Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Blaðsíða 2
erjir \oru hvar? Árni Þór Vigfússon, fyrrum sjónvarps- stjóri, hélt upp á afmælið sitt síðasta laugardagskvölð ásamt vinum og vanda- mönnum. Þegar leið á kvöldið mátti sjá til hersingarinnar á nýja staðnum Felix, þar sem áður var Sportkaffi, en Árni og félagar eiga einmitt staðinn. Þar mátti sjá Marfkó Margréti Ragnarsdóttur, kær- ustu Árna, Dóru Takefusa, Helga Björns- son og svo leiklistarnemann Björn Thors og leikarann Unni Osp sem gerðu kvik- myndina Reykjavík Guesthouse. Þá var Auðunn Blöndal af Popptíví mættur í miktum gfr. Á Ötstofunni mátti sama kvöld sjá Hólmgeir Baldursson og bróður hans, sem eiga að vera að fara að byrja með Stöð i, og svo Marfönnu Clöru Lúthers- dóttur, Esther Talfu Casey og fleiri leik- listarnema sem útskrifast ívor. Birgitta Haukdal og Hanni Bachmann voru á Gauknum ásamt Andra hljóm- borðsleikara og fleirum, rótaragengið Daði, Bjarki, Orri og Viktor voru að sjálf- sögðu Ifka á staðnum eins og Yesmine dansari ásamt frfðu föruneyti, Baldvin f Sóldögg og Áki úr ísvörtum fötum voru fulltrúar sinna hljómsveita og það sama mátti segja um Val og Sfmon úr Butt- ercup, Emil úr Ber og Vitla Goða og Ein- ar úr Dúndurfréttum. Þá voru á svæðinu Karó FM-skutla o, Hannes frá Góu og Willi Norðfjörð eigandi. Sfðasta vika bauð upp á þrjá djamm- daga og var nóg að gerast á Hverfisbarn- um alla dagana. Af fallega og fína fólk- inu sem mætti ber helst að nefna Júlfus Kemp kvikmyndagerðarmann, örnu Pét- ursdóttur Playboy-módel og verslunar- stjóra í Kiss. Veigar Pátl KR ingur var hress eins og Auðunn sterki, Ragga Gfsla söngkona og gteðipinninn Kiddi Big- foot. Þá mætti Dóra Takefusa, starfs- fólkið af Hár Expo og Sigurður Örn Ein- arsson Bollasonar, Valsari með meiru. Glaumbar var fullur af fólki alla síðustu viku og þar mátti sjá Birgittu og Hanna Haukdal ásamt Vigni úr írafári, Svavar Örn tískulöggu, strákana úr Maus, Bent og félaga úr XXX Rottweiler, Gumma Jóns og Jóa Hjöll úr Sálinni, Orra rótara og Guðrúnu Árnýju söngkonu ásamt nokkrum glæsilegum meyjum. Shalimar er að verða fastur viðkomu staður skemmtanaglaðra í miðborginni. Á miðvikudags- og laugardagskvöldið í síðustu viku var Dj Le Chef f búrinu á staðnum og þá kfktu inn Villi Goði, Gústi Blanco, skautadrottningarnar Vigga og Guðbjört, Jón Halldór frá Útilífi ásamt Siggu sinni, fris og Denni af Hótel Borg, Hildur Kr. og Bjarki frá Vfdeómarkaðnum Hamraborg, auk þeirra Dj Sidekick og Atla skemmtanalöggu sem eflaust klæjar í lófana að fá að spila á staðn m BODY LOTION ...ferskt og nútímalegt Skemmtanalífið í Reykjavík tekur á sig ýmsar myndir þessa dag- ana. Nýjasta tilbreytingin er sú að indverski veitingastaðurinn Shalimar í Austurstræti breytist í pöbb um helgar og býður upp á úrvals plötusnúða og ódýran bjór. Fókus gróf upp þá Nasir og AAalik sem kokka og þjóna á þessum indverska veitingastað. Þeir eru reyndar frá Pakistan og þurfa því nægu að svara. Djamma með gestunum Þeir Nasir og Malik vinna á Shalimar f Austurstræti. Á daginn kokka þeir indverskan mat ofan í gesti en um helgar breytast þeir í partíljón og skemmta sér með gestunum á staðnum til fjögur á nóttunni. „Það skiptir engu máli þótt við séum frá Pakistan því indverskur matur er mjög svipaður okkar. Það er mjög algengt að fólk frá Pakistan vinni á indverskum veitingastöð- um,“ segja þeir S.M. Nasir uz Zaman og Irmaghan Ilaki Malik sem vinna á Shalimar í Austurstræti. Staður- inn er við hliðina á Kaffi Austur- stræti og hefur vakið nokkra athygli ffá því hann opnaði á síðasta ári enda ekki mikið um indverska mat- sölustaði hérlendis. Plötusnúðarnir buðust til að SPILA Nasir hefur búið á Islandi í sjö ár og líkað vel. Systir hans er gift ís- lenskum manni og hann kom hing- að fyrst til að heimsækja hana en dvölin varð eilítið lengri en áætlað var. Nasir er kokkur og hefur til að mynda starfað á stöðum eins og Grænum kosti og Súfistanum. Malik hefur hins vegar bara verið hér í níu mánuði. „Eg er framleiddur t Pakistan en ólst upp í Noregi," seg- ir hann stoltur. Þeir félagar kynntust hér á landi og segja slíkt algengt enda ekki margir landar þeirra búsettir hér. Allir starfsmenn Shalimar nema einn eru til að mynda fýá Pakistan, sá eini er indverskur. Nýverið tóku þeir upp á því að hafa staðinn opinn til klukkan fjög- ur á nóttunni um helgar. Plötusnúð- ar sjá um að halda stemningunni uppi og bjórinn er mjög ódýr. Meðal þeirra plötusnúða sem spila á Shalimar á næstunni eru Arni Sveins og Dj Le Chef sem spila um helgina, Dj Gummó, Gfsli Galdur og Dj Kári svo einhverjir séu nefnd- ir. „Það var ekkert vandamál að fá alla þessa góðu plötusnúða til að spila hérna,“ segja þeir Malik og Nasir. „Þeir komu bara sjálfir og sögðust vilja hjálpa okkur, við þekktum þá ekkert fyrir.“ Bestir í Evrópu „Það fer ágætlega saman að vera með matsölustað héma og breyta honum svo í pöbb á kvöldin," segja þeir félagar. „Ástæðan fyrir því að við byrjuðum á þessu var kannski sú að við vildum fá meiri peninga inn í reksturinn. Það hefur svo komið í ljós að þetta gengur mjög vel upp og staðurinn virkar afar vel. Við starfs- mennirnir erum að djamma með gestunum og þetta er allt mjög per- sónulegt. Það muna allir eftir því að hafa skemmt sér hér.“ Hvemig gengur annars að reka ind- verskan veicingastað á lslandi? „Það gengur mjög vel. Það eru samt bara Islendingar og túristar sem koma og borða hjá okkur, Pakistanimir elda allir bara sjálfir heima hjá sér,“ segja þeir og telja ís- lendinga greinilega vera sífellt að opna sig meira gagnvart erlendri menningu. „Um daginn komu hingað eldri hjón sem voru að borða indverskan mat í fyrsta skipti. Viðhorfðum á þau og sáum frá fyrsta munnbita hvað þau vom ánægð. Við fáum líka oft að heyra það frá ferðamönnum að þetta sé besti indverski maturinn í Evr- ópu,“ segja þeir kokhraustir að lok- um. Forsíðumyndina TÓK Hari af SlGNÝJU Kristinsdóttur Vorhatfð Listahclskolans: Kamrar og fiðludrengir Hljómsveitin Mgus: Verðum aldrei Irafar Drengirnir í Vínyl: Stefna ut íhaust Signý Kristinsdottir: Ekki þessi 9-5 týpa flC/DC þrítug: Enginn listrænn boðskapur Vinsælar kvikmyndir: flf hverju fóru þessar beint a vfdeó? Höfundor efnis Eiríkur Stefán ÁSGEIRSSON eirikurst@fokus.is Höskuldur Daði Magnússon hdm@fokus.is Trausti Júlíusson trausti@fokus.is FOKUS@FOKUS.IS WWW.FOKUS.IS f ó k u s 2 9. maí2003

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.