Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2003, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2003, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 ){ r \ fr V : fe’" t (/ *fV. ■ |' jwmf ' 111 jg( / IPSMR ■ ! | 1 \ /;■ I r[ ■ 5 V: \ / / , vjg 1 >V ’f" SH wvyHffHHV rl: Fréttir DV - öll stjórnun aðgerða sex aðila í einni samræmingarmiðstöð í gær var undirritaður sam- starfssamningur um starfrækslu Leitar- og björgunarmiðstöðvar ís- lands. Stöðin er til húsa í nýbygg- ingu við hlið höfuðstöðva Slökkvi- liðs höfuðborgarsvæðisins í Skóg- arhlíð í Reykjavík. Þar verður í fyrsta sinn á einum stað hægt að stýra björgunaraðgerðum og leit hvar sem er á og við landið. Álíka samræmd kerfi munu einungis tíðkast í þremur löndum í heimin- um en þau eru, auk íslands, Sví- þjóð og Finnland. Stöðin í Skógar- hlíð verður að fullu komin í gagn- ið á næstu vikum. Aðilar að þeim samningi sem undirritaður var í gær eru Flug- málastjóm íslands, Landhelgis- gæsla íslands, ríkislögreglustjór- inn, Siglingastofnun íslands, Neyð- arlínan hf. og Slysavarnafélagið Landsbjörg. Er þessu samstarfi ætlað að auka öryggi og fækka hugsanlegum möguleikum á mis- tökum og töfum við útköll eins og mögulegt er. í stjórnstöðinni, og þá ekki síst í fjarskiptamiðstöð lögreglunnar og stjórnstöð Neyðarlínimnar, er mjög fullkominn tölvubúnaður. Með mjög öflugu kerfi er hægt að sjá á augabragði hvaðan hringt er eftir aðstoð og sjá um leið með hvað hætti hægt er að bregðast við á sem skemmstum tíma. Meira að segja er hægt að senda boð um síma til íbúa heilu bæjarfélaganna á sama augnabliki um stjómstöðv- ar þessara aðila. Breytt lög um Almannavarnir Síðastliöinn föstudag tóku gildi breytingar á lögum um almanna- vamir sem fela í sér að verkefni yfirstjórnar Almannavarna ríkis- ins voru flutt til embættis ríkislög- reglustjóra. Var embættinu um leið falið verkefni á sviði almanna- vama. Var nýtt almannavamaráð skipað þegar lögin tóku gildi og er hlutverk þess að vera ríkisstjóm- inni til ráðgjafar um almanna- vamir. Skal ráðið jafnframt starfa með ríkislögreglustjóra þegar al- mannavarnaástand skapast. Hefur Jón Birgir Jónsson, verkfræðing- ur og ráðuneytisstjóri í samgöngu- ráðuneytinu, verið skipaður for- maður ráðsins til eins árs. Ný lög um björgunarsveitir Síðastliðinn föstudag tóku einnig gildi ný lög um björgunar- sveitir og björgunarsveitarmenn. í lögunum er íjallað um hlutverk, réttindi og skyldur björgunar- sveita og björgunarsveitarmanna. Munu lögin skýra til muna réttar- stöðu þessara sveita og björgunar- sveitarmanna. Þá er til skoðunar DVWVNDIR HARI Ur stjórnstöð Neyöarlínunnar / gegnum síma 112 koma um 300.000 símtöl ð ári, eöa rúmlega eitt símtal á hvern íslending. Þaöan eru nauösynleg boö send út til lögreglu, slökkviliös, sjúkraflutningamanna eöa annarra aöila sem eru beintengdir stjórnstöö Neyöarlínunnar. Við undlrskrift um samræmda stjórnstöð í gær Jón Friörik Bjartmarz yfirlögregluþjónn, Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri, Jón Birgir Jónsson, formaöur almannavarnaráös, Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráöherra, Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyöarlínunnar, og Hafþór Jónsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Úr stjórnstöð lögreglu Frá þessum staö er m.a. hægt aö fylgiast meö öllum feröum lögreglubíla um höfuöborgarsvæöiö meö myndrænum hætti á skjá og öllum eftirlitsmyndavélum í borginni sem tengdar eru stjórnstöö. gerð formlegs samnings við Slysa- varnafélagið Landsbjörg um trygg- ingar björgunarsveitarmanna og sagðist Sólveig Pétursdóttir dóms- málaráðherra, við opnun björgun- armiðstöðvarinnar í gær, vonast til að þau mál skýrðust á næstu dögum. Samstarfssamningurinn um björgunarmiðstööina gerir ráð fyr- ir að hver hinna sex aðila samn- ingsins hafi með höndum ákveðin fyrir fram skilgreind hlutverk. Þannig á Flugmálastjóm að annast skipulagningu og stjómun leitar- starfa þegar loftfars er saknað. Landhelgisgæslan fer með yfir- stjóm leitar og björgimar á hafinu í samræmi við lög og starfrækir sjóbjörgunarstöð (MRCC). Lögreglustjórar fara með yfir- stjóm leitar- og björgunaraðgerða á landi, hver í sínu umdæmi. Kall- ar lögregla út björgunarsveitir til aðstoðar ef þörf krefur. Siglingastofnun íslands starf- rækir vaktstöð siglinga, en þar fer samgönguráðherra með yfirstjóm mála. Það sem snýr að Slysavarnafé- laginu Landsbjörg er aö björgunar- sveitum er ætlað að vera hjálpar- lið Flugmálastjómar, Landhelgis- gæslu og lögreglu vegna leitar- og björgunaraðgerða sem undir þær stofnanir heyra. Landstjóm björg- unarsveita hefur umboð af hálfu Slysavamafélagsins Landsbjargar til þess að samræma og stýra leit- ar- og björgunaraðgerðum eigin liðsafla undir yfirstjóm þar til bærra opinberra yfirvalda. Mun Slysavamafélagið Landsbjörg starfrækja sjóbjörgunarstöð (MRCC Costal) vegna leitar- og björgunarstarfa meðfram strönd- um landsins. Neyðarlínan annast síðan neyð- arsímsvörun vegna neyðamúm- ersins 112 í samræmi við lög, svo og boðun viðbragðsaðila. Neyðar- línan starfrækir vaktstöð sam- kvæmt sérstöku samkomulagi við dómsmálaráðuneytið. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.