Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2003, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2003, Blaðsíða 13
13 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003______________________________________________ DV Útlönd SARS-lungnabólgufaraldurinn: Úttast að ekki verði komið í veg fypir meipi háttap fapaldup Bandarísk stjómvöld hafa hvatt sendiráðsstarfsmenn sína í Kína til þess að hverfa úr landi vegna ótta við að SARS-flensufaraldurinn í landinu muni magnast og sagði Richard Armitage, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, í gær að fjölskyldum sendiráðsmanna og þeim sem ekki væru ómissandi yrði boðið að fljúga fritt frá landinu og það sama gilti um sendiráðsfólk í Hong Kong. Þessi ákvörðun var tekin eftir að Alþjóða heilbrigðisstofnunin, WHO, sendi út tilkynningu í fyrradag þar sem ferðafólk er hvatt til þess að fresta tímabundið ferðum sínum til Hong Kong og Guangdong-héraðs í Kína. Áður höfðu kínversk stjómvöld til- kynnt að flensan, sem er lífshættuleg og þykir svipa til lungnabólgu, sé mun útbreiddari en áður var talið en þar er nú vitað um meira en 1200 tilfelli og allt að 46 dauðsfóll. í kjölfarið gáfu kínversk stjómvöld sérfræðingum WHO loks leyfi til þess að hefja rannsóknir innan Kína og var Smithættan er mikil / öllum heiminum var i gær vitaö um ailt aö 2400 smittilfelli og 81 dauðsfall og eru nýjustu tilfellin flest í Hong Kong. hópur þeirra væntanlegur til Guang- dong-héraðs i gær þar sem gera átti tfl- raun til þess að komast að upptökum flensunnar, en talið er að þaðan hafl hún upphaflega borist. í öllum heiminum var í gær vitað um allt að 2400 smittilfelli og 81 dauðs- fall og em nýjustu tilfellin flest í Hong Kong. Þar berjast heilbrigðisyfirvöld nú gegn nýju fjöldatiifelli á sjúkrahúsi i borginni en óttast er að á annan tug starfsmanna þess hafi smitast á síðustu dögum. Áður hafði 200 manna fjöldasmit komið upp í einni og sömu íbúðablokkinni í borginni og var hún strax sett í sóttkví. í Bandaríkjunum hafa meira en sjö- tíu tilfelli komið upp og segjast heil- brigðisyflrvöld þar í landi óttast að útbreiðslan hafi ekki enn náö há- marki. Dr. Julie Gerberding, yfirmaður Smitvamastofnunar Bandaríkjanna, sagðist í gær óttast að úr þessu yrði ekki hægt að koma í veg fyrir meiri háttar faraldur í heiminum þar sem vísindamönnum hefði ekki enn tekist að skilgreina vímsinn eða finna réttu lækninguna gegn honum. REUTERSMYND Hermenn koma barni í heiminn Bandaríski hjúkrunarliöinn David Jones úr 15. sveit landgönguliöa heldur á tveggja klukkustunda gömlu stúlkubarni, Rogeniu Katham, dóttur Jamilu Katham, sem fæddist í írösku borginni Nassiriya á miövikudag. Læknar meö her- mönnunum þurftu aö rifja upp fæöingarlækniskunnáttu sína þegar komiö var meö hina ungu Jamilu til þeirra. ESB og NATO krefjast aðildar SÞ í írak: CoKn Powel lofar engu Colin Powell, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, gat engu lofað þegar starfs- bræður hans í Evrópusam- bandinu og NATO kröfðust þess nær einróma að Sam- einuðu þjóðirnar gegndu lykilhlutverki við ákvörðun framtíðarskipaninnar í írak að loknu stríði. Meira að segja Bretar, dyggustu bandamenn Bandaríkja- manna, vilja það líka. Powell sagði að SÞ ættu að vera með í stjórn íraks eftir að búið verður að steypa Saddam Hussein forseta af stóli. Bandaríkjamenn og Bretar ættu þó aö vera þar í farar- broddi. Fundir Powells með leiðtogunum voru fyrsta tækifæri þeirra til að hitta hann eftir að Bandaríkjamenn og Bretar lögöu upp í herfórina gegn Saddam. Leiðtogarnir sögðu eftir fundina að þeim sýndist örla á samstöðu milli Evrópuþjóða og Banda- ríkjanna um hlutverk SÞ. Powell sagði einnig að NATO kynni að senda frið- argæsluliða til íraks eftir stríðið þar sem engin aðild- arþjóðanna hefði lagst gegn því. „Sameinuðu þjóðimar munu örugglega koma við sögu en ekki er enn ljóst hvers eðlis hlut- verk þeirra verður," sagði Powell á fundi með fréttamönnum. í viðtali við franska íhaldsblaðið Le Figaro sagði Powell hins vegar að SÞ ættu aö hafa yfirumsjón með mannúðaraðstoðinni og leggja blessun sína yfir bráðabirgðastjórn- ina sem Bandaríkjamenn ætla sð skipa. Colin Powell Hlustaöi á kröfur félaga í Evrópu. Kúpdaleiötogi vill að uppreisnarmenn fái aukíð hlutverk Kúrdaleiðtoginn Massoud Barzani sagði í blaðaviðtali sem birtist í morgun að stríð Banda- ríkjamanna og félaga þeirra í írak hefði gengið betur fyrir sig ef uppreisnarmönnum hefði verið falið stærra hlutverk. Þá sagði hann að Kúrdar hefðu engin áform uppi um að ráðast á olíu- borgina Kirkuk. Vopnaðar sveitir Kúrda eru í um tíu kílómetra fjarlægð frá borginni. Barzani sagði einnig í viðtalinu við arabíska dagblaðið as-Sharq al-Awsat, eða Mið-Austurlönd, að íraskir stjómarandstæöingar myndu aldrei sætta sig við her- foringjastjórn i írak. „Þeir hafna herstjórn, hvort heldur hún er írösk eður ei, og þeir vilja að írakar tilnefni sjálfir þá sem eiga að stjórna þeim,“ sagði Barzani í viðtalinu. Peysur frá 2.590 Bolir frá 1.400 Gallapils frá 4.400 st. 38-53 15% afsláttur af sumarkjólum og pilsum föstudag og laugardag Sissa tískuhús ffn ,, gu flar Iffll z&mp wPI SNDyS íÞMMmM* SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ BORGARTÚN 3-105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstartil kynningar tillögur að deiliskipulagsáætlunum og breyt- ingum á deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík: íþróttasvæði Fram við Safamýri. Tillaga að deiliskipulagi reits sem afmarkast af Starmýri, Miklubraut, Safamýri og Álftamýri. Knattspyrnufélagið Fram og Reykjavíkurborg hafa gert með sér samning um framkvæmdir á svæði félagsins við Safamýri. í framhaldi af því var ákveðið að endurskoða deiliskipulag stofnana og útivistarsvæðisins við Álftamýrarskóla og svæði í eigu íþróttafélagsins Fram. í tillögunni er lagt til að byggja megi við íþróttahúsin, tengja þau saman og samnýta. Innkeyrsla inn á íþrótta- svæðið er færð til þess að skapa rými fyrir gangstíg að göngubrú yfir Miklubraut. Nýrri hraðahindrun er komið fyrir þar sem göngustígurinn liggur yfir Safamýri og tengist gönguleiðum í Múlahverfið. Bílastæði við Safamýri eru samtengd þannig að samnýta megi bílastæði skólans og íþróttahússins. Tillagan gerir ráð fyrir m.a. að leyft verði að byggja allt að 1000 m2 við íþróttahús, komið verði fyrir afgirtum gervi- grasvelli með tilheyrandi áhorfendastæðum sunnan við íþróttahús, komið verði fyrir sparkvelli, (afgirtum), við íþróttahús Álftamýrarskóla og leyft verði að reisa allt að 70m2 viðbyggingu við félagsheimili Fram (Tónabæ). Sameiginleg bílastæði eru fyrir íþróttasvæðið og Álfta- mýrarskóla og verða þau 129 talsins og samnýtanleg. Tillögurnar liggja frammi í sal skipulags- og byggingar- sviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá 04.04. 2003 - til 16.05. 2003. Einnig má sjá tillögur á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér til- lögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eigi síðar en 16. maí 2003. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 4. apríl 2003. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur ___________________________________________________ Smáauglýsingar bækur, fyrirtæki, heiidsaia, hljóðfæri, Internet, matsölustaðir, skemmtanir, tónlist, tölvur, verslun, verðbréf, vélar-verkfæri, útgerðarvörur, landbunaöur.markaöstorgiö 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.