Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2003, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2003, Side 6
6 í- MÁNUDAGUR 14. APRÍL 2003 Fréttir DV Davíð Oddsson í Kastljósi í gærkvöld: Stjórnarflokkarnir færu frá yrðu úrslitin þessi Eðlilegt væri að stjómarflokk- amir hyrfu báðir úr ríkisstjórn og Samfylkingin, Vinstrihreyfingin - grænt framboð og Frjálslyndi flokkurinn mynduöu nýja stjóm ef úrslit kosninga yrðu eins og Gallup-könnunin sem Ríkisút- varpið birti í gær, sagði Davíð Oddsson í Kastljósinu í gærkvöld. Bætti Davíð því við að hagfræð- ingar þyrftu ekki að hafa áhyggjur af því að sú ríkisstjórn myndi lækka skatta. Steingrímur J. Sigfússon tók undir mat Davíðs á eðlilegu stjórnarmynstri samkvæmt könn- uninni og sagði að það hlyti að vera markmið stjórnarandstöðu- flokka að skipta stjómarflokkun- um út og taka sjálfir við. Halldór Ásgrímsson sagði að Framsóknar- flokkurinn yrði ekki í ríkisstjóm miðað við fylgið í könnuninni. Steingrímur J. spurði að bragði hvort það mætti treysta því! Davíð Oddsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gera sig klárí Kastljósiö í gærkvöld með aðstoö föröunarmeistara Ríkisútvarpsins. Þau tókust vel á í þættinum, eink- um um skattamál, menntamál og þaö hvort fátækt heföi aukist á íslandi. Framsóknarflokkurinn fékk 12,3% í könnun Gallups, Sjálfstæð- isflokkurinn 33,6%, Frjálslyndir 9%, Samfylkingin 34,3% og Vinstri-grænir 9,8%. Niðurstööur kannana eru afar misvísandi um þessar mundir. í könnun sem IBM-viðskiptaráðgjöf gerði fyrir Stöð 2 4.-6. apríl fékk Framsóknarflokkurinn 8,2% fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn 41,7%, Frjálslyndir 7%, Samfylkingin 30% og Vinstri-grænir 10,5%. í könnun sem Félagsvísinda- stofnun gerði fyrir Morgunblaðið 6.-11. apríl fékk Framsóknarflokk- urinn 10,3%, Sjálfstæðisflokkurinn 33,1%, Frjálslyndir 8,9%, Samfylk- ingin 37,1% og Vinstri-grænir 8,7%. í könnun sem Fréttablaðið gerði á laugardaginn var, 12. apríl, fékk Framsóknarflokkurinn 8,9% fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn 39%, Frjáls- lyndir 10,5%, Samfylkingin 31,1% og Vinstri-grænir 7,4%. -ÓTG Mikil ölvun vegna tónleika og dimitteringar Lögreglan í Reykjavík hafði af- skipti af sex manns á tónleikum hljómsveitarinnar Scooter í Laug- ardalshöll á fostudagskvöld vegna gruns um fikniefnavörslu. E-töfl- ur fundust á einum þeirra og fékk hann að gista fangageymslur lögreglunnar. Eftir tónleikana þurfti lögreglan nokkrum sinnum að stilla til friðar. Mikil ölvun var í bænum aðfaranótt laugar- dags og tengir lögreglan það tón- leikunum í Laugardalshöll og dimitteringu tveggja mennta- skóla. 8 manns voru teknir um helgina vegna fíkniefnaneyslu. -GG DV-MYND SIGURÐUR JOKULL Þetta er ungt og leikur sér Ungmennum verður allt aö skemmtun, jafnvel malarhaugar ef ekki vill betur. Þessir strákar svifu létt yfir haugunum viö Sundahöfn þegar Ijósmyndara bar aö garöi. Nú er unniö aö stækkun hafnarsvæöisins í Sundahöfn og því nógur efniöviður til leikja í vorblíöunni. Búnaðarbanki Islands og Kaupþing sameinuð: Verður stærsti banki landsins DVAiYND TEITUR Búnaöarbankinn og Kaupþing í eina sæng Sólon R. Sigurösson, Siguröur Einarsson, Hjörleifur Jakobsson og Hreiöar Már Sigurösson kynna sameiningu Búnaöarbankans og Kaupþings í Þjóö- menningarhúsinu. Bankaráð Búnaðarbanka ís- lands hf. og stjóm Kauþings banka hf. samþykktu um helgina að leggja til við hluthafafundi bank- anna að bankamir verði samein- aðir. Skrifað var undir samninga þessa efnis í Þjóðmenningarhús- inu um helgina. Nafn nýja bank- ans verður Kaupþing Búnaðar- banki hf. og verður hann sá stærsti hérlendis. Bankinn verður jafhframt stærsta skráða fyrirtæk- ið í Kauphöll íslands með meira fé en nokkurt annað skráð fyrirtæki. Hann verður skráður í Kauphöll- inni í Stokkhólmi í Svíþjóð og skipar sér þar á bekk með tíu stærstu bönkum á Norðurlöndum. Hlutur Kaupþings í nýja bank- anum verður 52% og hlutur Bún- aðarbankans 48%. Hlutafé hins nýja banka verður 4.155.000.000 króna að nafnvirði eða um 415.000.000 hlutir. Forstjórar bankans verða Sólon Sigurðsson og Hreiöar Már Sig- urðsson. Ámi Tómasson, sem gegnt hefur stöðu bankastjóra Búnaðarbankans ásamt Sóloni, hættir störfum. Lagt verður til að Sigurður Ein- arsson verði stjórnarformaður hins nýja banka og varaformaður stjómar verði Hjörleifur Jakobs- son. Starfsmenn eftir sameiningu verða um 1370, þar af 400 sem starfa erlendis. Á kynningarfundi um sameininguna kom fram að einhverjum starfsmönnum kunni að verða sagt upp vegna hagræð- ingar. Hjörleifur Jakobsson sagði að sameiningin væri til sóknar en ekki tfl að skera niður. Áformað er að efla viðskiptastarfsemi bankans á næstu misserum en jafnframt yrði hagrætt á þeim sviðum rekstrarins þar sem núverandi starfsemi skaraðist. Bæði fyrir- tækin eru með starfsemi i Lúxem- borg og er stefnt að því að sameina þá starfsemi. Sólon Sigurðsson sagði á fundinum að viðskiptavin- ir Búnaðarbankans ættu ekki að finna fyrir neinni breytingu nema ef væri í enn betri þjónustu. í yfirlýsingu stjórnarmanna kemur fram að samkeppni í bankaþjónustu fari síharðnandi og því sé sameiningin rökrétt fram- hald af þeim umbreytingum sem átt hafa sér stað á islenskum og er- lendum fjármálamörkuðum að undanförnu. Skilyrði þess að samruninn gangi eftir er að hluthafafundir Búnaðarbanka og Kaupþings sam- þykkti áætlanir stjórnanna og einnig að Fjármálaeftirlitið sam- þykki samrunann og að Sam- keppnisráð ógildi hann ekki. Stefnt er að því að fyrsti starfsdag- ur sameinaðs banka veröi 30. maí næstkomandi. ‘aÞ DV-MYND: E.ÓL. Ölgeröin rífin Veriö er þessa dagana aö rífa gömul verksmiöjuhús Ölgeröar Egils Skalla- grímssonar viö Njálsgötu. Hætt er aö nota þau og deiliskipulag þessa svæöis þrýstir á aö húsin hverfi. Þarna skapaöi Egils-malt sér sess í þjóöarsálinni og á myndinni má sjá hinn fræga malttank, nánast kominn út á hlaö. Þróunin þéttir íbúöarbyggö i miöborginni en þrýstir iönaöarstarf- seminni út í úthverfin. Fuglaathugunar- stöö á Höfn Undirbúningur er hafinn að stofnun fuglaathugunarstöðvar á Höfn. Að stofnun stöðvarinnar standa Félag fuglaáhugamanna á Hornafirði, Menningarmiðstöð Hornafjarðar, Náttúrugripasafnið á Höfn og Háskólasetrið á Höfn. Tilgangur með fuglaathugunar- stöð er fyrst og fremst að efla rannsóknir á fuglum á Suðaust- urlandi byggðar á þeirri miklu þekkingu sem þegar er fyrir hendi á svæðinu. Meðal þeirra sem standa að verkefninu er Hálfdán Bjömsson á Kvískerjum en hann hefur fylgst með fuglum frá því um 1940. -JI 25 þúsund komu í IMEXT Tuttugu og fimm þúsund manns hafa komið í verslunina NEXT frá því hún var opnuð síð- astliðinn fimmtudag. Það er mun meira en búist var við og mun jafnframt vera í met í sögu þess- arar bresku verslunarkeðju. NEXT-verslimin hérlendis er sú 380. sem opnuð er í heiminum - en sú fyrsta sem opnuð er í Norð- ur-Evrópu utan Bretlandseyja. Verslunin, sem er staðsett í Kringlunni, er búin talningar- kerfi og telur alla sem koma inn í búðina. .aþ Stangaveiöifélag Akureyrar: Um 80 manns á stofnfundi Undirbúningsfundur að stofnun Stangaveiðifélags Akureyrar var haldinn á laugardag og mættu um 80 manns. Miklar umræöur spunnust um það landslag sem nú blasir við stangaveiðimönnum á íslandi, hver yrði staða þeirra félaga sem fyrir eru á Akureyri í öðrum félögum og hvert hlutverk nýja félagsins yrði. Undirbún- ingsnefnd var kjörin og á hún að undirbúa stofnfund félagsins eftir um tvær vikur. -GG smaauglýsingadeild • 550 5 ^...... ’ '1 • ’ ...........................................................................

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.