Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2003, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2003, Síða 14
14 Menning Snilld er huggun í skugga yfirvofandi stríðsátaka í írak voru haldnir tónleikar í Salnum í Kópavogi síðastliðið miðvikudags- kvöld. Fádæma aðsókn var að þess- um atburði. Harmónikuleikarinn Tatu Kantomaa lék á annan tug verka fyrir hljóðfæri sitt, mörg hver eftir finnsk tónskáld. Stærstu verkin voru eftir kennara hans, Veikko Ahvenainen, og hinn nafnkunna og vinsæla Einojuhani Rautavaara. Sem dæmi um vinsældimar fengu gestir Sinfóníuhljómsveitar íslands nýverið tækifæri til að hlýða á flautukonsert eftir Rautavaara. Á sama tíma og hermenn biðu víg- búnir í startholunum, tilbúnir að beita öllum hemaðarlegum ávöxtum hugvits mannsins gegn öðrum mönn- um í beinni útsendingu, sátu sem sagt fjölmargir gestir í Salnum og hlýddu á harmónikuleik. Þar var ákveðið mótvægi að finna. Þar sátu gestir sameinaðir og þáðu gjafír hinnar hreinu gjafmildi. Snilld hljóð- færaleikarans er afrakstur gífurlegr- ar vinnu sem byggir á grunni nánast ólýsanlegra hæfíleika. Þegar því er deilt með samferðamönnum er það viðburður sem hlýtur að teljast á öndverðum enda við ljótleika stríðs. Harmónikan reyndist í höndum Kantomaa vera hljóðfæri sem ekki DV-MYND HARI Harmónikusnlllingurlnn Tatu Kantomaa Vald hans á hljóöfæri sínu er algert og túlkun hans alltaf næm. getur bara grátið og sungið heldur geymir hún möguleika til sköpunar á safni hljóðeffekta sem voru fagurlega nýttir í vel völdum verkunum á efnis- skránni. Dropahljóðið sem heyrðist í fyrsta verkinu, vindar og stunur í öðr- um og hreinlega heilt leikhús í Valsi trúðsins. Dálítið Ives-leg samsetning í óheflaðri skrúðgöngunni í fyrsta kafla verksins eftir Rautavaara var sérlega skemmtileg. Kantomaa er tónlistarsnillingur. Vald hans á hljóðfæri sínu er algert og túlk- un hans alltaf næm og þannig unnin að við engu ætti að hrófla. Það er ekki auð- velt að lýsa snilld og verður ekki reynt hér, samt er rétt að nefna eitthvað af því sem gerir leik hans svo ómótstæði- legan. Styrkleikabreytingar eru í leik hans eins og birtubrigði eru í málverki bestu málara. Hann getur t.d. leikið svo örveikt og fínlega en þó svo hratt og ör- ugglega að annað eins hefur varla heyrst. Hann hefur líka slíkt vald á hryn og hrynbreytingum að unun er að. Sveiflan er grípandi í öllum hendingum og þagnimar hlaðnar þessari spennu sem fylgir einstakri hrynskynjun. Upp- skrúfaðar lýsingar geta aldrei gefið nema óljósa tilfinningu fyrir því sem svona snillingar gefa gestum sínum. Klappið sem dundi á Kantomaa í lokin var tilraun til þakkar frá þeim sem fengu að njóta. Sigfríður Björnsdóttir Spor í Höfn - sýning opnuö á vegum Handverks og hönnunar í Sívalaturni í dag í dag kl. 16 verður opnuð í Sívalaturninum í Kaupmannahöfn sýning á íslensku hand- verki og listiðnaði á vegum Handverks og hönnunar. í turninum er fallegur sýningar- salur sem margir þekkja enda er hann frá- bærlega staðsettur í hjarta borgarinnar. Þetta er sýningin Spor sem fyrst var sett upp í Hafnarborg í nóvember sl. í aðdraganda sýningarinnar var haldin samkeppni sem var öllum opin og dómnefnd valdi úr innsendum munum. Mikill áhugi var á sýningunni og um eitt hundrað manns sótti um þátttöku. Dómnefnd valdi verk frá 42 einstaklingum. í tengslum við sýninguna er gefin út sýningarskrá þar sem allir sýnendur eru kynntir. Sýningin stendur til 27. apríl, sjá www.rundetaam.dk. Sýnendur eru: Anna Guðmundsdóttir, Anna Þóra Karlsdóttir, Bára Kjartansdóttir, Bjargey Ingólfsdóttir, Brita Berglund, Dýrfinna Torfadóttir, Elín Jónína Ólafsdótt- ir, Elísabet Haraldsdóttir, Erling Jóhannes- son, Friða S. Kristinsdóttir, George Holland- ers, Guðlaug Halldórsdóttir, Guðný Jónsdótt- ir, Guðrún Gunnarsdóttir, Guðrún Indriða- dóttir, Halla Ásgeirsdóttir, Hanna Stefáns- dóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Hrafn- hildur Sigurðardóttir, Hulda B. Ágústsdóttir, ína Salóme, Jóna A. Imsland, Jóna Sigríður Jónsdóttir, Kolbrún Björgólfsdóttir, Kristín Cardew, Kristín Sigfríður Garðarsdóttir, Kristveig Halldórsdóttir, Lára Gunnarsdótt- ir, Lára Magnúsdóttir, Lene Zachariassen, Margrét Guðnadóttir, Margrét Jónsdóttir, Oddný E. Magnúsdóttir, Philippe Ricart, Pia Rakel Sverrisdóttir, Ragnheiður Ingimn Ágústsdóttir, Rósa Helgadóttir, Sandra Borg Gunnarsdóttir, Sigríður Ágústsdóttir, Sigríð- ur Elfa Sigurðardóttir, Sigrún Ólöf Einars- dóttir, Soren S. Larsen, Sólrún Anna Símon- ardóttir, Valdís Harrysdóttir og Þórhildur Þorgeirsdóttir. íslenskt handverk í gömlu höfuðborginni Skart eftir Dýrfinnu Torfadóttur, sjal eftir Önnu Guömundsdóttur og pils eftir Báru Kjartansdóttur. Samísk menningardagskrá í minningu skáldsins Nils-Aslaks Valkeapáá Á sunnudagskvöldið kl. 20 veröur þess minnst í Norræna húsinu að þann dag eru 60 ár liðin frá fæðingu samíska skáldsins og ijöllistamannsins Nils-Aslaks Val- keapaa sem lést um aldur fram fyrir rúmu ári. Þá gengst Norræna húsið, i samstarfi við samísk-íslenska vináttufélagið SAMÍS, fyrir dagskrá þar sem tveir þjóðkunnir fulltrúar samiskrar menningar og nánir vinir Nils-Aslaks, Harald Gaski, kennari í samískum fræðum við háskólann í Tromso, og rithöfundurinn John Gustav- sen, flytja erindi um samísk menningar- mál. Lesin verða ljóð eftir Nils-Aslak í þýðingu Einars Braga úr bókinni Víðem- in í brjósti mér sem kemur út þann sama dag og sýndir verða valdir kvikmynda- þættir úr samísku þjóðlífi. Nils-Aslak Valkeapaa er víðkunnastur samískra listamanna fyrr og síðar. For- eldrar hans vom hreinbændur en sjálfur gekk hann menntaveginn, var lærður kennari en stundaði aldrei kennslu held- ur lifði i listum manndómsævina alla. Honum var allt til lista lagt: hann mynd- skreytti og hannaði bækur sínar sjálfur, Nlls-Aslak Valkeapáá skáld Úrval Ijóöa hans kemur út á íslensku á sunnudaginn. var snjall ljósmyndari, lék stórt hlutverk í samísku kvikmyndinni Leiðsögumannin- um og samdi tónlistina, hann var góður gítarleikari, einn fremsti jojkari þjóðar- innar, frábært ljóðskáld og mátti heita fremsti málsvari og merkisberi samískrar menningar í víðasta skilningi seinni helming ævinnar. Hann lést 26. nóvember 2001, nýkominn til Helsinki eftir erfitt flug frá Japan. En ljóð hans lifa eins og sannfærast má um af lestri nýju ljóðabókarinnar í íslenskri þýðingu Einars Braga. Svona líta víðern- in hans út að vetrarlagi: Hér er svo margt aó sjá aö hafiróu opin augun er óþarfi aó leita Noróurljós braga ísperlur kvikna tófuspor prýöa víðernin morgun hvern vaknaröu viö rjúpnahlátur Og þetta kalla menn skammdegi FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 DV Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is Viðarlist í gær var opnuð i anddyri Norræna hússins sýningin Viðarlist frá Dalsásen. Þar má sjá verk átta listamanna sem hafa notið þess að vinna verk sín fjarri ys og þys stórborga í stórbrotnu umhverfi nor- rænu listamannamiðstöðvarinnar Dalsásen í Noregi. Listamenn hvaðanæva úr heiminum geta sótt um að komast til Dalsásen sem stuðlar að því að hlúa að al- þjóðlegu samstarfsneti listamanna. Þó að áherslan á sýningunni sé einkum á tréð sem efnivið vinna listamennimir einnig með annars konar efni og miðla. Á sýningunni verða sýnd verk úr tré og myndbandsverk eftir Guðjón Ketilsson sem síðast vakti athygli fyrir fallega Menningarverðlaunagripi fyrir DV, Lars Wallsten frá Svíþjóð, Anu Laurila og Jorma Lechtinen frá Finnlandi, Lars Sture og Lillian Dahle frá Noregi, Christi- an Finne frá Danmörku og Aeneas Wilder frá Skotlandi. Sýningin stendur til 27. apr- íl. Hlutabréf í sólarlaginu Á morgun kl. 17 opnar listþing helgað Degi Sig- urðarsyni skáldi og málara í Nýlistasafninu, Vatnsstig 3. Til sýnis eru málverk og grafík eftir hann frá ýms- um tímum auk ýmissa for- vitnilegra heimilda. Dagur- inn er jafnframt útgáfudag- ur veglegrar bókar um Dag sem Hjálmar Sveinsson og Geir Svansson ritstýra. Tékknesk tónverk Á sunnudaginn kl. 17 flytur kirkjukór Fella-og Hólakirkju ásamt kammersveit- inni Jón Leifs Camerata og einsöngvurum verk eftir tékknesku tónskáldin Jan Dismas Zelenka (1679-1745) og Frantisek Xaver Brixi(1732-1771) undir stjóm Lenku Mátéová. Einsöngvarar eru Ólafía Linberg Jensdóttir sópran, Jóhanna Ósk Valsdóttir alt, Garðar Thór Cortes tenór og Davíð Ólafsson bassi. Tónleikunum hefur verið valin yfirskriftin Salve Regina - heil sért þú, drottning því flest viðfangsefnin tengj- ast þema tónleikanna, Maríu guðsmóður. Rienzi Þriðji fyrirlestur Reynis Axelssonar í fyrirlestraröðinni Æskuverk Wagners hjá Richard Wagner-félaginu verður á morgun kl. 13 í Norræna húsinu. Þar kynnir hann óperuna Rienzi, hið síðasta í hópi þeirra verka, sem hafa verið flokkuð sem æsku- verk tónskáldsins og ekki verið talin standa síðari ópemm hans jafnfætis. Reynir sýnir einnig hluta úr óperunni af myndbandi frá uppfærslu í Prag. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Afmælishátíð Á þessu ári em liðin 50 ár frá stofnun Kirkjukórs Langholtskirkju eins og hann hét er hann var stofnaður 23. mars 1953. Tímamótanna verður minnst með margvísleg- um hætti á árinu, og verður stærsta verkefnið frumflutningur á Messu fyrir kór, einsöngvara og sinfóníuhljóm- sveit eftir Hildigunni Rúnarsdóttur á fostudaginn langa. Á sunnudaginn, sjálfan afmælisdaginn, býður kórinn til fagnaðar í Langholts- kirkju. Hann hefst með hátíðarmessu kl. 11 þar sem eldri og yngri kórfélagar syngja, u.þ.b. 150 manns. Séra Jón Helgi Þórarinsson messar en séra Sigurður Haukur Guðjónsson predikar. Klukkan 16 verða síðan tónleikar þar sem afmæliskór- inn mun syngja sýnishom af verkum sem sungin hafa verið í gegnum tíðina, ættjarðarlög, íslensk og erlend kórverk m.a. eftir Sarlatti, Schútz og Bruckner. Einnig mun karlakórinn Stjúpbræður taka lagið. Stjómandi er Jón Stefánsson og aðgangur er ókeypis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.