Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2003, Blaðsíða 2
2 FÓSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 DV Fréttir Keflavíkurverktakar segja upp launalið vinnustaðasamninga. Róbert Trausti Árnason forstjóri: Iðnaðarmenn sem starfa hjá Keflavíkurverktökum fengu sent bréf í gærmorgun þar sem fyrir- tækið tilkynnti að felldur væri úr gildi launaliður vinnustaðasamn- inga sem gerðir voru í maí 2000. Jafnframt er tilkynnt að teknir verði upp nýir samningar sem kynntir voru 26. febrúar en kol- felldir voru á fundi starfsmanna í fyrrakvöld. Þeir samningar fela í sér um 15% launalækkun að mati starfsmanna og eiga að taka gildi 1. júní. Starfsmenn sem DV ræddi við í gær lýstu mikilli gremju í garð fyrirtækisins sem sagði einnig upp 70 starfsmönnum á síðasta sumri. Róbert Trausti Árnason, for- stjóri Keflavíkurverktaka, segir hart barist í útboðum í verktaka- bransamun um þessar mimdir. Að þessu þurfl fyrirtækið að laga sig. Hagrætt hafi verið á flestum sviðum, m.a. í innkaupum á rekstrarvörum frá birgjum. Nú sé röðin einfaldlega komin að launa- lið vinnustaðasamninga. - „Við erum hermangarar í endurhæf- ingu,“ sagði Róbert Trausti. - Lítið þið þá svo á að þiö séuð að laga ykkur að þeim samning- um sem gilda almennt á mark- aðnum? „Já, þá erum við mun sam- keppnishæfari um verk utan Keflavíkurvallar en við höfum verið. Auðvitað kemur þetta þó illa við menn og ég skil mjög vel Launalækkun boöuð hjá Keflavíkurverktökum Starfsmenn sem DV ræddi viö í gær lýstu yfir mikilli gremju í garö fyrirtækisins. Forstjórinn segir breytingar á samningum hluta af hagræöingu sem unniö hefur veriö aö undanfariö. að menn vilji ekki breytingar. Vamarliðsframkvæmdir eru þó ekki sá burðarás lengur í okkar vinnu sem áður var, enda allt komið í samkeppni og útboð. Varnarliðið er víkjandi hluti í okkar búskap og við byrjuðum því á því á síðasta ári af miklum krafti að fara inn á íslenska markaðinn. Við höfum notið mik- illar velgengni þar auk þess sem við erum núna í viðræðum við aðila sem koma að framkvæmd- um á Austurlandi." - Er það ítalska fyrirtækið Impregilo? „Já, og við erum vongóðir um að geta verið með í hluta af þeim framkvæmdum. Þannig að gam- alt hermangarafyrirtæki, Kefla- víkurverktakar, er bara að beina sjónum sínum annað, frá vamar- liðinu og varnarsvæðinu yfir á markaðssvæði sem er mjög áhugavert. Það væri klaufska af okkur að taka ekki þátt í því.“ Sigfús Eysteinsson, formaður Iðnsveinafélags Suðurnesja, segir í sjálfu sér lítið hægt að gera í stöðunni. „Það verður að segjast eins og er að þetta er hálfómurlegt. Það er þó alltaf rétt- ur atvinnurekandans að ráða menn og reka, svo framarlega að rétt sé að því staðið samkvæmt kjarasamningi. Þetta er þó alltaf verulega sársaukafullt og fyrir- tækið var með fjöldauppsagnir á yfir 70 manns í fyrrasumar." Starfsmenn funduðu um tilboð Keflavíkurverktaka um nýjan samning í fyrrakvöld. Voru þau drög kolfelld með 77 atkvæðum gegn 2 sem voru þeim fylgjandi. í bréfinu, sem barst starfsmönnun- um í gærmorgun, var tilkynnt einhliða um nýjan samning. Tek- ið er fram að kjósi menn að hafna „tilboðinu" þá geti menn tilkynnt starfsmannastjóra það bréflega inna tveggja vikna. -HKr. Við erum hermangarar í endurhæíingu komust undan Rúða var brotin í skartgripa- verslun við Laugaveg rétt eftir klukkan fimm í morgun. Aö sögn lögreglunnar voru þar á ferð þrír menn og komust þeir undan. „Þetta er hefðbundið innbrot í skartgripaverslun: Þjófarnir eru á næturvakt, þeir brjóta rúðuna, grípa það sem þeir geta og koma sér á brott eins fljótt og hægt er.“ Lögreglan segir að yfirieitt séu þjófavarnir í skartgripaverslun- um góðar. „Gluggarnir eru veikasti hlekkurinn og þjófamir notfæra sér það.“ -Kip Bíll bnann Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri kviknaði í fólksbíl af gerðinni Wolkswagen Golf á Öxnadalsheiði um áttaleyt- ið í gær. Ökumaður var einn í bílnum og slapp ómeiddur en bíll- inn, sem var kominn til ára sinna, brann til kaldra kola. -Kip DV-MYND SIGURÐUR JÖKULL Vetrarhátíö sett Vetrarhátíö Reykjavíkur 2003 var sett á tjarnarbakkanum viö lönó í gærkvöld meö því aö Þórólfur Árnason borgarstjóri kveikti á nýrri lýsingu Tjarnarbrúarinnar. Regnbogabrú var mynduö frá Ráöhúsinu yfir í Tjörnina og Ijósberar veiddu tungliö upp úr henni í gjörningi. Fjölbreytt dagskrá var síöan í borginni á eftir og veröur næstu daga. Nokkrir kórar sungu viö setningarathöfnina, þar á meöal Vox Feminae, og nokkrir kórfétagar sjást hér halda á logandi kyndlum. Stuttar fréttir_________________________________________________________ Deilt um íraksmálið Halidór Ás- grímsson utanrík- isráðherra sagði á Alþingi í gær að ekki væri unnt að semja við Saddam Hussein nema með því að beita her- valdi. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vg, and- mælti utanríkisráðherra og sagði tal hans öfgakennt Björn Bjarna- son blandaði sér einnig í umræð- una og sagði frið ekki nást með því aö lúta einræðisherrum. Öllum sagt upp hjá LA Öllum starfsmönnum, 15 manns, hjá Leikfélagi Akureyrar hefur verið sagt upp störfum. Þor- steinn Bachmann leikhússtjóri sagði í samtali við RÚV að upp- sagnimar megi tengja fjárhags- vanda félagsins en hann vonaðist til að samningar næðust við Akur- eyrarbæ áður en uppsagnarfrestur starfsmannanna fimmtán rennur út. Smáslatti eftir af loðnu Tólf loðnuskip eru búin með loðnukvótann sinn og mörg eiga lítið eftir. Nú á eftir að veiða rúm 100 þúsund tonn af útgefnum loðnukvóta en þess er nú beðið að loðnumælingum um borð í rann- sóknarskipinu Árna Friðrikssyni ljúki. RÚV greindi frá. Vaka sigraði aftur Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, vann aftur meirihlutann í stúdentaráði Háskóla íslands í kosningum sem lauk í gær. Vaka hlaut 1.883 atkvæði og fimm full- trúa. Röskva hlaut 3 fulltrúa, með 1.312 atkvæði, og Háskólalistinn fékk 397 atkvæði og einn fulltrúa. Þá hlutu Vaka og Röskva þrjá full- trúa hvort á háskólafund. -aþ Göngudeild BUGL flytji að Vífilsstöðum „Það eru alveg ljóst að við verðum að kljúfa upp göngudeild og legudeild ef hægt á að vera að bjarga málum fyrir horn. Það eru bæði kostir og gallar við það að hafa legudeildir og göngudeildir á mismunandi stöðum." Þetta segir Ólafur Ó. Guð- mundsson, yfirlæknir Barna- og unglingageðdeildar Landspitala - háskólasjúkrahúss um þá hug- mynd nefndar sem vinnur að lausn vanda deildarinnar að flytja göngudeildina að Vífilsstöð- um. Ólafur sagði að það væri einn þeirra möguleika sem nefndin heföi nú tO skoðunar. „Það tíðkast víða erlendis að hafa göngudeildirnar sér,“ sagði Ólafur. „Það gefur aðeins meiri afmörkun en hins vegar þarf starfsfólk að fara meira á milli, sem getur veriö óhentugt.“ Ólafur sagði enn fremur að all- ar ábendingar um laust húsnæði, sem gæti hentað til umræddrar starfsemi, væru vel þegnar. Það væri mikið af lausu húsnæði í borginni en vitaskuld yrði það sem fyrir valinu yrði að henta til vistunar göngudeildar. -JSS Fiskaflinn í fyrra: Heildarverðmæti 71,5 milljarðar Heildaraflaverðmæti íslenskra skipa af öllum miðum var 71,5 milljarðar króna samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir fyrstu ellefu mánuði ársins 2002, að því er fram kemur í frétt frá Hag- stofu íslands. Þar af var verð- mæti afla af íslandsmiðum 69,2 milljarðar króna en 2,3 milljarð- ar af fjarlægum miðum. Heildarafli af öllum fiskveiði- svæðum var 2.025 þúsund tonn, þar af 1.958 þúsund tonn af ís- landsmiðum og 67 þúsund tonn af fjarlægum miðum. Um þriðjungur alls botnfisk- afla var frystur í vinnslustöðv- um innanlands (landfrystur) en tæp 32% voru fryst um borð (sjófrysting). Um 22% botnfisk- aflans voru söltuð og 11% voru send fersk til útlanda. íslensk fiskiskip lönduðu alls 36 þúsund tonnum erlendis og var verð- mæti þess afla ríflega einn millj- arður króna. -ÓTG mm Rangt var farið meö nafn Sivj- ar Friðleifsdóttur umhverfisráð- herra á forsíðu DV-Magasíns í gær, fimmtudag. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. I helgarblaö Höfundur Nóa albinóa í Helgarblaði DV er rætt við Dag Kára Pét- ursson kvikmynda- gerðarmann en kvik- mynd hans, Nói al- binói, var frumsýnd í Háskólabíói á mið- vikudag. Rætt er við Dag Kára um ferilinn, fæðingu Nóa, kvikmyndagerð og bjórauglýsingar. Rætt er við Hrafn Jökulsson sem hefur endurreist íslenska skákmenn- ingu með miklum glæsibrag. Fjallað er um þjóðhöfðingja sem hefur verið sýnt banatilræði, farið á sýningu á mynd- list í íslenskum handritum og rætt við Svein Einarsson sem hlaut Menning- arverðlaun DV fyrir skömmu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.