Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2003, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2003, Page 34
34 _______________________________________________ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 Tilvera DV Alltaf dálítið stress að koma fram - segir Elfa Rún sem spilar í Salnum í kvöld, ásamt fööur sínum Neistarekki á milli Bens og JLo Framleiðendur bófamyndarinnar Gigli, eða Tough Love, eiga ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Þeir veröa að reyna að lappa einhvem veginn upp á stykkið ef myndin á að eiga einhverja möguleika þegar hún kemur til almennra sýninga. Aðal- hlutverkin eru í höndum þeirra skötuhjúanna Bens Afílecks og Jenni- ferar Lopez. „Það neistar ekkert á milli þeirra," segir heimildarmaður sænska Afton- bladet. Ótrúlegt, ef satt er, þar sem það var jú við tökur myndarinnar sem þau Ben og Jennifer felldu hugi sam- an, eins og sagt er. Lopezan leikur lesbískan bófa sem fellur fyrir mafiukrimma sem hefur fengið það verkefni að ræna ein- hverjum. Leikstjóri herlegheitanna og handritshöfundur er Martin Brest, sem meðal annars gerði myndina Kvennailm með AI Pacino, sællar minningar. Carrey krafinn um meira meðlag Melissa Womer, fyrrum eiginkona grínarans Jim Carrey, hefur farið fram á það fyrir rétti i LA að fá meðlag með dóttur þeirra Jane, hækkað til muna svo hún geti veitt dótturinni svipaðan lúxus og faðir hennar veitir sjálfum sér. Hún segist lítið geta gert fyrir þau sex þúsund pund sem hún fær mánaðarlega og þar sem Carrey sé múltímilli og hafi þénað að minnsta kosti 30 milljónir punda árið 2000, geti hann vel séð af meiru. „Hann á sitt eigið listasafn, heimaleikhús, tækjasal, tennisvöll og fimm bíla bílskúr. Þar að auki hefur hann nýlega keypt húsið og landið við hliðina á sínu eigin og hefur þegar ráðið hönnuði til þess að skipuleggja landareignina. Þar að auki á hann milljóna lúxusvillu í Malibu en timir ekki að borga nema sex þúsund pund á mánuði með barninu sínu. Á sama tíma er hann með einkaþjón og matreiðslumann, einkaþjálfara, lífverði, þrjá aðstoðar- menn, leiklistarráðgiafa og ritaralið," sagði Melissa Dóttirin, sem er fimmtán ára, hyggst feta i fótspor föður síns og að sögn móðurinn þarf hún fullan stuðning föðurins til þess og eitthvað af þeim lúxus sem hann veitir sjálfum sér. Hún er aðeins átján ára en er samt að ljúka diplomanámi í fiðluleik frá Listaháskóla ís- lands og heldur útskriftartón- leika í kvöld í Salnum. Elfa Rún Kristinsdóttir heitir hún og er dóttir þeirra Lilju Hjaltadóttm- fiðluleikara og Kristins Arnar Kristinssonar píanóleikara. Á því ekki langt að sækja tónlistargáfumar og ætlar greinilega að spila vel úr þeim. Faðir hennar ætlar að leika undir hjá henni í kvöld og ætla mætti að hæg væru heimatökin fyrir þau að æfa sig en Elfa Rún segir það flóknara en í fljótu bragði virðist. „Við erum aldrei heima á sama tíma svo þetta hefur verið hálfsnúið." Tónleikamir hefjast kl. átta i kvöld og efnisskráin er fjöl- breytt, „allt frá barrokki til nútímans," eins og Elfa Rún orðar þaö. í huga hennar skiptist á tilhlökkun og kvíði. „Þaö er alltaf dálítið stress við að koma fram. Ég held maður Elfa losni aldrei við það. En þetta verður gaman.“ Elfa Rún átti heima á Akur- eyri fyrstu fimm árin sín. Hún var farin aö læra á fiðlu fjögurra ára við Suzukideild Tónlistarskólans DVA1YND THTUR Fiðlusnlllingurinn Rún Kristinsdóttir hefur meöat annars lært hjá Auði Hafsteinsdóttur og Guönýju Guö- mundsdóttur. Hún ætlar aö spiia á fiöluna hennar Guönýjar í kvöld. á Akureyri, undir handleiðslu móður sinnar. Eftir að fjölskyldan flutti suður yfir heiðar tók við nám í Tónskóla Sigursveins og síðan Tónlistarskólanum í Reykja- vík þar sem hún lauk 7. stigi áður en hún dreif sig yfir í Listahá- skólann fyrir tveimur árum. Fiðlan hefur alltaf verið hennar hljóðfæri en þó segir hún sig hafa langað ótrúlega mikið að læra á píanó á tíma- bili. „Ég lærði slatta af lögum hjá pabba en svo varð ekkert meira úr því,“ segir hún. Eins og gefur að skilja er takmark- aður tími fyrir áhugamál með fram náminu og í frístundum finnst henni skemmtilegast að vera með vinunum. Elfa Rún lék einleik með Sinfóníuhljómsveit íslands í janúar sl. og nýlega hélt hún tónleika á Akureyri. Nú er hún á öðru ári í MH og ætlar jafnvel að stunda fjarnám við íslenskan framhaldsskóla með fiðlunámi erlendis því næsta vetur stefnir hún á að fara í tónlistarháskóla annað hvort til Austurríkis eða Þýskalands. Að lokum er hún spurð hvort foreldunum þyki hún ekkert ung til að fara ein síns liðs út í heiminn. „Nei, þau þekkja þennan heim og vita rnn hvað þetta snýst. Þau hafa, held ég, meiri áhyggjur af aðbúnaðinum en að ég spjari mig ekki.“ -Gun. Skógrækt áhugamannsins Ánægðir nemendur Björn Jónsson, fyrrverandi skólastjóri Hagaskóla, segir aö ræktunarmaöur geti náö skjótum árangri ef hann kærir sig um og snýr sér aö skógrækt meö svipuöu hugarfari og fólk sem gengur aö annarri ræktun. Undanfarin vor hafa verið hald- in fjölsótt skógræktamámskeið með Birni Jónssyni, fyrrverandi skólastjóra Hagaskólans, sem hef- ur mikla reynslu af skógrækt. Bjöm fjallar um ýmsa hagnýta þætti fyrir áhugafólk um skóg- rækt, ekki síst sumarhúsaeigend- ur. Námskeiðin eru liður í fræðslusamstarfi við Búnaðar- banka íslands. Bjöm nefhir námskeiðið „Skóg- rækt áhugamannsins" og segir svo í inngangi: „Oft er sagt að skógrækt gangi hægt á íslandi, viö búum svo norðarlega á hnettinum að sumur séu stutt og svöl og trjá- planta sem stungið er niður þurfi býsna mörg ár til aö vaxa upp fyr- ir mannhæð. Þetta þarf ekki að Biógagnrýni Smárabíó/Laugarásbíó - Shanghai Knights ★★ Kung fu í höllu dpottningar vera svo. Ræktunarmaður getxn náð skjótum árangri ef hann kær- ir sig um og snýr sér að skógrækt með svipuðu hugarfari og fólk sem gengur að annarri ræktun. Það sem skiptir máli er að við setj- um okkur markmið og vinnum skipulega. Þá mun árangur skOa sér fljótt og vel.“ Fyrirhuguð era þrjú námskeið í Reykjavík í vor; námskeið A) 7. og 10. aprO, námskeið B) 29. og 30. aprU og námskeiö C) 6. og 7. maí. Skráning á námskeiðin fer fram hjá Skógræktarfélagi íslands, Rán- argötu 18 eða skog@skog.is Verðið er 5.900 kr. og innifalin eru vegleg námskeiðsgögn. Félagar i skógræktarfélögum fá afslátt, svo og hjón. Sif Gunnarsdóttir skrifar gagnrýni um kvikmyndir. í Shanghai Noon björguðu Chong Wang - borið fram John Wayne (Chan) og félagi hans Roy O’Bannon (Wilson) kínverskri prinsessu frá illmennum. Wang (eða Wayne) leið svo vel í villta vestrinu að hann er þar enn í Snlon Ritz Salon Ritz Salon Ritz Salon Ritz Salon Ritz Salon Ritz Við viljum á okkur minna Já vaknaðu núna kvinna heillaðu kallinn og leidd'an á stallinn láttu hann fyrir þér fínna Framhald 2 Salon Ritz Salon Ritz Salon Ritz Salon Ritz Salon Ritz Salon Ritz framhaldinu, Shanghai Knigths, orðinn lögreglu- stjóri og búinn að vegg- fóðra heimili sitt með myndum af mönnum sem hann hefur handtekið. En þegar faðir hans er drep- inn af breskum níðingi sem rænir í leiðinni keis- aralega innsiglinu úr for- boðnu borginni í Kína og litla systir hans (Wong) elt- ir hann tU Lundúna er Jackie Wang ekki til setunnar boðið. Hann drífur sig tU Englands með viðkomu í New York þar sem fyrrum félagi hans Roy slæst í för með honiun, enda tUbúinn í tUkomumeiri ævintýri en þau sem hann lendir í sem þjónn og fylgdarmaður. í London leynast hættur við hvert hom og þeir félagar verða að hafa hraðar hendur að bjarga heiminum því bæði á aö kála keisaranum í Kína og koma Viktoríu Bretadrottningu fyrir kattarnef. Shanghai Knights er, þrátt fyrir einstaklega götótt og gloppótt handrit, ágætis skemmtun. Jackie Tveir góöir Chan og Qwen Wilson lenda i ævintýr- um viö hirö drottningar. Chan slær og sparkar svo imun er á að horfa og svo er hann prýðis- gamanleikari, þótt hann sé ennþá ansi málhaltur á ensku. Owen Wilson er óvenjulegur gamanleik- ari með alveg sérstaka tjaldnær- veru og ég bíð þess með óþreyju að hann fái aftur jafnbitastætt hlutverk og í The Royal Tenen- baums. Fann Wong, sem ku vera afskaplega vinsæl söng- og leikona víðs vegar í Asíu er bæði sæt og afar sannfærandi bardagakona. GUlen og Yen í hlutverkum óþokk- anna eru heldur litlausir þótt reynt sé að púkka svo mikið upp á útlit GiUen að hann líkist helst samlanda sínum, glamúrpönkar- anum Adam Ant. Shanghai Knights er best í glæsUega útsettum bardagaatrið- unum þar sem Chan fer á kostum - eins og í dásamlegu atriði þar sem hann berst við hóp enskra fanta einungis vopnaður regnhlíf en undirspUið er lagið góða Sing- ing in the Rain. Eða slagsmálin í Big Ben sem hyUa gamla Harold Loyd-klukkuatriðiö úr Safety Last. Reyndar er vísað í kvik- myndir, bækur og sögulegar per- sónur stanslaust sem má vel hafa gaman af. Þannig komumst við að ýmsu um bæði Conan Doyle, Kobba kviðristu og Chaplin sem við vissum ekki áður. Eins og venjulega eru mistökin sýnd í lok- in og voru alveg grunsamlega fyndin - líkt og þau væru sviðsett? Leikstjóri: David Dobkin. Handrit: Alfred Gough og Miles Millar. Kvikmyndataka: Adrian Biddle. Tónlist: Randy Edelman. Aóallelkarar: Jackie Chan, Owen Wilson og Fann Wong.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.