Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2003, Side 8
8
MÁNUDAGUR 17. MARS 2003
DV
Fréttir
Álverssamningar viö Alcoa undirritaöir á Reyöarfiröi - og framkvæmdir farnar af staö:
Draumurinn afhjúpaður
spennulínur útheimta 3850 árs-
verk og búist er við að ársverkin
við íbúðabyggingar í Fjarðabyggð
og víðar á Austurlandi verði tæp-
lega 800.
Helmingsaukning
Vænst er þess að álverið verði
komið í gagnið 2007 og að fram-
leiðslugeta þess verði 322 þúsund
tonn á ári sem er meira en helm-
ingsaukning á landsframleiðslu
íslendinga á áli. Gert er ráð fyrir
að alls muni 455 störf verða til við
álverið, það er við sjálfa fram-
leiðsluna.
Afleidd störf á Austurlandi, svo
sem í tengdum iðnaði, þjónustu
og verslun, er gert ráð fyrir að
verði hartnær 300. Forystumenn
Fjarðabyggðar telja það þó vera
Ráðherrann fær sneið
Gestum og gangandi var boöiö upp á tertu sem bökuö var í tilefni af undirrit-
un samningsins. Valgeröur nælir sér í sneiö.
Risastór rjómaterta, fánar
blaktandi við hún, lögregluþjónar
í öryggisgæslu á gatnamótum.
Úandi æðarkollur syndandi í tign-
arlegri prósessíu. Full rúta af ráð-
herrum, milljónurum úr útland-
inu og þeirra nótum. Kauptúnið á
Reyðarfirði var með hátíðarblæ á
laugardag þegar þar voru undir-
ritaðir samningar milli íslenskra
stjómvalda og Alcoa um byggingu
álvers þar eystra. Athöfnin fór
fram í íþróttahúsinu á Reyðar-
firði sem var fullt út úr dyrum.
Talið er að um þúsund manns
hafi verið á staðnum - allir í
sparifötunum og bjartsýni skein
úr andlitum. Kirkjukórinn söng
ættjarðarlög. „Það er bjargföst trú
mín að nú hafi verið stigið heilfa-
spor,“ sagði Valgerður Sverris-
dóttir iðnaðarráðherra við þetta
tilefni.
Virkilega gaman
Á Austurlandi er að hefjast
landnámsöld. „Vissa gagnvart því
að framkvæmdir við álver séu aö
hefjast getur varla verið meiri. Ég
lít raunar svo á að undirbúningur
sé að baki og nú taki framkvæmd-
ir við af fullum krafti. Og þá fer
að verða virkilega gaman,“ sagði
Smári Geirsson, formaður bæjar-
ráðs Fjarðabyggðar, við DV-
menn. Hann eygir nú árangur af
margra áratuga baráttu fólks í
þessum fjórðungi fyrir því að fá
innspýtingu í atvinnulífið sem
stöðvaö geti flótta fólks suður.
Landnámsmenn eru raunar þeg-
ar komnir á fullan skrið. Inni á
reginfjöllum er verið að beisla
jötunafl Jöklu en væntanleg Kára-
hnjúkavirkjun mun sjá álverinu
við Reyðarfjörð fyrir rafmagni. Og
víða sér bjartsýnisandanum stað.
DVWYND GVA
Undir skiltinu
Eftir undirritun samninga hélt fólk út meö Reyöarfiröi, en á þeim slóöum þar
sem álveriö mun rísa hefur skilti meö helstu staöreyndum veriö komið upp.
Á myndinni eru, frá vinstri taliö, Friörik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar,
Geir H. Haarde fjármálaráöherra, James I. Gadsten, sendiherra Bandaríkj-
anna á íslandi, Vaigeröur Sverrisdóttir iönaöarráöherra, Alain Belda, forstjóri
Alcoa, Smári Geirsson, formaöur bæjarráös Fjaröabyggöar, Guömundur
Bjarnason bæjarstjóri og Jóhannes Geir Sigurgeirsson, formaöur stjórnar
Landsvirkjunar.
Fjölgar um þúsundir
í Fjaröabyggð hafa verið skipu-
lagðar 350 byggingalóðir og er það
í samræmi við þá miklu íbúafjölg-
un sem búist er við. Á Reyðarfirði
- sem er einn þriggja byggðar-
kjarna í Fjarðabyggð - hafa verið
skipulagðar 230 nýjar lóðir.
Fyrir helgi var samþykkt að út-
hluta íslenskum aðalverktökum
130 lóðum fyrir 185 íbúðir og
verða þær fyrstu fullgerðar eftir
tvö ár.
Til samanburðar má nefna að í
kauptúninu eru nú um 200 íbúðir
þannig að byggðin nálægt því tvö-
faldast með framkvæmdum ÍAV.
Þá eru fleiri verktakafyrirtæki
einnig að undirbúa framkvæmdir
við íbúðarhúsnæði eystra.
Reiknað er með að vegna ál-
versframkvæmda muni íbúum á
Austurlandi fjölga um allt að 2000
manns og að 65% þeirrar fjölgun-
ar verði í Fjarðabyggð, þar af um
helmingur á Reyðarfirði. „Vegna
margvíslegrar uppbyggingar þurf-
um við að fara út í miklar lántök-
ur. Munum við fyrir vikið fara
tímabundið yfir mörk varðandi
Al - og skái
Valgeröur Sverrisdóttir iönaöarráöherra og Alain Belda forstjóri skála fyrir
undirritun samninga. „Bjargföst trú mín aö nú hafi veriö stigiö heillaspor,"
segir ráöherrann.
skuldsetningu sveitarfélaga sem
eru í gildi en hins vegar eigum
við von á miklum tekjum í fram-
tíðinni," segir Guðmundur
Bjamason, bæjarstjóri í Fjarða-
byggð.
mjög varlega áætlað. Á blaða-
mannafundi þeirra sl. föstudag
sagðist Smári Geirsson trúa því
að á landsvísu gæti álverið skap-
að allt að 1100 ársstörf með marg-
feldisáhrifum sínum.
84 milljarðar
Fjarðaál reisir álverið og stend-
ur að því. Byggingarkostnaður er
áætlaður 84 milljarðar íslenskra
kóna og dreifist hann á fjögur ár.
Áætla má að 70% af því séu inn-
flutt fjárfesting en leiki menn sér
með tölur má setja dæmið þannig
upp að milljón dollurum á dag
verði næstu árin varið í verkefn-
ið.
Hámarki ná framkvæmdir árið
2006 og þá verða á þriðja þúsund
manns yfir árið við framkvæmd-
ir. Aðrir þættir verkefnisins
munu þarfnast starfsfólks sem
nemur um 5100 ársverkum fram
til ársins 2006. Kárahnjúkavirkj-
un og framkvæmdir við há-
Hraðinn ævintýralegur
Samningarnir sem undirritaðir
voru á Reyðarfirði eru alls fjórtán
talsins. Þeir lúta meðal annars að
hafnaraðstöðu, álverslóðinni og
rafmagnssölu. Þá var undirritað-
ur sérstakur fjárfestingarsamn-
ingur.
Með undirritun samninganna
má ætla að málið sé endanlega
komið á beina braut, það er með
því að tveir ráðherrar, bæjarstjór-
inn í Fjarðabyggð, stjórnarfor-
maður Landsvirkjunar - og
stjórnendur Alcoa - eins stærsta
fyrirtækis í heimi - setji nafn sitt
undir samninga sem eru líklega
um risavöxnustu fjárfestingu Is-
landssögunnar fyrr og síðar.
9íið vinsœ.Cafermi'ngar6[aðfij
(DV fimmtudaginn 20. mars.
Þetta blað hefur þótt
nauðsynlegt upplýsinga- og
innkaupablaó fyrir alla þó
sem eru að undirbúa
fermingu og eru í leit að
fermingargjöfum.
Auglýsendum er bent ó að hafa
samband við auglýsingadeild DV,
í síma 5S0-S000,
netfang: auglysingar@dv.is,
fyrir 17. mars svo unnt reynist
að veita öllum sem besta þjónustu.