Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2003, Blaðsíða 4
 Bjarni hættur í Leaves Bjami Gríms, trommari f hljómsveit- inni Leaves, er hættur í hljómsveitinni. Tvennum sögum fer af brotthvarfi Bjama. Onnur sagan segir að hann hafi hætt til að einbeita sér að fjölskyldu sinni en hann varð nýlega faðir en hin segir að hann hafi einfaldlega verið rekinn úr bandinu. Þessi tíðindi urðu fyrir um það bil mánuð.i. Lea- ves hafa verið að gera það gott undanfama mánuði, eða frá þvf frumraunin, Breathe, kom út hér á landi og í Evrópu um mitt síð- asta ár. Fékk sveitin afar góða dóma í nokkrum miðlum erlendis fyrir plötuna. Að sögn Arna Ben, umboðsmanns sveitarinn- ar, verður Breathe gefin út í Bandaríkjun- um þann 5. ágúst næstkomandi og mun Leaves fylgja útgáfunni eftir þar f landi í kjölfarið með tónleikahaldi og öðru tilheyr- andi. Ámi vildi hvorki játa né neita frétt- um af brotthvarfi Bjama úr sveitinni en sagði að Leaves væri þegar farin að vinna efni fyrir næstu breiðskífú. Ekkert hefur enn verið staðfest með effirmann Bjama í Leaves en Fókus hefur heyrt að trommari hinnar sálugu sveitar, Náttfara, hafi sést á æfingum með drengjunum ... Seínt á síðasta ári fréttist að verið væri að vinna að gerð myndbands við lagið Blautt malbik af nýjustu plötu XXX Rottweiler og átti sjálfur Ron Jeremy að vera í aukahlutverki í því. Síðan hefur ekkert heyrst af málinu fyrr en nýlega þegar það kom fram á nokkrum bloggsíðum á Netinu að myndbandið væri svo gróft og klámfengið að það kæmi jafnvel aldrei fyrir sjónir almennings. Fókus settist niður með Erpi Eyvindarsyni og Gunnari Páli Ólafssyni, leikstjóra myndbandsins, sem sjá loksins fram á að geta sýnt fólki þetta umtalaða myndband. Líður illo ef myndböndin eru ekki bönnuð Hvenær verða settar á markaðinn húfur úr júgri, svokallaðar júgurhúfur? hreim og hangir með Ron Jeremy sem fer með gestahlutverk í myndbandinu." Eftir að þeir höfðu tekið upp senumar með Ron Jeremy var mynd- bandið sett í salt þar til í febrúar. Þá var tekið upp á Hótel Borg og þóttu sumar senurnar sem þar vom teknar of grófar. Var það aðal- lega vegna einnar stúlku sem lék í myndbandinu og þurfti á endan- um að tóna myndbandið talsvert niður. „Þetta var einhver póstlistaskækja frá fsrael sem Gunni pikkaði upp á Netinu. Svo kom f ljós að hún var ekki með atvinnuleyfi hér á landi og við vorum næstum lentir í miklum vandræðum út af þessu,“ segir Erpur. „Þessi stelpa var bara þarna á bikiníi en við leystum þetta með því að Gunni blörraði meðal annars á henni rass- inn.“ Ekki verra en Scooter Ahorfendur Popp &. Kóks á SkjáEinum kunna að hafa tekið eftir því á dögunum að auglýst var að umrætt myndband yrði sýnt í þætt- inum. Þegar kom að sýningunni birtist áhorfendum aftur á móti skilti þar sem sagt var að myndbandið yrði ekki sýnt. Erpur og Gunni segja að Popp &. Kók hafi bara ekki þorað að sýna mynd- bandið. Af hverju? „Það voru þama bæði senur með Ron Jeremy og svo þessari gellu,“ segir Gunni Palli og þeir hneykslast á þessari ákvörðun, segja myndbandið vera örlítið klámfengið en samt ekki. „Ég hef verið að sýna nokkrum þetta og strákum finnst þetta ekki vera gróft og benda til dæmis á Scooter-myndböndin. Robbie Williams mynd- bandið nýja er til dæmis mun grófara. Stelpur virðast aftur á móti fara dálítið hjá sér við að sjá þetta,“ segir Gunni. „Þetta var allt sviðsett og leikið,“ segir Erpur og Gunni Palli bæt- ir við: „Við viljum gjaman taka það fram að við viljum ekki að börn séu að herma eftir þessu.“ „Böm em nefnilega mjög hressandi þótt þetta myndband sé ekki ætlað þeim,“ segir Erpur. Trílócía Þetta er ekki f fyrsta skipti sem þeir tveir vinna saman því áður hefur Gunni unnið með Erpi að gerð seinni seríunnar um Johnny National auk þess sem hann gerði myndbandið við lagið Sönn ís- lensk sakamál fyrir Rottweiler. „Það myndband var bannað og það virðist vera að komast á ein- hver hefð fyrir þvf að myndböndin okkar séu bönnuð, alla vega þau sem Gunni Palli gerir,“ segir Erpur. „Enda er hann svo mikill lista- maður, honum finnst alveg nóg að sýna þetta bara á netinu." Þeir segjast reyndar hafa rætt um það áður en þeir byrjuðu á að gera þetta myndband að það myndi verða bannað. „Við stefnum á eins konar trílógfu og eigum bara eftir að gera eitt vídeó inn f hana,“ segir Erpur. „Við vomm með ofbeldi f Sönn íslensk sakamál, nekt í þessu myndbandi og þá eigum við bara stjórnmálatengt myndband eftir. Okkur líður eiginlega bara illa með þetta ef hlutirn- ir eru ekki bannaðir." Myndir úr myndbandinu má sjá á Fókus.is. Nonni flytur Það er jafh öruggt og að Skítamórall er frá Selfossi að fullt er út úr dyrum á Nonnabita í Hafnarstræti þegar skemmtistöðum f Reykjavík er lokað. Það verða því að teljast gleðitíðindi að Nonni ætlar að ílytja í stærra og betra húsnæði. Já, pannan og allt til- heyrandi verður á næstunni flutt yfir göt- una og komið fyrir þar sem Café au Lait var einu sinni til húsa. Sá staður er eflaust enn syrgður af mörgu því fólki sem nú er helst að finna á Kaffibamum eða Sirkus en síðast var rekin verslun í húsnæðinu. í næsta húsi er hollenski pöbbinn De Boomkikker og ætti Nonni að fá nokkra trausta kúnna þaðan ... im/MA'Titl „Þetta er búin að vera ótrúlega mikil vinna og það er ýmislegt sem hefur tafið gerð myndbandsins," segja þeir Erpur og Gunnar Páll fegnir þvf að vera loksins búnir að skila því af sér eftir nokkurra mánaðar vinnu. „Nú á allt að vera komið í höfh og myndbandið verður sýnt f 70 mínútum á Popptíví næstkomandi mánudag." Ron Jeremy með cestahlutverk „Við emm búnir að vera að vinna að þessu síðan í október þegar Ron Jeremy kom hingað,“ segir Erpur. „Þegar hann var héma þá sviðsettum við ýmislegt og ég er í hlutverki frekar ógeðfellds manns. Hann er með mottu, hárið skipt til hliðar, talar með hollenskum f ó k u s 16. maí2003

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.