Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2003, Page 12
+
Bílar
12
Laugardagur 26. APRÍL2003 Laugardagur 26. APRÍL2003
13
Reynsluakstur
Njáll
Gunnlaugsson
[9
KIA CARENS 1,8 ES
Vél:
1,8 lítra bensínvél
Rúmtak:
1794 rúmsentímetrar
Ventlar:
16
Þjöppun:
9,4:1
Gírkassi:
4ra þrepa sjálfskiptur
UNDIRVAGN:
Fjöðrun framan:
MacPherson
Fjöðrun aftan:
Tveqqja arma
Bremsur:
Loftkældir diskar/diskar, ABS
Pekkjastaerð:
195/60 R15
YTRI TOLUR:
Lengd/breidd/haeð:
4493/1748/1650 mm
Hjólahaf/veghaeð:
2560/155 mm
Beygjuradíus:
10,6 m
INNRI TOLUR:
Farþegar m. ökumanni:
Fjöldi höfuðpúðéi/öryggispúða:_________6/2
Farangursrými:______________420-1010 lítrar
HAGKVÆMNI:
Eyðsla á 100 km:
9,1 lítrar
Eldsneytisgeymir:
55 lítrar
Ábyrgð/ryðvörn:
3/6 ár
Grunnverð:
1.890.000 kr.
Verð prófunarbíls:
1.990.000 kr.
Umboð:
Kia ísland
Staðalbúnaður: 2 öryggispúðar, rafdrifnir
speglar og rúður, upphituð framrúða og
útispeglar, hæðarstillanlegt ökumannssæti,
þjófavörn, samlæsing, geislaspilari og útvarp,
álfelgur, spólvörn, upphituð framsæti, armpúðar
í miðjusætaröð, þriðja sætaröðin, toppbogar.
SAMANBURÐARTÖLUR:
Hestöfl/sn.: 126/6000
Snúninqsvæqi/sn.: 162 Nm/4900
Hröðun 0-100 km: 15 sek.
Hámarkshraði: 170 km/klst.
Eigin þyngd: 1427 kq
Heildarþyngd: 1905 kq
■
■■
í
■
. jb'-?
■
■-
,
Fjölnotabíll með sinn eigin karakter
Kostir: Aðgengi, miðjusœtaröð, verð
Gallar: Hljóðeinangrun, útsýni
Kia á íslandi hefur hafiö sölu á nýjum bíl, Carens,
sem óhætt er aö segja aö líklst engum öðrum bíl. Um
sex sæta íjölnotabíl er að ræða en þaö sem gerir hann
sérstakan er að sætaraðimar eru þrjár, með tveimur
sætum í hverri röð. Þannig útbúinn kemur hann hing-
að en einnig hefur verið hægt að fá hann fimm eða sjö
sæta. Hans helstu keppinautar eru bílar eins og Opel
Zafira, Renault Scenic og Citroén Picasso.
Gott aðgengi um stórar hurðir
Kia Carens er með frekar sérstakt byggingarlag sem
greinir hann frá öðrum bílum. Hann er hár á vegi, með
stórar hurðir en frekar stuttan afturenda. Þess vegna
minnir hann nokkuð á ofvaxinn smábíl í útliti. Samt
er margt nýtískulegt í fari hans eins og sjá má í marg-
spegla ljósum. Stórar hurðimar tryggja gott aðgengi,
einnig aftur í. Innstig er þægilegt í fremstu tvær sæt-
araðimar en það er ágætis jógaæfmg fyrir fullorðinn
að komast í öftustu sætarööina, sem er frekar ætluð
smáfólkinu. Höfuðpúðamir þar em hins vegar í full-
orðinsstærð og hamla því útsýni út um afturglugga.
Fótarými þar er nánast ekkert með miðjusætaröðina í
öftustu stöðu, en hún er á sleða sem færa má fram og
aftur. Það auðveldar reyndar innstigið aðeins. Öftustu
sætaröðina er hægt að fella á einfaldan hátt niður í
gólflð þannig að hún leggst nánast flöt og þannig er far-
angursrýmið þónokkurt. Hægt er að fella bök á miðju-
sætum fram til að auka flutningsrými en einnig er
hægt að leggja miðjusætin flöt þannig að þau búa til
svefnpláss fyrir tvo með öftustu sætaröðinni. Einnig er
flutningshólf í gólfrnu aftast og er það staðalbúnaður í
EX-útgáfunum.
Þægileg aftursæti
Það fer hins vegar vel um flesta i hinum fjórum sæt-
um bilsins. í miðjusætaröðinni em tveir stólar með
þremur armpúðum þannig að hver farþegi hefur stuðn-
ing fyrir báðar hendur. Það er reyndar dálítið furðu-
legt þegar það er haft í huga að engir em armpúðam-
ir í framsætum þar sem þeir em venjulega helst í boði.
Gott pláss er í framsætum og þar er mikið af hólfum og
hirslum í kringum ökumann. Sem dæmi um það eru
fjögur glasastatíf auk flöskustatífs í hvorri hurð. Útlit
mælaborðsins er jafn sérstakt og annað í útliti bílsins.
Miðja þess er skjaldarlaga og þar er snyrtilega komið
fyrir hljómtækjum og miðstöð. Hins vegar virðist tökk-
um fyrir sætisupphitun, spólvöm og afturrúðuþumku
vera aðeins ofaukið og er þeim frekar illa komið fyrir
vinstra megin við stýri og í miðjustokki. Innréttingin
er að mestu úr harðplasti og ekki sömu gæðin og til
dæmis í Sorento-jeppanum. Gírstöngin er „amerísk" og
er hægra megin við stýri þannig að hún skyggir á
takka fyrir þokuljós í akstursstillingu sinni.
Enginn kappakstursbíll
Það fyrsta sem að ökumaður tekur
eftir í akstri er að bíllinn er frekar
þungur f stýri, miðað við aðra sam-
bærilega bíla. Það þarf reyndar ekki
alltaf að vera galli þótt það auðveldi
ekki snúninga í stæðum en fyrir vik-
ið er hann stöðugri á vegi. Fjöðrunin
er í þægilegri kantinum en bílnum er
ekki ætlað að vera í neinum
kappakstri því að hann leggst nokkuö
til hliðanna í beygjum. Vélin í próf-
unarbílnum var 1,8 lítra og skilar
þokkalegasta upptaki þegar hún er
komin á snúning. Þá er hún hins veg-
ar farin að láta heyra nokkuð í sér og
hljóðeinangrun af öðra tagi mætti
einnig vera betri því að það er nokk-
urt veghljóð í bílnum. Sjálfskiptingin
mætti vera mýkri en skilar vel sínu líkt og bremsur,
enda era diskar bæði að framan og aftan.
Verðið sér á parti líka
Verðið á bílnum er kannski einn af hans aðalkost-
um, ef svo má segja, enda sér á parti líka. Fyrir litlar
1.890.000 kr. fær kaupandinn ágætlega búinn, sex
manna fjölnotabíl fyrir fjölskylduna, en það getur oft
verið erfitt fyrir sex manna fjölskyldur að finna bíl við
hæfi og þá á rétta verðinu. Bílamir sem að Carens vill
bera sig saman við eru allir mun dýrari. Opel Zafira
kostar sjálfskiptur 2.490.000 kr. Renault Scenic 2.140.000
kr. og Citroen Picasso kostar þannig búinn 2.249.000 kr.
en sjálfskiptur er hann aðeins fáanlegur með tveggja
lítra vél. Þessir frönsku era reyndar báðir bara fimm
sæta en Zafiran sjö. Nefna má annað dæmi um sex
manna bíl sem reyndar er mun stærri, en það er
Toyota Previa sem kostar 2.899.000 kr. með 2,4 lítra vél
og sjálfskiptingu. -NG
Q 1,8 lítra vélin skilar þokkalegu afli en er frekar liávær.
Með öll sætín uppi er farangursrýmið ekki inikið en undir gólfinu er
reyndar farangursliólf.
i| Með öftustu röðina fellda ofan í gólfið stækkar farangursrými til muna
og einnig er hægt að fella fram sætisbök á miðjusætaröð.
Q Fótapláss f\rir fullorðna er af skornunt skamintí í öftustu sætaröðinni.
Álfelgur eru staðalbúnaður og diskabremsur líka, að framan og aftan.
Q Framendi bflsins er nýtískulegur.
Q Innréttingin er með sérstöku lagi eins og sjá má á skjaldarlaga miðju-
einingu.
□ Takkar fyrir afturrúðuþurrku, spólvöni og Ijósastillingar eru frekar illa
staðsettír.
+
c