Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2003, Síða 26
26
FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003
Rafpóstur: dvsport@dv.is
- keppni í hverju orði
Guðmundur meistari
Guðmundur Stephensen varð í
gærkvöld Noregsmeistari í borðtennis
með liði sínu B-72. Guðmundur og
félagar hans unnu Modum í
hörkuspennandi úrslitaleik, 5-4.
Guðmundur vann alla sína leiki, tvo
einliðaleiki og einn tvíliðaleik. Hann
byrjaði á því að vinna Kínverjann Chen
Yukie, 3-2, bar síðan sigurorð af
Norðmanninum Roar Blikken, 3-0, og
innbyrti loks sigur í tvíliðaleiknum með
Joachim Sörensen, 3-2. -ósk
Eggert Garðarsson, þjallari jR, spáir 3-1 fyrir
Grindavík og 3-2 fyrir Marðvík
ef Tindastóll nær að stoppa Pál Axel
Vilbergsson og Helga Jónas Guðfmns-
son gæti þetta farið í fimm leiki. Ef
ekki þá klárar Grindavík þetta 3-1. Ég
tel Antropov vera lykilmann Tinda-
stóls í þessu einvígi en hjá Grindavík
er það Helgi Jónas Guðfinnsson," seg-
ir Ingi Þór. Hann spáir þvi að Keflvík-
ingar græði fari hitt einvígið í funm
leiki.
Gerir alla í kringum sig betri
„Þetta verður mjög spennandi enda
unnu Njarðvíkingar báða deildarleik-
ina en hafa að sama skapi ekki unnið
Keflavík með Edmund Saunders inn-
anborðs. Eins og ég þekki best sjálfur
spiluðu Njarðvíkingar frábærlega á
móti okkur og nýi útlendingurinn hjá
Njarðvík hefur smellpassað inn í lið-
ið. Hann skilar ótrúlegum tölum, án
þess að menn taki mikið eftir því, og
gerir alla í kringum sig betri.
Keflvíkingar verða að fá mikið frá
skyttunum sínum og þá verða þeir ill-
viðráðanlegir. Lykilatriði fyrir Kefla-
vík er að Guðjón Skúlason og Magnús
Þór Gunnarsson séu í lagi og að sama
skapi er það lykilatriði að Friðrik
Stefánsson verði kletturinn í teignum
hjá Njarðvík.
Ég hugsa að ég veðji á Njarðvík
sem er að mínu mati eina liðið sem
getur stoppað Keflavík. Keflavíking-
amir eru mjög góðir, eins og sást vel
þegar þeir rúlluðu yfir ÍR, en ég held
að þeir geti ekki klárað Njarðvíking-
ana haldi þeir áfram að spila jafnvel
og á móti okkur. Það skiptir samt öllu
að Njarðvíkingar klári þetta 3-1 því ef
þeir ná því ekki og einvígið fer alla
leið í oddaleik mun breiddin líklega
skila Keflvíkingum sæti í úrslitun-
um,“ segir Ingi Þór að lokum.
Körfuboltaveisla
Eggert Garðarsson býst við veislu
fyrir körfuboltaáhugamenn í undan-
úrslitunum. „Ég spái því að Grinda-
vík vinni seríuna 3-1 og held að þeir
séu aðeins of sterkir fyrir Stólana.
Grindvikingar hafa meiri reynslu og
þó að Tindastóll hafi spilað mjög vel í
vetur eru deildarmeistararnir of
sterkir," segir Eggert um niðurstöðu
einvígis Grindavíkur og Tindastóls.
„Lewis hefúr verið að blómstra hjá
Grindavík og ég sé ekki að hann verði
stöðvaður af Stólunum frekar en öðr-
um. Grindvikingar eru með vel skip-
að liö í öllum stöðum, reynslubolta í
bland við yngri stráka, og þrátt fyrir
að ungir strákar á borð við Axel
(Kárason) og Helga Rafn (Viggósson)
hafi staðið sig mjög vel í liði Tinda-
stóls í vetur tel ég að það verði ekki
nóg gegn Grindavík," segir Eggert
sem er ekki eins viss um hvemig hitt
einvigið spilast.
„Þetta verður rosaleg rimma og þar
getur bmgðið til beggja vona. Hvern-
ig sem maður spáir er maður langt frá
því að vera ömggur með að sú spá
gangi eftir. Ég er samt nokkuð viss
um að þetta muni fara í fimm leiki og
ætla að spá Njarðvíkingum sigri. Þeir
unnu báða deildarleikina og vom
óheppnir að vinna ekki bikarleikinn
lika eftir að hafa verið yfir á löngum
köflum. Ég held að það spili meira inn
í þetta einvígi hvort liðið nær sínum
leik fram. Njarðvíkingar era með
stóra og sterka stráka en Keflvíkingar
hafa svarið við þeim í Edmund
Saunders.
Veltur mikiö á Saunders
Ég held að það velti mikið á því
hvað Saunders stoppar mikið af
áhlaupum stóm strákanna hjá Njarð-
vík. Njarövíkingar era í uppsveiflu,
þessi nýi Kani hefur haft góð áhrif á
þá. Keflvíkingar munu eflaust reyna
að ná tempóinu upp með pressunni en
það er hætt við að nú þurfi þeir að
nota Saunders meira og koma boltan-
um meira inn í teiginn. Að sama
skpai verður gaman að sjá hvernig
Njarðvíkingar ætla að hægja á Damon
og skyttynum. Það verður því nóg af
athyglisverðum einvígjum í öllum
stöðum og þar gætu þau öll skipt máli
þegar upp er staðið. Þetta verður
körfúboltaveisla og þó að maður vilji
kannski fara að sjá einhver önnur lið
þarna þá em þessi lið alltaf á þessum
slóðum á þessum tíma árs og því bara
um að gera sætta sig við það og njóta
skemmtilegra leikja,“ sagði Eggert að
lokum. -ÓÓJ
Undanúrslit úrslitakeppni Inter-
sportdefldarinnar í körfubolta hefjast
á morgun þegar deildarmeistarar
Grindavíkur fá Tindastól í heimsókn.
Á sunnudag hefst siðan einvígi
Reykjanesbæjarliðanna þegar Njarð-
vik fer í heimsókn yfir í Kefavík.
Bæði einvígi gefa góð fyrirheit um
skemmtilegar körfuboltavikur.
DV-Sport heyrði hljóðið í tveimur
þjálfúmm sem fóra i sumarfrí eftir
átta liða úrslitin, þeim Inga Þór Stein-
þórssyni, þjálfara KR, og Eggerti
Garðarssyni, þjálfara ÍR.
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR,
hefur komið sínu Uði í undanúrslitin
sðustu þrjú árin en þarf að fylgjast
Ingi Þón Steinþópsson, þjálfari KR, spáir 3-1
eða 3-2 fynip GPindavík og 3-1 fypip Njapðvik
með úr fjarlægð að þessu sinni.
„Ég heyrði að Grindvíkingar hefðu
verið ánægðir með að fá ekki Njarð-
víkingana en þeir eiga ekki auðvelt
verkefni fyrir höndum gegn Stólun-
mn. Tindastófl er með vaxandi lið og
Kristinn Frirðiksson hefur spilað æ
betur með hverjum leik og steig upp i
átta liða úrslitunum. Ég held að Stól-
arnir verði að leggja ofúrkapp á að
reyna að halda Rússanum Michail
Antropov inni í leiknum því meðal
hans helstu galla er hversu fljótur
hann er að fá villur.
Ekki meö eins stór nöfn
Stólamir era ekki með eins stór
nöfn og fara mjög mikið áffam á hjart-
anu en Grindvíkingar fara þetta
áfram á sínum hæflleikum enda með
góðar skyttur sem þeir setja mikið
upp fyrir. Það verður lika spennandi
að sjá viðureign Darrels Lewis hjá
Grindavík og Cliftons Cook hjá Tinda-
stóli sem era feikilega góðir en jafh-
framt ólíkir leikstjómendur.
Ég held að þetta verði gríðarlega
skemmtilegt einvigi og trúi því að
þetta fari i fjóra leiki þó að sjálfsögu
vonist maður eftir fimm leikjum. Það
er allt með Grindvík þessa dagana en
Undanúrslit Intersportdeildarinnar í körfubolta hefjast um helgina:
Grndairik og lyjarðvh
- fara í úrslitin ef marka má spá Inga Þórs Steinþórssonar og Eggerts Garöarssonar
Lárus Jónsson
fyrirliði Hamars
Grindavík-Tindastóll 3-1
Keflavík-Njarövík 2-3
HerbertArnarson
fypirlöi KR
Grindavík-Tindastóll 3-1
Keflavík-Njarövík 1-3
Marel Guölaugsson
fyrirlöi Hauka
Grindavík-Tindastóll 3-1
Keflavík-Njarövík 3-2
Bríkur ðnundarson
fyrirliði ÍR
Grindavík-Tindastóll 2-3
Keflavík-Njarövík 3-2
Pálmi Freyr Sigur-
geirsson, Breiftabliki
Grindavík-Tindastóll 3-1
Keflavík-Njarðvík 2-3