Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2003, Page 6
6
MÁNUDAGUR 17. MARS 2003
Fréttir I>V
íslenskir alþingismenn um íraksdeiluna:
Stefnip því miður
„Já, því miður sýnist manni
fleira en færra benda til þess að
það stefni í hernaðaraðgerðir,"
segir Einar K. Guðfmnsson, einn
af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í
utanríkismálanefnd Alþingis.
„Það er auðvitað búið að leita póli-
tískra leiða langtímum saman og
árangurinn hefur því miður ekki
orðið eins og menn hefðu kosið.
Það er ljóst að það verður að fylgja
alvara hótun þeirri sem menn
hafa verið með í garð Saddams
Husseins og auðvitað lá fyrir að ef
hann brygðist ekki við gæti kom-
ið til átaka.“
Einar vill ekki svara því nú
hvort íslensk stjórnvöld ættu að
styðja aðgerðir óháð afstöðu Sam-
einuðu þjóðanna. „íslensk stjórn-
völd verða auðvitað að taka sína
ákvörðun þegar þar að kemur,“
segir Einar. „En það hefur komið
fram af hálfu íslenskra stjórn-
valda að það verður að vera full
alvara á bak við það þegar refsi-
vendinum er haldið yfir Saddam
Hussein.
Hann hefur brotið samþykktir
SÞ og logið endalaust varðandi
þessi vopn í írak. í 12 ár hefur
hann reynt að komast fram hjá
ákvörðunum alþjóðasamfélagsins
og kúgað þjóð sína í ofanálag
Einar K. Margrét
Guöfinnsson. Frímannsdóttir.
þannig að það er ekki við góðu að
búast af þessum manni.“
Mikil andstaða
„Ég tel svo vera miðað við hans
máiflutning undanfarið, því mið-
ur,“ segir Margrét
Frímannsdóttir, varaformaður
Samfylkingarinnar. „Það er mikil
andstaða á íslandi gegn stríði,
mikill meirihluti þjóðarinnar er
andstæður átökum og óttast afleið-
ingarnar. Fólk er ekki endilega að
horfa til afleiðinga hér heldur til
þess sem getur gerst annars stað-
ar í heiminum, ekki síður úti í
heimi, samkenndin er þannig.“
Vonum það besta
„Það tel ég alls ekki vera útilok-
að miðað við það hvemig mál hafa
þróast og hvernig málflutningur
Bush og Blair hefur verið. Þeir
Ögmundur
Jónasson.
hafa alltaf haldið því opnu að fara
þarna inn, með eða án stuðnings
Sameinuðu þjóðanna,“ segir Siv
Friðleifsdóttir, ritari
Framsóknarflokksins.
„íslenska þjóðin vonar það í
lengstu lög að ekki þurfi til þess-
arar ákvörðunar og átaka að
koma. Það er ómögulegt að átta
sig á því hvaða áhrif stríð kann að
hafa fyrir íslendinga. Áhrifin
verða eðlilega meiri ef þetta verð-
ur langvinnt, og svo er þetta líka
spurning um áhrifin á stöðugleik-
ann í þessum heimshluta. Stutt
stríð hefur ekki mikil áhrif út fyr-
ir þetta svæði.“
Staðráðnir í árás
„Ég held að það sé augljóst að
Bandaríkjamenn séu staðráðnir í
að ráðast á íraka,“ segir Ögmund-
ur Jónasson, þingflokksformaður
Gabbró til bjargar hringveginum
„Framkvæmdir við styrkingu
bakka Jökulsár á Breiðamerkur-
sandi ganga samkvæmt áætlun,"
segir Reynir Gunnarsson hjá
Vegagerðinni. „Grjót, hreint
gabbró nýkomið undan jökli,“ seg-
ir Reynir, „er tekið upp við
Breiðamerkurjökul og flutt á 40
tonna trukkum niður að þjóðvegi
þar sem það er losað af bílunum
og síðan selflutt á minni bílum að
ánni.
Hafa veröur þennan hátt á þar
sem vegirnir þola ekki álagið sem
stóru grjótflutningatrukkarnir
mundu valda.
Vinnan við Jökulsá á Breiða-
merkursandi miðar að þvi að
bjarga hringveginum og línum
sem fylgja honum. Þarna er mikið
í húfí og menn vonast til að
gabbróið, sem hefur verið hulið ís
öldum og árþúsundum saman,
komi að gagni. -JI
Aðalfundur2003
AðalfundurTryggingamiðstöðvarinnar verður haldinn miðvikudaginn
19. mars 2003 í Sunnusal, Radisson SAS Saga Hótel, Reykjavík og hefst kl. 16:00.
DAGSKRÁ
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins.
2. Tillaga um heimild til kaupa á eigin hlutabréfum.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Reikningar félagsins og tillögur liggja frammi á aðalskrifstofu hluthöfum til sýnis
en verða slðan afhent ásamt fundargögnum til hluthafa á fundarstað.
(g) TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN
Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs. „Nú eru Bandaríkja-
menn að stilla Sameinuðu þjóðun-
um upp við vegg: annars vegar
vilja þeir beygja alþjóðasamfélag-
ið undir sig og gera það samá-
byrgt en einnig hitt, að þeir vilja
að SÞ verði gerðar ábyrgar fyrir
eftirleiknum og taki til eftir
sprengjuregnið. Þetta er óhugnan-
legt. Það er hins vegar ánægjulegt
að almenningur í heiminum virð-
ist vera að rísa upp gegn stríðsæs-
ingum Bandaríkjamanna." Ög-
mundur segir að ef fram heldur
sem horfir sé bersýnilegt að neit-
unarvaldi verði beitt í Öryggisráði
SÞ en hann óttast að það geti ekki
orðið til að koma í veg fyrir árás
Bandaríkjamanna.
íslensk stjórnvöld eiga ekki að
styðja hernaðaraðgerðir gegn írak
jafnvel þótt þær yrðu samþykktar
í Öryggisráðinu að mati Ögmund-
ar: „Ég styð SÞ og tel að þær eigi
að vera sá vettvangur þar sem við
leysum deilumál sem upp koma í
heiminum. En þær verða að starfa
lýðræðislega og það er greinilegt
að það er verið að beita þvingun-
um gagnvart þeim sem eiga sæti í
Öryggisráðinu. Þetta eru ekki lýð-
ræðisleg vinnubrögð,“ segir Ög-
mundur. -ÓTG/GG
Flökt á gengi
dollars síð-
ustu sex árin
Miðgengi Bandaríkjadollars var
í morgun nær óbreytt frá því á
sama tíma fyrir mánuði. Hann er
þó skráður um 22 krónum lægri
en á sama tíma fyrir ári. Á sex
ára tímabili hefur verið töluvert
flökt á gengi Bandaríkjadollars ef
miðað er við mars og fór það
lægst árið 1999.
Fyrir opnun markaða í morgun
17. mars 2003 var miðgengi doll-
ars skráð hjá Seðlabanka íslands
á 78,11 krónur. Á sama tíma árið
2002 var miðgengi dollars skráð á
100,25 krónur. Þann 19. mars 2001
var verðið á dollar 87,92 krónur
og 73,6 krónur þann 17. mars árið
2000. Lægst fór gengi dollars í
mars 1999, en þá var miðgengi
skráð þann 17. mars á 71,77 krón-
ur. Á sama tíma árið 1998 var
gengi dollars örlítið hærra, eða
72,48 krónur.
-HKr.
Háar kröfur vegna byggingar Hótel Búöa:
Verktakar krefjast
riftunar kaupsamnings
Kröfuhafar Byggingarfélags
Búða og Hótels Búða komu saman
til fundar á Akranesi á fímmtudag
og var fundarefnið stórfelldar van-
efndir félaganna beggja við fjölda
verktaka og efnissala. Alls mættu
23 kröfuhafar á fundinn og eru
kröfur þeirra á hendur félögunum
42,7 milljónir króna. Þormóður
Jónsson, stjórnarformaður Hótels
Búða, sagði, eftir að fjórir verktak-
ar höfðu staðið fyrir mótmæla-
stöðu við heimili hans í Garðabæ
á þriðjudaginn var, að ekkert væri
hæft í ásökunum þeirra um und-
anskot eigna. Byggingarfélag
Búða hefði frá upphafi staðið að
byggingaframkvæmdum sam-
kvæmt samningi við eignarhalds-
félagið Hótel Búðir þar sem að
kæmu fleiri hluthafar. Þetta fyrir-
komulag hefði verið haft á frá
upphafi framkvæmda á Búðum.
„Þetta eru smáaurar sem við
skuldum þessum mönnum. Stað-
reyndin er sú að skuld hótelsins
við verktakana nemur rúmri
milljón króna en ekki 53 milljón-
um. Lokaáfangi endurfjármögnun-
ar hótelsins stendur nú yfir,“
sagði Þormóður Jónsson.
I yfirlýsingu sem verktakarnir
sendu frá sér eftir fúndinn segir
m.a. að gífurleg vanskil hafi safn-
ast upp vegna hótelbyggingarinn-
ar allt frá byrjun framkvæmda.
Vanskil séu yfir 40 milljónir
króna sem þegar hafi haft alvar-
legar afleiðingar fyrir fyrirtæki og
einstaklinga í fámennu samfélagi
á Snæfellsnesi.
„Ljóst er aö kröfuhöfum er gert
að grípa í tómt hjá eignarlausu
Byggingarfélagi Búða sem seldi
fasteign sína Hótel Búðum. Gefið
var út afsal fyrir eigninni gegn
greiðslu með m.a. 53 milljón króna
skuldabréfi sem nú er „týnt“ og
með því færð eign á milli
kennitalna. Skráð hlutafé Hótels
Búða er 500 þúsund krónur."
Kaupverð samkvæmt kaupsamn-
ingi var 153 milljónir króna.“
Óskað var eftir gjaldþrotaskipt-
um hjá Byggingarfélagi Búða sl.
mánudag hjá sýslumanninum í
Stykkishólmi en embættið veitti
forsvarsmönnum Byggingarfélags
Búða mánaðar frest. Við aðfarar-
gerð verktakafyrirtækisins Gólf-
lagna gegn Byggingarfélaginu
Búðum 7. febrúar sl. sagði stjórn-
arformaður þess og núverandi
hótelstjóri, Viktor Sveinsson, sér-
staklega spurður um skuldabréf
að fjárhæð 53.514.880 krónur, sem
nefnt er í afsali fyrir nýbyggingu
Hótels Búða, að hann geti ekki
upplýst um tilvist þess!
Fundarmenn ákváðu að taka
höndum saman um málarekstur
til að fá rift kaupsamningi á milli
félaganna tveggja ef nauðsyn
krefði. -GG