Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2003, Síða 24
24
íslendingaþættir
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
85 ára__________________________
Árni Ingólfsson,
Víöivöllum 4, Akureyri.
Maja Gréta Briem,
Kleppsvegi 64, Reykjavík.
80 ára _________________________
Guðmundur Árnason,
Holtagerði 14, Kópavogi.
Herdís Antoníusardóttir,
Skúlagötu 20, Reykjavík.
78 ára__________________________
Davíð Guðbergsson,
Kirkjusandi 5, Reykjavík.
Hannes Sigurðsson,
Álfheimum 68, Reykjavík.
Hilmar B. Jóhannsson,
Austurbrún 6, Reykjavík.
Pálína Þorláksdóttir,
Rfumóa 9, Njarðvík.
70 ára__________________________
Davíð Davíðsson,
Bræðratungu 18, Kópavogi.
Jóhannes Guðmundsson,
Veghúsum 31, Reykjavik.
60 ára__________________________
Björn Ágústsson,
Laufskógum 6, Egilsstöðum.
Edda Bragadóttir,
Hraunbæ 154, Reykjavik.
Rnnur Örn Marinósson,
Norðurbyggð 5, Akureyri.
Herdís Ósk Herjólfsdóttir,
Mýrargötu 10, Vogum.
Ingvar Baldursson,
Freyvangi 14, Hellu.
Lillian B. Nielsen,
Vesturhúsum 5, Reykjavík.
50 ára__________________________
Ásgerður Þórisdóttir,
Birkigrund 54, Kópavogi.
Bjarni Þórðarson,
Bjarnarstig 9, Reykjavík.
Guðbjörg A. Magnfreðsdóttir,
Sundstræti 25a, ísafirði.
Guðrún Magnúsdóttir,
Ballará, Búðardal.
Halldóra Björk Bergmann,
Grettis|ötu 45, Reykjavík.
María Ármannsdóttir,
Heiðarvegi 47, Vestmannaeyjum.
Ragnhildur Þórarinsdóttir,
Vesturbrún 15, Flúðum.
Stanica Markovic,
Týsgötu 8, Reykjavík.
40 ára__________________________
Bergþóra Þorkelsdóttir,
Reyrhaga 20, Selfossi.
Guðmundur Rafn Svansson,
Grenibyggð 8, Mosfellsbæ.
Guðrún Birna Smáradóttir,
Álftarima 5, Selfossi.
Hafdís Jóhanna Vlðarsdóttir,
Háabergi 1, Hafnarfirði.
Helga Freysdóttir,
Noröurtúni 11, Siglufirði.
Margrét Birna Auðunsdóttir,
Hagamel 43, Reykjavík.
Páll R. Valdimarsson,
Smyrlahrauni 24, Hafnarfirði.
Rósa Björg Ólafsdóttir,
Skólagerði 11, Kópavogi.
Sigurlaug L. Svavarsdóttir,
Brún, Húsavík.
Víkingur Þór Gunnarsson,
Nátthaga 14, Sauðárkróki.
Hólmfríður Þorvaldsdóttir aðalbókari,
Arnartanga 17, Mosfellsbæ, andaöist á
Landspitalanum þriðjud. 18.3.
Árni Kristjánsson píanóleikari, Hávalla-
götu 30, Reykjavík, andaðist á hjúkrun-
arheimilinu Sóltúni aðfaranótt 19.3.
Björn Einarsson frá Mýnesi andaðist á
Landspítalanum við Hringbraut 17.3.
Jóna Svanfríður Ingibergsdóttir Svana.
Freyjugötu 45, Reykjavík, lést á hjúkrun-
arheimilinu Eir miðvikud. 19.3.
Friðþóra Stefánsdóttir, frá Nöf við Hofs-
ós, er látin.
Jarðarför Dósóþeusar Tímótheussonar
fer fram frá Fossvogskapellu föstud.
21.3. kl. 15.
Otför Ellerts Rögnvalds Emanúelssonar,
Faxabraut 36c, Keflavík, fer fram frá
Keflavíkurkirkju föstud. 21.3. kl. 11.
Sigurður Frlðrik Sigurðsson verður jarð-
sunginn frá Hallgrímskirkju föstud. 21.3.
kl. 14.
Sigríður Jeppesen verður jarösungin frá
Frikirkjunni í Reykjavík 21.3. kl. 13.30.
Anna Petersen, Flókagötu 25, verður
jarðsungin frá Háteigskirkju föstud.
21.3. kl. 15.
Ingólfur Sigurðsson, Þingskálum, verður
jarðsettur frá Keldnakirkju á
Rangárvöllum, laugard. 22.3. kl. 14.
Haukur Böðvarsson, Baldursbrekku 6,
Húsavík, verður jarðsunginn frá Húsavík-
urkirkju laugard. 22.3. kl. 14.
FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003
DV
Sjötugur
Þorvaldur S. Þorvaldson
borgararkitekt í Reykjavík
Þorvaldur Sigurður Þorvaldsson
borgararkitekt, Hábæ 39, Reykjavík,
er sjötugur í dag.
Starfsferill
Þorvaldur fæddist í Reykjavík
en ólst upp í Hafnarfirði. Hann
lauk stúdentsprófi frá MR 1954 og
prófi í arkitektúr frá Konunglegu
listaakademíunni í Kaupmanna-
höfn 1961.
Þorvaidur starfaði hjá arkitekt-
unum Hans Erling Lagkilde og Ib
Martin Jensen í Kaupmannahöfn
1960-61, var Sagsarkitekt hjá Erik
Moller í Kaupmannahöfn 1961-63,
arkitekt hjá húsameistara ríkisins
1963-67 og starfrækti arkitekta-
stofu i samvinnu við Manfreð Vil-
hjálmsson 1967-84.
Þorvaldur varð forstöðumaður
Borgarskipulags 1984 og gegndi
því embætti til 2001 er hann varð
borgararkitekt. Þá var Þorvaldur
stundakennari í húsagerð við
verkfræði- og raunvísindadeild HÍ
1969-75.
Þovaldur var Inspector scholae í
MR 1954, sat í stjóm Arkitektafé-
lags íslands 1965-72, var formaður
þess 1969-71, sat í stjórn Sjálfstætt
starfandi arkitekta 1978-81, í
stjórn Norræna sumarháskólans
1966-71, í stjórn Skógræktarfélags
Reykjavíkur frá 1979 og var for-
maður þess frá 1987, í stjórn Skóg-
ræktarfélags íslands og Land-
græðslusjóðs frá 1983 og formaður
Landgræðslusjóðs frá 1990.
Þorvaldur hefur hannað margar
þekktar opinberar byggingar,
skóla og kirkjur, s.s. Kjarvalshús,
Þjóðarbókhlöðuna, Lýðháskólann
í Skálholti, Árbæjarkirkju, menn-
ingarmiðstöð Þingeyinga, íbúðir
fyrir aldraða og heilsugæslustöð á
Egilsstöðum. Hann hefur skrifað
flölda greina í tímarit um arki-
tektúr og skipulagsmál og haldið
fjölda fyrirlestra.
Þorvaldur hlaut fegurðarverð-
laun fyrir húsið Fáfnisnes 3 og
Menningarverðlaun DV 1980 fyrir
húsagerðarlist. Auk þess hefur
hann hlotið viðurkenningar í
ýmsum samkeppnum.
Fjölskylda
Þorvaldur kvæntist 25.9. 1955
Steinunni Jónsdóttur, f. 6.11. 1933,
stúdent og húsmóður. Hún er dótt-
ir Jóns Jónssonar, f. 25.10.1908, d.
13.8. 2002, framkvæmdastjóra
Hraðfrystihússins í Innri-Njarð-
vík, og Bjömeyjar Jakobínu Hall-
grímsdóttur, f. 26.4. 1904, d. 22.4.
1995, kennara og húsmóður.
Börn Þorvalds og Steinunnar
eru Jón Þór Þorvaldsson, f. 2.12.
1956, arkitekt, búsettur í Reykja-
vík, kvæntur Guðrúnu Önnu Ing-
ólfsdóttur og eru dætur þeirra
Steinunn, f. 20.6. 1980, og Elín
María, f. 19.8.1996; Herdís Sif Þor-
valdsdóttir, f. 22.2. 1962, landfræð-
ingur og flugfreyja, gift Finni
Orra Thorlacius Sigurðssyni og
eru börn þeirra Sindri Snær Thor-
lacius, f. 24.6. 1990, og Sædís
Sunna Thorlacius, f. 23.2. 1997;
Þorvaldur Bjarni, f. 3.3. 1966, tón-
listarmaður, kvæntur Þórunni
Geirsdóttur, flugfreyju og sýning-
arstjóra og er dóttir þeirra Herdís
Hlíf Þorvaldsdóttir, f. 26.4. 1999.
Systkini Þorvalds eru Dóra, f.
14.8. 1922, húsmóðir í Kópavogi,
var gift Þóri Hall, f. 19.3. 1922 en
þau skildu og eiga þau Þóri Jón
Hall og Hrafnkel Hall; Herdís, f.
15.10. 1923, leikkona, búsett í
Reykjavík, var gift Gunnlaugi
Þórðarsyni lögfræðingi sem er lát-
inn en þau skildu og eru börn
þeirra Hrafn, Þorvaldur, Snædis
og Tinna Þórdís; Þóra, f. 18.2.1925,
húsmóðir í Reykjavík, gift Niku-
lási Má Nikulássyni, f. 8.8. 1923 og
eiga þau Má Viðar, Maríu Erlu,
Þorvald Tómas, Nikulás Úlfar,
Höllu Þóru, Hafstein og Sigríði;
María, f. 16.6. 1928, húsmóðir og
saumakona í Bandaríkjunum, var
gift Joseph Edward Bradwell en
þau skildu og eiga þau Joseph Ed-
ward en fyrir átti María Bjarna
Örn með Þóri Jónssyni; Sigríður,
f. 1.8. 1926, d. 1.5. 1931.
Foreldrar Þorvalds voru Þor-
valdur T. Bjarnason, f. 6.11. 1895,
d. 29.9. 1932, kaupmaður í Hafnar-
firði, og María Víðis Jónsdóttir, f.
14.12. 1895, d. 4.5. 1982, húsmóðir
og bóksali í Reykjavík.
Ætt
Þorvaldur kaupmaður var son-
ur Bjarna, b. og bátaformanns á
Fagurhóli í Höfnum Tómassonar,
frá Teigi í Fljótshlíð Guðmunds-
sonar, útvegsb. á Flankastöðum.
Móðir Þorvalds kaupmanns var
Herdís Nikulásdóttur, útvegsb. í
Nýlendu í Leirhöfn Björnssonar, í
Vörum í Gerði Jónssonar.
Systkini Maríu Viðis voru Sig-
ríður, kona Jóhanns Skaftasonar
sýslumanns en þau Jóhann og Sig-
ríður voru systrabörn frá Arn-
heiðarstöðum á Fljótsdal, og Jón
Víðis landmælingamaður. María
Víðis, var dóttir Jóns, Þveræings,
b. á Þverá í Laxárdal Jónssonar,
bróður Snorra á Þverá, föður Ás-
kels tónskálds. Annar bróðir Jóns
Þveræings var Benedikt á Auðn-
um, faðir Huldu skáldkonu. Jón
Þveræingur var sonur Jóns, b. á
Þverá Jóakimssonar, b. á
Mýlaugsstöðum Ketilssonar, b. á
Sigurðarstöðum i Bárðardal Tóm-
assonar. Meðal afkomenda Ketils
á Sigurðarstöðum voru þeir bræð-
ur Hallgrímur og Sigurður Krist-
inssynir, forstjórar SÍS og Aðal-
björg Sigurðardóttir, móðir Jónas-
ar Haralz bankastjóra. Bróðir
Jóns Jóakimssonar á Þverá var
Hálfdán, faðir Jakobs, stofnanda
Kaupfélags Þingeyinga, fyrsta
kaupfélagsins.
Móðir Maríu var Halldóra Sig-
urðardóttir frá Arnheiðarstöðum
Guttormssonar, en meðal frænd-
fólks Þorvalds í þeirri ætt er Hjör-
leifur Guttormsson, fyrrv. alþm.
og ráðherra.
Þorvaldur er að heiman.
Sextugur
Vigfus R. Jóhannesson
skipstjóri á Dalvík
Vigfús R. Jóhannesson
skipstjóri, Öldugötu 1,
Dalvík, er sextugur í dag.
Starfsferill
Vigfús fæddist á
Hauganesi á Árskógs-
strönd. Hann ólst upp í
foreldrahúsum í Ásbyrgi
á Hauganesi. Á unga
aldri fór hann að sækja
sjóinn með föður sínum
sem rak útgerð, ásamt
bróður sínum, Sigurði. Segja má að
sjómennskan hafi verið honum i
blóð borin og Vigfús hafl kynnst
flestum veiðiháttum íslendinga frá
miðri síðustu öld.
Fimmtán ára fór Vigfús til Njarð-
víkur á vetrarvertíð sem beitaingar-
maður. Sama ár fór hann á línu-úti-
legu á Akraborg EA-50. Áfram var
hann á Akraborg á síldveiðum, einu
af síðustu skipum sem var með tvo
nótabáta og doríu. Eftir það var Vig-
fús á ufsaveiðum með nót á Gylfa og
Garðari EA.
Eftir að hafa lokið stýrimanna-
prófi frá stýrimannaskóla Reykja-
víkur 1967 var Vigfús stýrimaður á
Bjarma II frá Dalvík sem stundaði
súd-, loðnu- og þorskveiðar í nót,
bæði við ísland og allt norður að
Svalbarða.
Vigfús var stýrimaður á Björgvin
EA-311 frá 1974-77. Eftir það hefur
hann verið skipstjóri á Björgvin
gamla og nýja til 2001.
Fjölskylda
Vigfús kvæntist 25.12.
1966 Svanhildi Ámadótt-
ur, f. 18.6. 1948, hár-
greiðslumeistara. For-
eldrar hennar: Þórgunn-
ur Amalía Þorleifsdóttir,
f. 7.10. 1916, d. 19.12. 1993,
og Ámi Guðlaugsson f.
10.6. 1912, d. 7.11. 1987.
Börn Vigfúsar og
Svanhildar eru Kristján,
f. 26.8. 1965, staðgengill
siglingamálastjóra, búsettur í Hafn-
arfirði, kvæntur Þórdisi Sigurðar-
dóttur, f. 2.2. 1968, lektor við HR og
eru börn þeirra Jökull Sólberg Auð-
unsson, f. 18.3. 1986, nemi við MH,
Svanhildur Gréta, f. 8.12. 1993, og
Vigdís, f. 30.7. 1998; Þórgunnur
Reykjalín, f. 29.7. 1969, skólastjóri
Gagnfræðaskólans í Ólafsfirði, bú-
sett á Ólafsfirði, gift Amari Guð-
mundssyni, f. 2.2. 1972, sjómanni og
er dóttir þeirra Andrea Sif Hilmars-
dóttir, f. 15.11.1991, en dóttir Amars
af fyrri sambúð er Arna Dögg, f.
31.12. 1996; Hrafnhildur Reykjalín, f.
4.3. 1976, förðunarfræðingur, búsett
á Dalvík en maður hennar er Jó-
hann Magnússon, f. 29.7. 1966, vél-
fræðingur og er sonur þeirra Jakob
Máni, f. 6.10.2002, en dóttir Jóhanns
af fyrri sambúð er Sólveig Eir, f.
13.10. 1992.
Systkini Vigfúsar eru Hanna
Guðrún, f. 6.7. 1934, búsett í Eyja-
firði en maður hennar er Þór Hjalta-
son; Trausti Hafsteinn, f. 1.4. 1940,
búsettur í Kópavogi en kona hans er
Ásthildur Inga Haraldsdóttir; Elísa-
bet, f. 30.1. 1946, búsett á Dalvík en
maður hennar er Þorsteinn Skafta-
son; Ragnar Reykjalín, f. 25.9. 1948,
búsettur á Hauganesi en kona hans
er Helga Haraldsdóttir; Elvar
Reykjalín, f. 26.12. 1954 en kona
hans er Guðlaug Carlsdóttir.
Foreldrar Vigfúsar: Jóhannes
Reykjalin Traustason f. 26.7. 1913, d.
24.1. 1985, og Hulda Vigfúsdóttir, f.
16.8. 1914.
Ætt
Jóhannes Reykjalín var sonur
Trausta Jóhannessonar, b. á Kuss-
ungsstöðum í Fjörðum Jónssonar
Reykjalín, pr. á Þönglabakka Jóns-
sonar, pr. á Ríp Jónssonar, pr. á
Breiðabólsstað í Vesturhópi Þor-
varðarsonar. Móðir Trausta var
Guðrún Sigríður Hallgrímsdóttir, á
Hóli í Fjörðum og Ingveldar Árna-
dóttur frá Sveinsströnd við Mývatn.
Móðir Jóhannesar Reykjalín var
Anna Guðrún Jónsdóttir, búsett á
Hrafnagili í Þorvaldsdal og Jónínu
Jóhannesdóttur frá Selá á Árskógs-
strönd.
Hulda Vigfúsdóttir er dóttir Vig-
fúsar, smiðs og útvegsb. í Litla Ár-
skógi á Árskógsströnd Kristjánsson-
ar, b. á Litlu-Hámundarstöðum
Jónssonar, frá Stóru-Hámundar-
stöðum Hallgrímssonar. Móðir
Kristjáns var Þuríður Helga Stef-
ánsdóttir.
Móðir Huldu var Elísabet Jó-
hannesdóttir, formanns á Hinriks-
mýri á Árskógsströnd Jóakimsson-
ar, húsmanns í Höfðahverfi Þor-
steinssonar.
Vigfús verður að heiman.
Smáauglýsingar
bílar og farartæki
húsnæði
markaðstorgið
atvinna
einkamál
550 5000