á meðal tilnefninga í fyrsta sinn
í nokkum tíma. Áform var einhver
besta bókin sem kom út hér á síðasta
ári.“
Með Jóni Yngva sátu í nefndinni
Vilborg Davíðsdóttir og Gauti Krist-
mannsson. Eftirfarandi bækur eru tilnefndar
til Menningarverðlauna DV í bókmenntum:
Áform
Friðrik Rafnsson er einn af ötulustu og
bestu þýðendum landsins. Hann hefur
bæði flutt inn sígildar franskar bókmennt-
ir og auögað íslenskar bókmenntir með
því sem er efst á baugi í evrópskum sam-
tímabókmenntum. Þýðingar Friðriks á
verkum franska rithöfundarins Michel
Houellebecqs eru frábært dæmi um þetta.
Áform er skáldsaga sem hefur vakið um-
ræður og deilur um alla Evrópu, óvægin
úttekt á Evrópubúanum, drottnunargirni_
hans og þeim öfgum sem heimskapítal-’
isminn getur leitt einstaklingana út i.
Áhyggjudúkkur
Á pínulitlum bletti í miðbæ Reykjavík-
ur skapar Steinar Bragi heim sem er eins
og breiðtjaldsmynd af samtímanum. í
gegnum persónur sögunnar flæða orðræð-
ur samtímans, jafnt hátimbraðar fræði-
kenningar og ofbeldis- og klámdýrkun.
Áhyggjudúkkur eru óvægin úttekt á reyk-
vískum samtíma og menningarástandi,
skrifuð af sjaldgæfri sannfæringu og
krafti. Flestar persónanna birtast aðeins í
augnabliksmyndum en vakna þó til lífsins
á meðan lesandinn fær sýn inn í misgeð-
felld hugskot þeirra.
Lovestar
í framtíðarsögu Andra Snæs Magnason-
ar, Lovestar, leikast á vísindaskáldskapur
og framtíðarsögur í anda Georgs Orwell
og Aldous Huxley, íslensk bókmenntahefð
og ýmis stef úr afþreyingarmenningu
samtímans í sprellfjörugri og meinfynd-
inni sögu sem þó er í grunninn alvarleg
ádeila og gagnrýni á tæknihyggju og
neyslusamfélag samtímans. Lovestar er í
senn einfóld saga og flókin, hún er marg-
föld í roðinu og kannski írónísk-
ari en hún virðist við fyrstu sýn.
Nafnlausir vegir
Einar Már Guðmundsson heldur
í Nafnlausum vegum áfram að
segja þá sögu sem hófst með
Fótsporum á himnum og hélt
áfram í Draumum á jörðu. Hér eru
sagðar sögur af lifandi fólki sem
lifði einhverja mestu átakatíma
síðari alda. Frásagnaraðferðin er
Ijóðræn og epísk í senn og sækir
innblástur í munnlega frásagnar-
hefð jafht og rammíslenska sagna-
þætti og frásagnir á mörkum skáld-
skapar og fræða. í Nafhlausum
vegum eru tveir bræður í aðalhlut-
verki, Ragnar og ívar. Þeir eru báð-
ir aldir upp hjá vandalausum að
miklu leyti og hafa þolað ýmist harðræði.
Fullorðnir verða þeir nær fullkomnar and-
stæður, Ragnar alþýðuhetja en ívar aura-
púki. List sögunnar felst ekki síst í því
hversu djúpar persónulýsingarnar eru þótt
þær séu dregnar fáum dráttum.
Sagan af sjóreknu píanóunum
Guðrún Eva Mínervudóttir fer sínar eig-
in leiðir í Sögunni af sjóreknu píanóunum.
Þar er sama sagan sögð tvisvar af aðalsögu-
hetjunum tveimur, stúlkunni Sólveigu og
vini hennar Kolbeini. Sjálf sagan af sjó-
reknu píanóunum er svo leiðarstef í sög-
unni, saga um svik og meinleg örlög sem þó
byggjast á heiðarlegum fyrirætlunum og
góðum vilja. Guðrún Eva er mestur sögu-
maður þeirra ungu höfunda sem settu svo
mjög svip á síðasta ár og Sagan af sjóreknu
píanóunum er ekki síst saga um frásagnir
og sögumenn, fólk sem segir sögur til að lifa
af í hörðum heimi.
Leiklist
A baki risaskialdbökunnar
Ugla er stjarna sýningarinnar
Ugla Jóhanna Egilsdóttir, Halla Ólafsdóttir og Jóhanna Ósk
Baldvinsdóttir sem nornirnar þrjár.
Terry Pratchett hefur notið
mikilla vinsælda fyrir Disk-
heims-sögur sínar hér á landi
sem annars staðar. Gunnar
Freyr Steinsson lýsir Diskheim-
inum svo: „Hann hvílir eins og
jarðfræðiútgáfa af pizzu á baki
fjögurra tröllvaxinna fila. Þeir
standa hins vegar á baki hins
Mikla A’Tuins, stjörnuskjald-
bökimnar sem syndir um óend-
anlegar víddir geimsins."
Terry Pratchett leitar í verk-
um sínum í hugarheim ævin-
týra, riddarasagna og goðsagna.
í Örlagasystrum, sem Leikfélag
Menntaskólans við Hamrahlíð
frumsýndi á fostudagskvöldið,
leikur höfundur sér að verkum
Williams Shakespeares, Macbeths og
Hamlets. Sagan fjaliar um Ljónhall Felmet
og lafði Felmet sem hafa ráðið af dögum
Verens konung og tekið sér konungstign.
Þeim mistókst þó aö drepa son Verensar því
nornirnar þrjár, sem verkið dregur nafn sitt
af, koma honum í fóstur hjá leikarahjónum.
Verkið snýst síðan um það að Felmet-hjón-
in (og þá sérstaklega lafði Felmet) reyna að
koma höndum yfir barnið og nomimar.
Leikarar í sýningunni eru 26 og stóð hópur-
inn sig almennt vel. Ugla Jóhanna Egilsdóttir
leikur nomina ömmu Veðurvax. Ugla skaust
upp á stjömuhimininn fyrir leik sinn í Máva-
hlátri og kemur ekki á óvart að hún er stjama
sýningarinnar. Leikur hennar er öruggur og
kraftmikiil og greinilegt að hún á eftir að koma
meira við sögu í leiklist á næstu árum. Hinar
nomimar tvær era leiknar af Jóhönnu Ósk
Baldvinsdóttur og Höllu Ólafsdóttur og stóðu
þær sig báðar meö prýði. Ámi Kristjánsson var
gott fífl, Jakob Ómarsson var bráðskemmtileg-
ur sem Ölver Vindhóll, Hjörtur Jóhann Jónsson
var góður í hlutverki hins dauöa konungs,
Antoine Hrannar Fons og Hildur
Helga Kristjánsdóttir léku
skemmtilepa saman sem Felmet-
hjónin og Iris Stefanía Skúladóttir
var finn sadómasókískur djöfuil.
Örlagasystur er fyrsta leik-
stjómarverkefni Atla Rafns Sig-
urðarsonar og Brynhildar Guð-
jónsdóttur. Verkefnið er viðamik-
ið, persónur era fjölmargar og
heimur þeima fuilur af furðum og
ævintýrum. Ekki verður annað
sagt en að fyrsta verk þeirra lofi
góðu um framhaldið. Umgjörð sýn-
ingarinnar er einfold: leikmynd er
nær engin, leikmunir fáir en þeim
mun meira lagt í búninga og lýs-
ingu sem hvort tveggja er afar vel
heppnað.
Örlagasystur er skemmtileg sýning metn-
aðarfulls leikfélags og einkennist af hug-
myndaríkum lausnum, húmor og sköpunar-
gleði. Sigtryggur Magnason
Lelkfélags Menntaskólans vlö Hamrahlíó sýnlr í
Austurbæjarbíó: Örlagasystur eftir Terry Pratchett, f
leikgerö Stephens Briggs. Lýsing: Geir Magnússon.
Tónlist: Guömundur Steinn Steinsson. Búningar:
Brynhildur Guöjónsdóttir, Sigurlaug Gísladóttir og
Helga Sigríöur Aradóttir. Þýöing: Gunnar Freyr Steins-
son. Lelkstjórn: Atli Rafn Siguröarson og Brynhildur
Guðjónsdóttir.
__________________________Menning
Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir silja@dv.is
Eþos og
Steindór á Myrkum
Nú er langt liðið á tónlistar-
hátíðina Myrka músikdaga
2003, aðeins eftir tvennir tón-
leikar. Hinir fyrri verða í
kvöld kl. 20 í Listasafni ís-
lands. Þar leikur Eþos
strengjakvartettinn Langan
skugga eftir Hauk Tómasson,
..og í augunum blik minn-
inga“ eftir Svein Lúövík Bjömsson og Kvartett
nr. 2 eftir Þórð Magnússon.
Annað kvöld kl. 20 veröa svo lokatónleikarn-
ir í Borgarleikhúsinu. Þar verður íslenskt rokk
og rímur í flutningi Lúðrasveitar Reykjavíkur,
Bára Sigurjónsdóttur og Steindórs Andersens
kvæðamanns. Öllu því stjómar Láras Haildór
Grímsson.
Fyrirlestur um Droog
í hádeginu á morgun kl. 12.30 flytur Katrín
Pétursdóttir hönnuður og umsjónarkennari þrí-
víðrar hönnunar við Listaháskólann fyrirlestur
um hollenska hönnunarfyrirbærið Droog í LHÍ,
Skipholti I, stofu 113. Farið verður yfir lykil-
verk sem unnin hafa verið undir merki og í
samvinnu við Droog frá upphafi og leitast við
að varpa ljósi á hugmyndafræði þá sem unnið
er með.
Kvöldskemmtun á þorra
4Klassískar flytja söng-
skemmtun sína í Hafharborg
annað kvöld kl. 20. Efnisskráin
er saman sett af léttklassískum
og klassískum lögum ásamt
söngleikjatónhst og ljúfum
kaftihúsatónum.
4Klassískar era söngkonurn-
ar Björk Jónsdóttir, Jóhanna
V. Þórhallsdóttir og Signý Sæmundsdóttir og pí-
anóleikarinn Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Gestur
þeirra á tónleikunum er Tómas R. Einarsson
bassaleikari.
Carnegie breytt
Myndlistarverðlaunin Carnegie Art Award
eru fimm ára um þessar mundir og samkvæmt
fréttatilkynningu frá aðstandendum þeirra,
Carnegie fiárfestingarfyrirtækinu sænska,
verða þau framvegis aðeins veitt annað hvert
ár. Á móti kemur að sýningin mun standa í tvo
mánuði á hverjum stað og einnig er í bígerð að
halda málþing í tengslum við hana. Ekki hyggj-
ast aðstandendur heldur spara verðlaunaféð því
það verður tvöfaldað; 1. verðlaun verða 1 miilj-
ón sænskar kr., 2. verðlaun 600 þúsund skr. og
3. verðlaun 400 þús. s.kr. Styrkur veittur ung-
um myndlistarmanni verður 100 þús. s.kr.
Camegie-sýningin 2002 hóf göngu sína í
Reykjavík í október sL, hefur síðan farið til
Ósíóar og Kaupmannahafnar og stendur nú yfir
í Victoria Miro Warehouse í London. Þar verð-
ur hún til 9. mars en fer þaðan til Helsinki og
Gautaborgar. Meðal listamanna á þeirri sýn-
ingu eru þrír íslendingar, Georg Guðni, Kristín
Gunnlaugsdóttir og Katrín Sigurðardóttii’.
Næsta Camegie-sýning verður opnuð í Stokk-
hólmi í október í haust en sú næsta þar á eftir
ekki fyrr en 2005.
Sjávarsólin og kuldinn
í kirkjunni
■ í bókinni Sjávarsólin og
kuldinn í kirkjunni - Skynjun,
sannleikur og Kristsmyndir í
skáldsögunni Útlendingurinn
eftir Albert Camus - eftir Þor-
varð Hjálmarsson er fléttað
saman heimspekilegri og bók-
menntalegri hugleiðingu um
tilvistarheimspeki Camus. Auk
þess er gerð grein fyrir höfundinum og helstu
viðfangsefmnn hans.
Camus var í eðli sínu uppreisnarmaður og
reis gegn algildum lausnum. Kúgun hinna und-
irokuðu var honum þyrnir í augum. Þá heillað-
ist hann af grísku goðsögunum og þaðan lá leið-
in að Kristi, Kierkegaard og Nietzsche. Sam-
tímaheimspeki og stjómmál vöktu áhuga hans
alla tíð og hann tók þátt og fann til í stormum
sinnar tíðar.
Hið íslenska bókmenntafélag gefur bókina út.
Tónleikar falla niður
Fyrirhugaðir píanótónleikar Ingunnar Hildar
Hauksdóttur sem vera áttu miðvikudagskvöldið
19. febrúar í TÍBRÁ, tónleikaröð Salarins, falla
niöur af óviðráðanlegum orsökum. Miðaeigend-
ur era vinsamlegast beðnir að hafa samband
við miðasölu sem fyrst.