Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2003, Blaðsíða 14
14 Menning Góð stef hafa eigin vængi DV-MYND E.ÓL Þorsteinn Gauti og Steinunn Bima Sambandiö í leik á tvö píanó þarf aö vera nánast of full- komið til aö geta gerst. Þorsteinn Gauti Sigurðsson og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikarar léku saman á tvo flygla í Salnum í Kópavogi á miðvikudagskvöldið síðasta. Efnisskráin var áhugaverð og líkleg til að hrífa með alla þá sem ratað höfðu á þessa tónleika - börn og fullorðna, leika og lærða. Hugmyndin um sameinaða krafta pí- anósins hefur verið lengi á kreiki. Þetta vinsæla einleiks- og konserthljóðfæri sem stórskáldin á síðustu þremur öldum þekktu öll svo vel fangaði huga fólks og al- menningur lærði að leika léttari tónlist á þessa miklu smíð í heimahúsum. Rómantísku tónskáldin skrifuðu fyrir hljómmikið og breytt tónsvið píanós síns tíma og þegar píanistinn Brahms samdi sinfóníur sínar gerði hann tveggja píanóa útgáfur af þeim öllum, þó það hafi senni- lega verið meira til heimabrúks en flutn- ings. Hann er ekki mjög langur listinn yfir verk frumsamin fyrir tvö píanó en menn hafa freistast til að útsetja fræg verk fyrir þess samsetningu. Á tónleikunum í Salnum voru leikin verk eftir sex höfunda og þar af voru sam- kvæmt upplýsingum í efnisskrá fjögur út- sett fyrir píanóin af öðrum en tónskáldinu sjálfu. Oþarflega sparleg efnisskráin geymdi ágætis upplýsingar um píanistana en sú stefna að segja ekkert um verkin sjálf er ekki nógu góð. Það er til dæmis sjálfsagt hægt að fletta þvi upp hver hlutur Alfredos Lamp- ini er í besta verkinu á dagskrá þetta kvöld, Concertino fyrir tvö píanó op. 94. Hann er þarna skráður sem útsetjari en Shostakovich samdi op. 94 fyrir tvö píanó þannig að rétt hefði verið að gefa stuttorðar skýringar á hlut hvors um sig. Brahms samdi á þriðja tug ungverskra dansa fyrir tvö píanó og þama voru leiknir fimm og Milhaud vann Scara- mouche-svítuna fyrir tvö pianó upp úr tónlist sem hann samdi við leikrit sem flutt var í samnefndu leikhúsi í París. Tónleikamir hófust á útsetningu á Clair de Lune eftir Debussy og var tærleika verksins ekki fómað í útsetningu fyrir mögulegan fingrafjölda. Sambandið í leik á tvö píanó þarf að vera nánast of fullkomið til að geta gerst. Hver minnsti munur í hryn og áhersl- um kemur skýrt fram. Þau Þorsteinn og Steinunn Birna náðu oft mjög góðu flugi og Dolly svítan op. 56 eftir Fauré geymdi mörg slík augnablik. Samræming í bæði hryn og styrk var vel unnin í Jardin de Dolly-kafl- anum og í síðasta hluta Mi-a-ou svo dæmi séu nefnd. Tvö píanó hljóma þannig að nánast er óþarft að nota nema einstaka sinnum hægri pedal hljóðfærisins. Á stundum virtist þó notkunin á honum fara lítillega úr böndun- um. Hitt er líka að þegar stef eru burðarás efniviðar í verki er sjaldnast þörf á því að hamra það stef á einhvem annan hátt en annað efni verksins. Góð stef hafa eigin vængi og þurfa bara léttan loftstraum und- ir þá. Ungversku dansarnir eftir Brahms eru sérleg krefjandi og líka litmargir því tón- skáldið þekkti hljóðfærið eins og málari litaspjaldið. Það má segja að þó þeir séu skrifaðir fyrir fjórar hendur þá verður einn og sameinaður hugur að stjórna flutningn- um. Þarna mátti heyra stórglæsilegar risp- ur og þau Steinunn Birna og Þorsteinn Gauti náðu hvað eftir annað þessari ná- kvæmu og algeru sameiningu sem gerir pí- anóin tvö að einu stóru hljóðfæri. Úsetning- ar á þremur atriðum úr Hnotubrjótnum hljómuðu vel og Danse de la Fée Dragée var hreint frábærlega útsettur og fluttur. Tónleik- unum lauk svo með áðurnefndri svítu eftir Milhaud sem er stórskemmtilegt verk og var vel flutt. í heildina góðir tónleikar - verkin vel valin og flutningur góður og oft mjög glæsilegur. Sigfríður Bjömsdóttir Leiklist fffSll Listræn Búkolla Lab Loki frumsýndi bamasýn- inguna Baulaðu nú ... í minnsta leikhúsi í heimi ofan í kjallara hússins við Nýlendugötu 15A á föstudaginn. Ekki verður það þó sýnt þar áfram heldur er ætlunin að láta sýninguna flakka milli lista- safna borgarinnar. Þetta er nefni- lega mjög listrænt - eða listvænt - leikrit. Baulaöu nú ... sýnir okkur dag í lífi Kristínar Jóseflnu Páls sem í daglegu tali er kölluð Stína, eins og stórbóndadóttirin að austan í gamla textanum. Hún er ræsti- tæknir á listasafninu þar sem Móna Lísa hangir á vegg en finnst meira gaman að nota kústskaftiö sem hljóðnema en ræstiáhald. Þó er Stína að vonum yfir sig hrifin af Mónu og þrífur vandlega í kringum hana um leið og hún bregður á leik, sýnir (ekki ósannfærandi) óp- erutakta og lætur yfirleitt eins og lífsglöð manneskja sem veit ekki betur en hún sé alein og enginn sjái hana. Hún verður bæði hissa og ánægð þegar Móna fer að taka und- ir með henni og þegar sú hin fagra stígur út úr ramma sínum dugar mannsgaman ekki minna en sagan af Búkollu til að skemmta henni ærlega. Baulaðu nú ... er fyrst og fremst leikur, til þess ætlaður meðal ann- ars að sýna börnum hve lítið þarf til að búa til alvöru leiksýningu. Einfóld húfa breytir Mónu Lísu í strákinn í Búkollusögunni, upp- blásinn gúmmihanski veröur Búkolla, gólftuskur gera stelpur að skessum. Hugvit er allt sem þarf, og það hafa aðstandendur Lab Loka í bíl- fórmum. Kristjana Skúladóttir og Lára Sveinsdóttir eru þrungnar leikgleði og spila vel úr góðri hug- mynd og naumum sviðskosti, og Steinunn Knútsdóttir leikstjóri passar upp á þéttleika og góða tímasetningu sem er einkum nauðsynleg í leik Mónu að Stínu í fyrri hlutanum. Sýningin ætti að svínvirka á listasöfnum og gefa ungum áhorf- endum hugmynd að mörgum skemmtilegum leikjum. Silja Aðalsteinsdóttir Allt verður þeim aö leikmunum Kristjana Skúladóttir sem Stína (og Búkolla) og Lára Sveins- dóttir sem Móna Lísa Lab Loki sýnir barnaleiksýninguna Baui- aðu nú ... Dagur í lífi Kristínar Jósefínu Páls. Útlitshönnun: Nína Magnúsdóttir. Lelkstjðri: Steinunn Knútsdóttir. Næsta sýning er á Kjarvalsstööum kl. 16 annan í páskum. Enginn veniulegur dagur Rétt í þann mund sem ekið var fyrir kamb- inn braust sólin út úr skýjaflókanum. Þama á tólfta ári lífsins var ekið ofan í iðjagræna sveitina og fram undan var bærinn við læk- inn sem átti að hýsa litla sál um sumarmál. Augun voru sperrt og reyndu hvað af tók að greina umhverfið út um aurugar rúðurn- ar. Þetta var enginn venjulegur dagur. Og enginn venjulegur staður. Bóndinn tók á móti stráksa á bæjarhlaðinu og hélt á þungum hólk í hægri hendi. Hann heilsaði með vinstri. Kvaðst vera að fara nið- ur í fjós, þar hefði ein kýrin borið kálfi og ég mætti til með að kasta augum á kusu. Við gengum niður slóöann að fjósinu, ég í nýrri gefjunarpeysu minni og karlinn í hólkvíðum buxum og stagbættum stígvélum. Við virtumst einu mennirnir í sveitinni. Kýrin var í óðaönn að sleikja hildirnar. Bóndinn gekk að kálfinum og dró hann áleiö- is út að vegg. Kýrin stóð forviða eftir. Ég sömuleiðis. Svo kvað við lágvær skothvellur. Við gengum upp slóðann, ég og bóndinn, og hann með dauðan kálfinn á öxlunum. Svona væri þetta nú, sagði hann mér í hálfum hljóð- um og bægði frá sér áleitnum flugum með vinstri hendinni. Að baki heyrðist kýrin baula ámátlega. í gamla þerriskofanum var kálfurinn hengdur upp í rjáfur, hausinn niður. Við myndum skera hann niður í skömmtum út í veturinn. Ekkert kjöt væri hægara undir tönn. Já, því var ekki að leyna - ég var kominn í sveitina. -SER _________MÁNUDAGUR 14, APRÍL 2003 n>v Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir silja@dv.is Hádegisleiösögn Eins og myndlistaráhugamönnum er kunnugt stendur nú yfir í Listasafni ís- lands yfirlitssýning Georgs Guðna, sýn- ing á videóverkinu Mosi og hraun eftir Steinu Vasulka og landslagsmálverkum eftir Ásgrím Jónsson úr eigu safnsins. Á morgun kl. 12.10-12.40 verður hádegis- leiðsögn um sýningarnar í fylgd Hörpu Þórsdóttur listfræðings. Hádegisgestir í Óperunni Aðrir tónleikarnir í nýrri tónleikaröð ís- lensku óperunnar, Há- degisgestum, verða á morgun kl. 12.15. Yfir- skrift tónleikanna er í ungverskum anda, og flytjendur eru þær Ildikó Varga messósópransöngkona og Antonía Hevesi píanóleikari. Á efnisskránni eru ungversk þjóðlög í útsetningum nokk- urra ungverskra nútímatónskálda, Zoltáns Kodálys, Lászlós Lajtha, Jenös Ádáms og Ferenc Lehárs. Tilgangurinn með hinni nýju tón- leikaröð er að koma til móts við söngv- ara sem vilja koma fram á fjölum Óper- unnar. Einnig mun Óperan hafa frum- kvæði að því að bjóða ungum söngvur- um að koma fram í þessari tónleikaröð. Tríó Artis Trió Artis heldur tónleika í Salnum annað kvöld kl. 20. Trióið skipa Gunn- hildur Einarsdóttir, harpa, Kristjana Helgadóttir, flauta, og Jónína Hilmars- dóttir, víóla. Á efnisskránni er Prélude fyrir einleikshörpu eftir André Jolivet, Áir fyrir einleiksflautu og tríóið And then I knew’t was wind eftir Toru Takemitsu, Capriccio fyrir einleiksvíólu eftir Henri Vieuxtemps og sónata fyrir flautu, viólu og hörpu eftir Claude Debussy. Fjölmiðlastefna í Jyvaskylá í Finnlandi verður haldin ráðstefna undir yfirskriftinni Sacred Media - Conference on Media, Religion and Culture dagana 10.-13. júlí í sumar, skipulögö af háskólunum í Helskinki og Jyváskylá. Margir þekktir fræðimenn munu tala um stöðu vestrænna fjöl- miðla frammi fyrir hryðjuverkum, stríði, tækni og trúardeilum, til dæmis Zygmunt Bauman, Stewart Hoover, Ro- bert Dannin, Robert White og Anne Foerst. Frekari upplýsingar og umsókn- areyðublöð má nálgast á slóðinni www.sacredmedia.jyu.fi. Nokkrir dagar til stefnu Nú fer hver að verða síðastur að setja punkt- inn aftan við skáldsög- una ef hún á að keppa um Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness, því frestur til að skila inn handritum rennur út 1. maí. Verðlaunin nema 500.000 krónum og eru veitt fyrir nýja og áður óbirta ís- lenska skáldsögu eða safn smásagna. Samkeppnin er öllum opin og mun bók- in, sem verðlaunin hlýtur, koma út hjá Vöku-Helgafelli sama dag og þau verða afhent nú í haust. Ari Trausti Guð- mundsson hlaut verðlaunin árið 2002 fyrir smásagnasafnið Vegalínur. Utanáskriftin er: Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness, Vaka-Helgafell, Suð- urlandsbraut 12,108 Reykjavík. Handrit eiga að vera merkt dulnefni en rétt nafn fylgi með í lokuðu umslagi. Að samkeppni lokinni geta þátttak- endur vitjað verka sinna hjá Vöku- Helgafelli. Frekari upplýsingar um sam- keppnina veitir Pétur Már Olafsson hjá Vöku-Helgafelli í síma 522 2000 milli kl. 9 og 17.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.