Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2003, Blaðsíða 8
„Framtiðin er svolítið óljós því ég er að bíða eftir svari frá nokkrum skólum sem ég var að sækja um f Svfþjóð. Þar langar mig að læra Design Management sem er eiginlega viðskiptafræði með „krea- tífu“ fvafi. Ég ólst upp í viðskiptaum- hverfi en hef alltaf haft áhuga á hönnum svo það er fínt að sameina þaðsegir hin rétt tæplega 21 árs Signý Kristinsdóttir þegar Fókus slær á þráðinn til hennar. Signý hefur unnið sér það til frægðar að hún varð í öðru sæti f Ungfrú ísland.is í fyrra en sfðan þá hefur ekki mikið borið á henni. Það er kannski ekki skrýtið því hún hefur haft í nógu að snúast við að klára stúdentsprófið af listabraut í FB um sfðustu jól auk þess sem hún á dótturina Birtu Líf sem er að verða þriggja ára. Þegar Signý er spurð út f nafngiftina á dótt- urinni segir hún það eins konar þýðingu á Bright Life úr enskri tungu. Þessa dagana vinn- ur Signý hjá heildverslunínni Echo. Hún lýsir sjálfri sér þannig að f henni blundi bæði bis- nesskona og svo listræna og skapandi týpan, enda sé hún ítvíburamerkinu. „Ég er búin að vera að skrifa Ijód og fleira í ellefu ár, mest fyrir sjálfa mig þótt það sé alltaf gamanað koma sér á fram- færi.“ Þegar Signý er ekki að vinna, sinna dóttur sinni eða skrifa segist hún alltaf gefa sér tfma til að rækta sjálfa sig og sálina, eins og hún orðar það. „Ég hef mjög gaman af því að lesa og taka Ijósmyndir, svo ég nefni eitthvað. Mér finnst ég alítaf þurfa að vera að gera eitthvað skapandi.“ Hvað sérðu þig gera í framtíðinni? ,,Ég sé mig alla vega ekki sem týpíska 9-5 manneskju. Ég held ég vilji vinna f ein- hverju meira skapandi, þess vegna fór ég til að mynda ekki f viðskiptafræði þvf ég vildi alls ekki lenda í bókhaldi eða einhverju slfku.“ Signý er á lausu og það virðist ekki ætla að breytast á næstunni. „Ég stefni náttúrlega að þvf að fara út þannig það er kannski best ad halda því þannig.“ Og hún sendir karlmönnum skýr skilabod: „Það virðist voða- lega erfitt að finna jafn- ingja á manns aldri sem er nógu þroskaður og er tilbú- inn að axla einhverja ábyrgð.“ Heyriði það drengir ... Fokusmynd: Hari Förðun: Elín Reynisdóttir 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.