Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2003, Blaðsíða 24
24
íslendingaþættir
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
90 ára_________________________________
Rósa Guönadóttir,
Hlíöarhúsum 7, Reykjavík.
80 ára__________________________________
Gunnar I. Sigurösson,
Hlaðhömrum 14, Reykjavík.
Hallfríöur Ásmundsdóttir,
Háaleitisbraut 151, Reykjavík.
Sigrún Hansdóttir,
Sauöá, dvalarheimili, Sauðárkróki.
75 ára_________________________________
Borghildur A. Jónsdóttir,
Álftamýri 30, Reykjavík.
Sigurður Þóröarson,
Fossvegi 6, Selfossi.
70 ára ________________________________
■ Aöalborg Guttormsdóttir,
I Skeljagranda 3, Reykjavík,
í IjSíS veröur sjötug sunnud.
■ 6.4. Hún tekur á móti
r '’f JI gestum að heimili sínu
t I11 laugard. 5.4. kl. 17-21.
Svala G. Sölvadóttir,
Ársölum 1, Kópavogi.
60 ára_________________________________
Blrna Bogadóttir,
Torfufelli 18, Reykjavík.
Guölaug Jóhannsdóttir,
Brautarlandi 17, Reykjavík.
Jóna Vestfjörö Árnadóttir,
Heiðvangi 2, Hafnarfirði.
Kristín Karóiína Jakobsdóttir,
Smiðjuvegi 23, Kópavogi.
Ólafur Elríkur Þóröarson,
Hæðargötu 3, Njarðvík.
50 ára_________________________________
Dýrlelf Egilsdóttir,
Hlíðarhjalla 25, Kópavogi.
Erla Gunnarsdóttir,
Birkihvammi 13, Kópavogi.
Guöbjörn Friöriksson,
Löngumýri 20, Garðabæ.
Hulda Finnlaugsdóttir,
Baugstjörn 7, Selfossi.
Jóhann Alfreðsson,
Breiðvangi 12, Hafnarfirði.
Jóhanna Sigurjónsdóttir,
Raufarseli 1, Reykjavík.
Pétur Lúövík Friðgeirsson,
Ásvallagötu 20, Reykjavík.
Vilhjálmur Vilhjálmsson,
Fannafold 49, Reykjavík.
40_ára_________________________________
Anna Guörún Jónsdóttir,
Freyvangi 7, Hellu.
Bergþóra Jóhannsdóttir,
Núpasíðu 2b, Akureyri.
Bjarni Ólafur Magnússon,
Birkihlíö 19, Vestmannaeyjum.
Friöbjörn Axel Pétursson,
Grenimel, Grenivík.
Guðný Arnardóttir,
Þverholti 9, Mosfellsbæ.
Hallbjörg Þórarinsdóttir,
Barmahlíð 48, Reykjavík.
Ingólfur Örn Arnarson,
Hringbraut 62, Hafnarfirði.
Jocelyn Secong Abrenica,
Suðurhllð 35, Reykjavík.
Jóhannes Sigurösson,
Dofraborgum 7, Reykjavík.
Lára Matthildur Westerman,
Bergvegi 17, Keflavík.
Leó Geir Arnarson,
Blöndubakka 6, Reykjavík.
Ragnheiöur Jónasdóttir,
Lindasmára 1, Kópavogi.
Siguröur Ásmundsson,
Eyjaholti 17, Garöi.
Sudarat Jaidee,
Oddnýjarbraut 5, Sandgerði.
Jarðarfarir
Friöbjörg Ólína Kristjánsdóttir frá Ein-
arslóni, síðast til heimilis á Faxabraut
13, Keflavík, verður jarösungin frá Kefla-
víkurkirkju föstud. 4.4. kl. 14.00.
Maggý Helga Jóhannsdóttir, Kópavogs-
braut lb, Kópavogi, verður jarösungin
frá Fossvogskirkju 4.4. kl. 10.30.
Markúsína Guðnadóttir hárgreiðslu-
meistari verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju föstud. 4.4. kl. 13.30.
Margrét Guðleifsdóttir veröur jarðsung-
in frá Siglufjarðarkirkju laugard. 5.4. kl.
14.00.
Ingibjörg Þorgeirsdóttir verður jarðsung-
in frá Reykhólakirkju 5.4. kl. 14.00.
Sveinn Magnús Magnússon frá Nes-
kaupstað verður jarðsunginn frá Norð-
fjarðarkirkju mánud. 7.4. kl. 14.00.
Erla Bergþórsdóttir, Kornsá II, Vatnsdal,
veröur jarösungin frá Blönduóskirkju
laugard. 5.4. kl. 11.00. Jarðsett verður
á Sauöárkróki.
Einar Runólfsson frá Ásbrandsstöðum,
Vopnafirði, verður jarðsunginn frá Vopna-
fjarðarkirkju laugard. 5.4. kl. 13.30.
Jarösett verður í Hofskirkjugarði.
FÚSTUDAGUR 4. APRÍL 2003
DV
Fólk í fréttum
Guðmundur G. Þórarinsson
byggingaverkfræðingur í Reykjavík
Guðmundur G. Þórarinsson,
verkfræðingur og fyrrv. alþm., fer
fyrir nýjum stjómmálasamtökum,
Nýju afli, sem stofnuð voru í gær.
Starfsferill
Guðmundur fæddist í Reykjavík.
Hann varð stúdent frá MR 1959, tók
fyrrihlutapróf í verkfræði frá HÍ
1963 og próf í byggingarverkfræði
frá DTH í Kaupmannahöfn 1966.
Guðmundur kenndi við MR
1962-63, við MH 1970-71 og við TÍ
1971-73, var verkfræðingur hjá
Reykjavíkurborg 1966-70, rak eigin
verkfræðistofu í Reykjavík 1970-79,
breytti henni þá í fyrirtækið Fjör-
hönnun hf. í eigu starfsmanna,
stofnaði, ásamt fleirum, Verkfræði-
skrifstofu Suðurlands á Selfossi
1973, var forstjóri Þýsk-íslenska
verslunarfélagsins 1983, var borgar-
fulltrúi í Reykjavík 1970-74, var
varaþm. 1974-79 og alþm. 1979-83 og
1987-91, rak með fleirum fiskeldis-
stöðina ísþór hf. 1985-90 og rekur
verkfræðistofu í Reykjavík frá 1991.
Guðmundur sat í framkvæmda-
stjórn og miðstjóm Framsóknar-
flokksins, var gjaldkeri hans
1979-86, átti sæti í Evrópuráðinu í
Strassborg 1979-83 og 1983-87, sat í
stjórn Stéttarfélags verkfræðinga
1969-70, varaformaður þar 1970-71,
sat í aðalstjóm Verkfræðingafélags
íslands og formaður þess 1993-94,
ritstjóri Árbókar VFÍ 1995 og var
sæmdur gullmerki félagsins, situr í
ráðgjafarstjórn verkfræðideildar HÍ
frá 1994 og er formaður hennar frá
1999, var Reykjavíkurmeistari í
glímu í flokkakeppni 1959, var for-
maður nefndar FÍB sem hélt fyrstu
rallaksturskeppnina, útgefandi
timaritsins Skák, ásamt fleirum,
1962, keppti á heimsmeistaramóti
stúdenta í skák í Póllandi 1964, var
forseti Skáksambands íslands
1969- 74 og hafði þá forgöngu um að
heimsmeistaraeinvígi Fischers og
Spasskys var haldið í Reykjavík
1972 og aftur forseti þess 1992-97,
forseti Skáksambands Noröurlanda
1970- 71 og er heiðursfélagi Skák-
sambands íslands.
Guðmundur sat í hafnarstjóm
Reykjavíkur 1970-74, í stjóm Inn-
kaupastofnunar Reykjavíkur
1970-74, var formaður byggingar-
nefndar Listasafns íslands, sat í
stjórn Þróunarfélagsins og í samn-
inganefnd um orkufrekan iönað,
var stjórnarformaður Ríkisspítal-
anna 1987-91 og aftur 1995-99, var
formaður Landsambands fiskeldis-
og hafbeitarstöðva, var formaður
Spilliefnanefndar 1996-2002 er hún
var lögð niður, er formaður stjómar
Úrvinnslusjóðs, er formaður próf-
nefndar eignaskiptayflrlýsinga, sit-
ur í kærunefnd fjöleignahúsamála
og hefur setið í fjölda opinberra
nefnda.
Fjölskylda
Fyrri kona Guðmundar er Anna
Björg Jónsdóttir, f. 15.5. 1939. Þau
skildu.
Börn Guðmundar og Önnu eru
Kristín Björg, f. 10.12. 1962, dr. í
dýralækningum, búsett í Mosfells-
bæ, maður hennar er Árni Sigurðs-
son veðurfræðingur og eiga þau tvo
syni; Þorgerður, f. 23.5. 1966,
háskólanemi í sálfræði, búsett í
Reykjavík og á tvo syni; Jón Garð-
ar, f. 30. 4. 1968, viðskiptafræðingur
og MBA í Barcelona, kona hans er
Margrét Ama Hlöðversdóttir lög-
fræðingur og eiga þau tvo syni;
Ólafur Gauti, f. 15. 2. 1978, verk-
fræðinemi í Kaupmannahöfn.
Kona Guðmundar er Sigrún
Valdimarsdóttir, f. 7.6. 1950, lyfja-
fræðingur.
Sonur Guðmundar og Sigrúnar er
Valdimar Garðar, f. 12.11. 1987,
framhaldsskólanemi.
Alsystkini Guðmundar eru Jó-
hann Þórir Jónsson, f. 21.10. 1941, d.
2.5.1999, ritstjóri og útgefandi Tíma-
ritsins Skákar; íris Guðfmna, f. 27.1.
1943, húsmóðir í Reykjavík.
Hálfsystkini Guðmundar, sam-
feðra, eru Kristján Bjarnar, f. 19.11.
1944, framkvæmdastjóri við Mý-
vatn; Kristlaug Dagmar, f. 21.1.1945,
búsett á Selfossi; Kristín, f. 26.11.
1945, starfsmaður hjá RÚV; Símonía
Ellen, f. 21.4. 1949, búsett á Akra-
nesi; Ingveldur Guðfmna, f. 21.4.
1947, húsmóðir í Reykjavík; Helgi, f.
7.5. 1948, búsettur í Noregi; Sigurð-
ur Reynir, f. 13.11. 1950, fjármála-
stjóri í Reykjavík; Ragnheiður, f.
22.12.1951, verslunarmaður í Hvera-
gerði; Kolbrún, f. 22.12. 1951, hús-
móðir í Garðabæ; Þórunn Guðjóna,
f. 21.4. 1954, húsmóðir i Reykjavík;
Einar Matthías, f. 2.1. 1955, bóndi í
Hrútsholti; Jakob Sigurjón, f. 1.7.
1956, lögregluvarðstjóri, búsettur á
Selfossi; Ólafur, f. 3.11. 1959, tækni-
maður í Reykjavík.
Hálfsystkini Guðmundar, sam-
mæðra, eru Ingibjörg Kristjánsdótt-
ir, f. 19.7. 1947, skrifstofumaður í
Hafnarfirði; Ómar Kristjánsson, f.
3.9. 1948, framkvæmdastjóri Inn-
flutningsverslunar; Jósteinn Krist-
jánsson, f. 21.3. 1950, framkvæmda-
stjóri L.A. kaffi.
Foreldrar Guðmundar: Þórarinn
Bjarnfmnur Ólafsson, f. 12.7.1920, d.
7.5. 1977, verkamaður og bílstjóri i
Reykjavík, og Aðalheiöur Sigriður
Guðmundsdóttir, f. 18.9.1922, d. 14.2.
1990, húsmóðir.
Ætt
Þórarinn var sonur Ólafs, versl-
unarmanns í Kaupmannahöfn, Pét-
urssonar, formanns á Akranesi og í
Reykjavík, bróður Þorvarðar, for-
stjóra Gutenbergs og formanns HÍP,
langafa Birnu Lárusdóttur, forseta
bæjarstjómar á ísafirði. Annar
bróðir Péturs var Óli, faðir Páls
Eggerts prófessors og afi Inga R. Jó-
hannssonar, alþjóðlegs skákmeist-
ara. Þriðji bróðirinn var Svein-
björn, afi Halls Símonarsonar
bridgespilara og langafi Friðriks
Ólafssonar stórmeistara. Pétur var
sonur Þorvarðar, vþm. á Kalastöð-
um, Ólafssonar, hreppstjóra, lrm.
og dbrm. í Kalastaðakoti, Péturs-
sonar. Móðir Péturs var Margrét
Sveinbjarnardóttir, pr. á Staðar-
hrauni, Sveinbjarnarsonar, hálf-
bróður Þórðar, dómstjóra. Móðir
Margrétar var Rannveig, systir
Bjarna Thorarensens skálds.
Móðir Þórarins var Guðfinna
Helgadóttir.
Aðalheiður var dóttir Guðmund-
ar, sjómanns í Ólafsvík, Þórðarson-
ar, b. í Ytri-Bug í Fróðárhreppi, Þór-
arinssonar af Kópsvatnsætt, bróður
Þórarins, föður Þórarins ritstjóra.
Guðmundur var sonur Þórðar, b. í
Ytri-Bug í Fróðárhreppi, hálfbróður
Árna, afa Halldóru Ingólfsdóttur,
ekkju Kristjáns Eldjárns forseta.
Móðir Aðalheiðar var Ólafia
Sveinsdóttir.
ig
Jóna Dís Bragadottir
uppeldisfræðingur og nýbúakennari
Jóna Dís Bragadóttir, uppeldis-
fræðingur og nýbúakennari,
Steinahlíð, Mosfellsbæ, er fertug í
dag.
Starfsferill
Jóna fæddist í Reykjavík en ólst
upp í Borgarnesi og var þar í
grunnskóla. Hún lauk stúdents-
prófi frá FB, stundaði nám við HÍ
og lauk þaðan BA-prófi í uppeldis-
fræði og íslensku 1995 og stundar
nú nám í kennsluréttindum við
KHÍ.
Jóna Dís var deildarstjóri við
leikskólann Reykjakot 1996-99 og
hefur kennt við Varmárskóla í
MosfeUsbæ frá 1999.
Jóna Dís var formaður foreldra-
félags leikskólans Vesturborgar í
Reykjavík og foreldrafélags Varm-
árskóla í nokkur ár, sat í fræðslu-
nefnd Mosfellsbæjar 1994-2001 og
var einn af stofnendum Esju, fé-
lags framsóknarkvenna í Kjalar-
nes- og Kjósarhreppi.
Fjölskylda
Eiginmaður Jónu Dísar er Helgi
Sigurðsson, f. 20.7.1952, dýralækn-
ir og sérfræðingur í hrossasjúk-
dómum. Foreldrar Helga: Sigurð-
ur Helgason, f. 20.4.1922, pípulagn-
ingameistari í Reykjavík, og Fjóla
Steingrímsdóttir, f. 28.8. 1927, nú
látin, húsmóðir í Hafnarfirði.
Börn Jónu Dísar eru Bragi Páll
Sigurðsson, f. 29.3. 1984, mennta-
skólanemi; Anna Jóna Helgadótt-
ir, f. 24.3. 1993; Hinrik Ragnar
Helgason, f. 1.11. 1994.
Systkini Jónu Dísar eru Hinrik
Bragason, f. 10.9. 1968, athafna-
maður, búsettur í Reykjavík,
kvæntur Huldu Gústafsdóttm’ og
eru börn þeirra Edda Hrund og
Gústaf Ásgeir; Guðrún Edda
Bragadóttir, f. 27.8. 1970, verslun-
arstjóri, búsett í Reykjavík, sam-
býlismaður hennar er Sveinn
Ragnarsson viðskiptafræðingur
og eru synir þeirra Ragnar Bragi
og Konráð Valur.
Foreldrar Jónu Dísar eru Bragi
Ásgeirsson, f. 20.3.1940, tannlækn-
ir í Reykjavík, og k.h., Edda Hin-
riksdóttir, f. 2.3. 1944, hárgreiðslu-
meistari og kennari við Iðnskól-
ann í Reykjavík.
Ætt
Bragi er sonur Ásgeirs, dýra-
læknis í Borgarnesi, bróður Braga
læknis. Ásgeir var sonur Ólafs,
kaupmanns í Keflavík, bróður
Ófeigs í Leiru, fóður Tryggva út-
geröarmanns, fóður Páls Ásgeirs,
fyrrv. sendiherra. Ólafur var sonur
Ófeigs, hreppstjóra á Fjalli, Ófeigs-
sonar, ættföður Fjallsættar, Vigfús-
sonar. Móðir Ófeigs á Fjalli var Ing-
unn Eiríksdóttir, ættfóður Reykja-
ættar, Vigfússonar. Móðir Ólafs var
Vilborg Eyjólfsdóttir, hreppstjóra í
Auðsholti, Guðmundssonar og Sig-
ríðar Ólafsdóttur. Móðir Ásgeirs
var Þórdís Einarsdóttir, b. á Kletti í
Króksfirði, Jónssonar, b. á Kletti,
Björnssonar. Móðir Einars var Þór-
dís Jónsdóttir. Móðir Þórdísar var
Halldóra Jónsdóttir, b. á Bakka í
Geiradal, Jónssonar, b. á Gillastöð-
um, Jónssonar. Móðir Halldóru var
Elísabet Jónsdóttir, b. á Kambi,
Jónssonar.
Móðir Braga var Guðrún Svava,
systir Gunnars framkvæmdastjóra,
föður Styrmis, ritstjóra Morgun-
blaðsins. Guðrún Svava var dóttir
Árna, kaupmanns og leikara í
Reykjavík, Eiríkssonar. Móðir Áma
var Halldóra Ámadóttir, b. á Út-
skálahamri, Magnússonar, b. þar,
Magnússonar, b. á Bakka, Hall-
grímssonar, b. þar, Þorleifssonar.
Móðir Hallgríms var Guðrún Eyj-
ólfsdóttir, b. á Ferstiklu, Hallgríms-
sonar, sálmaskálds, Péturssonar.
Móðir Halldóru var Margrét Þor-
kelsdóttir, b. í Lykkju, Jónssonar,
og Álfheiðar Alexíusdóttur, systur
Rannveigar, formóður Össurar
Skarphéðinssonar, Marðar Árna-
sonar og Guðrúnar Helgadóttur rit-
höfundar. Móðir Álfheiðar var
Helga Jónsdóttir, ættföður Fremra-
Hálsættar, Ámasonar.
Móðir Guðrúnar Svövu var Vil-
borg Runólfsdóttir, b. í Ásgarði í
Landbroti, Jónssonar, og Vilborgar
Ásgrímsdóttur.
Edda er dóttir Hinriks, vörubil-
stjóra í Reykjavík, Ragnarssonar,
skipstjóra á Hellissandi, Konráðs-
sonar, sjómanns, Konráðssonar.
Móðir Ragnars var Kristin Friðriks-
dóttir frá Amarstapa. Móðir Hin-
riks var Hólmfríður Ásbjömsdóttir,
formanns á Sandi, Gíslasonar. Móð-
ir Hólmfríðar var Hólmfríður Guð-
mundsdóttir frá Purkey.
Móðir Eddu var Jóna Margrét
Árnadóttir, b. á Áslaugarstöðum í
Selárdal í Vopnafirði, Ámasonar.
Móðir Jónu Margrétar var Hólm-
fríður Jóhannsdóttir.