Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2003, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2003, Side 15
15 MÁNUDAGUR 17. MARS 2003 X>V____________________________________________________________________________________________Menning Kristín Eysteinsdóttir og Mink-leikhúsið frumsýna í haust nýtt verk, Vinur minn heimsendir: Tilraun með hugtakið „kitsch“ Þegar Leiklistarráð úthlut- aði styrkjum til atvinnuleik- hópa fyrr í þessum mánuði vakti eitt nýtt nafn sérstaka at- hygli. Mink-leikhúsið og Krist- ín Eysteinsdóttir fengu 3.860.000 krónur til að setja upp nýtt verk eftir Kristínu Ómarsdóttur, Vinur minn heimsendir. Af hverju skyldi nýtt leikhús vera kennt við minka? „Leikhúsið fékk þetta nafn sama daginn og ég samdi um- sóknina,“ segir Kristín Ey- steinsdóttir leikstjóri. „Leik- hópurinn varð að heita eitt- hvað og uppáhaldsleikkonan mín heitir Mink Stole - þekk- irðu hana? Hún leikur í flest- um myndum John Waters, B- myndum sem ég hef mikið dá- læti á. Svo fékk ég líka byssu- leyfi á árinu,“ bætir hún við eftir stutta umhugsun. „Alla vega varð þetta nafn fyrir val- inu! Leikhúsið er ekki enn nema þessi eina uppsetning en vonandi verður eitthvað meira úr því.“ Ástarsamband dvergs og konu Kristín var í dramatúrgíu- námi í Árósum og auk þess í Kantaraborg í Englandi í eitt ár. Náminu lauk hún vorið 2002 og tók verknámið hér heima, var aðstoðarleikstjóri í Jóni Oddi og Jóni Bjarna í Þjóðleikhúsinu og dramatúrg í Skáld leitar harms í Hafnar- fjarðarleikhúsinu og Beyglum með öllu. Um þessar mundir er hún sýningarstjóri Beygln- anna. „Lokasýning árgangsins míns úti var eins konar til- raun með hugtakið „kitsch“ sem mætti skilgreina sem naífa einlægni og leik með klisjur," segir Kristín, „og út frá þeirri sýningu fór ég að Sýningin á aö þróa með mér þá hugmynd að gera leiksýningu um dverg og sambúð hans með konu á fer- tugsaldri. Það var grunnhugmyndin. Síðan leitaði ég til Kristínar Ómarsdóttur af því mér finnst stíllinn á verkum hennar skemmtilegur og ég vissi að hún gæti gert ná- kvæmlega það sem ég var að leita að. Hún beitir absúrd stíl, mjög myndrænum og á einmitt til að leika sér með klisjur á þann hátt sem ég hef áhuga á. Hún var til í að prófa og byrjaði að skrifa og í haust sem leið var hún tilbúin með uppkast að leikriti. Út á það og vandaða umsókn fengum við þennan fína Kristín Eysteinsdóttir leikstjóri leiöa áhorfendur inn í heim sem á sér ekki hliöstæöu um og þar sem allt getur gerst. styrk, og nú er ég að leita að hentugu hús- næði fyrir sýninguna." Ingibjörg Magnadóttir gerir leikmynd fyrir Vin minn heimsendi og Kristín hugsar sér að í sýningunni komi saman myndlist, videólist og leiklist eins og leikhúsmenn vinna með í vaxandi mæli erlendis. Sýningin verður eins konar innsetning og þess vegna þarf hún opið og frjálst rými, ekki hefðbundið svið og sal. „Þetta á að vera aðgengileg sýning, það er alls ekki meiningin að fórna verkinu fyrir til- Styrkir til atvinnuleikhópa Kristín Eysteinsdóttir og Mirik-leikhúsið, 3.860 þús. kr. til uppsetningar á „Vinur minn heimsendir", nýju verki eftir Krist- ínu Ómarsdóttur. Vesturport, 3.800 þús. kr. til uppsetning- ar á einu af þeim verkefnum sem sótt var um. Leikhópurinn Eilífur, 3.500 þús. kr. til uppsetningar á „Eldað með Elvis“ eftir Lee Hall. Skemmtihúsið, 2.500 þús. kr. vegna upp- setningar á „Ég er amma mín“ eftir Brynju Benediktsdóttur og Súsönnu Svavarsdótt- ur. Dansleikhús með Ekka, 1.938 þús. kr. vegna „Hættulegra kynna“, rannsóknar- vinnu sem byggð er á skáldsögunni Les li- aisons dangereuses eftir Choderlos de Laclos. Svöluleikhúsið, 1.935 þús. kr. vegna upp- setningar á „Regnbogabörnunum", dans- verki eftir Auði Bjamadóttur við tónlist Áma Egilssonar við Ijóð eftir Doris Egils- son. Rauðu skórnir, 1.767 þús. kr. vegna upp- setningar á „Rauðu skónum", leikgerð Hallveigar Thorlacius og Helgu Amalds á samnefndu ævintýri H.C. Andersens. Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör, 11 milljónir kr. skv. samningi menntamálaráðuneytis, Hafnarfjarðarbæj- ar og leikhússins. Möguleikhúsið, 4 milljónir kr. skv. samn- ingi við menntamálaráðuneytið. I leiklistarráði sitja Magnús Ragnarsson, formaður, Kristbjörg Kjeld og Ragnheiður Tryggvadóttir. Þórdís Arnljótsdóttir tók sæti Kristbjargar við þessa úthlutun. Stjórn Starfslauna listamanna hefur að tillögu Leiklistarráðs veitt eftirtöldum leik- hópum starfslaun úr Listasjóði: Mink-leik- hús 12 mánuðir, Vesturport 10 mánuðir, Leikhópurinn Eilífur 10 mánuðir, Skemmtihúsið 8 mánuðir, Dansleikhús með ekka 12 mánuðir, Hafnaríjarðarleik- húsið 12 mánuðir, Möguleikhúsið 6 mánuð- ir, Kómedíuleikhúsið 6 mánuðir, Óperu- stúdíó Austurlands 12 mánuðir, Nútíma- danshátíð í Reykjavík 12 mánuðir. Einstaklingar sem starfa við sviðslistir: Auður Bjarnadóttir, 12 mánuðir, Messíana Tómasdóttir, 12 mánuðir, Felix Bergsson, 6 mánuðir og Þórunn María Jónsdóttir, 6 mánuðir. raunastarfsemi þannig að úr verði eitthvert listrænt rugl,“ segir Kristín. „Fyrst og fremst á hún að vera skemmtileg fyrir áhorfend- ur. Hún á að leiða þá inn í heim sem á sér ekki hlið- stæðu í raunveruleikanum og þar sem allt getur gerst. Þannig leikhús langar mig að gera.“ Kitsch og gróteska Vinur minn heimsendir er ekki hefðbundið verk sem segir ákveðna sögu með upp- hafí, miðju og endi. „Það er Beckett-legt að því leyti að það er kyrrstætt," segir Kristín, „við erum ekki að fara neitt. Tíminn stendur kyrr. Persónurnar eru stadd- ar einhvers staðar á endi- mörkum heimsins, flestar fulltrúar minnihlutahópa - þarna er kona með gervifót, geldingur, lesbía, dvergur og blindur klæðskiptingur - án þess að eitthvert drama sé gert úr þessum einkennum eða fótlun í sjálfu sér. Hið af- brigðilega er fyrst og fremst fallegt." - Verður þetta þá ekki fríksjó? „Nei, ég held að það verði mjög gaman að blanda sam- an þessu tvennu, annars veg- ar kitschi, þessari einlægu, yfirdrifnu fegurð, og hins vegar því gróteska, afmynd- uninni. Maður verður snort- inn sem áhorfandi og um leið er manni skemmt yfir fáránleikanum. Þetta er kannski óskiljanlegt? En það besta við að vinna við sviðs- list á íslandi, alla vega núna, er að það er virkilega hægt að gera eitthvað nýtt. Maðiu- getur látið drauma sína dv-mynd þok verða aö veruleika. Það er tekið eftir því sem maður í raunveruleikan- gerir. Á stærri markaði þarf að hafa óskaplega mikið fyr- ir því að hlustað sé á það sem maður hefur að segja.“ Þrjátíu eineggja tvíburar - Ertu þá ánægð með leikhúslífíð í Reykja- vík? „Já, það er margt gott að gerast í grasrót- inni - Vesturport er aö gera frábæra hluti, leikhópurinn á Nýja sviðinu, Beyglumar líka og fleiri. Hér er fullt af ungu fólki með ástríðu til að gera góða hluti. Þaö er einfalt að gagn- rýna stofnanaleikhúsin en þau þjóna stórum markhópi og hafa eðlilega allt aðrar áherslur en þessir litlu hópar. Ég held að leikhúsmark- aðurinn hér sé tiltölulega breiður, ekki síst miðað við hvað samfélagið er lítið. Það sem mér finnst vanta eru „performance-sýningar" eða gjörningaleikhús sem hafa verið áberandi erlendis undanfarin ár, þetta sambland af myndlist, dansi, leiklist og kvikmyndalist sem verður þegar vel tekst til sterk heildar- upplifun fyrir áhorfendur. Við erum svolítið bundin við textaleikhúsið þar sem við segjum áhorfendum sögu og allt er á sínum stað, leik- stjórinn segir leikurum fyrir verkum út frá handriti. Það eru margar aðrar spennandi vinnsluaðferðir til og þær eru að skila sér hingað líka.“ - En nú byrjaðir þú sjálf á því að panta handrit frá höfundi... „Já, ég vildi fara þá leið núna af því mig langaði svo til að fá Kristínu til að skrifa fyr- ir mig. En næst geri ég eitthvað annað. Til dæmis er ég spennt fyrir hlutum eins og sænski leikhópurinn Hotel Proforma hefur verið að gera. Þau hafa meðal annars leitt áhorfendur inn í rými þar sem þrjátíu ein- eggja tvíburar hreyfðu sig í takt. Við slíka sjón fer áhorfandinn á einhvern stað sem hann hefur aldrei komið á áður nema kannski í draumi. Upplifunin verður ólýsan- leg.“ - Þannig að við megum eiga von á ýmsu frá þér á næstu árum? „Já, vonandi. Við byrjum alla vega á þess- ari sýningu og sjáum hvað gerist.“ Kristín hyggst æfa verkið í sumar og frum- sýning verður í september. Unga ísland Nú er sá árstími þegar framhalds- skólarnir frumsýna hver af öðrum af- rakstur margra vikna þrotlausrar vinnu á leiksviðum borga og bæja, og maður verður alltaf jafnbit á hvað þessir krakkar geta og gera. Auðvitað fá þau dýrmæta leiðsögn og aðstoð frá menntuðu hæfileikafólki sem leggur nótt við dag svo að leiksýningin megi verða sem áhrifamest, en það eru þó fyrst og fremst nemendur sjálfir sem á reynir. MR - hin aldna Herranótt - færði Hundshjarta Búlgakovs til samtimans með sína líftækniáráttu, MH sýndi verk eftir Terry Pratchett, einhvern vinsælasta rithöfund Vesturlanda um þessar mundir, Versló var að sjálf- sögðu með glæsisjó utan um skemmti- legan íslenskan texta Jóns Gnarr, Kvennaskólinn er alveg í takt við tím- ann eins og Herranótt með Lýsiströtu Aristofanesar, MS var á slóðum Shakespeares með Hreina mey á leið- inni, MÍ með vel heppnaða útgáfu á Að eilífu eftir Áma Ibsen og FG með sígildu lummuna Rocky Horror - svona bara til að minna á fjölbreytn- ina. Fótógen Leikfélag Nemendafélags Fjölbrauta- skóla Suðurlands frumsýndi um helg- ina nýtt íslenskt verk, samið í spuna- vinnu af leikhópnum sjálfum og leik- stjóranum, Sigrúnu Sól Ólafsdóttur: Fuglinn minn heitir Fótógen (sjá mynd). Þar segir frá nokkrum einstak- lingum í ónefndu litlu plássi úti á landi. Líf þeirra tekur stakkaskiptum þegar gamall íbúi kemur í heimsókn eftir að hafa skapað sér nafn í stór- borginni Reykjavík. Við þessa heim- sókn riíjast upp gamlar ástir og þrár heimamanna eftir frægðinni auk þess sem leikkonan úr höfuðborginni kemst að ýmsu um sjálfa sig. Þetta er frumsamið verk enda hefur undirbúningur staðið í á fimmta mán- uð, og nú sýna þau árangurinn í Leik- húsinu við Sigtún. Auðvitað er gaman fyrir krakka að kljást við heimsbókmenntir en ekki er síður lærdómsríkt að skapa bók- menntir sjálf, og nemendur FSu skirr- ast ekki viö að taka á álitamálum í þjóðfélaginu, misnotkun, fíkn, sjálfs- morðum og fleiri málefnum sem brenna á ungu fólki. Aðgát skal liöfð Þeir sem hafa fengið að taka þátt í leiklistarstarfi í skóla halda því gjarn- an fram að þeir hafi lært meira í ótal fögum á æfingatímanum en á skólaár- inu samanlagt (og jafnvel skólaárun- um öllum). Til dæmis læra þátttak- endur heilmikið í bókmenntafræði, textagreiningu og textameðferð, en einkum læra þeir auðvitað lögmál samvinnunnar, víðsýni, tillitssemi og umburðarlyndi En ekki skyldi gleymast að það er vandi að velja verk til að setja upp með ungu fólki. Metnaðarmikill leik- stjóri verður að gæta þess að leggja ekki á þau að túlka tilfinningar sem eru langt handan þeirra reynslu- heims. Eitt af því sem leikari lærir í löngu og ströngu námi er að skilja á milli sín sem persónu og persónunnar sem hann leikur - ella væri til dæmis sálarskemmandi að leika morðingja eða illvirkja af ööru tagi. Óvanur nemandi hefur ekki tæknina til að halda þessari fjarlægð og það getur haft alvarleg áhrif á sálarlíf ungrar manneskju að setja sig í spor og lifa sig inn í hugarheim persónu sem er mjög langt frá henni sjálfri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.