Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Blaðsíða 10
Flytjandi: Ymsir Platan: Útgefandi: Universal/Skífan Lengd: 77:58 mín. Poppmolar Flytjandi: Eg Platan: Skemmtileg fög Útgefandi: íslenskar járnbrautir Lengd: 46:21 mín. vrir vern i skemmtlleaar niSurstaða staðreyndir Fugees gera upp feriunn The Fugees var fyrir margra hluta sakir tímamótasveit í rappheiminum. í tónlistinni þeirra var blandað saman hip- hoppi og poppi og útkoman var tónlist sem höfðaði til mun breiðari hóps heldur en hip-hop fram að þvf. Hljómsveitin sló rækilega í gegn með plötunni The Score sem innihélt m.a. smellina Killing Me Softly, Fu-Gee-La, Ready or Not og No Woman No Cry. f kjölfarið urðu Fugees heitasta nafnið ftón- listarheiminum og spiluðu á tónleikum úti um allan heim, þ.á m. í Laugardalshöllinni árið 1997. Eftir það slitnaði upp úr samstarfinu og þau Lauryn Hitl, Pras og Wyclef Jean héldu hvert í sfna áttina ... Mörgum finnst að sólóplöturnar þeirra hafi aldrei náð sömu hæðum og Fugees-plöturnar og lengi var vonast til að sveitin sem aldrei hætti formlega kæmi saman aftur og gerði nýja plötu. Líkurnar á því fara minnk- andi ef eitthvað er en nýverið kom út safnplatan Greatest Hits með bestu lögum sveitarinnar. Á henni eru allir smell- irnir en líka remix og tónleikaupptökur, m.a. þeirra útgáfa af meistaraverki Sam Cooke, A Change Is Gonna Come... Afmælisútgáfa af Aladdin Sane Það færist í aukana að gefa út sérstakar tvöfaldar viðhafnarút- gáfur af gömlum meistaraverk- um úr rokksögunni. Þegar geisla- diskarnir komu fyrst fram voru gömlu plöturnar gqfnar út óbreyttar en endurhljóðblandað- ar. Næsta kynslóð var útgáfa með aukalögum en í dag er komin þriðja kynslóðin: Sérstakar út- gáfur með aukadiski með ýmsum upptökum frá sama tíma og viðkomandi plata. Dæmi um plötur sem hafa fengið þessa meðferð undanfarið er What’s Going on með Marvin Gaye, Exodus með Bob Marley, fyrsta Violent Femmes-platan, Slanted 6 Enchanted með Pavement, Dirty með Sonic Youth og svo Ziggy Stardust með David Bowie sem kom út í fyrra. Það var sérstaklega gtæsileg útgáfa sem var m.a. valin besta endurútgáfa ársins af tímaritinu Record Collector. Ef ein- hver hefur vit á endurútgáfum eru það nördarnir sem skrifa á það blað ... Góðu fréttirnar eru að Aladdin Sane, sem er næsta Bowie-plata í röðinni, fær sömu meðferð. Tvöföld 30 ára afmælisútgáfa af henni kemur út 26. maí. Aladdin Sane er eitt af meistaraverkum Bowies og innihetdur lög eins og Time, The Jean Genie og Cracked Actor. Á aukaplötunni eru m.a. lögin All the Young Dudes, John l'm Only Dancing og áður óútgefnar tónleikaupptökur. Og líka ... New York-sveitin The Rapture (mynd) sem margir töldu vera bestu hljómsveit síðustu Airwaves-hátíðar stefnir að því að gefa út sína fyrstu plötu í fullri lengs í ágúst nk. Hún hefur fengið nafnið Echoes og var tekin upp og pródúseruð af þeim DFA-félögum í Williamsburg í Brooklyn en þeir eru af mörgum taldir ferskustu pródúserarnir í rokkinu í dag... Lou Reed er þessa dagana að spila fyrstu tónleikana á miktu tónleikaferðalagi sem stendur fram iTokjúníog kemur mjög víða við í Bandaríkjunum og Evrópu. Ný safnplata frá honum, NYC Man, er væntanleg 15. maí... Dagana 7. og 8. júnt fer fram Field Day .tónlistarhátfðin í Calverton í New York. Á meðal þeirra sem koma fram eru Radiohead, Beck, Thievery Corporation, Interpol, Royksopp, Liz Phair, Tortoise, The Ra- veonettes, The Beastie Boys, The Roots, Blur, Elliott Smith, N.E.R.D, Biackalicious, The Music og Sigur Rós... EMI, V2 og Sancury eru á meðal þeirra plötu fyrirtækja sem Courtney Love á f viðræðum við en hún leitar að úgefanda fyrir sólóplötuna sfna America’s Sweatheart sem er væntanleg fyrir árslok... DVD með öllum myndböndum Pixies, nokkrum tónleikum í heild sinni, heimildarmynd o.fl. er væntan- legt frá 4AD f haust. Ástralska þungarokkshljómsveitin AC/DC fagnar 30 ára starfsafmæli á árinu. Hún var nýlega tekin inn í heiðursflokk rokktónlistarmanna (Rock and Roll Hall of Fame) og fagnar afmælinu með endurútgáfu á fyrstu 15 plötunum. Trausti Julíusson rifjaði upp feril sveitarinnar sem virðist enn höfða sterkt til ungra og upprennandi rokkara. hva ð Frábær plata. Maöur tekur fyrst eftir tökulögunum. Meöferóin á Teen Spirit er t.d. meiri háttar og Heart of Glass er algjör sprengja. Hins vegar eru frumsömdu lögin mörg hver ekkert síðri. Krafturinn í sveitinni er ótrúlegur miöaö viö hljóðfæraskipanina og oft nær hún upp bullandi grúvi. trausti júlíusson Þaö er augljóst aö strákarnir í Ég hafa mjög gaman af því sem þeir gera á plötunni. Þeir gátu kannski ekki leyft sér allt það sem ,stærri‘ hljómsveitir geta við vinnslu plöt- unnar en spilagleöin skín í gegn og þaö tel- ur þeim til tekna. Fyrstu fimm lögin standa upp úr ásamt laginu um Noel Gallagher en önnur eru ekki eins sterk. Prýöisgóð frumraun og vonandi fáum við að heyra meira. höskuldur magnússon Þetta er skemmtileg plata eins og viö var aö búast, enda er stemningin í svona tónlist frábær og grúvin sem hinir indversku hljómlistarmenn (sem njóta víst lítillar viröingar ( heimaland- inu) framkalla oft mjög flott. Maður skilur vel aö smekkmenn eins og Dre og Timbaland skuli sækja í þahnan gnægtabrunn. Sígild partíplatal traustl júliusson plö^udómar oft subbulegir og aigerlega lausir við pólitíska rétthugsun. AC/DC átti bara að vera einföld skemmt- un beint í andlitið á áhorfendum og var andsvar við hinum háþró- uðu og meðvituðu stórsveitum sem voru allsráðandi í byrjun áttunda áratugarins og höfðu þróast upp úr hipparokkinu. AC/DC þótti alls ekki fínn pappfr í byrjun. I Rolling Stone var High Voltage úthúðað sem algjöru rusli og sveitin sögð „nýr botn í hörðu rokki“... Eftir Dirty Deeds hætti Mark Evans og Cliff Williams tók við á bassan- um. Let There Be Rock kom út 1977. Ari seinna kom tónleika- platan If You Want Blood You Got It en það var platan Highway to Hell sem gerði sveitina heims- þekkta ári seinna en titillagið náði 17. sæti í Bandaríkjunum og 8. sæti f Bretlandi. Bon Scott drekkur sig í hel Þann 19. febrúar 1980 varð hljómsveitin fyrir miklu áfalli þeg- ar Bon Scott fannst látinn í aftursæti bíls í London. Dánar- vottorðið sagði að hann hefði „drukkið sig til dauða“ en hann hafði sofnað í aftursætinu kvöldið áður eftir stífa drykkjutöm og síðan kafhað í eigin ælu. Hljómsveitin tók sér samt ekki langt hlé því bræðumir hófu fljótlega að æfa saman nýtt efhi til þess aðreyna að vinna sig út úr áfallinu. Þeir prófuðu nokkra nýja söngvara og völdu á endanum Brian Johnson, Englending frá Newcastle. Saman gerði þessi nýja hljóðfæraskipan plötuna Back in Black sem kom út seinna á árinu. Plötuumslagið var al- svart til minningar um Bon Scott. Back in Black er almennt talin meisiarverk AC/DC. Platan fór beint í fyrsta sæti banda- ríska vinsældalistans og seldust milljón eintök f fyrstu vikunni. Back in Black er gjaman á listum yfir bestu rokkplötur allra tíma og hún er lfka enn í dag fjórða mest selda rokkplata sög- unnar. 41 milljón eintök eru seld og þar af 19 milljón í Banda- ríkjunum. Platan inniheldur marga smelli, t.d. You Shook Me All Night Long, Hells Bells og Back in Black. Enn öflug tónleikasveit Vinsældir ACfDC dvfnuðu heldur á seinni hluta níunda áratugarins en hljómsveitin átti glæsta endurkomu með plöt- unni The Razors Edge sem kom út 1990 og innihélt m.a. ofur- smellinn Thunderstmck. Almenningsálitið á sveitinni hafði á þeim tíma batnað töluvert. „Ég held að fólk hafi áttað sig og hugsað: „Hey! þeir átu ekki börnin okkar eftir allt. Þeir steiktu þau ekki!““ sagði Angus Young hlæjandi þegar hann var spurð- ur að því nýlega af hverju ímynd sveitarinnar hefði batnað. AC/DC þykir ekki hafa þróast mikið tónlistarlega á ferlinum þó að enn sé hún talin meðal öflugustu tónleikasveita. Malcolm Young hefur þetta um málið að segja: „Við erum sak- aðir um að gera alltaf sömu hlutina og að sjálfsögðu erum við ekki listræn hljómsveit eða hljómsveit með þoðskap. Eini boð- skapurinn okkar er að fólk skemmti sér. Við höldum okkur við hann.“ Þetta er safn af tónlist jjr indverskum Bollywood-myndum. Fyrir lengra komna er kominn út þriggja diska pakkinn The Music of Bollywood en þessi plata er safn af því besta úr þeim pakka á mjög hagstæðu kynning- arveröi. Hér er að finna tónlist úr nokkrum af vinsælustu Bollywood- myndunum, t.d. Sholay og Chori Chori Chupke Chupke. The Bad Plus, sem stundum er kallaö „háværasta píanó-tríó sögunnar", spil- ar mjög kraftmikinn djass sem sækir áhrif í rokk, popp og danstónlist. Þetta er samt ekki neinn bræðingur, heldur innlima þeir félagar poppið og rokkiö í djassinn. Þessi plata ætti að höfða jafnt til djass- og poppáhugamanna sem eru opnir fyrir nýjum hlutum. Skemmtileg lög, veröur best lýst sem rokkplötu meö fótboltaþema. Hljóm- sveitin styðst við heföbundna hljóö- færaskipan en þeir drengir eru dugleg- ir viö að radda og lyftir þaö plötunni talsvert. Við fýrstu sýn og hlustun virö- ist platan algert rusl. Umslagiö af af- spyrnuljótt og lögin virka ekki sterk. Þaö breytist þó fljótt þegar platan fær aö rúlla nokkrum sinnum á fóninum. Þeir sem eru að sleppa sér yfir Panjabi MC ættu kannski að tékka á þessari plötu til þess aö heyra hvaðan hann kemur. Svo er þetta lika tónlist sem ætti aö höföa til þeirra fjölmörgu ís- lendinga sem eru farnir aö stunda magadans og líka tónlist fyrir alla þá sem hafa húmor fyrir þeirri ofur- stíliseruðu rómantík sem einkennir Bollywood-myndirnar. The Bad Plus á rætur í ýmsum djass- kombóum í Miövesturríkjunum en hljómsveitin í núverandi mynd varð til áriö 2000. Áriö 2001 kom fyrsta plat- an út hjá spænsku smáfyrirtæki en eftir tónleika á Village Vanguard- klúbbnum í New York í fyrra gerði sveit- in samning viö Columbia-plötufýrirtæk- ið. Chad Blake (Pearl Jam, Peter Gabriel, Tom Waits) pródúserar. Þaö hefur lítiö heyrst frá Ég að undan- förnu. Þaö gæti kannski verið skýrt meö því aö þeir hafi verið uppteknir við aö fylgiast meö síðustp vikum Evrópu- fótboltans. Alla vega virðast þeir alger- ir fanatíkerar þegar kemur aö þeirri íþrótt því að í tveimur lögum syngja þeir um fótbolta og umslagið er undirlagt af knattspyrnutengdu efni. Á næstunni mun sveitin þó leika á fjölda tónleika. Þaö er mikiö sótt í indverska tónlist í dag. Hip-hop pródúserar eins og Timbaland, Missy Elliott og Dr. Dre sækja stíft í þessa tónlist og bhangra- tónlistin, sem hefur kraumað undir niöri í Bretlandi undanfarin ár, er konv in upp á yfirborðið meö lagi Panjabi MC, Mundian to Bach Ke sem sampF ar þemalagið úr Bollywood-myndinni Knight Rider. The Bad Plus er ein af uppgötvunum ársins í Bandarikjunum. Þetta er djasstrió skipaö bassaleikaranum Reid Anderson, píanóleikaranum Eth- an Iverson og trommuleikaranum Dav- id King. Þeir hafa vakiö mikla athygli, m.a. fyrir nýstárlegar útgáfur á lögum eins og Smells Like Teen Spirit eftir Nirvana, Blondie-laginu Heart of Glass og Film eftir Aphex Twin. Fyrsta plata hljómsveitarinnar Ég sem kom út fyrir síðustu Jól. Platan hvarf í útgáfuhafiö þá enda erfitt fyrir unga menn meö titll efni að keppa viö ís- lenska útgáfurisa. Ég skipa Róbert Örn Hjálmtýsson, Steindór Ingi Snorra- son, Baldur Sivertsen Bjarnason, Arn- ar Hugi Hreiðarsson og Siguröur Breið- fjörö Jónsson. Flytjandi: The Bad Plus Platan: These Are Thi Útgefandi: Columþia/Skífan Lengd:56:38 mín. Þegar við vorum að byrja í Ástr- alíu spiluðum við mest á pöbbum. Stórum pöbbum sem taka svona 600-1.000 manns,“ segir Malcolm Young gítarleikari AC/DC í nýlegu viðtali um það hvernig tónlistin þeirra varð eins hörð og hröð og raun ber vitni, „Þama voru aðallega harðir naglar komnir til þess að skemmta sér. Ef við hefðum spilað einhver róleg lög hefði bara einhverju verið hent í okkur.“ Fyrstu 15 AC/DC-plötumar verða endurútgefnar núna á árinu. Fyrstu fimm: High Voltage (1976), Dirty Deeds Done Dirt Cheap (1976), Highway to Hell (1979), Back in Black (1980) og Live komu í marsmánuði og næstu fimm, Let There Be Rock (1977), Powerage (1978), For Those. About to Rock We Salute Yóu (1981), Who Made Who (1986) og The Razors Edge (1990) ættu að vera að koma { ________________________ verslanir þessa dagana. Plötumar innihalda engin aukalög en eru endurhljóðblandaðar og koma í mjög veglegum digipak-umbúðum. SUBBULEGIR STUÐBOLTAR AC/DC var stofhuð í Sydney í Ástralíu árið 1973 af gítarleik- aranum Malcoim Young eftir að fyrri hljómsveitin hans,The Velvet Underground (á ekkert skylt við New York-sveitina með sama nafhi!), lagði upp laupana. Yngri bróðir hans, Angus, var sólógítarleikari. I byrjun hljóðrituðu þeir smáskífuna Can 1 Sit Next to You með söngvaranum Dave Evans, en ári seinna fluttu þeir til Melboume. Þar gengu trommuleikarinn Phil Rudd pg bassaleikarinn Mark Evans til liðs við þá og bílstjór- inn þeírra, Bon Scott, tók við sem söngvari þegar Dave neitaði einn daginn að fara á svið. Þegar Angus byrjaði í hljómsveitinni var hann bara 15 ára og systir hans stakk upp á því við hann að hann færi á svið í skólabúningnum sfnum. Skólabúningurinn varð fljótlega eitt af einkennum AC/DC. Annað sem setti svip á sveitina strax í byrjun var karakter Bons Scotts. Hann hafði verið trommuleikari í poppsveitunum Fratemity og The Val- entines en það sem skipti meira máli var það orðspor sem fór af honum. Hann átti að baki nokkra dóma fyrir minni háttar glæpi og ástralski herinn hafði hafnað honum vegna þess að hann þótti samfélagslega óhæfur. Þetta styrkti ímynd sveitar- innar sem subbulegra harðjaxla. „Nýr botn í hörðu rokki" ACfDC gaf út sínar fyrstu tvær plötur í Ástralíu eingöngu. Þetta voru High Voltage, sem kom út 1974, og TNT sem kom ári seinna. Efni af þessum tveimur plötum var safnað saman á fyrstu alþjóðlegu plötuna sem kom út 1976 og fékk nafnið High Voltage. Seinna sama ár kom svo Dirty Deeds Done Dirt Cheap. Tónlist AC/DC í byrjun var einfalt og kraftmikið þungarokk með miklum blúsáhrifum. Lögin voru einföld og grfpandi gítarriff áberandi. Textamir voru mjög ungæðislegir, AC/DC nýtur enn mikillar hylli. Meistaraverk sveit- arinnar, Back in Black ,hefur selst f yfir 41 miltjón ein- taka og er fjórða mest selda rokk- plata sögunnar. Ekki listræn sveit með boðskap 10 9. maÍ2003

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.