Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2003, Blaðsíða 32
i
-s
www.gulalinan.is
LEX
boutique
t æ
•••' • --u
Stormoti Hroksins i skak lauk a Kjarvalsstöðum í
gærkvöldi. Það fór svo að hinn sterki stórmeistari
Alexei Shirov sigraði örugglega og tefldi hverja
snilldarskákina á fætur annarri. I hófi sem Skákfé-
lagið Hrókurinn hélt í gærkvöldi skákmönnunum til
heiðurs voru verðlaun afhent. Á myndinni sést
borgarstjórinn í Reykjavík, Þórólfur Árnason, klappa
fyrir Shirov eftir að vera búinn að afhenda honum
verðlaunin. Með þeim á myndinni er hinn barátt-
uglaði forseti Hróksins, Hrafn Jökulsson, en í helgar-
blaði DV á morgun verður ítarlegt viðtal við hann.
SKAK BLS. 4
/---------------\
, 'Bónstöðín
IS-TEFLON
Bryngljái - lakkvörn
Hyrjarhöfói 7 • Sími 567 8730
Maöur þungt haldinn eftir aö bíll fór ofan í gil hjá Rauöasandi:
La alvarlega slasaður
í gilinu í tvo klukkutíma
„Þegar við komum á staðinn var
læknir kominn til mannsins sem var
með meðvitund en greinilega alvar-
lega slasaður og af honum dregið. Þá
var hann einnig orðinn kaldur eftir
að hafa legið þarna í um tvær
klukkustundir. Viö reyndum að
halda manninum með meðvitund
með því að tala við hann og komum
honum síðan á börur. Aðstæður voru
afar erfiðar en þama er snarbratt,
mikið um skriður og grjót svo ferðin
upp var mjög erflð. Okkur tókst hins
vegar að komast upp á veginn þar
sem sjúkrabíll beið. Þaðan var ekið
niður á Rauðasand þar sem þyrla
Landhelgisgæslunnar lenti um hálf-
tíma síðar," sagði Ólafur Halldórs-
son, formaður björgunarsveitarinnar
Blakks á Patreksflrði, við DV í morg-
un.
Maður um þrítugt slasaðist alvar-
lega þegar bill sem hann ók hafnaði
út af veginum um Bjamgötudal, á
leiðinni frá Rauðasandi í átt tU Pat-
reksfjarðar. Maðurinn hafði lagt af
stað frá Rauðasandi um áttaleytið.
Þegar hann hafði ekki sldlað sér inn
á Patreksflörð um tíuleytið var haft
samband við lögregluna. Lögreglu-
menn fundu manninn síðan um hálf-
eUefuleytið en þeir sáu glitta í ljós
niðri í gUinu.
Svo virðist sem maðurinn hafi
verið staddur i svokaUaðri olíu-
beygju á leið upp frá Rauðasandi en
þar vUja myndast sveUbunkar. Lítur
út fyrir að bUlinn hafi stöövast þar
og byrjað að renna aftur á bak og
siðan ofan i gUið. Þetta er nánast
þverhnípt með skriðum og grjóti og
aUar aðstæður hinar erfiðustu. BUl-
inn hefur farið margar veltur og fátt
sem minnir á bU þar sem flakið ligg-
ur niðri í gUinu. Maðurinn virðist
hafa náð að kasta sér út úr bílnum á
leiðinni niður en hann famist nokk-
uð ofar en bíUinn.
Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti
við Borgarspítalann um tvöleytið í
nótt. Samkvæmt upplýsingum vakt-
hafandi læknis á slysadeUd í morg-
un er maðurinn mikið slasaður og
ástand hans alvarlegt. -lilh/kip
flottar
konur
1 1 •sími 551 3930
I
„Nú er tvennt í stöðunni:
Sérframboð undir öðrum
merkjum eða að hætta,“
segir Kristján Pálsson al-
þingismaður, en miðstjóm
Sjálfstæðisflokksins synj-
aði í gær beiðni hans um
heimUd fyrir aukaframboði
undir merkjum flokksins.
Kristján segist flnna fyr-
ir miklum stuðningi við
sérframboð, einkum á Suðurnesj-
um. „Ef sú innistæða er á bak við
það sem maður heldur þá hefur
slíkt framboð mikla möguleika.
Það má benda á að hér í Stapanum
fyrir nokkrum vikum var haldinn
þrjú hundruð manna fundur mér
tU stuðnings. Síðan var gerð hér
skoðanakönnun um stöðu manna
tU forystu fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn og þar fékk ég rétt tæp 70% at-
kvæða,“ segir Kristján.
„Þetta mál verður að fara
að skýrast og ég lít svo á
að á allra næstu dögum
verðum við að vera tUbú-
in með niðurstöðu."
Kristján segir að þrátt
fyrir stuðning og velvUja
fólks geri ýmislegt annað
ákvörðunina erfiða. „Ég
ætla ekkert að tíunda
það,“ segir Kristján, „en ég hef
auðvitað verið þingmaður fyrir
Sjálfstæðisflokkinn í átta ár og það
eru tengsl sem ég hef vUjað varð-
veita. En ég bauð svo sem ekki upp
í þennan dans. Og framkoman í
minn garð var slík að þaö er erfitt
að una við það, þótt ég hafi ekkert
nema gott að segja um formann
flokksins, Davíð Oddsson."
-ÓTG
Kn^tján Pálsson fær ekki aö nota DD:
Akvörðun um
sérfnamboð á
næstu dögum
FRETTASKOTIÐ
SÍMIIMN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá T síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist e ö a e r notaö T DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
T hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
FOSTUDAGUR 28. FEBRUAR 2003
rci
*0
LT3
Sltirov sigraði