Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2003, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2003, Side 2
2 Laugardagur 26. apríl2003 ILAR B&L frumsýna nýjan Hyundai Getz Getz, nýi smábíllinn frá Hyundai, verður frumsýndur hjá B&L helgina 26. og 27. apríl nk. Að sögn Steinars Arnar Ingi- mundarsonar sölustjóra verður af því tilefni sett upp lífleg sýn- ing á þessari nýjustu viðbót við Hyundai-fjölskylduna. Hannaöur fyrir kröfuharða „Getz er ungur bíll í þeim skilningi að honum er ætlað að koma til móts við verulega kröfu- harðan hóp. Hann er því afar vel útbúinn af smábíl að vera, með verulega hástæð sæti, ABS- hemla, fjarstýrðar samlæsingar og fjóra loftpúða, svo að dæmi séu nefnd, og eitt mesta innanrými meðal sambærilegra bíla,“ segir Steinar. Þar sem grunnverðið er lágt, en Getz fæst frá 1.150.000 krónum, segir hann bílinn enn fremur afar fýsilegan kost sem fyrsta bíl ungs fólks eða viðbótar- bíl fyrir heimilið. „Þá veitir þetta lága grunnverð hverjum og ein- um verulegt svigrúm hvað auka- búnað varðar. Það má þvi auð- veldlega setja saman óskabílinn með hliðsjón af t.d. filmum, sól- lúgu eða stærri felgum." Ungfrú Island.is á Getz Upphaflega stóð til að frum- sýna Getz um miðjan febrúar en þar sem fyrsta sendingin af bíln- um seldist upp var frumsýning- unni frestað. „Getz hefur verið gríðarlega vel tekið í Evrópu, enda hannaður alveg sérstaklega fyrir þann markað. Það er því ekki bara hér á landi sem heilu sendingarnar hafa selst upp á methraða,“ segir Steinar. Hin ár- lega keppni Ungfrú ísland.is verður haldin að þessu sinni í sýningarsal B&L föstudagskvöld- ið 25. apríl og verður Getz því frumsýndur í kjólfar hennar. „í febrúar var ijóst að þetta tvennt yrði líklega um svipað leyti. Þarna er því um skemmtilega til- viljun að ræða en mikil stemning hefur jafnan fylgt keppninni Ung- frú ísland.is Og að sjálfsögðu keyrir sigurvegari kvöldsins heim á Getz sem hún fær til af- nota í eitt ár sér að kostnaðar- lausu." Siv Friðlciðsdóttír tók fjTstu skóflustuuguiia að brautínni sem komin er til að vera. DV-mynd NG Ný motocrossbraut á Álfsnesi Vélhjólaíþróttaklúbburinn get- ur nú horft fram til bjartari daga eftir að hafa fengið úthlutað var- anlegu svæði fyrir starfsemi sína á Álfsnesi. Fyrsta skólfustungan að nýju brautinni var tekin á þriðjudag og var það Siv Friðleifs- dóttir, umhverfisráðherra sem tók hana. Að sögn Þórðar Valdimars- sonar, mælingarmeistara VÍK, er landið, sem um ræðir, 1,4 hektar- ar. „Við erum með fjármagn til að jafna út jarðveginn en til þess að gera þetta almennilega þurfum við að keyra í þetta sand og grús. Við áætlum að verða búnir með fyrsta verkhluta eftir mánuð og vonumst til að geta keppt hérna strax í sumar“ sagði Þórður. Til þess þarf þó allt að ganga upp hjá þeim VÍK- verjum og óskum við þeim alls hins besta. -NG Aukin sala á notuðum bílum Mikil aukning hefur verið milli ára í sölu notaðra ökutækja. Bílaþing Heklu hefur á árinu selt tæplega 650 notaðar bifreiðir en á sama tima í fyrra voru þær um 400. Söluaukning milli ára er því ríflega 60%. Nokkur breyting hefur orðið á þessu tímabili á viðskiptum með notuðu bílana. Aukin áhersla er nú lögð á rekstrar- leigu og nú síðast einkaleigu. Að sögn Jóns Trausta Ólafssonar, kynningar- og blaðafulltrúa Heklu, er nú mjög gott framboð á notuðum, nýlegum bílum þar sem rekstrarleigusala und- anfarinna ára felur i sér endurkaup bifreiðaumboðanna og fást þeir bílar nú notaðir á hagkvæmu verði. BS0 50 ára BSO, Bifreiðastöð Oddeyrar, varð 50 ára sl. þriðjudag og í tilefni dags- ins buðu strákamir og stelpumar á stöðinni Akureyringum í kaffi og kökur, auk þess sem þau buðu Akur- eyringum 50% afslátt af akstri. Bifreiðastöð Oddeyrar var fyrstu 3 árin við Ráðhústorgið á Akureyri en flutti sig um 200 metra niður á hom Strandgötu og Glerárgötu árið 1956, þar sem stöðin er starfrækt í dag á áberandi stað í bæjarlífmu á Akur- eyri. Þess má geta að alla tíð hefur rekstur stöðvarinnar verið á sömu kennitölunni. -ÆD Toyota Gorolla var valinn bíll ársins í fyrra en hér er hann við eina af þeim prófunum sem gerð var á þeim bíluin sem komust í úrslit í valinu þá. Bíll ársins á íslandi valinn innan skamms Nú styttist óðum í það að bíll ársins á íslandi 2003 verði valinn en tilkynnt verð- ur um úrslit 8. maí næstkom- andi. Eins og í fyrra er keppt í þremur flokkum, flokki smábíla og minni milli- stærðarbíla, stærri fjölskyldubíla og lúxusbíla og loks flokki jeppa og jepplinga. Valinn er bíll ársins í hverjum flokki og sá sem hlýtur flest stig af þeim fær síðan titilinn „Bíll ársins 2003“ og Stálstýrið til geymslu í eitt ár. Að þessu sinni eru í dómnefnd flmm bílablaða- menn frá fjórum fjölmiðlum sem allir eru með sérefni um bíla. Tveir þeirra eru frá DV-bílum, þau Njáll Gunnlaugsson og Helga Sigrún Harðardóttir, Sigurður Már Jónsson frá Viðskiptablað- inu, Stefán Ásgrímsson frá FÍB- blaðinu og Karl Gtmnlaugsson frá bílaþættinum Mótor á Skjá einum. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá bíla sem eru í valinu að þessu sinni en í næsta blaði verður búið að fækka í hverjum flokki niður í þrjá bíla sem komast þá í undan- úrslit. Smábílar og minni millistærð- arbílar: Renault Mégane II Nissan Micra Ford Fiesta Citroen C3 Honda Jazz Hyimdai Coupé Hyundai Getz Fiat Stilo Stærri fjölskyldu- og lúxusbílar: Mazda 6 Subaru Forester Nissan Primera Opel Vectra Chrysler PT Cruiser Daewoo Tacuma Honda Stream Honda Accord Toyota Avensis Kia Carens Jeppar og jepplingar: VW Touareq Porsche Cayenne Volvo XC90 Toyota Land Cruiser 90 Kia Sorento Ssangyong Rexton Range Rover Nissan Double Cab Jeep Cherokee Honda CR-V Nýr slökkvibíll til Bolungarvíkur Slökkvilið Bolungarvíkur hefur nýverið fengið afhenta nýja MT- slökkvibifreið sem verið hefur í smíðum undanfarna mánuði hjá MT-bílum á Ólafsflrði. Starfs- menn MT-bíla fóru vestur til Bol- ungarvíkur með nýju bifreiðina og efndu til kynningar fyrir fé- laga í slökkviliðinu. Nýja bifreiðin leysir af hólmi áratugagamla slökkvibifreið af Bedfordgerð. Sigurjón Magnús- son, framkvæmdastjóri MT-bíla, afhenti bílinn Sofflu Vagnsdóttur, starfandi forseta bæjarstjórnar Bolungarvíkurkaupstaðar. Bif- reiðin var síðan afhent slökkvi- liðinu til afnota eftir að Agnes Sigurðardóttir, sóknarprestur í Bolungarvík, hafði blessað hana. Slökkvibifreiðin er af MAN LE 280-E gerð, 4x4. Heildarþyngd hennar er 14 tonn. Yfirbyggingin er hönnuð og smíðuð af MT-bíl- um og er úr trefjaplasti. í henni er 4000 lítra vatnstankur, 150 lítra froðutankur, 3000 lítra Ziegler- dæla, FP30/8, með háþrýstiþrepi, tvær 19 mm háþrýstislöngur á loftdrifnum slönguhjólum, 5 metra ljósamastur, útdraganlegar hillur, rafstöð og fleira. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.