Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Blaðsíða 6
+ Hljómsveitin Maus fagnaði í síðasta mánuði 10 ára starfsaf- mæli þótt eitthvað hafi farið lítið fyrir þeim hátíðahöldum. Núna á næstunni mun ný breið- skífa líta dagsins Ijós hjá þeim piltum, Musick, en hún er sú fimmta í röðinni hjá Mausur- um. Fókus hitti þá Birgi Örn Steinarsson, söngvara og gítar- leikara, og Eggert Gíslason bassaleikara og ræddi við þá um bransann. „Það er allt of langt síðan að síðasta plata kom út,“ segir söngvarinn Birgir. „Það eru þrjú og hálft ár liðið síðan I þessi sekúndubrot sem ég flýt kom út - og við höfum notað all- an þann tfma til að vinna í þessari plötu,“ bætir hann við en elstu lögin á nýju plötunni, Musick, eru sum hver sam- in fyrri hluta árs 2000. Maus hefur verið starfandi í 10 ár en aðrir meðlimir sveitarinnar eru þeir Daníel Þorsteinsson trommuleikari og Páll Ragnar Pálsson gítarleikari. „Við vildum ekki gefa út plötu fyrr en við vorum vissir um að við værum með eitthvað bitastætt í höndunum," segir Birgir. „Enda erum við mjög ánægðir með plötuna," bætir Eggert við. Það fyrsta sem er eftirtektarvert við plötuna er að þeir syngja nú á ensku, eins og þeir gerðu á sinni annarri plötu, Ghostsongs. Það stafar aðallega af því að nú gefa þeir út plötuna í samstarfi við þýskan útgefanda en áætlað er að gefa út plötuna þar og jafnvel víðar um heiminn. A plöt- unni má finna 11 lög, öll ný fyrir utan eitt lag sem er end- urunnið og nú gefið út á ensku. Það er Smekkleysa sem gef- ur út skífuna hér á landi. Leiðir á bransanum En hvað með nafhið á plötunni, hvaðan kemur það? Birgir: „Við erum mikið búnir að hugsa um tónlistarsköp- un og það ferli sem þarf að fara í gegnum frá því að tónlist- in verður til í æfingahúsnæðinu þar til hún kemst til al- mennings á geisladiski. Þetta er viðamikið ferli og margt sem gerist. Margir textanna fjalla um tónlistarsköpun okkar og eru í raun naflaskoðun á tónlistariðnaðinum. Það koma nefnilega augnablik þar sem maður hefur fengið al- gert ógeð á tónlist og orðinn „musick" (leiður á tónlist). Að sama skapi er eitthvað til staðar sem rekur mann áfram, þetta er í raun eins og ólæknandi baktería. Ekki erum við að gera þetta peninganna vegna enda allir í dagvinnu.“ Strákarnir tóku upp plötuna á einum mánuði í Þýska- landi og kláruðu svo endanlega upptökur í byrjun árs f London. „Smekkleysa vildi endilega gefa út plötuna eftir páskana sem okkur fannst mjög gott,“ segir Birgir. „Það er ágætt að leyfa hlutunum að þróast hægt og rólega f staðinn fyrir að punga einhverju út í jólaflóðinu í þeirri veiku von að það sé alltaf meiri sala þá. Það þarf alltaf að vinna jafh mikið fyrir þessu." Þeir Birgir og Eggert telja Musick vera bestu plötu þeirra hingað til. „Við lögðum mikinn metnað í plötuna og var stefnan frá upphafi að gera hana þá bestu frá upphafi," seg- ir Eggert. „Við ætluðum ekki að staðna f tónlist okkar né heldur að leita í fortíðina. Við höfum ætíð einsett okkur að taka skrefið áfram og er það örugglega ástæðan fyrir þvf að við höfum tollað saman í þessu í 10 ár.“ „Það er líka ekkert sjálfgefið að fólk hafi áhuga á því sem við erum að gera en við höfum sjálfir trú á þvf,“ bætir Birg- ir við. „Það er vísvitandi gert að láta okkur hverfa í langan tíma og nota þann tíma vel til að vinna í okkar málum. Fólk virðist alltaf halda að við séum á leiðinni að hætta en við lítum á málin þannig að koma ekki fram með nýtt efhi fyrr en okkur finnst rétti tíminn vera til þess kominn .“ VlUUM EKKI VALDA VONBRIGÐUM Það að textamir á plötunni eru mestmegnis flutrir á ensku mun ef til vill koma einhverjum á óvart en þeir Mausarar segjast alltaf hafa tekið sitt efni líka á því tungu- máli, jafnhliða íslenskunni. „Við fengum til að mynda þetta tækifæri vegna enskra upptakna sem við höfðum gert,“ segir Birgir. „Við erum auðvitað mjög stoltir af þvf að hafa gert plötur á íslensku en við ákváðum nú að nýta þetta tækifæri sem okkur bauðst. Enda hafa þýskir útgefendur ekkert að gera með íslenska plötu.“ En eigið þið íslenskar upptökur af lögunum? „Nei, eklci nema demó-upptökur - en textarnir eru til,“ segir Eggert. Og munið þið syngja á íslensku á tónleikum hérna heima? „Nei, að gefinni reynslu mun það sjálfsagt valda bara vonbrigðum ef fólk kynnist lögunum á fslensku á tónleik- um en fær þau svo á ensku á geisladiskinum. Við tókum því þá ákvörðun núna að syngja öll lög eins og þau eru á plötunni," segir Birgir. „En það getur vel verið að demó-út- gáfumar íslensku verði einhvern tímann gefnar út á net- Stefnið þið á að gefa plötuna út víðar en í Þýskalandi? „Það á alveg eftir að koma f ljós,“ segir Eggert. „V8 stöndum frammi fyrir því núna að við erum með tilbúna plötu í höndunum og eins og tónlistarbransinn er í dag er það mjög gott.“ Þar sem tónlistarbransinn í heild sinni er gerður að um- fjöllunarefni á plötunni og strákamir eru að færa útgáfuna til útlanda í fyrsta sinn má kannski lesa úr því að þeir séu .ekki nógu ánægðir með bransann hérna heima. En Iþeir þvertaka fyrir það. „Tónlistariðnaðurinn er öm- **^urlcgur í öllum löndum,“ segir Eggert og hlær. VerSum ald rei írafár Börkur Sigþórsson •: \ ff\ | m Strákarnir í Maus hafa tekið sér langan tíma f undirbúning fyrir útgáfu fimmtu breiðskífu sinnar, Musick, sem kemur út á næstu dögum. Platan verður gefin út hér á landi og í Evrópu svo Mausarar hafa ekki sagt skilið við meikdraumana, syngja á ensku og segja textana vera eins konar naflaskoðun á tónlistariðnaðinum. Frá vinstri eru þeir Birgir Örn Steinarsson, Danfel Þorsteinsson, Eggert Gfslason og Páll Ragnar Pálsson. „Við erum mikið búnir að hugsa um tónlistarsköpun og það ferli sem þarf að fara í gegnum frá því að tónlistin verður til í æf- ingahúsnæðinu þar til hún kemst til almennings á geisla- diski. Þetta er viðamikið ferli og margt sem gerist. Margir text- anna fjalla um tónlistarsköpun okkar og eru í raun naflaskoðun á tónlistariðnaðinum. Það koma nefnilega augnablik þar sem maður hefur fengið algert ógeð á tónlist og orðinn „musick“.“ „Það þarfnast reyndar hugarfarsbreytingar hvað popptónlist varðar og fólk þarf að gera sér grein fyrir að þetta sé alvöru list,“ segir Birgir. „Ef þú ert listamaður á ís- landi er maður bara afskrifáður sem einhver sem er að leika sér. Staðreyndin er hins vegar sú að ég hef verið að glamra á hljóðfæri síðan ég var 5 ára og semja tónlist frá 10 ára aldri og er ekkert á leiðinni að hætta. Sama þótt ég þurfi að vinna dagvinnu í sjoppu það sem eftir er á maður alltaf eftir að búa til tónlist.“ Allar leiðir vel þegnar Fyrir skömmu var vefsíðan tónlist.is gangsett með pompi og prakt þar sem má finna flest það sem mætti kallast ís- lensk tónlist - þar á meðal Maus. „Ég rétt kíkti þama inn um daginn og fann þama lögin okkar sem og reyndar ótrúlegustu útgáfur af þeim,“ segir Eggert. „Við emm mjög þakklátir fyrir að fólk skiptist á tónlist- inni okkar á netinu því það sýnir bara áhuga. Við viljum endilega að tónlist okkar breiðist sem víðast og em allar leiðir til þess vel þegnar," bætir Birgir við. „En það er líka alveg ljóst að þessi síða á ekki eftir að breyta neinu fjárhagslega fyrir okkur,“ segir Eggert. „Ég sjálfur sæki tónlist á netið en ef ég er að fíla eitthvað vel fer ég og kaupi disk með viðkomandi hljómsveit.“ „Þess vegna hefur maður trú á þessu því maður veit að þama úti em tónlistargrúskarar sem kaupa tónlist eftir að hafa heyrt hana á netinu en hefðu annars aldrei farið og leitað hana uppi,“ segir Birgir. „Einhvem veginn verða að koma tekjur f kassann. Ann- ars væri þetta ekki hægt,“ bætir Eggert við. MAUS.IS Talandi um netið, þá hefur heimasfðan ykkar, maus.is, verið starfrækt ansi lengi? ,Já, sfðan 1995. Við höfum reyndar alltaf komið með nýja útgáfú af síðunni og breytt útlitinu þegar ný plata kemur út og það á ömgglega eftir að gerast núna,“ segir Eggert sem sjálfúr hefur verið að vinna f tölvugeiranum síð- ustu 6 árin. „Kannski þess vegna hefur verið lítið að gerast á sfðunni undanfarin ár, það hefúr verið mikið að gera í „Auðvitað er þetta samt gaman fyrir okkur að spila erlendis. Þetta er fyrst og fremst gaman fyrir okkur fjóra. Þetta er eins og saumaklúbburinn sem fer saman til London. En við höfum oft fengið góð viðbrögð á tónleikum okkar úti sem er mjög gaman. Við ættum kannski að flytja út og leita í eitthvað stærra þar því maður er í endalausum hring hérna á íslandi. Við verðum aldrei miklu stærri á íslandi en við erum í dag - við verðum aldrei írafár." :í. vinnunni.“ Hefur síðan komið að góðum notum? „Heilmikið. Sérstaklega höfúm við fengið mikið af pósti erlendis ffá og myndað sambönd við erlenda aðila þannig. + „Ef þú ert listamaður á íslandi er maður bara afskrifaður sem ein- hver sem er að leika sér. Stað- reyndin er hins vegar sú að ég hef verið að glamra á hljóðfæri síðan ég var 5 ára og semja tón- iist frá 10 ára aldri og er ekkert á leiðinni að hætta. Sama þótt ég þurfi að vinna dagvinnu í sjoppu það sem eftir er á maður alltaf eftir að búa til tónlist." Sjálfsagt höfum við einhvern tímann farið út að spila vegna. þess að fólkið fann okkur upphaflega á netinu. Við getum líka alltaf vfsað á sfðuna enda er alltaf til fúllt af fólki sem er að leita að íslenskri tónlist á netinu,“ segir Eggert. „Enda vita erlendir plötuútgefendur miklu meira um íslenska tónlist en margur vill halda. Þeir eru búnir að hlusta á allt og vita hvað er að gerast." „Það gerist á hverjum degi að einhver erlendur aðili sýn- ir íslenskri tónlist áhuga,“ segir Birgir. „Kannski er málið að hljómsveitimar sjálfar hafa verið duglegar að blása það upp í fjölmiðlum en við höfúm það fyrir reglu að steinhalda kjafti um allt svona.“ „Enda er það ekkert merkilegra að spila á einhverjum pöbb í New York en á Dalvík," bætir Eggert við. „Fólk er ekki beinlfnis að missa sig í Los Angeles ef hljómsveitin Maus frá Islandi kemur í heimsókn og spilar á tónleikum. Þarna eru fleiri tugir hljómsveita að spila á hverjum degi,“ segir Birgir. „Auðvitað er þetta samt gaman fyrir okkur að spila er- lendis,“ segir Eggert og Birgir samsinnir því. „Þetta er fyrst og fremst gaman fyrir okkur fjóra. Þetta er eins og sauma- klúbburinn sem fer saman til London. En við höfum oft fengið góð viðbrögð á tónleikum okkar úti sem er mjög gaman. Við ættum kannski að flytja út og leita í eitthvað stærra þar því maður er í endalausum hring héma á ís- landi. Við verðum aldrei miklu stærri á íslandi en við erum í dag - við verðum aldrei írafár." NÁ TIL UNGU KRAKKANNA Engu að síður er Maus vinsæl hljómsveit sem á mörggóð lög að baki. Hún var ekki fyrir löngu kölluð hin „nýja Nýdönsk“ þar sem gestir á tónleikum þeirra tóku undir flest þau gömlu lög sem sveitin spilaði. „Við spiluðum til að mynda tvö kvöld í röð á Grand Rokk um daginn og vorum lengi að. Við byrjuðum á nýja efhinu sem við spiluðum í 40 mínútur og svo tókum við einn og hálfan tíma í gamla slagara sem er ótrúlega gaman. Fólk þekkti öll þessi lög,“ segir Eggert. „En ég myndi ekki nenna að spila gömlu lögin helgi eftir helgi.“ „Ég hef líka fundið fyrir því að undanfömu að við emm að ná til nýs hóps. Kraklca sem eru í grunnskólum og menntaskólum og vom rétt að hefja skólagöngu sína þeg- ar Maus var að byrja,“ segir Birgir. „Þegar síðasta plata kom út voru krakkar, sem nú eru f 10. bekk, 11 ára gömul,“ bætir Eggert við. „Og það er mjög gott að vera enn þá í deiglunni, þrátt fyrir að hafa verið frá í þrjú og hálft ár. Enda byrjuðum við mjög ungir og eigum töluvert í þrítugt," segir Birgir. „Já, alveg heil þrjú ár,“ bendir Eggert á. „Það er allavega ein plata í viðbót," svarar Birgir um hæl. Og er forgangsröðunin sú sama hjá ykkur nú og fyrir 10 árum? „Það eina sem hefúr breyst að nú eiga tveir okkar fjöl- skyldu og hún kemur auðvitað alltaf fyrst,“ segir Eggert. „En annars finnur maður ekki fyrir miklum breytingum. Við mætum enn í æfingahúsnæðið til að spila lögin okkar og fömm á tónleika. Að því leyti til hefur það ekki mikið breyst." „Það er enn heilmikill metnaður f gangi hjá okkur og það er ekki séns að þetta verði síðasta platan okkar,“ bætir Birg- ir við. Því má svo í lokin bæta við að útgáfutónleikar Musick verða haldnir í Iðnó þann 30. maí. Platan er væntanleg í búðir á næstu dögum. VÍNYLL STEFNIR Á ÚTLÖND Hljómsveitin Vínyll fór til London f byijun síðasta mánaðar þar sem sveitin lék á nokkrum tónleikum til að kynna sig. Ferðin gekk að sögn vel og vakti hljómsveitin nokkra eftirtekt. Engir samningar liggja á borðinu en ferðin ku hafa verið „gagnleg“. Vínyll tók upp lag- ið Who Gets The Blame f ferðinni og það í aldeilis sæmilegu stúd- íói, sjálfu Mayfair-stúdfóinu í London þar sem margar af helstu stjömum samtímans hafa tekið upp. Upptökumaður var Dan Frampton sem þekktur er fyrir vinnu með ffoðupoppstjömum á borð við Atomic Kitten og Victoriu Beckham. Það kann að hljóma und- arlega að slíkur maður sé að vinna með íslenskri rokksveit en því fróð- legra að heyra útkomuna. Vfnyll mun gefa út smáskffu í Bretlandi í ágúst og hefur fengið til liðs við sig ansi sterkt PR fyrirtæki f London til að taka þann slag með sér. Hljómsveitin mun svo spila á nokkrum tónleikum f London í kringum útgáfuna. Miðnætursýningar á Matrix Matrix Reloaded verður frumsýnd um næstu helgi eða föstudaginn 16. maí í Sam- bíóunum um allt land og í Háskólabíói, samhliða heimsfrumsýningarhelginni í Bandaríkjunum. Matrix og Matrix Reloaded-myndimar verða báðar sýndar f einu á miðnætursýningum föstu- daginn 16. og laugardaginn 17. maí í Háskólabíói. Powersýningar verða á öllum sýningum Matrix Reloaded frumsýningarhelgina í Sam- bíóunum Kringlunni. SÍÐASTA SÝNING Á KVETCH Leikritið Kvetch eftir Steven Berkoff hefúr gengið afar vel á Nýja sviði Borgarleikhússins í vetur og fengið frábæra dóma. Nú styttist aftur á móti í enda- lokin og næstkomandi fimmtu- dagskvöld verður síðasta sýning- in. Sem sagt allra síðasti séns til að sjá Kvetch í Borgarleikhúsinu á fimmtudagskvöldið klukkan 20. Sfmi miðasölu er 568 8000. í. 9. maÍ2003 f ó k u s

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.