Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2003, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2003, Page 13
13 MÁNUDAGUR 17. MARS 2003 PV_____________________________ Útlönd oituim grapíium ^ Smiðjuvegur 8 - Kóp S Slmi: 577 6400 > George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að í dag, mánudag, rynni „stund sannleikans" upp en lengri tíma fengi Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ekki til þess að finna frið- samlega lausn á íraks-málinu með nýrri ályktun. Lokaður fundur hefur verið boðaður í ráðinu klukkan þrjú í dag þar sem örlög íraks munu væntanlega ráðast. Þetta kom fram í ræðu sem Bush hélt eftir fund með nánustu banda- mönnum sínum, þeim Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Jose Maria Aznar, forsætisráðherra Spán- ar, á Asoreyjum í gær. Sagði Bush það niðurstöðu fundarins að Örygg- isráðið fengi aðeins frest fram til kvöldsins til þess að samþykkja nýja ályktun sem fyrirskipaði Saddam Hussein íraksforseta skilyrðislausa afvopnun án tafar til þess að koma í veg fyrir hugsanlegar hernaðarað- gerðir leiddar af Bandaríkjamönn- um. Miðað við stöðuna er ólíklegt að samkomulag náist um óbreytta sam- eiginlega tillögu þríeykisins, Banda- ríkjamanna, Breta og Spánverja, sem kynnt var í ráðinu í síðustu viku og því af mörgum talið líklegt að Bush muni lýsa yfir stríði eða jafnvel til- kynna að það sé þegar hafið í þjóðar- ávarpi í nótt. Aðrir halda því fram að Bush muni gefa Saddam nokkurra klukku- stund frest til þess að yfirgefa Irak en að öörum kosti taka afleiðingun- um. Þríeykið Blair, Bush og Aznar á Asoreyjum. Hans Blix, yfirmaður vopnaeftir- litsins í írak, sem undanfarna daga hefur unnið að lokatímaáætlun vopnaeftirlitsins í írak, sagði í sjón- varpsviðtali í gær að staðan væri mjög ógnandi. „Hver svo sem niður- staðan verður munum við halda áfram störfum okkar í írak en svo gæti þó farið að vopnaeftirlitinu yrði fyrirskipað að yfirgefa landið," sagði Blix. Á sama tima hafa Bandaríkja- menn og Bretar fyrirskipað öllum ónauðsynlegum sendifulltrúum sín- um og fjölskyldum þeirra að yfírgefa Kúveit, ísrael og Sýrland og þykir það renna stoðum undir að stríð sé yfirvofandi fyrr en seinna. Brottflutningur eftirlitssveita Sameinuðu þjóðanna frá landamær- um íraks og Kúveits þykir einnig renna frekari stoðum undir það að stríð sé í aðsigi og að ekki sé búist við því að friðsamleg lausn náist í Öryggisráðinu. Viðbrögð íraka við stríðshótunum Bush Bandaríkjaforseta voru að þeir væru tilbúnir að mæta hvers konar árásum en vöruðu einnig við því að stríðið yrði ekki aðeins háð innan íraks heldur um allan heim. „Alls staðar í heiminum, í lofti, á landi og á sjó, verður barist,“ sagði Saddam í viðtali í gær. Jacques Chirac Frakklandsforseti sagði í gær eftir að Bush hafði kynnt niðurstöður Asoreyjafundarins að Frakkar væru enn staðráðnir í því að beita neitunarvaldi gegn hvers konar álykun sem gerði ráð fyrir hernaðaraðgerðum. „Við eigum fyrst að láta reyna á samningaleiðina," sagði Chirac. Fyrir fund Öryggisráðsins í dag hefur þríeykið aðeins tryggan stuðn- ing Búlgara fyrir nýrri ályktun en þurfa stuðning níu af fimmtán fulltrúum til að ná meirihluta, svo framarlega sem engin fastaþjóðanna beitir neitunarvaldi. Bush notaði tækifærið í gær til þess að segja álit sitt á afstöðu Frakka og sagði að heima í Texas töluðu menn um að sýna spilin sín. „Það hafa Frakkar reyndar gert en í dag fáum við að sjá hvernig þeir spila úr þeim,“ sagði Bush. REUTERS-MYND Forsætisráðherra jarösettur Útför Zorans Djindjics, myrts forsæt- isráðherra Serbíu, var á iaugardag. Umbótastefnu haldiö áfram í Serbíu Flokkur Zorans Djindjics, for- sætisráðherra Serbíu, sem myrt- ur var í síðustu viku, hefur til- nefnt Zoran Zivkovic til að halda merki umbóta í stjórnkerfinu á lofti. Nýi forsætisráðherrann hét þegar í stað að halda áfram bar- áttunni gegn skipulögðum glæpa- samtökum sem sökuð hafa verið um morðið á Djindjic. Lögregla hefur handtekið hundruð manna í leitinni að morðingjanum. Snjókeðjur fýrir öll farariæki.... * Aðeins vara frá viðurkendustu framleiðendum Bush Bandaríkjafonseti segin stund sannleikans renna upp í dag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.