Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2003, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2003, Page 8
8 Útlönd FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 Mótspyrna íraka mun öflugri en fyrirfram var búist við Bandarískar og breskar her- sveitir héldu í bítið í morgun áfram sókn sinni Iandleiðina inn í suðurhluta íraks í viðleitni sinni til þess að leggja undir sig og vernda olíuvinnslusvæðin frá hugsanlegum árásum hersveita Saddams Husseins. Mótspyrna íraska hersins á ol- íusvæðum hefur verið mun harð- ari heldur en fyrirfram var búist við og varð ein herdeild banda- manna til dæmis fyrir öflugri árás þegar hún var rétt komin inn fyr- ir landamæri íraks frá Kúveit. Að sögn talsmanns bandaríska hersins beittu írösku hermennim- ir aðallega léttvopnum og sprengjuflaugum og tókst með því að stöðva sókn bandamanna. Það var ekki fyrr en breskt stór- skotalið með aðetur í noðurhluta íraks hafði gert öfluga stórskota- hríð á hersveit íraka að vamir þeirra brustu. í morgun bárust einnig fréttir af hörðum bardögum á olíusvæöun- um í norðurhluta íraks en þar gerðu bandarískar sérsveitir til- raun til þess að brjótast í gegnum varnir íraka og ná stærstu olíou- lindunum á svæðinu á sitt vald. Samkvæmt heimOdum frá olíu- borginni Kirkuk er nú hart barist í nágrenni borgarinnar og heyrð- ust miklar sprengingar og drunur í alla nótt og morgun. Þá mun einnig barist í nágrenni borgar- innar Masol, en hún er önnur stærsta borgin á olíusvæðunum í norðurhluta íraks og er haft eftir talsmanni kúrdískra stjómvalda að Bandaríkjamenn hefðu í nótt gert harða loftárás á flugvöll í ná- grenni borgarinnar. Ein könnunarsveit er sögð hafa náð að komast um tvö hundruð kílómetra inn í land vestur með ánni Efrat en þaðan sáust miklir eldar og reykur frá olíusvæðunum og óttast að írakar séu þegar byrj- aðir að sprengja upp olíulindirn- ar. Á öðrum svæðum hafa hersveit- ir bandamanna mætt lítilli mót- spyrnu og hefur sést til langra herflutningalesta víða um eyði- mörkina á leiðinni í áttina til Bagdad. Að sögn BBC-fréttastofunnar sást til íraskra hermanna sem voru að gefast upp fyrir herjum bandamanna í landamæri Kúveit en talið er að hundruð þeirra hafi þegar gefist upp. REUTERSMYND Landgönguliöinn og draumadísin Rykugur bandarískur landgönguliöi stendur viö farartæki sitt í eyöimörkinni í sunnanveröu írak. Eins og sjá má veröa hermenn aö hafa eitthvaö skemmtilegt til aö hugsa um áöur en þeir taka upp vopnin og skjóta. Bush Bandaríkjaforseti segir vmafyMnguna fara sístækkandi Straw stendur við skammir í garð Frakka Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, sagðist í morgun standa við þær ásakanir sínar að Frakkar hefðu komið í veg fyrir friðsamlega lausn íraksdeilunnar. Franskur starfsbróðir hans kvart- aði sáran undan orðum Straws. „Ég stend við þau orð sem ég hef notað,“ sagði Straw við breska fréttamenn á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel, eftir það sem hann kallaði erfiðar viðræður leiðtoganna um stríð Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í írak. Frakkar voru eindregnustu andstæðingar stríðs á vettvangi Öryggisráðs SÞ og hótuðu að beita neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir samþykki álykt- unar sem heimilaði vopnavald. „Ég harma það ekki að við skulum hafa deilt, að við skyld- um vera ósammála Frökkum, af því að við erum það,“ sagði breski utanríkisráðherrann. Bóndinn í beinni útsendingu Bandaríska konan Stefanie Lyle komst í nótt að þvi að hvaða störf- um eiginmaður hennar gegnir hjá Bandaríkjaher þegar hún sá hann ráðast inn í frak á skriðdreka í beinni útsendingu á sjónvarpsstöð- inni CNN. Stefanie kvaðst hæstánægð með að hafa séð manninn sinn heilan á húfi í sjónvarpinu. „Ég setti strax spólu í tækið og hóf upptöku. Mér finnst æðislegt að geta séð hvað er að gerast hinum megin á hnettin- um í gegnum gervihnetti. Nú get ég sett spóluna í tækið og horft á hann að vild,“ sagði Stefanie um sinn ástkæra bónda. Bandarísk stjórnvöld segja að sífellt fleiri lönd hafi opinberlega lýst yfir stuðningi sínum við hern- aðaraðgerðimar í írak. George W. Bush forseti sagði eftir ríkisstjómarfund í gær að rúmlææega fjörutíu þjóðir styddu aðgerðimar. „Við erum þakklátir fyrir stað- festu þeirra, við kunnum að meta sýn þeirra á málin og við fógnum stuöningi þeirra,“ sagði Bush. Fyrr um daginn hafði Ari Fleischer, talsmaður Hvíta húss- ins, sagt að í samfylkingunni væru lönd í öllum heimsálfum þar sem byggi fólk af öllum kynþátt- um og aðhylltist öll trúarbrögð og að samanlagður ibúaljöldi þeirra væri 1,2 milljarðar. Donald Rumsfeld landvarnaráð- REUTERESMYND Donald Rumsfeld BAndaríski landvarnaráöherrann er ánægöur meö vinafjöldann. herra sagði að bandamannafylk- ingin nú væri stærri en hún var í Persaflóastríðinu 1991. Ekki eru þó allir á því að þessar yfirlýsingar ráðamanna vestra standist nánari skoðun á þeim gögnum sem þeir hafa sjálfir látið frá sér fara. í Persaflóastríðinu hinu fyrra sendu 33 lönd hermenn sína til Persaflóasvæðisins, þar af sextán sendu sextán þjóðir bardagasveit- ir, meðal annars nokkur arabalönd. Að þessu sinni taka aðeins þátt í bardögunum hermenn frá þrem- ur löndum, Bandaríkjunum, Bret- landi og Ástralíu. Vitað er að tíu önnur lönd hafa boðið fram litlar sveitir sem ekki taka þátt í bar- dögunum. Saddam Hussein Ekki er vitað hvort erkióvinurinn sé lífs eöa liöinn. Saddam Hussein og synir hans: Lífs eða liðnip? Forseti íraks, Saddam Hussein, og hugsanlega báðir synir hans voru staddir í neðanjarðarbyrgi sem varð fyrir sprengjum þegar loftárásir Bandamanna hófust í fyrrinótt. Þetta segja ónafngreindir heimildarmenn bandaríska blaðsins Washington Post sem eru háttsettir innan ríkisstjóm- ar Bush. Sömu heimildir segja að ekki sé vitað hvort Hussein hafi farist en ýmislegt bendi þó til þess að hann hafi orðið fyrir meiðslum. Allt eins sé þó hugsanlegt að hann hafi slopp- ið óskaðaður frá loftárásunum. Irösk sjónvarpsstöð sýndi í gær ávarp frá Hussein þar sem hann for- dæmdi Bandaríkjamenn, en allt eins er talið að þar hafi verið að verki einn af hans fjölmörgu tviforum. Ómetanlegar minjar í luettu Innrás Bandamanna í Irak gæti orðið til þess að gríðarlega verð- mætar fomminjar glatist, en í Irak er að finna sögulega muni sem fræðimenn víða um heim segja hreinlega ómetanlega. „Einhverjir munir eru vissulega þýðingarlitlir ef vegið er á móti mannslífum, en í írak er engu að síður að finna hluti sem eru ómet- anlegir í menningarlegu sam- hengi," segir McGuire Gibson, pró- fessor við Háskólann í Chicago. Gibson og fleiri fræðimenn hafa sagt yfirmönnum vamarinálaráðu- neytisins frá þeim svæðum þar sem verðmætustu minjamar eru og beðið um að hermenn haldi sig sem mest frá þeim svæðum. Britney Spears Hrapar niöur vinsældalistann Klámið víkur fyrip stpíðinu „Stríð" var vinsælasta leitar- orðið á internetinu í gær og skellti orðinu „klám“ úr toppsæt- inu. Slanguryrði tengd kynlífi hafa löngum haft yfirburði hvað varðar leit á veraldarvefnum en nú virðist sem stríðið sé heitasta afþreyingarefnið. „Stríðið skaust framfyrir þessi hefðbundnu orð eins og klám, ferðalög og Britney Spears,“ segir Nadia Schofield, talsmaður Frees- erve intemetsfyrirtækisins, sem er það stærsta sinnar tegundar í Bretlandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.