Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2003, Blaðsíða 15
í dag er biðinni loksins lokið. Eftir fjögur mjög löng ár fær maður loksins næsta skammt af Matrix. Þegar fyrri myndin kom út árið 1999 stóð ekki endilega til að framleiða fleiri en eftir velgengni mynd- arinnar var ekki um annað að ræða. Því var ráðist í að gera tvær framhaldsmyndir í einu, The Matrix Reloaded og The Matrix Revolution, og fáum við að berja þá fyrri augum frá og með deginum í dag. Draumaveröld Wachowski-bræðrarma Þeir Larry og Andy Wachowski hafa unnið saman alla sína tíð. Þeir eru 38 og 36 ára, Larry sá eldri. Þeir hafa leynt og ljóst stefnt að gerð Matrix-þríleiksins frá unga aldri. Áður en kom að gerð hans höfðu þeir aðeins komið nálægt tveim- ur öðrum myndum, Bound (1996), sem þeir leikstýrðu og skrifuðu sjálfir, og Assassins frá árinu 1995. Þar voru þeir handritshöfundar. Þrátt fyrir tiltölulega „stuttan“ feril í Hollywood teljast þeir til áhrifamestu manna í kvikmynda- heiminum. Áhrif Matrix eru greinilega mikil. Ekki fyrir clamúrinn En þrátt fyrir allt það glamúrlíf sem fylgir Hollywood eru þeir bræður ekki mikið fyrir sviðsljósið. Það var reyndar svo að þegar þeir sömdu um gerð framhaldsmyndanna tveggja var í samningnum sérstök klausa um að þeir þyrftu ekki að standa í neins konar kynnningarstarfsemi (viðtöl og annað slíkt). Þeir vilja láta kvikmyndimar tala fyrir sig sjálfar. Og það gera þær svo sannarlega. Matrix-veldið er risastórt. Einn ffamleiðendanna er Joel Silver sem hefúr framleitt margar þekktar myndir síðastliðin 25 ár. Hvorki hann né Wamer Bros. kvikmyndaverið höfðu nokkum tímann komist í það jafn feitt og Matrix. Fyrsta myndin tók inn 456 milljónir dollara á heimsvísu, vann 4 óskara og DVD-útgáfa hennar varð sú fyrsta til að fara yfir milljón eintaka í sölu. Sérdiskur, The Matrix Revisited, var gefinn út en hann innihélt heimildarmyndir um gerð fyrstu myndarinnar og forsmekkinn af því sem koma skyldi. Ótal fleiri munir hafa komið á markað í tengslum við myndina, svo sem tölvuleikir og teiknimyndin Animatrix, sem hefur verið sýnd í kvikmyndahúsum hér á landi og á Stöð 2. Sama myndin 1 The Matrix mætast margir ólíkir menningarheimar. Wachowski-bræðumir voru sjálfir undir miklum áhrifum japanskra animé-teiknimynda, eins og Akira og Ghost in the Shell, þar sem spurningum um heimspeki, goðafræði, trú og stærðffæði var varpað ffam. Þeir eru líka miklir áhuga- menn um teiknimyndasögur enda er í þeim heimi hægt að finna ámóta hugmyndaflug og bræðumir búa yfir. Fyrsta myndin sýndi aðeins byrjunina, klóraði rétt í yfir- borðið. Ástæðan fyrir því að þeir vildu ráðast í gerð framhalds- myndanna tveggja á sama tíma er í raun sú að þeir líta á þetta sem- sömu myndina, bara í tveimur hlutum. Hvað tæknina varðar halda þeir áffam að skrifa ný lögmál fyrir kvikmyndatöku og tæknibrellur enda er hægt að slá þvf föstu að myndirnar séu veisla fyrir augað, frá upphafi til enda. Stillum væntincum í hóf Það verður hins vegar að segjast að af því að effirvæntingin er svo mikil getur auðveldlega bmgðið til beggja vona. Kynn- ingarherferðin fyrir fyrstu myndina gekk mikið út á að láta fólk velta fyrir sér hvað í ósköpunum The Matrix væri. Auk þess sem tæknibrellumar voru svo glænýjar að áhorfendur vissu hreinlega ekki hvemig þeir áttu að bregðast við. En nú er allur leyndardómurinn horfinn. I kynningunni hefúr vissulega ekki mikið verið sagt um það út á hvað myndin gengur, nema í stórum dráttum, og því býst kvikmyndagest- urinn við einhverju svakalegu. Það er því efamál hvort slík- ar væntingar, sem þessi langa bið hefúr skapað, em yfirstíg- anlegar - það virðist þurfa svo lítið til að menn verði fyrir vonbrigðum. Það væri því kannski þjóðráð að gera ekki ráð fyrir að ffam- haldsmyndin sé betri en sú fyrsta því eins og reynslan hefur sýnt reynist það sjaldnast raunin. Neo horfir upp á óraunverulegan veruleika. No Name 2003: Keppt í förðun Núna um helgina fer fram í Vetrargarðinum í Smáralindinni í fyrsta sinn Förðunarkeppni No Name 2003. Öllum þeim sem hafa lært þjálf- un var heimilt að sækja um þátttöku í keppninni og fór svo að dregið var úr umsóknum og blönduðust þannig keppendur saman sem höfðu lært förðun bæði hér á landi og erlendis. Keppt er í 4 flokkum og em 10 keppendur í hverjum flokki sem em tískuförðun, brúðarförðun, tímabilaförðun og smokeyförðun. Auk þess er unglingaflokkur fyrir 14 til 16 ára sem einnig telja 10 keppendur þannig að heild- arfjöldi er 50. Hefst keppnin kl 13 á sunnudag og verður auk keppninnar sjálfar boðið upp á veglega dagskrá. Á staðnum verður bílamál- ari sem einnig er lærður förð- unarfræðingur og mun hann sminka bíl á staðnum á með- an keppninni stendur. Helga Braga verður með skemmti- atriði og boðið verður upp á söng og tískusýningar. Þá verða básar á svæðinu þar sem gestir geta kynnt sér alls kyns starfsemi og þjónustu er tengist förðun. nýja bítib í baenum www.kbs895.is • Pýi* IJMmiAUin *hf. • Hvarflsgata 98 • Slrai 550 0B90 16. maí2003 f ó k u s 15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.