Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2003, Side 28
52
MÁNUDAGUR 17. MARS 2003
Tilvera dv
lífiö
E F T I R V I N N U
St. Patrick’s day á Kránni
Það er St. Patrick’s day á ír-
landi í dag og verður haldiö upp á
daginn með viðeigandi hætti á
Kránni við Laugaveg (áður Blús-
barinn). írsk tilboð á barnum og
írskt rokk í græjunum.
Orðræða um stríð og kon-
ur
Vegna ástands heimsmála
standa Rannsóknarstofa í
kvennafræöum og UNIFEM á ís-
landi fyrir málstofu kl. 16.15 í
stofu 101 í Lögbergi, Háskóla ís-
lands, um áhrif stríðsátaka á
konur: nauðganir, kvenímyndir í
stríðum. Rætt verður um her-
fræðilegar orðræður sem taka
fremur tillit til hins karllega en
kvenlega. Jafnframt verður rætt
um aukna áherslu og kröfu til
þess að konur verði kallaðar til
þátttöku í friðarumleitanir og
lausn deilumála. Flutt verða
fimm stutt erindi og sýnt verður
brot úr heimildarmynd Grétu
Ólafsdóttur og Susan Muska:
Women, the forgotten face of war.
Fundarstjóri er Rósa Erlingsdótt-
ir. Erindin flytja: Kristín Ást-
geirsdóttir, sagnfræðingur og
framkvæmdastjóri mannréttinda-
skrifstofu íslands, Steinunn Þóra
Árnadóttir, BA í mannfræði og
nemi í kynjafræði, Lilja Hjartar-
dóttir stjórnmálafræðingur, Þor-
lákur Einarsson, nemi í sagn-
fræði, Birna Þórarinsdóttir nemi
í stjómmálafræði. Pallborðsum-
ræður.
Staða leiklistarkennslu
í grunn- og
framhaldsskólum
Fræðsludeild Þjóðleikhússins
stendur fyrir opnum fundi um
stöðu og framtíðarsýn leiklistar-
kennslu í grunn- og framhalds-
skólum landsins kl. 20 í Smíða-
verkstæðinu. Meðal frummæl-
enda er menntamálaráðherra
Tómas Ingi Olrich. Á liðnum ár-
um hefur verið vaxandi áhugi á
því aö styrkja stöðu leiklistarinn-
ar í skólakerfinu en hún er ekki
viðurkennd sem kennslugrein í
dag nema að takmörkuðu leyti.
Umræður verða að framsöguer-
indum loknum. Aðgangur ókeyp-
is.
0 UmSStUllUlMSie 2525
Wá (mitw: ntl 2 150-153, ROV 211,213 U 2M
: vinnmsstoiur lausardasinn
- vw miLUÖnumt 15. mars
u2y 2D?i)”) W32)
JökertöLur vlkunnar
LfTTi
AUtaÍ i
iniðuikadogum
| Vinnlngslölui mlftvikudaginn |
12. mars
Aðaltöiur
Bónuslölur
... lókerlölur vikunnar
w. DDQDD
lókertöiur vikunnar
Bútarnir eru
bæði margir og
skrautlegir í
teppunum henn-
ar Jónu Val-
gerðar Hösk-
uldsdóttur sem
eru til sýnis í fé-
lagsmiðstöðinni
Garðabergi á
Garðatorgi i
Garðabæ. Tepp-
in eru líka mörg
með handsaumi
og ástungnum
myndum, auk
þess sem mynstur í efnunum eru
undirstrikuð með stungusporum
sem gefa þeim aukna dýpt. „Mesta
vinnan er oft við að skipuleggja
litasamsetningu, efnisval og
mynstur og skapa með þvi þá sögu
sem verkið á að segja,“ segir Jóna.
Þetta er hennar fyrsta einkasýn-
ing og auk bútasaumsins eru þar
líka smíðisgripir, enda heitir sýn-
ingin Bútað og tálgað. Það er gam-
an að fá leiðsögn hennar og láta
hana lýsa hverju stykki fyrir sig
og þeim pælingum sem á bak við
það eru.
Saumaði oft úr gömlu
Jóna heldur upp á sjötugsaf-
mælið sitt með þessari sýningu.
Hún fæddist á ísafirði og átti þar
heima til 16 ára aldurs. Lærði
hjúkrun og starfaði við hana bæði
í Danmörku og Garðabæ, auk þess
Kvikmyndagagnrýni
í
N&9I I
TS
-
Hrífandi náttúra
Saumaö meö „hentistungu “ þ.e. saumurinn er látinn und-
irstrika mynstriö í efninu.
að kenna hjúkrunarfræði sem
hliðarstarf. Hún er líka húsfreyja
og fimm barna móðir. Eiginmann
og son hefur hún nú misst en á
fjórar dætur og íjórtán bamabörn.
„Það hefur oft verið dálítið um að
vera á heimilinu," segir hún bros-
andi og kveðst hafa passað yngstu
barnabörnin mikið síðustu ár. Ein
dóttir hennar býr þó í Danmörku
við nám og önnur í Englandi.
(Anna Hildur Hildibrandsdóttir,
fréttaritari RÚV i London).
Aðspurð kveðst Jóna snemma
hafa lært að sauma. „Móðir mín
dó þegar ég var sjö ára og hún var
búin að kenna mér kontórsting,
flatsaum og fleiri spor. Svo hef ég
lært af fleiri góðum konum og far-
ið á nokkur námskeið,“ segir hún.
Hún kveðst hafa saumað allt á sín
börn meðan þau voru að vaxa úr
grasi og oft upp úr gömlu. „Það
DV-MYNDIR E.ÓL.
Ustakonan
„Þaö er best ég stilii mér upp hjá sambýliskonu minni, “ segir Jóna glettin og
bregöur sér bak við stand meö bútasaumsjakka sem er einn sýningargripanna.
var bara eins og maður þurfti að
gera á þessum árum,“ segir hún.
Haf, fiskar og fjöll
Rétt rúm níu ár eru frá því hún
byrjaði að sauma bútasaumsteppi.
„Þá varð bróðir minn sextugur og
mig langaöi að gefa honum eitt-
hvað sérstakt," segir hún og bend-
ir á fyrsta teppið sem enginn byrj-
endabragur er þó á. Þar er afmæl-
isbarnið fellt inn í, ásamt konu og
gullsmiðslógói. Annar bróðir fékk
teppi í afmælisgjöf .JÉ^.sem
Bútaö og tálgaö í Garöabergi:
Ævin rammast
Háskólabíó - The Pianist ★★★★
Tónlist, blóð og tár
Hilmar
Karlsson
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.
Píanóleikari í gettóinu
Adrian Brody í hlutverki gyöingsins og píanóleikarans,
Wladyslaws Szpilmans.
í upphafi myndarinar The Pian-
ist heyrum við Wladyslaw Szpilm-
an (Adrian Brody) leika verk eftir
Chopin. Eru þetta síðustu tónam-
ir sem Szpilman leikur næstu
fimm árin. Sögusviðið er Varsjá,
árið 1939. Síðari heimsstyrjöldin
er að hefjast og þar með gyðinga-
ofsóknir nasista sem hvergi voru
eins ofstækisfullar og langvarandi
og í Póllandi. Szpilman var gyð-
ingur og daginn sem hann er að
spila í ríkisútvarpi Pólands gerðu
nasistar fyrstu loftárásina og ein
sprengjan lenti á útvarpsbygging-
unni. Innrásin kom í kjölfarið og
nasistar söfnuðu öllum gyðingum
saman í einn borgarhluta, samtals
320 þúsund manns. Þessi borgar-
hluti gekk undir nafninu gettóið.
Þegar striðinu lauk 1945 var talið
að aðeins um tuttugu gyðingar
hefðu verið innan þessa borgar-
hluta.
Það eru þessi sex ár í lífi
Szpilmans, sem Roman Polanski
gerir að umfjöllunarefni i bestu
kvikmynd sinni frá því hann gerði
Chinatown (1974). Szpilman er
þungamiðjan í myndinni, en Pol-
anski liggur meira á hjarta en lífs-
hlaup hans. Polanski þekkir hel-
fórina að eigin raun. Hann ólst
upp í Varsjá og var sjö ára þegar
nasistar hertóku borgina. Foreldr-
ar hans lentu í útrýmingarbúðum
nasista og móðir hans lést þar.
Sjálfur lenti hann á vergangi og
tókst að flýja gettóið. Var hann
meira og minna í felum öll stríðs-
árin. Þannig að ljóst er að Pol-
anski er ekki aðeins að kvik-
mynda ævi Szpilmans, heldur kaf-
ar í eigin sál í leit að minningum
og útkoman er ein allra besta
kvikmynd sem gerð hefur verið
um útrýmingarherferö nasista og
skipar sér við hlið Schindler’s
List.
Tónlistarhæfileikar Szpilmans
verða til þess að honum er bjarg-
að frá þeim örlögum að lenda í út-
rýmingarbúðum nasista. Fjöl-
skylda hans er ekki eins heppin og
er ekki nánar fjallað um afdrif
hennar eftir að viðskilnaðurinn
verður. Szpilman er um skeið í
gettóinu þar sem hann fyllir flokk
manna sem ætla ekki að láta lífið
baráttulaust. Utan múra gettósins
á hann vini sem koma honum i
felur þegar hann flýr. Eftir þetta
erum við nánast í návígi við eina
persónu sem stendur í skugga
ógnarinnar. Maður sem veit að ef
hann fmnst þá verður hann drep-
inn.
Lífsviljinn er mikill og harmur-
inn einnig. Hin samhenta fjöl-
skylda Szpielmans er horfin og
daglega fylgist hann með úr fjar-
lægð þeim hörmungum sem yfir
þjóð hans gengur. Trú hans á
manngæsku minnkar með hverj-
um degi þar sem hann er einnig
svikinn af pólskum manni sem á
að sjá honum fyrir nauösynjum.
Það er ekki nema von að hann
telji daga sína talda þegar hann
stendur allt í einu augliti til
auglitis við vopnum búinn þýskan
foringja. í íbúðinni þar sem hann
hefur dvalist í felum um skeið er
flygill. Þegar þýski foringinn spyr
hvað hann hafi gert fyrir stríð seg-
ist hann hafa verið píanóleikari.
Flygillinn bjargar honum. Þetta er
á síðustu dögum stríðsins, borgin
nötrar af sprengingum og nasistar
undirbúa brottfor.
Minningar Polanskis frá stríð-
inu hljóta að vera daprar og hug-
ur hans til nasista ekki hlýr. Þetta
kemur ekki fram í neinum öfgum
í mynd hans sem er, um leið og
hún sýnir okkur hryllinginn,
hlaöin mannlegum tilfmningum.
Polanski er ekkert að hlífa Þjóð-
verjum við þau grimmdarverkum
sem þeir frömdu á pólsku þjóðinni
en hann hann gefur þeim sénsinn.
„Góði Þjóðverjinn" er til staðar og
einnig „vondi Pólverjinn". í besta
atriði myndarinnar sameinar tón-
listin tvær aðkrepptar sálir.
Grimmdin sem alltaf hefur verið í
nærmynd hverfur þegar Szpi-
elman leikur Chopin. Alveg eins
og upphaflð að helfórinni hófst
undir tónum Chopins þá er endir-
inn í nánd undir tónum sama tón-
skálds.
Persónur koma og fara í The Pi-
anist og hafa allar stutta viðveru
fyrir utan Szpilman, sem Adrian
Brody leikur á áhrifamikinn hátt.
Leikur hans er hægur en um leið
kraftmikill. Hann túlkar sjálfsör-
uggan listamann í upphafi mynd-
arinnar, mann sem talar ákveðið
og hnitmiöað. í lokin er sami mað-
ur nánast orðin að dýri, umlar
setningar sem verða næstum
óskiljanlegar. Þegar hann síðan
sest við píanóið kemur reisnin
smám saman aftur. Þetta er allt
sýnilegt í mögnuðum leik Adrians
Brodys og hjálpar leikur hans til
að gera The Pianist að eftirminni-
legri og sterkri kvikmynd.
Leikstjóri: Roman Polanski. Hand-
rit: Ronald Harwood. Kvikmynda-
taka: Pawel Edelman. Tónlist:
Wojciech Kilar. Aðalleikarar: Adri-
an Brody, Thomas Kretschmann,
Frank Finlay, Emilia Fox og
Maureen Lipman.