Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2003, Page 27
NAMSKEIÐ
í MARS!
MÁNUDAGUR 17. MARS 2003
DV
Tilvera
ln the Shadows ★★
W
Leigumorðingi og
áhættuleikari
Það hefur lítið farið
I fyrir þeim ágæta leik-
ara, Matthew Modine
(Birdy, Fuil Metal
Jacket), undanfarin
ár. Liggur við að ætla
að hann hafi farið í
| felur eftir hina hræði-
legu útreið sem Cutt-
hroad Island fékk árið 1995 en þar
lék hann aðalhlutverkið á móti
Geenu Davis. Hér er Modine í miðl-
ungs sakamálamynd, In the Shadows.
Saga myndarinnar er góð og í
henni er hópur góðra leikara. Það
sem vantar er góður leikstjóri. Sá
sem er við stjórnvölinn heitir Ric
Roman Waugh og er fyrrum áhættu-
leikari. Það besta við mynd hans eru
einmitt áhættuatriðin sem við fáum
innsýn i hvemig eru framkvæmd.
Modine leikur leigumorðingjann,
Eric, sem fær það verkefni að drepa
leikstjóra áhættuatriða þar sem
mafíuforingi telur hann ábyrgan fyr-
ir dauða frænda síns. Þegar aftök-
unni er frestað fær Eric áhuga á
áhættuleik í gegnum dóttur þess sem
hann á að myrða en henni hafði
hann kynnst. Það kemur fljótt í ljós
að Eric hefúr hæfileika I starfið. Nú
vill hann hætta morðum og fara að
leika. Ekki gengur það upp, fortíðin
ber að dyrum og samningur er samn-
ingur.
Auk Matthews Modine leika i In
the Shadows, James Caan, Cuba
Gooding jr. og Joey Lauren Adams
og leysa þau öll hlutverk sín vel af
hendi. Það nægir þó ekki að bjarga
myndinni sem er heldur misjöfii að
gæðum. Einstaka atriði em spenn-
andi en ekki er hægt að segja það um
myndina í heild. -HK
Útgefandi: Myndform. Gefin út á myndbandi
og DVD. Leikstjóri: Ric Roman Waugh.
Bandaríkin, 2001. Lengd: 95 mín. Bönnuð
börnum innan 16 ára. Leikarar: Matthew
Modine, James Caan, Cuba Gooding jr. og
Joey Lauren Adams.
Nailed ★
Pabbasaga
Það er staðreynd að
I Hollywood framleiðir
kvikmyndir sem síð-
an em markaðssettar
fyrir ákveðna kyn-
stofna. Ef við tökum
American Pie-mynd-
l imar era þær fyrst og
fremst fyrir hvíta unglinga. Á móti
kemur að Friday-myndimar em
gerðar fyrir svarta unghnga. Nailed,
sem skartar stórleikanum Harvey
Keitel í einu aðalhlutverkanna, fór
beint á myndbandamarkaðinn vestan
hafs og er það auöskiljanlegt. Myndin
er þreytandi og einht úttekt á for-
eldrahlutverkinu. Það hefði kannski
verið hægt að bjarga henni ef hún
hefði eingöngu verið markaðssett fyr-
ir gyöinga þar sem í henni er gyð-
ingafjölskylda í hávegum höfð og lít-
ið gert úr öörum. Harvey Keitel leik-
ur höfúö fjölskyldunnar sem ekki
skilur af hveiju uppáhaldið, elsti son-
urinn, hefúr sest að í Hollywood og
ætlar aö gerast handritshöfundur.
Þegar sonurinn hittir fyrir unga
stúlku og bamar hana reynir fjöl-
skyldan öll tiltæk ráð til að stía þeim
í sundur. Stúlkan, sem hefúr átt erf-
iða ævi og er hlédræg, er ekki nógu
góð fyrir fjölskylduna. Sonurinn finn-
ur fyrir ábyrgðinni og byijar að búa
meö stúlkunni án þess þó að endur-
gjalda ást hennar. Svo megið þið
giska á hvor aðilinn heldur baminu í
lokin... Hvað Harvey Keitel hefur
séð við hlutverk heimilisfóðurins er
erfitt að sjá. Það er ekkert í því sem
gefúr honum tilefni til að sýna hvað í
honum býr. -HK
Útgefandi: Bergvík. Gefin út á myndbandi og
DVD. Leikstjóri: Joel Silverman. Bandaríkin,
2001. Lengd: 90 mín. Leyfð öllum aldurshóp-
um. Leikarar: Harvey Ke'rtel, Brad Rowe,
Rachel Blanchard og Mary Kay Place.
7. MP í Víðistaöaskóla í heimsókn á DV
Alexander Oddnýjarson, Arnar Gauti Guömundsson, Bergþóra Hannesdóttir, Björn Sverrisson, Elín Ósk Ellertsdóttir,
Erla Arnardóttir, Gylfi Helgason, Heiörún Viktorsdóttir, Helga Margrét Ólafsdóttir, Ingibjörg Pálmadóttir, ingunn Árna-
dóttir, Pétur Berg Linduson, Ragna Björg Friöþjófsdóttir, Siguröur Ágústsson, Sonja Thorberg Bergsdóttir, Þorsteinn
Viöarsson. Kennarinn er Margrét Pálsdóttir.
. Hvatningarverðlaun til Síldarminjasafnsins:
Fjónöa viðurkenningin
Ók 800 kflómetra á dráttarvél
„Ég er búinn að reka
þetta fyrirtæki í tíu ár og
er alveg bærilega sáttur
við ganginn í þessu,“ sagði
Jóhannes Erlendsson sem
rekur Bíla- og búvélasöl-
una á Hvammstanga þegar
fréttamaður leit við hjá
honum á dögunum.
Jóhannes selur bæði ný
og notuð tæki, traktora og
margs konar landbúnaðar-
tæki og svo nánast allar
gerðir bifreiða. Hann er
með umboð fyrir Ingvar
Helgason og Bújöfur/Bú-
vélar en selur líka fyrir
fleiri bílaumboð og einnig
fyrir kaupleigufyrirtækið
Glitni. Hann segir að
mesta salan í nýjum trakt-
orum hafi verið árin 1996
og 1997 en þá rýmkaðist
einmitt um lánafyrir-
greiðslu til kaupa á drátt-
arvélum. Þá voru að selj-
ast þetta 30-40 nýjar vélar
á ári. Síðustu ár hefur salan verið
tregari í nýjum vélum en alltaf
selst reitingur af notuðum traktor-
um og ýmsum heyvinnutækjum.
Hvað nýja bíla varðar er alltaf
hreyfing, svona 60-100 á ári, segir
Jóhannes. Þrátt fyrir að Bíla- og
búvélasalan sé á Hvammstanga er
sölusvæðið allt landið og menn
DV-MYND ÖRN ÞÓRARINSSON
Fallegur Ferguson
Jóhannes Erlendsson, eigandi Bíla- og búvélasölunnar á Hvammstanga, viö forláta
Ferguson-vél, árgerö 1952, sem hann geröi upp í fyrravetur og lítur út eins og ný.
hringja mikið víða að af landinu
til að kanna málin og fá ráðlegg-
ingar, ekki síst varðandi landbún-
aðartækin.
í þessu sambandi rifjar Jóhann-
es upp að eitt haustið fyrir
nokkrum árum kom bóndi akandi
á dráttarvél noröan úr Öxarfirði
til hans í þeim tilgangi að skipta á
vél. „Þetta var um 800 kílómetra
langur túr í kílómetrum og hann
gisti tvær nætur á Akureyri í ferð-
inni. En ég held að hann hafi samt
haft ágætt kaup fyrir að keyra vél-
amar þessa leið miðað við að
kaupa flutning með bíl,“ sagði Jó-
hannes Erlendsson bfiasali.
-ÖÞ
Síldarminjasafnið á Siglu-
firði fékk á dögunum
svokölluð hvatningarverð-
laun Iðnþróunarfélags Norð-
urlands vestra fyrir árið
2002. Þetta er í fjórða skiptið
sem INVEST veitir þessi
verðlaun en þau eru veitt
fyrirtækjum eða einstakling-
um sem þótt hafa skarað að
einhverju leyti fram úr á
liðnu ári.
Uppbygging Síldarminja-
safnsins í Siglufirði hefur
vakið mikla athygli undan-
farin ár. Það framtak að
varðveita búnað og mann-
virki frá þessum tíma, sem
voru tvímælalaust uppgangs-
ár í landinu og varðveita
þannig hluta af þjóðarsög-
unni, hefur mælst afar vel
fyrir. Þannig var Síld-
arminjasafnið nú að fá fjórðu
viðurkenningu sína. Fyrsta
viðurkenningin var Nýsköp-
unarverðlaun Ferðamáíaráðs
árið 1998. Næst var heiður-
, DV-MYND ÖRN ÞÖRARINSSON
í Bræðsluminjahúsi
Örlygur Kristfinnsson t.h. ásamt aöstoöarmanni sín-
um, Kanadamanninum Chris Bogan,
viö skilvindurnar í Bræösluminjahúsinu.
sviðurkenning Lýðveldis-
sjóðs Alþingis árið 1999 og
árið 2000 fékk safnið íslensku
safnverðlaunin en þá voru
þau veitt í fyrsta sinn.
Örlygur Kristfinnsson
safnstjóri var að vonum
ánægður með þessa nýjustu
viðurkenningu þegar frétta-
maður hitti hann á dögunum.
Hann sagði að í vetur væri
unnið af fullum krafti í
svokölluðu Bræðsluminja-
húsi og standa vonir til að
húsið og búnaður verði frá-
gengið í vor. í Bræðsluminja-
húsinu er fjöldi verkfæra
sem tilheyrðu bræöslu á sUd-
inni og hefur mikið af þess-
um búnaði verið sótt í gaml-
ar síldarverksmiðjur á Hjalt-
eyri og að Eyri í Ingólfsfirði.
Þannig hafa ýmsir munir,
bæði stórir og smáir, verið
sóttir út fyrir Siglufjörð enda
er Síldarminjasafnið lands-
safn um þessa fyrrum stór-
iðju íslendinga. -ÖÞ
14. MARS
08.00 til 12.30
Þjónusta og sala
Reykjavík Fullbókað
15. MARS
10.00 til 17.00
Gæðasala og listin að loka sölu
Akureyri Fullbókað
17. MARS
09.00 til 12.30
Gæðasala (tveir morgnar (röð)
Reykjavlk Skráning stendur yfir
17. MARS
19.30 til 22.45 (tvö kvöld í röð)
GÆÐASALA
Reykjavík Skráning stendur yfir
19. MARS
19.00 til 22.45
Gæðasala 1+1=3
Reykjavík Fullbókað
22. MARS
10.00 til 16.30
Listin að loka sölu
Reykjavík Fullbókað
24. MARS
09.00 til 12.30
Gæðasala (tveir morgnar í röð )
Reykjavík Skráning stendur yfir
24. MARS
19.30 til 22.45 (tvö kvöld f röð )
GÆÐASALA
Reykjavík Fullbókað
31. MARS
09.00 til 12.30
Gæðasala (tveir morgnar í röð )
Reykjavík Skráning stendur yfir
Við höfum
sameiginlegt
markmið
- að þér gangi vel
Söluskóli Gunnars Andra (SGA) er
fimm ára þekkingar- og þjónustu-
fyrirtaeki sem sérhaefir sig I nám-
skeiðum og fyrirlestrum fyrir
einstaklinga og smaerri sem stærri
fyrirtæki.
Markmið SGA er að hjálpa viðskipta-
vinum slnum að ná fram aukinni sölu,
bættri þjónustu og laða fram
hámarksárangur hjá starfsfólki.
SCsAt
SÖLUSKÓLI
GUNNARSANDRA
Sími 822 8855 WWW.iga.il