Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2003, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003
Sport
27
DV
Sara stefnir á þrjá titla
Sara Jónsdóttir varð Islands-
meistari í einliðaleik kvenna í
badminton í fyrsta sinn i fyrra og
stefnir ákveðin á að verja titilinn en
hún ætti að fá þar harða keppni frá
Rögnu Ingólfsdóttur sem hefur stað-
ið sig mjög vel í vetur og er hæst ís-
lenskra kvenna á heimslistanum.
Ragna hefur þurft að sætta sig við
þrjú sitfur í einliðaleiknum í röð og
fmnst eflaust eins og fleiri kominn
tími til að landa gullinu á mótinu
um helgina.
„Það er allt opið i þessu og þetta
getur farið hvernig sem er,“ sagði
Sara í viðtali við DV-Sport en hún
dvelur við nám í Danmörku þar
sem hún æfir í Alþjóðlegu Badmin-
tonakademiunni. „Það hefur gengið
vel úti en ég er að æfa mjög mikið.
Mér finnst ég hafa bætt mig mikið
en er þolinmóð aö þessar æfmgar
muni skila sér seinna. Ég keppi í
þremur greinum og stefni á þrjá
titla. Ég veit að það verður erfitt að
ná því markmiði enda þarf þá allt
að ganga upp. Ragna verður minn
helsti andstæðingur og við höfum
verið að berjast lengi. Það gekk ekki
alveg nægilega vel hjá mér fyrir
áramót en þetta er allt að koma og
ég náði inn í átta liða úrslit á móti í
Hollandi," segir Sara sem á erfitt
með að spá í úrslitin hjá strákunum
líkt og fleiri.
„Það er eigilega bara erfiðara að
spá i þetta hjá strákunum. Það er
líka mjög jafnt í tvíliða- og tvennd-
arleiknum og þá sérstaklega i
tvenndarleiknum. Þetta verður því
örugglega mjög spennandi um helg-
ina,“ sagði Sara að lokum. -ÓÓJ
Margir eiga
möguleika
- Broddi Krist-
jánsson ver ekki
titilinn í fyrsta
sinn en spáir tví-
sýnni og spenn-
andi keppni
Badmintonfólk býður til hinnar ár-
legu veislu í húsakynnum sínum í
Gnoðarvogi um helgina og að þessu
sinni gera margir tilkall til þeirra
fimm íslandsmeistaratitla sem eru í
boði á Meistaramóti íslands.
Broddi Kristjánsson landsliðsþjálf-
ari, þá 42 ára, stal senunni á mótinu
í fyrra þegar hann tryggði sér sinn
14. íslandsmeistaratitil en alls hefur
þessi sigursæli íþróttamaður unnið
40 íslandsmeistaratitla í badminton.
Broddi ver ekki 14. íslandsmeistara-
titilinn en ætlar að taka þátt í tvíliða-
leiknum þar sem hann hefur orðið 17
sinnum íslandsmeistari.
„Þetta er í fyrsta sinn sem ég ver
ekki titilinn en ég ákvað að vera ekki
með núna. Það er alltaf spurning
hvenær maður á að stoppa með titil-
inn og ég ákvað að sleppa því að vera
með núna,“ sagði Broddi sem lítur
björtum augum til þeirra sem eru að
taka við af honum. „Það má segja að
það sé rétti tímapunkturinn núna til
að láta strákunum þetta eftir því það
er nokkuð bjart í einliðaleiknum. Ég
vona að það sannist líka um helgina.
Það er hluti af spennunni að sjá
hvernig krökkunum gengur enda
hafa þau verið að spila erlendis og
hafa lítið spilað við hvert annaö. Það
er líka alveg möguleiki að stór nöfn
falli snemma út ef þau eru ekki á tán-
um. Það gerðist í fyrra þegar Tómas
Viborg, þá þrefaldur meistari, tapaði
fyrsta leik. Það er því ekkert sem seg-
ir að það geti ekki gerst aftur. Ég
hugsa að það verði þó enn í fersku
minni manna og því verði menn enn
frekar á tánun,“ segir Broddi sem
hefur trú á Tómasi. „Tómas Viborg
er búinn að spila mjög vel undanfar-
ið en ég veit að hinir strákarnir ætla
að koma grimmir á móti honum og
eru ákveðnir í að standa sig. Ég
hugsa líka að Tómas hafi lært mest
af reynslunni í fyrra og komi nú al-
veg tilbúinn," segir Broddi um
Tómas Viborg sem stundar nám og
íþróttina í Svíþjóð en varð íslands-
meistari 1999, 2000 og 2001.
„Hjá stelpunum eru þær Ragna
Ingólfsdóttir og Sara Jónsdóttir
sterkastar fyrirfram en það er jafn-
framt alveg greinilegt að þær mega
ekkert slaka á,“ segir Broddi um þær
sigurstranglegustu hjá stelpunum.
„Þetta verður örugglega mjög jafnt og
skemmtilegt mót og það eiga margir
möguleika á sigri. Ég spái mörgum
skemmtilegum leikjum í öllum um-
ferðum," sagði Broddi sem ætlar að
hafa gaman af Meistaramótinu þó að
hann taki ekki þátt í einliðaleiknum.
„Þetta er eigilega miklu skemmti-
legra en þegar að maður er með. Vik-
an fyrir Islandsmótið var alltaf frek-
ar leiðinleg því maður beið og beið
eftir fyrsta leik. Nú er þetta orðið
miklu afslappaðra og það er mjög
gott að prófa þetta líka,“ sagði Broddi
að lokum.
Úrslitaleikimir fara allir fram á
sunnudaginn og mun Sjónvarpið
sýna einliðaleikina beint. -ÓÓJ
10:00 Mæting keppenda
I 1:00 Pit iokar og æfingar hefjast
13:00 Undanrásir hefjast
14:00 Keppni hefst
i 6:00 Áætluð mótsiok og verðlaunaafbending
Við hvetjum alla sem hafa gaman af hraða,
spennu og hrikalegum stökkum að koma vel
útivistarklædd í Skálafell á laugardag klukkan 13:00
og skemmta sér með okkur í Snocrossinu.
Fylgist með á www.snocross.is
Stórkostieg Snocrosskynning verður i
Skautahöllinni í Laugardai, föstudagskvöldið
4. apríl klukkan 22:00 þar sem fólki gefst kostur
á að sjá keppendur, keppnissleða þeirra og allt
það sem fylgir Snocrossinu.
Aðgangseýrir er enginn á þessa sýningu
og allir velkomnir.
imnlieinrt',,- -» wittuicnnrmet tc í ífH
Nánari upplýsingar á
eða í símum 894-296
ír a www.snocross.is
2967 og 898-2099
'd-LÍUU MRCTKCáT
JPT i i
garjsberq
I.SIGMUNDSSON
MOTORSPORTS ,\sprCt
MOTUl
^sprent
GPediSmyndir'
JBjt ÁmiHekMsxm
W-tf/7' Vtrkfkl 6l7f*flrtl
hönmm: ^PtfdfontyrnJii'' www.pedrofny.ndir.is