Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2003, Síða 25
25
FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003
DV Tilvera
DV-MYNDIR E.ÓL.
A frumsýningu
Árni Ibsen var á frumsýningu á Púntila og Matta ásamt eiginkonu sinni, Hildi Kristjánsdóttur. Meö þeim á mynd-
inni eru Jón Viðar Jónsson leikhúsfræöingur og Kristbjörg Kjeld leikkona.
Áfrumsýningu í Borgarleikhúsinu:
og Matti
lífiö
E F T I . R V I N N 1J
SSSól á Players
Helgi Björns og félagar í SSSól
skemmta á Players í kvöld.
Fyrirlestur í HÍ
Milli kl. 12 og 13 flytur Vilborg
Jóhannsdóttir erindið Aukin
gæði þjónustu: Þróun mæli-
kvarða á árangur í félagslegri
þjónustu við fólk með fötlun. Fyr-
irlesturinn er í stofu 101 í Odda,
Háskóla íslands, og er öllum op-
inn. Erindið er byggt á niðurstöð-
um starfendarannsóknar sem
unnin var á árunum 1999-2001.
Listadagar
í Garöabæ
Það eru listadagar barna- og
unglinga í Garðabæ fram á
sunnudag. Mikið um að vera í
bænum alla dagana. Kíkið inn á
www.gardabaer.is
Mania Express
á Gauknum
Það er boðið upp á Mania Ex-
press #2 á Gauknum í kvöld,
þema kvöldsins er r&b og þau
Svali og Sóley þeyta skífur í takt
við eggjandi go-go-dansara.
Rocky Horror í FG
1500-kall inn á sýningu FG á
Rocky Horror í hátíðarsal skól-
ans kl. 20.
Fuglinn
heitir Fótógen
Leikfélag NFSU sýnir verkið
„Fuglinn heitir Fótógen" sem
varð til upp úr spunavinnu leik-
hópsins sem hér stígur á fjalirnar
í húsi Leikfélags Selfoss. Leikhóp-
urinn samanstendur af nemend-
um úr FSU. Sýningin hefst kl. 20.
Þótt Þór Magnús Kapor sé
kominn af fiskimönnum og sæ-
förum í Dalmatíu og hafi reynd-
ar sjálfur stundað bæði siglingar
og sjóróðra þá er hann fyrst og
fremst myndlistarmaður. í lista-
sal Man á Skólavörðustíg 14
prýða olíupastelmyndir hans úr
íslenskri náttúru veggina þessa
dagana. Það er tíunda einkasýn-
ing hans hér á landi en einnig
hefur hann sýnt í Krótatíu, Aust-
urríki, á Ítalíu, í Þýskalandi og
Holiandi.
Hrifinn af Björk
Þór fæddist í Split í Króatíu og
lauk prófi frá listadeild Kennara-
Púntila
Leikfélag Reykjavíkur frum-
sýndi í gær eitt þekktasta verk
Bertolds Brechts, Púntila og
Matta, í leikstjóm Guðjóns Peder-
sens, leikhússtjóra LR. Fullt hús
vár og tóku leikhúsgestir leikrit-
inu ákaflega vel og var mikið
klappað í lokin.
Titilpersónurnar eru bóndinn
háskólans í Zagreb. Hann starfaði
sem forvörður að varðveislu og
viðgerð, ljósmyndun og skráningu
gamalla listaverka og mannvirkja
í gömlu Júgóslavíu. „Þegar stríðið
var búið að standa í ár vildi ég
ekki lifa og starfa lengur í landinu
heldur fór í siglingar," segir Þór
og lýsir því að hann hafi yfirgefið
fleyið í Kanada, tekið flugið yfir
til Evrópu, fyrst til Frankfurt, það-
an til London og loks til Keflavik-
ur. Þetta var árið 1992.
„Ég bjó fyrst í Garðinum og
Keflavík í nokkur ár og stundaði
sjóinn," segir hann og bendir á
eina mynd á sýningunni sem heit-
ir Keflavíkurhöfn II. „Þetta er
„takk fyrir mig“ til Keflavíkur,"
og vinnumaðurinn. Púntila er
harðstjóri og ekki skemmtilegur
maður þegar hann er edrú. Þegar
hann er svo búinn að fá sér í glas,
sem er æði oft, þá er hann orðinn
hinn mesti mannvinur og sest að
rabbi með vinnumanni sínum,
Matta.
Það er Theodór Júlíusson, sem
segir hann og heldur áfram. „Hún
er samt hugarsmíð en allar aðrar
fyrirmyndir sæki ég beint í um-
hverfið og náttúruna." Til Vopna-
fjarðar flutti Þór 1996. „Einn vinur
sagði mér að Austurland væri fal-
legasti hluti landsins. Því fór ég
þangað,“ segir hann og kveðst
hafa á þessum tíma hafa oröið
mjög hrifinn af diski Bjarkar Guð-
mundsdóttur, Homogenic og
þeirri náttúrusýn sem hún birti
þar. „Þá fór ég að mála íslenskt
landslag," segir hann. Hann kveðst
hafa búið á Vopnafirði í þrjú ár og
m.a. kennt myndlist við skólann.
Ein myndanna heitir „Á leið til
Vopnafjarðar". Þar er snjór í hlíð-
um en vegurinn er samt auður.
leikur Púntila og Bergur Þór Ing-
ólfsson leikur Matta, dóttur
Púntila leikur Nína Dögg Filipp-
usdóttir og Björn Hlynur Haralds-
son leikur sendiráðsfulltrúa sem
Púntila vill að dóttir hans giftist.
Ljósmyndari DV leit inn í hléi
og myndaði nokkra ánægða leik-
húsgesti.
Ekki flóttamaður
En hvernig í ósköpunum datt
honum yfirleitt ísland í hug þar
sem hann var að þvælast um
heimshöfin á skipi? „Ég hafði
alltaf haft áhuga á Islandi og vissi
af hinni mögnuðu náttúru þess.
Þess vegna varð það fyrir valinu
þegar ég kaus mér framtíðarbú-
setu. Þótt ég kæmi frá stríðs-
hrjáðu landi kom ég ekki sem
flóttamaður og hef aldrei haft þá
tilfinningu sjálfur. Ég var strax
ákveðinn í að lifa hér og búa,“ er
svarið. Tákn setja svip á myndir
Þórs. Hann segir þau vera gamlar
íslenskar rúnir. Ekki nóg með
það. Flestar þeirra merkja Guð
blessi ísland. -Gun.
Monica stjórnar
veruleikaþætti
Frægasti lærlingur úr Hvíta
húsinu fyrr og síðar, Monica
Lewinsky, hefur nú fengið ærlega
vinnu. Hún mun stjórna raun-
veruleikaþætti á Fox sjónvarps-
stöðinni, að því er skemmtana-
blaðið Daily Variety greindi frá.
Monica er að sjáífsögðu fræg
fyrir ástarævintýri sitt með Bill
Clinton, þáverandi forseta Banda-
ríkjanna, ástarævintýri sem
næstum því kostaöi hann emb-
ættið.
Þáttur Monicu mun snúast um
það að ósköp venjulegir karlar,
með grímu fyrir andlitinu, reyna
að vinna hylli ungrar og aðlað-
andi konu. Blessuð konan fær
aldrei að sjá framan í karlana
heldur verður hún að byggja alla
sína dóma á persónutöfrum
þeirra. Þegar upp er staðið verð-
ur aðeins einn eftir.
Umboðsmenn
slást um Posh
Umboðsmenn skemmtikrafta
vestur í Bandaríkjunum slást
þessa dagana um að fá kryddpí-
una Victoriu „Posh“ Adams og
Beckham til liðs við sig og vilja
gera hana að kvikmyndastjörnu.
Victoriu hefur með klókindum
tekist að beina sviðsljósinu að
sér þótt sólóferill hennar í
popptónlistinni hafi farið fyrir
lítið eftir að Kryddpíurnar lögðu
upp laupana fyrir tveimur árum.
Umbamir fyrir vestan tóku eftir
því og telja því að hún sé feitur
biti að krækja í.
Breska blaðið Mirror segir að
umboðsmennirnir vestra telji fót-
boltafrúna búa yfir þeim eigin-
leikum sem prýða mega hverja
kvikmyndastjömu.
Leikhúsfólk
Leikhúsfólk var margt mætt á Púntila og Matta og þar
á meðal voru hjónin Stefán Baldursson þjóöleikhús-
stjóri og Þórunn Siguröardóttir. Meö þeim á myndinni
er Viöar Eggertsson leikstjóri.
Fiottar í leikhúsinu
Eva Sólan, sem margir þekkja úr sjónvarpinu, var á
frumsýningu ásamt Bergþóru Þórsdóttur.
Þór Magnús Kapor sýnir í Man:
Runirnar merkja Guð blessi Island
DV-MYND HARI
Myndlistarmaðurinn
Þór Magnús við mynd sína, í návist trölla.
Allir íþróttaviðburáir í beinni á risaskjám. Pnol. Bóður matseðill.
Tökum að okkur hópa, starfsmannafélög. Stórt og gott dansgólf.
Bæjarlind 4 « 201 Kópavogur • 5ími 544 5514