Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2003, Blaðsíða 11
11
FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003
PV____________________________________________________________Útlönd
Tugir þúsunda Bandaríkjamanna
mótmæla hernaðaraðgerðunum
- fjöldahandtökur í San Francisco
Allt að 1400 voru handteknir í San
Francisco í gær þegar tíu þúsund
Bandaríkjamenn mótmæltu stríðs-
rekstrinum í írak víða um land. Er
það mesti fjöldi sem lögreglan hand-
tekur í mótmælum í einstakri borg
síðustu 22 árin. „Ef þetta er að gerast
í öllum borgum Bandaríkjanna þá
verða stjómvöld annað hvort tilneydd
til að setja herlög eða binda enda á
stríðið," sagði einn námsmanna frá
Berkeley-háskóla, sem þátt tók í mót-
mælunum en hann og sextán félagar
hans höfðu hlekkjað sig saman á einu
breiðstræta San Francisco.
Stríðinu var mótmælt í fleiri stór-
borgum og á mesta annatíma í morg-
un höfðu meira en hundrað mótmæl-
endur lokað Key Bridge, helsstu sam-
gönguleiðinni frá Virginíu inn i Geor-
getown í nágrenni Washington og
voru þrír mótmælendur handteknir
þar.
Stuttu síðar komu um hundrað mót-
mælendur saman í mikilli rigningu í
nágrenni Hvíta hússins en áður höfðu
um 350 manns truflað umferð um að-
alsamgönguleiðina út úr miðborginni
á mesta annatíma í gærkvöld.
íbúar New York, sem báru þungar
byrðar hryðjuverkaárásanna þann 11.
september 2001, mótmæltu einnig og
þar bar mest á hópi frá samtökum fjöl-
skyldna fórnarlamba hryðjuverka-
árásanna, sem berjast fyrir betri
heimi, en þau fordæmdu hemaðarað-
gerðimar og sögðu þær ólöglegar og
siðlausar.
Stór hópur kom einnig saman á
Time Square á mesta annatima í
morgun. Þar ruddust mótmælendur
yfir hindranir lögreglunnar og lokuðu
á alla umferð til og frá Broadway. Að
sögn lögreglunnar var 21 handtekinn.
í Pittsburg glímdi lögreglan við
nokkra herskáa mótmælendur og
voru flmmtíu handteknir, þeir yngstu
aðeins fjórtán ára.
Mikil mótmæli fóru einnig fram
víða í Evrópu og í Aþenu gengu um
tíu þúsund manns um götur borgar-
innar að bandaríka sendiráðinu.
Á Ítalíu urðu mótmælin mest í Róm
en þar hópuðust námsmenn og verka-
fólk saman við þinghúsið. í Tórínó
tóku um tuttugu þúsund manns þátt í
mótmælagöngu, sem endaði með
mótmælafundi við aðalbrautarstöð-
ina. Þar fór allt fram með friði og
spekt en í Feneyjum var eggjum kast-
að að breska sendiráðinu.
í París hafði verið boðað til mót-
mælastöðu við bandariska sendiráðið
en óeirðalögreglan girti svæðið af og
tók sér stöðu með skUdi og háþrýsti-
dælur til að halda fólkinu frá svæðinu.
í Þýskalandi urðu mótmælin mest í
Berlin en þar gegnu um fimmtíu
þúsund manns um miðborgina gegn-
um Brandenborgarhliðið að Alex-
anderstorgi þar sem mótmælastaða
fór fram gengt bandariska sendiráð-
inu.
Þá kom einnig tU öflugra mótmæla
á Spáni, en fjölmennust urði þau í
Madrid þar sem safnast var saman
framan við bandaríka sendiráðið.
í Ástralíu var stríðinu einnig mót-
mælt kröftuglega í öllum stærstu
borgum landsins en Sölmennust urðu
þau í Melboume þar sem um fjörtíu
þúsund manns gengu um götur borg-
arinnar á meðan fimmtán þúsund
mótmæltu í Sydney.
Sömu sögu er að segja frá Asíu en
þar var stríðinu mótmælt í flestum
stórborgum álfunnar.
REUTERSMYND
Hörð mótmæli í San Francisco
Allt að 1400 voru handteknir í San Francisco í gær þegar tíu þúsund Bandaríkjamenn mótmæltu stríðsrekstrinum í írak
víða um land. Það er mesti fjöldi sem lögreglan handtekur í mötmælum í einstakri borg síðustu 22 árin.
Þyrla á vegum bandaríska hersins fórst skammt frá landamærum íraks:
14 bandamenn f órust
Átta breskir og fjórir bandarísk-
ir hermenn fórust þegar herþyrla á
vegum bandamanna fórst rétt við
borgina Umm Qasr í Kuwait, um 15
km sunnan landamæra írak i nótt.
Þetta eru fyrstu hermenn Banda-
manna sem falla siðan að hemað-
araðgerðir gegn írak hófust, en all-
ir þeir sem í þyrlunni voru létu líf-
ið.
Sögusagnir þess efnis að þyrlan
hefði verið skotin niður komust
fljótt á kreik en var fljótt vísað á
bug. Talið er fullvíst að vélarbilun
hafi ollið því að þyrlan, sem er af
gerðinni CH-46 og var í eigu fót-
göngusveita bandaríska hemaðar-
flotans, hrapaði.
„Enn er verið að rannsaka tildrö-
d slyssins en við höfum enga
ástæðu til að halda að andstæðing-
DV-MYND REUTERS
Hér sést þyrla af gerðlnnl CH-46
eins og sú sem fórst í Kúveit í nótt.
16 bandamenn létu lífið í slysinu.
ar okkar hefðu verið að verki,“
sagði einn af talsmönnum fót-
göngusveitarinnar i nótt.
Vandræði með þyrlurnar
Þetta er þriðja þyrlan sem ferst á
vígvellinum síðan að striðið hófst
síðustu nótt. Fyrst var það þyrla af
gerðinni MH-53 Pave Low, sem til-
heyrir bandaríska flæughemum,
sem fórst en síðar í gær eyðilagðist
einnig AH-64 Apache árásarþyrla.
Báðar þessar þyrlur fómst vegna of
harkalegrar lendingar en allir þeir
hermenn sem í þeim voru sluppu
óskaðaðir.
Þyrluslysið í nótt átti sér stað á
fjórða tímanum, þegar klukkan var
40 mínútur yfir miðnætti að ís-
lenskum tima. um 15 km sunnan
írösku landamæranna.
Kjóladagar hjá
Sissu tískuhúsi
Ný sending af kjólum
20% afsláttur
21. og 22. mars
(st.36-52)
Sissá tískuhús
mm.-m CVVA
mPÆmjf vSwUvMp JILfEPiþ
BÓHUSVÍDEÓ
ÞARFASK
ÞJÓNNINN!