Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2003, Qupperneq 12
12
Útlönd
MÁNUDAGUR 11. MARS 2003
DV
REUTERSMYND
Brosandi sgurvegari
Anneli Jaatteenmaki, leiötogi Miö-
flokksins, veröur líklega næsti for-
sætisráöherra Finnlands.
Kona á leið í forsætis-
ráðhernastólinn
Stjórnarandstæðingar í Mið-
flokknum sigruðu naumlega í
þingkosningunum í Finnlandi í
gær. Þar með er næsta ljóst að
kona verður í fyrsta sinn for-
sætisráðherra landsins.
„Ég held að finnska þjóðin hafi
viljað breyta til. Ég er mjög
glöö,“ sagði Anneli Jaatteenmaki,
leiðtogi Miðflokksins, skælbros-
andi, umkringd stuðningsmönn-
um sínum í aðalstöðvum flokks-
ins í Helsinki.
Miðflokkurinn, sem er gamall
bændaflokkur, fékk 24,7 prósent
atkvæða og 50 menn kjöma, sjö
fleiri en síðast. Jafnaðarmanna-
flokkur Paavos Lipponens, fráfar-
andi forsætisráðherra, fékk 24,5
prósent atkvæða.
Jaatteenmaki bíður nú það
verk að mynda nýja stjórn. Hún
sagðist í gær vera reiðubúin í
samstarf við jafnaðarmenn.
Rífbjerg í vandræðum
vegna hnmmasögu
Danski rithöfundurinn Klaus
Rifbjerg hefur valdið nokkru
fjaðrafoki í Noregi með skáldsögu
sinni „Nansen og Johansen" sem
kom þar út nýlega. Bókin fjallar
um landkönnuðina Friðþjóf Nan-
sen og Hjalmar Johansen, sem á
leið sinni á norðurpólinn árið
1895 láta vel hvor að öðrum ofan
í svefnpoka. Skáldsagan hefur
fengið svo kuldalegar viðtökur í
Noregi að Rifbjerg sagði í viðtali
við danska blaðið Berlingske
Tidende að hommaóttinn þar
væri meiri en annars staðar.
Norsku blöðin hafa bent á fjölda
staðreyndavillna.
REUTERSMYND
Jóhannes Páll páfi
„Aldrei aftur stríö, “ sagöi páfi í gær.
Páfi hvetur leiðtoga
íraks til samvinnu
Jóhannes Páll páfi sagði í gær
að það væri skylda leiðtoga íraks
að vinna með þjóðum heims að
því að afstýra stríði. Páfi sagði
deilendum beggja vegna borðsins
að enn væri tími til að semja.
Páfi vék út frá rituðum texta
ræðu sinnar og sagði að vegna
þess að hann heföi upplifað
heimsstyrjöldina síðari teldi
hann það skyldu sína að segja við
umheiminn: „Aldrei aftur strið.“
Friðarákall páfa ber upp á
sama tíma og leiðtogar Banda-
ríkjanna og Bretlands virðast
vera að leggja lokahönd á undir-
búning að stríði gegn írak.
Sex Palestmumenn féllu í að-
gerðum ísraela á Gaza í morgun
- bandaríkur friösarsinni lést eftir aö hafa orðið undir ísraelskri jaröýtu
Friöarslnnar mótmæla
Friöarsinnar úr ISM-samtökunum mótmæla aögerðum
ísraela á Gazasvæöinu um helgina.
Að minnsta kosti sex Palest-
ínumenn létu lífið og allt að
fimmtán lágu slasaðir eftir
innrás ísraelskra hersveita í
Nusseirat-flóttamannabúðim-
ar á Mið-Gazasvæðinu í bítið í
morgun.
Að sögn sjónarvotta réðust
ísraelar inn i búðirnar á um
tuttugu skrið- og bryndrekum
studdir árásarþyrlum og hófu
skothríð í allar áttir eftir að
hafa mátt þola harða mót-
spymu palestínskra byssu-
manna.
Meðal hinna látnu voru
tveggja ára gamalt stúlkubarn
og þrettán ára gamall drengur
en auk þess grunaður hryðju-
verkamaður af aftökulista ísra-
elsmanna. Innrásinni mun að-
allega hafa verið beint að húsi
í eigu fjölskyldu umrædds
hryðjuverkamanns, sem var grunaður
um að vera liðsmaður al-Áqsa-her-
deildarinnar en hún tengist Fatah-
hreyfmgu Yassers Arafats og var
húsið sprengt í loft upp.
Árásin í morgun er í beinu fram-
haldi af nær daglegum aðgerðum fsra-
elsmanna, sem beint hefur verið gegn
meintum palestínskum hryðjuverka-
mönnum á Gazasvæðinu síðustu daga
en í gærmorgun var gerð innrás í
Rafah-flóttamannabúðirnar með þeim
afleiðingum að bandarísk 23 ára
stúlka, Rachel Corrie, lét lifið eftir að
hafa orðið undir ísraelskri jarðýtu.
Að sögn sjónarvotta var
Corrie, sem starfaði með hópi
ungra friðarsinna úr ISM-sam-
tökunum, að reyna að hindra
það að ísraelum tækist að
eyðilegga íbúðabyggingu í
búðum við landamæri
Egyptalands þegar hún varð
undir jarðýtunni en sjö félagar
hennar, þrír frá
Bandaríkjunum og fjórir frá
Bretlandi, mótmæltu einnig
aðgerðum ísraela i búðunum.
Talsmaður ísraelshers
ásakaði friðarsinnana um
óábyrgar aðgerðir með því
stilla sér vísvitandi upp á
miðju átakasvæði en
alþjóðlegar friðarhreyfingar
hafa í auknum mæli sent sitt
fólk inn á átakasvæðin á
Versturbakkanum og Gaza til
þess að mótmæla og hindra aðgerðir
fsraela.
ísraelsk stjórnvöld lýstu um helg-
ina yfir ferðabanni á palestínsku
heimastjórnarsvæðunum vegna ótta
við hryðjuverk í sambandi við Purim-
trúarhátíð gyðinga sem hefst í dag og
stendur fram á miðvikudag.
REUTERSMYND
Geispað á góöum degi í dýragaröinum
Fátt er betra en aö geispa í upphafi hlýs dags I dýragaröinum. Þaö finnst aö minnsta kosti þessum myndarlega baví-
ana sem býr í dýragaröi í indversku höfuöborginni Nýju-Delhi. Kaldur vetur er nú aö baki þessum slóöum.
Mannskæö lungnabólga veldur áhyggjum:
Heilbrigðisyfirvöld um
allan heim vara við sjúkdóminum
Heilbrigðisyfirvöld um heim all-
an eru í viðbragðsstöðu vegna
banvæns afbrigðis lungnabólgu
sem breiðist hratt út og hefur þeg-
ar orðið níu manns að aldurtila.
Rúmlega eitt hundrað manns hafa
smitast. Alþjóðaheilbrigðisstofn-
unin (WHO) hefur sent frá sér við-
vörun vegna sjúkdómsins.
Útbreiðsla sjúkdómsins hefur
skotið ferðamönnum skelk í
bringu. Á flugvellinum í Hong
Kong í morgun voru margir far-
þegar sem komu frá Taívan,
Singapore og ýmsum öðrum lönd-
um með grímur fyrir vitunum.
Talsmaður WHO í Genf sagði að
fréttir hefðu borist um að tveir úr
REUTERSMYND
Hjúkrunarfólk ráöþrota
Ekki er vitaö hvaö veldur banvænum
sjúkdómi, sem er eins konar lungna-
bólga, sem hefur skotiö sér niöur í
Asíu og víöar.
sömu fjölskyldunni hefðu látist af
völdum sjúkdómsins í Kanada.
Sjúkdómurinn, sem lýsir sér eins
og lungnabólga, kom fyrst upp í
Kína í febrúar. Ekki er vitað hvað
orsakar hann.
„Nú er hætta á þessum sjúk-
dómi í öllum heiminum," sagði
Gro Harlem Brundtland, fram-
kvæmdastjóri WHO, í yfirlýsingu
sem hún sendi frá sér.
Sjúkdómurinn byrjar eins og
flensa, með hósta og háum hita, en
getur fljótlega breyst í lungna-
bólgu.
Tugir manna í Hong Kong og
Víetnam eru smitaöir og meðal
þeirra er fjöldi hjúkrimarfólks.
Stuttar fréttir
Howard skammar Chirac
John Howard,
forsætisráðherra
Ástralíu og ein-
dreginn stuðnings-
maður Bandaríkj-
anna í íraksdeil-
unni, veittist í
morgun að
Jacques Chirac
Frakklandsforseta fyrir andstöðu
hans við fyrirhugað stríð gegn
írak. Hann sakaöi Frakka um
hræsni þegar þeir hótuðu að
beita neitunarvaldi hjá SÞ.
Danir gefa eftir
Margir Danir eru reiðubúnir
að falla frá heilögustu kúnni í
umræðunum um ESB, nefnilega
þeirri reglu sem meinar þegnum
annarra ESB-landa að eignast
sumarhús í Danmörku.
Búist við ákæru í dag
Búist er við að sjálfskipaði
götuprédikarinn Brian David
Mitchell verði ákærður í dag fyr-
ir ránið á hinni 15 ára gömlu
Elizabeth Smart í Salt Lake City í
fyrrasumar.
Amerískir arabar á móti stríði
Yfirgnæfandi meirihluti um
það bil 300 þúsund bandarískra
araba og múslíma sem búa í
Detroit og nágrenni er andvígur
stríði gegn írak.
Chirac aldrei verið vinsælli
Jacques Chirac
Frakklandsforseti
er svo vinsæll
meðal þjóðar sinn-
ar vegna andstöð-
unnar við stríðs-
áform Bandaríkja-
manna og Breta í
írak að hann hef-
ur slegið öil met. Forseti í Frakk-
landi hefur ekki notið jafnmikilla
vinsælda í þrjátíu ár.
Uppreisnarmenn taka völdin
Uppreisnarmenn í Mið-Afríku-
lýðveldinu hafa tekið öll völd í
höfuðborginni Bangui. Forsetinn
er í Kamerún og kemst ekki heim
vegna uppreisnarinnar.
Þjóðin styður Bush í stríði
Meirihluti
bandarísku þjóð-
arinnar, eða 64
prósent, styður
fyrirhugaðar
stríðsaðgerðir Ge-
orges W. Bush for-
seta gegn írak og
Saddam Hussein,
að því er fram kemur í nýrri
skoðanakönnun CNN-sjónvarps-
stöðvarinnar. Skiptir þá ekki
máli hvort stuðningur SÞ liggur
fyrir eður ei.
Rætt um vatnsbúskap heimsins
Tíu þúsund fulltrúar frá um
150 löndum eru nú saman komnir
í Kyoto í Japan til að ræða
ástand og horfur í vatnsbúskap
heimsins. Ljóst er að skjótra að-
gerða er þörf til að tryggja að-
gang að hreinu vatni.
Nýp forsætisráðherra Kína
Wen Jiabao hefur verið skipað-
ur nýr forsætisráðherra Kína og
tekur hann við af Zhu Rongji. Þá
hefur Hu Jintao verið kjörinn
forseti Kína. Mennimir voru
kosnir í embætti á þinginu.