Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Blaðsíða 4
Listaháskóli íslands efnir til Vorhátíðar á morgun og þá verður opnuð sýning útskriftarnema sem mun standa yfir til 29. maí í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Af því tilefni hitti blaðamaður Fókuss þrjá útskriftarnema sem eru hver með sitt verk á sýningunni, þau Guðmund Thoroddsen, Jóhönnu Helgu Þorkelsdóttur og Sólveigu Öldu Halldórsdóttur. Betri sýning \ stærra húsnæði í íyrsta sinn er útskriftarsýning Listaháskólans færð úr húsnæði skólans í Laugarnesi í Listasafn Reykjavíkur, þar sem allir nemar koma saman, en þremenningamir sem Fók- us ræddi við em myndlistarnemar. Þau eru sammála um að það sé hið besta mál. „Ég held að allir séu að toppa í sinni list og gera sín bestu verk núna,“ segir Guðmundur. „Jafhvel af því að sýnjngin er haldin í þessu húsnæði, fólk leggur ef til vill enn meiri metnað í verkin sín.“ „Það sem maður saknar úr Laugarnesinu er þetta frelsi sem maður hafði þar,“ segir Jóhanna. „Þar gat fólk gert hvað sem var við rýmið en héma er maður ef til vill afmarkaðri af því leytinu til. En þetta er vissulega sýningavænni salur enda allir nemamir saman komnir hér.“ „Já, hér er ekki hætt við því að maður missi af neinu verki,“ bætir Sólveig við. „Eftir að hafa farið á sýninguna í Laugamesi jafnvel tvisvar eða þrisvar var maður ekki viss um að maður hefði náð að sjá allt.“ „Svo var kannski ruglingur á því hvað væri list og hvað væru innanstokksmunir," bætir Guðmundur við og brosir. CÓÐ EN ÓLÍK ÁR Það hefur verið nóg um að vera hjá myndlistamemunum í vetur því þau hafa verið að vinna f útskriftarverkum sínu í langan tíma, auk þess sem þau skiluðu lokaritgerðunum fyr- ir nokkmm vikum. Og þau bera skólanum og vistinni þar góða söguna. „Þetta hafa verið mjög góð ár, en líka mjög ólík,“ segir SóL veig. „Viðemm fyrsti árgangurinn sem gekk inn í þetta nýja kerfi í Listaháskólanum og útskrifast. Fyrsta árið var svolítið mglingslegt en þá vissi enginn almennilega hvað var í gangi." „Núna vita kennarar og skipuleggjendur hvað þeir eiga að gera,“ bætir Guðmundur við. „En á móti kemur, held ég, að það hafi bara hert okkur að þurfa að þjösnast í gegnum kerf- ið í byrjun.“ „Enda er ég mjög fegin því hvað allt virðist komið í góðan farveg núna. Vinnuaðstaðan er mun betri, sem og allur tækjabúnaður, og maður sé mikinn mun á öllu nú og á fyrsta árinu, þegar þetta allt var bara að byrja,“ segir Jóhanna. Málar rafmacnskassa Að eigin sögn hafa þau öll fúndið sér eitthvað að gera að útskrift lokinni. Jóhanna Helga mun halda til Sviss þar sem hún á svissneskan kærasta og segist hún ætla að reyna að vinna f eitt ár áður en hún fer að huga að ffamhaldsnámi. „Ég held að maður hafi gott af því að taka sér smátíma til að anda,“ segir hún. Sólveig heldur til Seyðisfjarðar þar sem hún mun vinna í menning- armiðstöðinni Skaftfelli fram á haust og Guð- mundur verður að mála list yfir veggj akrot, meðal annars á vegum Reykj avíkurborg- ar, auk þess sem þau munu gæðá rafmagnskassa borgarinnar lífi með list sinni. „V0 fengum Evrópu- styrk til þessa verkefhis, auk þess sem borgin hefur samþykkt að hafa okkur á launaskrá í tvo mánuði. Auk þess fáum við alla málningu frfa. Svo í haust ætla ég mér að fara til Spánar þar sem ég ætla að gera sem minnst, helst kannski að læra spænsku," segir Guð- mundur. Eruð þið vongóð um að geta gert listina að atvinnu ykkar? „Já,“ segja þau öll f kór. „Þetta er að breytast héma heima þó svo að markaðurinn sé mjög lítill. En það er að komast í tfsku að kaupa nýja íslenska myndlist," segir Guðmundur. „Það er hægt að finna sér leiðir til að láta þetta virka,“ seg- ir Jóhanna og Sólveig samsinnir því. „Það eru til listamenn sem þrífa flugvélar og vinna þau störf sem þarf til að endar nái saman. Maður þarf bara að keyra sig áfram á kraftinum og vera ekkert hræddur við að taka sér fyrir hendur það sem manni dettur í hug. Ég ætla alla vega ekki að koðna niður í einhverri vinnu sem gæfi mér ekkert,“ segir Sólveig að lok- um. Kamar „Ég var að vinna á vinnustofu Diether Roth Akademf- unnar á Seyðisfirði og fann kamar sem hafði verið uppi á fjall- inu Bjólfi þar sem hann fauk til og ffá í óveðri í febrúar," seg- ir Sólveig. „Ég hafði verið að teikna allar útlínur í umhverf- inu á plexígler sem ég set svo yfir á plast. Ég keypti svo kamarinn á eina viskíflösku og fékk hann inn í galleríið þar sem við settum upp sýninguna okkar. Ég teiknaði hann þar í því umhverfi, sem og þar sem ég fann hann, og svo mun ég teikna hann í þriðja sinn hér í Hafnarhúsinu." Fiðludrengur „Ég er með tvö ný málverk sem eru mín útskriftarverk. Þetta eru myndir af sjálfum mér þótt þær séu ekki sjálfs- myndir í venjulegum skilningi. Annað heitir Fiðludrengur og er létt ádeila á yfirstéttarsnobbið þar sem ég er að spila á fiðlu með brækurnar niður um mig. Þetta er líka grín á minn eigin kostnað þar sem ég get sjálfur verið svolítið hrokafúll- ur,“ segir Guðmundur. „Ég vinn myndimar þannig að allir líkamspartar mínir eru teiknaðir á beran strigann og svo mála ég flatt í kringum þetta. Þannig að teikningin hoppar svolítíð út.“ INNSÆI „Verkið mitt er blanda af ljósmyndum og myndbanda- vinnslu," segir Jóhanna um sitt verk. „Ég er að fást við það hvemig fólk skoðar umhverfið og það sem það vill sjá. Það er kannski að horfa á eitthvað en missir svo af heildarmynd- inni. Verkið mitt fjallar nákvæmlega um það. Ég byrja á þeim stað í ljósmyndinni sem gefúr aðeins lítinn hluta af heildarmyndinni og engan veginn vísbendingu um hvað er í raun að gerast á myndinni. Svo sérðu heildarmyndina hægt og rólega og fattar hvað þú sérð ekki ef þú einblínir bara á hitt.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.