Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2003, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2003, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 DV Fréttir Varaformaöur Félags íslenskra nuddara um erótísku stofurnar: Getur komið óonði á stéttina Flestir venjulegip feðup Jmatíbífit i fcvéfcfi*. t*r* tíj* *&&&&»» **w 4*»*», * '&li-t* |x<:s < »>" i&ma »■#*». vst#t>gtMa ilSstota.sanfctjöíiífcwieí tío» ttKn&ZKt íijfe sttíMiais rím; < it< -i ‘ > w> ^na«w |mi tn n»ii ara.w tscn w « Frétt DV um erótískar nuddstofur í gær. „Viö óttumst vissulega að þetta geti komið óorði á stéttina," sagði Guðbrandur Einarsson, varafor- maður Félags íslenskra nuddara, um starfsemi tveggja erótískra nuddstofa sem starfræktar eru fyrir opnum tjöldum I Reykjavík. DV hefur fjallað um starfsemi umræddra stofa, X -nudds og Er- osnudds, síðustu daga. Nuddarar þeir sem þar starfa eru naktir við vinnu sína, sé þess óskað. Mark- miðið er að veita viðskiptavinun- um „erótíska afþreyingu.“ Fyrr- nefnda stofan veitir einungis karl- mönnum þjónustu sína, meðan hin síðarnefnda býður einnig paranudd, útkallsþjónustu og „sexý bi-show“. Það að starfsfólkið skuli kalla sig nuddara fer fyrir brjóstið á Félagi íslenskra nudd- ara. Guðbrandur sagði að enn lægju engar staðfestingar fyrir um að of- angreind starfsemi hefði komið óorði á nuddarastéttina. Hins veg- ar kæmi nú í ljós hversu bagalegt það væri að starfsemi nuddara væri ekki lögvernduð starfsgrein. Þar hefðu stjórnvöld „dregið lapp- imar“. Sjúkranuddið væri einung- is lögverndað en hver sem væri gæti kallað sig nuddara og starfað sem slíkur, jafnvel fólk sem lokið hefði einhvers konar helgarnám- skeiði, meðan námið sjálft tæki fjögur ár. Guðbrandur sagði enn fremur að nuddarar myndu á næstunni senda efni í fjölmiðla til að kynna starf sitt og koma í veg fyrir hugs- anlegan misskilning vegna þessar- ar nýju starfsemi, þ.e. erótísku nuddstofanna, sem nú hefði skotið upp kollinum hér á landi. Þá væri fyrirhugaður aðalfundur Félags íslenskra nuddara. Að honum af- stöðnum yrði settur þrýstingur á að fá atvinnugreinina lögvernd- aða, sem brýn nauðsyn væri á eins og málum væri nú komið. -JSS Kröftug og litrík mótmæli Lögreglan í Reykjavík hefur enn ekki haft uppi á þeim sem skvettu rauðri málningu á framhlið Stjóm- arráðsins við Lækjargötu í gærdag. Húsbóndinn á staðnum, Davíð Oddsson forsætisráðherra, kallaði þá sem þetta gerðu „málaliða" en vildi að öðm leyti lítið tjá sig um þessa tegund mótmæla. Lögreglan lítur hins vegar þetta atvik alvarlegum augum og mun í Sóðaskapur? Lögreglunni var ekki skemmt á Lækjartorgi í gær og því síöur félögum þeirra sem þurftu aö þrífa upp sletturnar. dag skoða eftirlitsmyndavélar frá staðnum sem ef til vill gefa vís- bendingar um hverjir vora þarna á ferð. Starfsmenn slökkviliösins unnu að því að þrifa Stjómarráðið síðdegis í gær en það gekk illa. Kröftug mótmæli Lögreglan áætlar að í gær hafi hátt í tvö þúsund manns mætt á mótmælafund á Lækjartorgi gegn stríðsrekstrinum í írak og stuðn- ingi íslenskra stjórnvalda við stefnu Bandaríkjanna og Breta í málefnum Miðausturrlanda. Mót- mælin fóru friðsamlega fram. Meðal ræðumanna var Ögmund- ur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, sem fór mikinn í ræðu sinni og endurtók svo undir tók á torginu að stríðsreksturinn í írak væri „ekki í okkar nafni“. Áhersla var lögð á að helstu fórnarlömb þessa „ólöglega" stríðsreksturs yrðu óbreyttir borgarar í landinu sem hefðu þjáðst mjög á síðustu ár- um vegna viðskiptabannsins á írak. Leikræn mótmæli Á meðan ræðumenn lögðu áherslu á mál sitt á Lækjartorgi í gær lágu leiklistarnemar í „valn- um“ framan við Stjórnarráðið. Þeir vildu með leikrænum tilþrif- um sínum minna á að stríðið beindist, þegar allt kæmi til alls, gegn saklausum borgurum í írak Yflrheyrsla Mótmælendur á Lækjartorgi útskýra mál sitt. Þessi heiöursmaöur kvaöst ekki hafa skvett málningunni á veggi Stjórnarráösins. Hann væri einungis aö mótmæla stríöinu meö táknrænum hætti. og kváðust óttast að þúsundir þessa dagana væri beitt á bökkum þeirra yrðu stráfelldir með full- Efrat og Tígris. komnustu hertækni heims sem -aþ „Ekkl í okkar nafni...“ Ögmundur Jónasson alþingismaöur mótmælti ákaft á Lækjartorgi í gær ásamt stórum hópi landsmanna sem tetur stjórnvöld hafa farið gegn vilja þjóöarinnar í málefnum Miöausturlanda. Leikrænir tllburóir Nemendur Leiktistarskóia íslands sýndu hæfileika sína framan viö Stjórnarráöiö og vantaöi ekki leikmuni og búninga. Hriplekur háskóli Á sama tíma og stjórnmálamenn ræddu málefni Háskólans í hátíðarsal aöalbyggingar í gær vætlaöi vatniö inn um glugga á jaröhæð. Á fundinum var m.a. rætt um fjárframlög til skólans og nauðsyn þess aö hækka þau. Rauði kross íslands: Söfnun vegna hjálp- arstarfs í írak Rauöi kross íslands stendur fyrir söfnun vegna hjálparstarfs í írak Á annað hundrað starfs- manna Alþjóða rauða krossins eru nú í írak við hjálparstörf og er megináhersla lögð á að aðstoða almenna borgara, útvega drykkj- arvatn og hjúkra særðum. Einn sendifulltrúi Rauða kross íslands er í Jórdaníu og fleiri eru í við- bragðsstöðu ef á þarf að halda. Söfnunarsími Rauða kross ís- lands er 907-2020 og getur fólk hringt og lagt fram þúsund krón- ur af símreikningi. Einnig er hægt að fara inn á vef félagsins, www.redcross.is og setja framlag- ið á greiðslukort. -EKÁ Sex mánaða fangelsi fyrir ölvunarakstur Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi rúmlega tvítugan mann í sex mánaða fangelsi, þar af fimm mánuði skilorðsbundið, fyrir að hafa ekið bíl réttinda- sviptur og undir áhrifum áfengis. Einnig var hann sviptur ökurétt- indum í tvö ár. Maðurinn hefur fjórum sinnum áður hlotið refsi- dóma, m.a. vegna ölvunaraksturs og rauf skilorð með broti sínu. -EKÁ Geðheilbrigðiskerfið: Öllum tryggður jafn aðgangur „Öllum verði tryggður jafn að- gangur að geðheilbrigðiskerfinu. Þjónustan verði sniðin að þörfum og á forsendum notenda þjónust- unnar.“ Svo segir m.a. í ályktun fé- laga og samtaka sem sammælst hafa um sameiginlegar áherslur er lúta að geðheilbrigðismálum. Enn fremur segir að virðing veröi höfð í fyrirrúmi í samskiptum meðferðar- aðila við notendur þjónustunnar. Aðstaða og umhverfi verði skapað til að uppfylla þessi skilyrði. Loks er undirstrikað að áhersla verði lögð á breytta stefnu í ríkj- andi meðferðarúrræðum þar sem notkun og ávísun geðlyfja verði tek- in til gagngerrar endurskoðunar. Efld verði til muna aðkoma þver- faglegra aðila að meðferðarúrræð- um. Gengið verði frá samningum varðandi greiðslur af hálfu al- mannatryggingakerfisins fyrir sál- fræðiþjónustu á sama hátt og fyrir geölæknisþjónustu. Að ályktuninni standa Geðhjálp, Þroskahjálp, Blindrafélagið, MS-fé- lag íslands, Félag heymarlausra, Kraftur - Styrktarfélag, Sjálfs- björg landssamband fatlaðra, Áhugahópur um geðheilbrigðismál og Umhyggja, styrktarfélag lang- veikra barna. -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.