Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2003, Qupperneq 22
\ ESMbílar
22
Laucardacur 26. apríl 2003
E'| ■■ ^i -V"*> 'h , rí i
& * JÍhR y"‘ I.; * ‘ 1
Glæsilegustu tækin frá upphafi
Glæsilegir sýningarbílar og
geysiöflug keppnistæki fylltu
sýningarsal B&L við Grjótháls
um páskahelgina en þá hélt
Kvartmíluklúbburinn þar bíla-
sýningu sína, „Bíladella 2003“.
Kominn var tími á að Kvartmílu-
klúbburinn héldi bílasýningu
enda munu vera liðin um 10 ár
síðan klúbburinn hélt síðast sýn-
ingu. Ingólfur Arnarson, formað-
ur Kvartmíluklúbbsins, vonaðist
> til að þessi sýning myndi bæta
aðeins fjárhagsstöðu klúbbsins
en búið er að panta nýjar full-
komnar tímatökugræjur fyrir
Kvartmílubrautina í Kapellu-
hrauni auk þess sem búið er að
auka öryggi brautarinnar mjög
með því að slétta 50 metra svæði
út frá brautinni í allar áttir. Það
er því bætt og betri kvartmílu-
braut sem bíður keppenda þegar
keppnistímabilið hefst í næsta
mánuði.
-*»
Vertu með réttindi til
Öll ökurétfindi
Aukin ökuréttindi
Öil vinnuvélaréttindi
Hægt að byrja alla
föstudaga, helgarnám
s.5884500
að skapa þitt eigið
góðærí
Upplýsingar gefur Svavar
Svavarsson öku- og
vinnuvélakennari f sfma
6884600 og 8983903
Skoðaðu www.et.is og kannaðu verð og fyrirkomulag
Tveir fallegastir
Að öðrum bílasýningum
Kvartmíluklúbbsins ólöstuðum
má segja að þessi hafi verið sú
glæsilegasta enda greinilegt að
mikill uppgangur er í kvartmíl-
unni og öllu því sem tengist
Kvartmíluklúbbnum. Búið er að
flytja til landsins fjöldann allan
af stórglæsilegum keppnis- og
sýningartækjum auk þess sem
eldri tæki hafa verið gerð upp.
Athygli vakti hversu mikiUi
natni hafði verið beitt við upp-
gerð margra tækjanna og mikil
áhersla lögð á hvert smáatriði.
Að vanda voru það gestirnir sem
völdu fallegasta tækið á sýning-
unni en að þessu sinni fengu tvö
tæki jafn mörg atkvæði en þau
voru 1955 Chevrolet sem kom frá
Svíþjóð og 1934 Ford sem Jón
Trausti Harðarson hefur smíðað
á listilegan hátt. -JAK
Jón Trausti Harðarson lireppti fyrstu verðlaun á sýningunni en 1934
Ford HotRod bíll hans fékk jafn raörg atkvæði og guli Lettinn. Allur frá-
gangur á Fordinunt var óaðfinnanlegur og smíði lians einkenndist af
slíkri fagmennsku að annað eins hefur ekki sést.
Gestir sýningarinnar völdu þennan Ghevrolet Two Door Sedan, árgerð 1955, annan tveggja fallegustu tækjanna
á sýningunni. Bíllinn var fenginn frá Svíþjóð á sýninguna og var hann óvenjulega glæsilegur.